Fréttablaðið - 23.01.2002, Side 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
23. janúar 2002 IVUÐViKUDAGUR
SPURNINC DACSINS
Verður hætt við leiðtogapróf
kjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík?
Ég geri ekki
ráð fyrir því.
Við ræddum
þann mögu-
leika að bara
einn gæfi kost
á sér og þá eru
reglurnar þan-
nig að það er
kosið og svo er
uppstilling að
öðru leyti. i venjulegu prófkjöri verður að
vera helmings þátttaka flokksmanna og þú
verður að fá helming greiddra atkvæða til
að kosning í sæti sé bindandí.
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, er for-
maður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna I Reykjavík
og á sæti í stjórn fulltrúaráðsíns I Reykjavík.
GRÆNMETI OG ÁVEXTIR
Sagt er að strangar reglur séu um leifar
varnarefna í matvælum.
Matvælaeftirlit:
Samið um
að einfalda
eftirlit
hollusta Umhverfis- og heilbrigð-
isstofa Reykjavíkur hefur samið
við Hollustuvernd ríkisins um að
taka við sýnatökum á grænmeti og
ávöxtum vegna varnarefnamæl-
inga. Auk sýnatöku mun matvæla-
eftirlit Stofunnar fylgja eftir inn-
köllun og förgun ef þörf krefur en
Hollustuverndin mun áfram skipu-
leggja sýnatökurnar, framkvæma
mælingar og ákvarða um aðgerðir.
Sagt er að með þessu samkomulagi
sé verið að einfalda eftirlit og
koma í veg fyrir að tvær mismun-
andi eftirlitsstofnanir komi að einu
og sama fyrirtækinu vegna mat-
vælaeftirlits.
Markmiðið með vöktun og eftir-
liti með varnarefnum er að tryggja
að grænmeti og ávextir innihaldi
ekki efni sem eru varasöm heilsu
fólks. Þessi varnarefni eru m.a. ill-
gresiseyðar, skordýraeitur,
sveppalyf og stýriefni sem notuð
eru við ræktun og geymslu græn-
metis og ávaxta. Framkvæmd
vöktunar með þessum efnum hér-
lendis er sögð vera með sama
hætti og gerist í aðildarríkjum
Evrópusambandsins. ■
Fj árhags vandræði:
Hlaðvarp-
inn seldur?
fasteignir Eigendur Hlaðvarpans
munu taka ákvörðun um það eftir
tvær vikur hvort húsið verður selt.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins á hluthafafélagið Vesturgata 3
ehf. í fjárhagsvandræðum um þess-
ar mundir.
Hlutafélagið hefur rekið leikhús
í Hlaðvarpanum undanfarin miss-
eri og hefur mikið tap verið á
rekstrinum. Félagið hefur því
ákveðið að hætta leikhúsrekstri og
fyrir skömmu afþakkaði það styrk
frá Reykjavíkurborg sem hefði
skuldbundið það til að halda rekstr-
inum áfram næstu fjögur ár.
í dag verður haldin stjórnar-
fundur þar sem boðað verður til
hluthafafundar eftir tvær vikur. Á
honum verður tekin ákvörðun um
framtíð Hlaðvarpans. ■
ASÍ og atvinnulífið:
Þrýsta á stjómvöld að
fá vísitölu heildsölu
verðlag Fulltrúar atvinnulífs og
verkalýðshreyfingar segjast legg-
ja mikla áherslu á það við stjórn-
völd að vísitala heildsöluverðs
verði að veruleika sem fyrst. Þeir
gera ráð fyrir því að þeir munu
fjalla um nauðsyn þess á fundi n.k.
fimmtudag sem boðaður hefur ver-
ið með hagstofustjóra og fleirum
um nýja vísitölu framleiðslukostn-
aðar. Sem kunnugt er þá hefur hag-
stofustjóri sagt að heildsöluvísitala
sé ekki upp á borðum hjá Hagstof-
unni. Hann hefur líka sagt að þessi
vísitala sé nánast markleysa sök-
um þess hversu óglögg skil sé orð-
in á milli heildsölu- og smásölu-
verðs hjá stærstu verslunarkeðj-
unum. Þessi ummæli sem höfð
voru eftir hagstofustjóra í Frétta-
blaðinu sl. föstudag eru sögð hafa
komið hagsmunaaðilum eins og t.d.
í verslun mjög á óvart.
Rannveig Sigurðardóttir hag-
fræðingur ASÍ segir að það sé brýn
þörf á því fá vísitölu heildsölu-
verðs til að geta fylgst með því
hvar verðhækkanir eiga sér stað.
RANNVEIG
SIGURÐARDÓTTIR
Segir brýnt að geta séð
á hvaða sölustigi verð-
breytingar eiga sér
stað í verslun.
Hún bendir einnig á að þegar verð-
hækkanir hafa orðið á matvælum
hafa ásakanir gengið á milli smá-
sölu og heildsölu um það hvar
álagningin sé að aukast. Hún telur
að með því að hafa vísitölu heild-
söluverðs sé hægt að veita réttum
aðilum ákveðið aðhald í verðlags-
niálum. Þótt hún telji að það verði
ekki einfalt mal að .koma þessari
vísitölu á þá sé þáð fyrst og fremst
spurning um kostnað fremur en
eitthvað annað í skipulagi og rek-
stri verslunarinnar. ■
INNLENT
Tveir menn voru handteknir
grunaðir um innbrot í versl-
unina Office 1 í fyrrinótt. Menn-
irnir komust undan með.þýfi,
skjávarpa og tölvu, en vísbend-
ingar á vettvangi leiddu lögregl-
una áfram þangað til mennirnir
náðust.
—4.—
Stjórnir Þróunarfélags íslands
og Eignarhaldsfélagsins Al-
þýðubankinn hafa hætt samn-
ingaviðræður um mögulega sam-
einingu. Tilkynnt var um samn-
ingaviðræðurnar 3. desember sl.
Ekki náðist samkomulag um
skiptahlutföll í sameinuðu félagi.
Bráðabirgðauppgjör Þróunarfé-
lagsins fyrir árið 2001 sýnir tap
félagsins upp á 1.437 milljónir.
Bókfært eigið fé í árslok nam
tæplega 1.9 milljörðum.
Nota tölvur á annan
hátt en fullorðnir
Leikskólabörn á Sólbrekku hefja tölvunám fjögurra ára. Sólbrekka er
annar tveggja leikskóla sem kenna tölvunotkun. Námið er á aðalnáms-
skrá leikskóla. Víkkar sjóndeildarhring barnanna. Börnin nota tölvur á
annan hátt en fullorðnir. Gagnast þeim í félagslegum samskiptum.
TÖLVUKENNSLA Á SÓLBREKKU
Markmið kennslunnar er að undirbúa börnin fyrir framtiðina, enda er tölvukennsla
á aðalnámsskrá leikskóla.
menntamál „Markmiðið er að
undirbúa börnin fyrir framtíð-
ina,“ segir Kirsten Lybæk Vangs-
gaard, kennari og verkefnisstjóri
tölvukennslu á leikskólanum Sól-
brekku. Markvisst tölvunám hafi
verið á leikskólanum síðastliðin 3
ár og leikskólinn eigi nú fjórar
tölvur. Námið hef jist þegar börn-
in séu fjögurra ára. Það komi
þeim því óneitanlega vel, þegar
þau hefji grunnskólanám.
Kirsten segir að kennslan hafi
byrjað sem þróunarverkefni fyr-
ir þremur árum. Kennt sé eftir
sérstakri aðferð sem danskur
leikskólakennari, Laila Nielsen
hafi þróað og kallast Pepino. Að-
ferðin byggi á sögugerð í tölvum.
„Við vinnum því mikið í sögugerð
og þemavinnu. Auk þess notum
við ýmis kennsluforrit, námsleiki
og teikniforrit við kennsluna,"
segir Kirsten.
Hún segist hafa fundið að
börnin vinni á annan hátt við
tölvur en fullorðnir. „Mikil fé-
lagsleg samskipti fara fram á
milli þeirra, sem gagnast þeim
vel. Við látum þau vinna nokkur
saman og oft hefur myndast heill
hópur í kringum tölvuna. Þau eru
að leiðbeina hvort öðru og ræða
það sem fram fer á skjánum,"
segir Kirsten.
Á döfinni er að stofna til sam-
vinnu við finnskan leikskóla.
„Börnin fá þannig tækifæri til að
kynnast lífi í öðrum löndum og
víkka sjóndeildarhringinn. Sam-
skiptin á milli barnanna hér og í
Finnlandi munu fara fram í gegn-
um Netið. Við ætlum að fá okkur
myndauga svo þau geti séð hvert
annað á skjánum. Einnig verður
stofnuð heimasíða þar sem unnið
verður að sameiginlegum verk-
efnum,“ segir Kirsten.
Tölvukennsla hefur verið á að-
alnámsskrá leikskóla síðan 1999.
Kirsten segist ekki vita til þess
að fleiri leikskólar en Sólbrekka
og Mánabrekka bjóði börnunum
tölvukennslu.
Kirsten segir börn í dag vinna
mikið á tölvu. Það nám sem frarn
fari á leikskólanum geri þau enn
virkari í tölvunotkun. Hún verði
vör við að þau noti internetið
mikið og fylgist vel með. „Þau
nota tölvuna eins og allir aðrir og
vita hvað þau eru að gera,“ segir
Kirsten. ■
SAS
Konan sem fyrir óhappinu varð hefur lagt
fram kvörtun til SAS-flugfélagsins enda
þurfti hún að dúsa á saleminu góðri stund
lengur e.n hún sjálf kaus.
Bandarískur flugfarþegi:
Sogaðist föst
við klósettið
flugferð Bandarjsk kona á leið í
flugi frá Skandinavíu til Banda-
ríkjanna lenti í heldur
óskemmtilegri lífsreynslu ný-
verið er hún settist á klósettið til
að ganga örna sinna. Sogaðist
hún föst við klósettsetuna vegna
hins mikla loftþrýstings sem
notaður er til að sturta niður úr
klósettinu.
Þurfti hún að dúsa þar hjálp-
arvana allt þar til flugvélin lenti
í Bandaríkjunum nokkrum
klukkustundum síðar. Konan
hefur þegar lagt fram kvörtun
til SAS-flugfélagsins, að því er
segir á fréttavef Sky. „Hún var
föst þarna í umtalsverða stund,“
sagði talsmaður flugfélagsins.
„Hún gat ekki staðið upp af
sjálfsdáðum og varð að sitja á
klósettinu þar til flugvélin lenti
svo að starfsmenn flugvallarins
gætu hjálpað henni að losna,“
bætti hann við. ■
I LEIÐRÉTTING I
Leið mistök áttu sér stað við
vinnslu á spurningu dagsins
sem birtist í Fréttablaðinu á
mánudag. Röng mynd birtist við
nafn Marels Eðvaldssonar og eru
bæði hann og Jónas Finnbogason,
sem myndin af var, beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
Tilraunaeldisstöð Hafró í Grindavík:
Hærra þorskverð for-
senda arðbærs eldis
þorskeldi Hafrannsóknastofnunin
hefur rekið tilraunaeldisstöð á
Stað við Grindavík og er í sam-
starfi við tvö sjávarútvegsfyrir-
tæki um þorskeídi. Á næstu vik-
um verða um tiu þúsund þorsk-
seiði flutt í Hauganes við Eyja-
fjörð þar sem Útgerðarfélag Ak-
ureyringa hf er að byggja upp
seiðaeldisstöð.
Björn Björnsson, sérfræðingur
á Hafrannsóknastofnun, segir að
vel hafi gengið að klekja út
þorsklirfunum en frumfóðrunin
er enn erfið.
„Það má í raun segja að þetta
sé enn á tilraunastigi. Við erum
ekki enn komin á það stig að geta
framleitt þorsk í hagnaðarskyni
en menn gera sér vonir um að það
verði hægt síðar.“
Hann segir að ekki sé enn búið
að ná nógu góðum tökum á seiða-
framleiðslunni, kostnaðurinn við
hvert framleitt seiði sé of mikill.
Helsti kostnaðurinn við seiða-
framleiðslu eru laun, húsnæði,
sérhæfður búnaður og tvenns
konar tegundir af fóðri, sem þarf
að rækta ofan í lirfurnar. Fyrsta
fæðan er svokölluð hjóldýr sem
fjölga sér á nokkra daga fresti.
„Þorsklirfurnar eru svo smáar
að þær geta ekki tekið þurrfóður
líkt og laXaseiði gera," sagði
Björn. Artemía er hin fóðurteg-
undin en það eru krabbadýr ætlað
stærri þorsklirfum.
Norðmenn eru mjög framar-
lega í þorskeldi og á síðasta ári
framleiddu þeir um milljón seiði.
Að sögn Björns myndi slíkur fjöl-
di seiða skila um 2-3000 tonnum,
ef þau næðu öll að stækka sem
skildi. Vaxtartíminn er tvö til þrjú
ár.
BJÖRN BJÖRNSSON
Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir erfitt að fullyrða hvort hægt sé að framleiða
þorsk á nægilega ódýran hátt.
Björn segir að þorskverð verði
að hækka áfram og kostnaðurinn
viö eldið að lækka ef það á að
borga sig.
„Það er erfitt að fullyrða hvort
hægt sé að framleiða eldisþorsk á
nægilega ódýran hátt. Arðsemis-
útreikningar sem hafa verið gerð-
ir benda til að þetta sé á mörkun-
um að geta gengið. Hins vegar ber
að líta til þess að kostnaðurinn í
laxeldi hefur snarlækkað á síð-
ustu árum og það er hugsanlegt að
með markvissu rannsókna- og
þróunarstarfi muni það einnig
gerast í þorskeldi." ■