Fréttablaðið - 23.01.2002, Side 8
8
FRETTABLAÐIÐ
25. janúar 2002 MIÐVIKUPAGUR
Loðnuveiðar:
96.000 tonn
komin á land
loðnuveidar Samkvæmt skýrslu
Samtaka fiskvinnslustöðva var
búið að landa um 96 þúsund tonn-
um af loðnu á vetrarvertíðinni í
gærmorgun. Á sama tíma í fyrra
var búið að landa um 54.811 tonn-
um. Aukningin er því 42.000 tonn.
Hraðfrystihúss Eskifjarðar
hefur landað hvað mest, rúmlega
16 þúsund tonnum. SR Mjöl á Seyð-
isfirði hefur landað um 13 þúsund
tonnum og Síldarvinnslan á Nes-
kaupstað rúmlega 12 þúsund tonn-
um. Hraðfrystihús Þórshafnar hef-
ur landað um 8300 tonnum og Sam-
herji í Grindavík 7100 tonnum. Er-
lend skip hafa landað um 2500
tonnum. ■
Borgarstjóri um ákvörðun Ingu Jónu:
„Þarf helst að kjósa áður en
Björn tekur ákvarðanir"
stiórnmál „Mér finnst þetta í sjál-
fu sér merkileg yfirlýsing. Hún
sýnir hvað það þarf að ganga langt
við að ryðja hindrunum úr vegi svo
Björn Bjarnason geti ákveðið að
gefa kost á sér. Það þarf helst að
kjósa áður en hann tekur ákvarð-
anir“, segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, borgarstjóri, og segir að sú
hægvirka ákvarðanataka sem
Björn Bjarnason hafi sýnt í fram-
boðsmálum ekki ganga við borgar-
stjórnarkosningar í vor enda verði
vart beðið eftir honum með þær.
„Þetta er í fjórða skipti sem
sjálfstæðismenn skipta
um hest í miðju vaði. Fyrst
var Markús Örn Antons-
son kallaður til að taka við
af Davíð Oddssyni þar sem
engum var treyst í borgar-
stjórnarflokknum. Svo
leysti Árni Sigfússon hann
af níu vikum fyrir kosning-
ar. Svo leysti Inga Jóna
Árna af. Núna er Björn
Bjarnason leiddur til önd-
vegis. Því er reyndar öðru-
INCIBJÖRG
SÓLRÚN
Sjálfstæðisflokkur
riðar til falls standi
einhver I vegi Björns
Bjarnasonar.
vísi farið en þegar Inga Jóna leysti
Árna af. Hún hafði att
kappi við hann í prófkjöri
og þótti þá engum mikið
um. Nú riðar flokkurinn
hins vegar til falls ef ein-
hver ætlar að standa í vegi
fyrir Birni Bjarnasyni."
„Þetta hefur engin
áhrif á framboð okkar. Við
erum þessu vön. Enda
væri það frekar stílbrot ef
þeir myndu ekki skipta
um leiðtoga." ■
Hafnarfjörður:
Sex sinu-
brunar
eldur Lögreglan í Hafnarfirði var
kölluð út sex sinnum í gær vegna
sinubruna víðsvegar um bæinn.
Að sögn lögreglu var ekki um
mikinn eld að ræða en þó þurfti að
kalla slökkviliðið einu sinni á vett-
vang.
Lögreglan sagði það hefðu ver-
ið ungir drengir sem hefðu kveikt
sinuna. Hún hefði meira og minna
verið innan um byggð og því
þyrfti lítið að gerast til þess að illa
færi. Einni væri mjög erfitt að
slökkvað sinubruna þegar eldur-
inn kæmist í mosann í hrauninu. ■
Júlíus Vífill Ingvarsson:
Skoðar stöð-
una á næstu
dögum
stjórnmál Júlíus Vífill Ingvars-
son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, kveðst ætla að ræða við
sjálfstæðismenn í Reykjavík og
heyra hvað þeim finnst um stöðu
mála áður en hann tekur ákvörðun
um hvort hann
muni gefa kost
á sér í forystu-
prófkjöri sjálf-
stæðismanna.
„Nú er kom-
in ný staða í
framboðsmál-
um í Reykja-
vík“, segir Júlí-
us Vífill og tel-
ur eðlilegt að
taka einhverja
daga í að fara
yfir stöðuna
með öðrum sjálfstæðismönnum í
Reykjavík. „Það sérkennilega við
þetta er að Björn Bjarnason hefur
ekki enn gefið kost á sér í leið-
togaprófkjörinu. Staðan er því
galopin."
„Maður verður að hlusta eftir
því hvort sjálfstæðismenn í
Reykjavík telji að sá sem kemur
til með að leiða listann hafi feng-
ið það umboð sem æskilegt er að
hafa í þá baráttu sem er framund-
an. I-Ivort hann hafi fengið það
frá sjálfstæðismönnum í Reykja-
vík.“ ■——-----------------
JÚLÍUS VÍFILL
Ný staða komin upp
sem þarf að meta.
Telur Björn best
fallinn til forystu
Inga Jóna Þórðardóttir hefur dregið framboð sitt í fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri til baka. Lýsir
stuðningi við Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Er tilbúin að taka áttunda sætið, fari
kjörnefnd þess á leit við hana.
Björn um yfirlýsingu Ingu Jónu:
Þakklátur fyrir stuðning Ingu Jónu
stjórnmál „Ég er náttúrulega
mjög þakklátur fyrir þann stuðn-
ing sem Inga Jóna lýsir við mig“,
segir Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra. „Ég er innilega
sammála henni um að það sé lykil-
atriði fyrir okkur á þessari stundu
að standa saman.“
Björn segir stuðningsyfirlýs-
ingu við sig mikils virði og að hún
komi til með að ráða miklu um það
hvaða ákvörðun hann tekur. „Ég
segi Inkanrðið um framboð mitt á
•kjör-ða
BJÖRN
BJARNASON
Boðar yfirlýsingu
á kjördæmis-
fundi fulltrúa-
ráðs sjálfstæðis-
manna I Reykja-
næsta laugardag.
Það er sá vett-
vangur sem ég hef
alltaf miðað við og
talið að sé eðlileg-
ur vettvangur fyr-
ir yfirlýsingu
mína þessa efnis.“
Björn kveðst
ekki hafa rætt við
Ingu Jónu áður en
hún lýsti því yfir
að hún drægi sig
iÞ-baka-eg -styddi- -
hann til forystu fyrir flokkinn.
Hins vegar hafi þau í-ætt saman
skömmu eftir að blaðamanna-
fundi Ingu Jónu lauk. Þegar
Fréttablaðið ræddi við hann hafði
hann hins vegar ekki rætt við aðra
þá sem hafa verið oi’ðaðir við
framboð. Aðspurður hvernig hon-
um litist á hugmynd Ingu Jónu um
að hún tæki áttunda sætið sagði
hann að það væri í vei’kahring
kjörnefndar að ákveða það og
sjálfur vildi hann ekkijaka fram
fyr-ii-hendur hennar.- É-*®- —
Átakið ör-
uggt spjall
forvarnir Börn á grunnskólaaldri
eru hvött til að sýna aðgát á spjall-
rásum internetsins. í dag kynna
ríkislögreglustjóri, lögreglan í
Reykjavík, Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, _ LFmboðsmaður
barna og Skýri’/ísmennt sérstakt
átak til að vara börn við þeim
hættum sem fylgja notkun spjall-
rása. Kynnt verður veggspjald og
bæklingur og í framhaldinu haft
samband bréfleiðis við foreldra
.ákveðinna aldurshópa. Átakið.
Eyþór Arnalds um Ingu
Jónu:
Óvænt í ljósi
fyrri yfirlýs-
mga
Stjórnmál „Það má segja að það
komi á óvart að Inga Jóna skuli
ákveða að draga sig til baka miðað
við framgang hennar síðustu daga
og fyrri yfirlýsingar hennar“,
segir Eyþór Arnalds. „Eftir stend-
ur að það er aðeins einn búinn að
gefa kost á sér í leiðtogaprófkjör-
inu.“
„Þessi ákvörðun Ingu Jónu
breytir stöðunni
fyrir alla. Flest-
ir áttu von á því
að Inga Jóna
gæfi kost á sér.
Sjálfur átti ég
von á því að
fleiri en ég
myndu gefa
kost á sér á móti
EYÞÓR ARNALDS In8u JÓnu. Ég
Átti von á því að var sannfærður
frambjóðendum
fjölgaði fremur en
fækkaði.
um að frambjóð-
endum myndi
fjölga en ekki
fækka eins og nú hefur orðið
raunin."
Aðspurður hvort yfirlýsing
Ingu Jónu breytti einhverju um
áform sín sagði Eyþór að upp
væri komin breytt staða. Hann
myndi setjast niður með stuðn-
ingsmönnum sínum og kortleggja
þá stöðu. ■
framboðsmál Inga Jóna Þórðar-
dóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn, dró framboð
sitt í fyrirhuguðu leiðtogapróf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík til baka í gær og lýsti
um leið yfir stuðningi við að Björn
Bjarnason, menntamálaráðherra,
skipi fyrsta sætið. Hún segist
—jafnframt reiðubú-
in að skipa áttunda
sæti listans, verði
þess óskað af kjör-
nefnd.
í yfirlýsingu
sem Inga Jóna
sendi frá sér segist
hún hafa orðið vör
við vaxandi óróa
meðal flokks-
manna á síðustu
„Ég er að
fórna því að
láta á það
reyna hvort ég
myndi hafa
hann í próf-
kjöri. Sjálf tel
ég miklar líkur
á því."
—«—
dögum og hafi haft áhyggjur af
því að keppni milli stuðnings-
manna hennar og Björns gæti orð-
ið harðvítug. Slík keppni geti skað-
að flokkinn verulega og minnkað
möguleika hans á sigri í komandi
kosningum. Því hafi hún ákveðið
að draga framboð sitt til baka.
Inga Jóna sagðist ekki hafa
rætt við Björn um ákvörðun sína
en treystir því að meirihluti
flokksins muni fylkja sér bakvið
hann.
„Það kæmi mér á óvart ef hann
byði sig ekki fram. Hann er búinn
að gefa það mikið upp að ég tel að
það sé hægt að draga þá ályktun
að hann sé fyllilega reiðubúinn til
þess.
„Ég er að fórna því að láta á það
reyna hvort ég myndi hafa hann í
prófkjöri. Sjálf tel ég miklar líkur
á því. En ég ætla ekki að leiða þá
baráttu yfir flokkinn. Ég tel að
kostnaðurinn við átökin sem fyl-
gdu í kjölfarið skipti minna rnáli
heldur en að við tökum höndum
saman og vinnum borgina."
Björn mun gefa svar á laugar-
INGA JONA ÞORÐARDOTTIR •
Boðaði til blaðamannafundar I gær þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína. Hún styður Björn Bjarnason í fyrsta sætið og er tilbúin að taka
áttunda sætið, óski kjörfnefnd þess.
daginn kemur um hvort hann fari
í leiðtogaprófkjörið. Aðspurð
hvort Björn væri sterkasti ein-
staklingurinn til að leiða listann
sagði Inga Jóna:
,;Já, hann er það.“
I síðustu tveimur borgarstjórn-
arkosningum hefur áttunda sætið
verið baráttusæti milli Sjálfstæð-
isflokks og Reykjavíkurlistans. Ef
Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki
átta kjörnum fulltrúum mun Inga
Jóna verða varamaður í borgar-
stjórn.
kristjan@frettabladid.is