Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2002, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 23.01.2002, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 23. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Skotárás fjögurra manna í Kalkútta á Indlandi: Fimm myrtir við banda- ríska menningarmiðstöð KflLKiiTTfl.iNDLflNDi.flP Fimm örygg- isverðir létust og 21 manneskja særðist þegar fjórir vopnaðir menn á vélhjólum hófu skothríð á menningarmiðstöð Bandarikja- manna í Kalkútta á Indlandi snem- ma í gærmorgun. Flúðu ódæðis- mennirnir af vettvangi eftir árás- ina. Enginn hafði lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér í gær, en talið er líklegt að róttækur islamskur hópur hafi staðið á bak við hann. Indverjar grunuðu hryðjuverkahóp sem hefur tengsl við leyniþjónustu Pakistana, ISI, um verknaðinn. Leyniþjónustan neitaði hins vegar harðlega öllum ásökunum og sagðist hvergi hafa komið nærri. Menningarmiðstöðin er stað- sett skammt frá bandarísku ræð- ismannsskrifstofunni í Kalkútta. Eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september var ákveðið að auka öryggi við bandarísk stjórn- setur á Indlandi. Auk þess hafði öryggi verið hert í kjölfar árásan- na á indverska þinghúsið í síðasta mánuði. Sex vikur eru síðan þær árásir voru gerðar. Undanfarnar vikur hafa friðsamlega mótmæli átt sér stað fyrir utan menningar- miðstöðina og hafði allt verið með kyrrum kjörum þar til í gær. Tíu þeirra sem særðust voru vopnaðir öryggisverðir, aðrir tíu voru gangandi vegfarendur og einn var starfsmaður öryggisþjón- ustu. ■ BYGGINGIN Almenningur í Kalkútta safnaðist saman i gær fyrir utan bygginguna þar sem skotárásin vat gerð. 1 INNLENtT Veitingahúsið Café Opera aétlar að lækka hjá sér vöruverð um .3 prósent. Með því vill fyrirtækið taka þátt í átaki nokkurra fyrir- tækja til að viðhalda stöðugleika Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar skorar á alla kaupmenn, heild- sala, ríki og sveitarfélög að lækka hjá sér verð og álögur í baráttu við verðbólgudrauginn. Stjórnin segir að þetta geti skipt sköpum. Ef verðbólgan verði ekki kveðin niður fyrir vorið er mjög líklegt að launþegar segi launalið almennra kjarasamninga lausan. Ekki sé nóg að nokkrir aðilar taki þátt heldur verði öll þjóðin að vera með. Frumkvæði FjarðarkaUpa, Byko og Húsasmiðjunnar sé virðinga- vert, vænlegt til árangurs og eigi að vera öðrurn til fyrirmyndar. Magnyl búið í apótekum: V æntanlegt í dag LYFJflMÁL Magnyl hefur ekki feng- ist hjá apótekum síðan í síðustu viku. Magnyl er, meðal annars, notað við æða og hjartasjúkdóm- um Lyfið er framleitt af Delta. Ekki er annað lyf, með sömu virkni, á markaði. Að sögn Björns Aðalsteinsson- ar forstöðumanns markaðssviðs fyrirtækisins, er von á lyfinu aft- ur í apótek í dag eða á morgun. Búið sé að framleiða lyfið. Að- eins eigi eftir að losa það úr gæðaeftirliti. Hann segir skort- inn á lyfinu, stafa af töfum við framleiðslu þess. Notkun á mag- MAGNYL Lyfið er væntanlegt í apótek í dag eða á morgun. Skortur hefur verið á því síðan í síðustu viku. nyl hafi einnig aukist meir en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Því hafi lyfið ekki verið til á lager og ekki náðst að framleiða það áður en það kláraðist í apótekum. „Skorturinn á lyfinu er vissulega bagalegur. Þetta eru aðstæður sem við viljum ekki lenda í,“ seg- ir Björn. Erfitt sé að fá lausasölu- lyf flutt erlendis frá, í stað þeirra . sem framleidd séu hér. Ekki stan- di til að breyta framleiðslu lyfs- ins til að skortur geri ekki vart við sig aftur. ■ | INNLENT | Verslunin Englabörnin við Laugaveg hefur ákveðið að lækka verð á öllum vörum á útsölu um 20% til viðbótar við þá lækkun sem áður hafði orðið og segir í fréttatilkynningu að það sé gert til að stuðla að lækkun vísitölu neysluverðs. „Verslunin hefur nú verið starfrækt í um 20 ár og gera ■ eigendur hennar sér grein fyrir nauðsyn þess að verðlag haldist stöðugt í lándinu og vilja leggja sitt af mörkum til'að svo megi verða“. Hún var ekki kjörin af þvf ad hún er kona ... ... hún var kjörin vegna þess sem hún hefur fram aö færa - en þaö héfur hún af því aö hún er kona. Ef þú kýst ekki fulltrúa þinn kýs einhver annar fulltrúa sinn sem fulltrúa þinn. Ráðherraskipuð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum ___.......•""„ihí.ilií ; 1/1 ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.