Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2002, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.01.2002, Qupperneq 10
FRETTABLAÐIÐ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 23. janúar 2002 IVllÐViKUPACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. Í.IOO á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINÍ7 Ekkert lát á verd- hækkunum VefRámáður skrifar:__________ Ríkisstjórn og svonefndir aðilar á vinnumarkaði eru meira en lítið bjartsýnir að ætla að verðbólgan muni minnka svo mikið á næstu vikum og mánuðum að efnahags- markmið kjarasamninga muni halda. Kunningi minn sem vinnur í verslun segir að hann sé nánast daginn út og inn að breyta verð- merkingum á vörum vegna þess að þær séu sífellt að hækka í verði. Við félagarnir munum líka eftir því að þegar krónan var sem sterkust hér um árið. Þá var það nánast frétt ef einhverjar inn- fluttar vörur lækkuðu í verði. Ég held því að verkafólk verði að fara að taka sig saman í andlitinu og búa sig undir það að semja nýja kröfugerð á hendur atvinnu- rekendum. Við getum ekki enda- laust látið svína á okkur. Það stefnir því allt í það að sláturtíðin í haust verði sjóðheit þegar verka- fólk mun krefjast þess að fá bætta þá kjararýrnun sem það hefur orðið fyrir á síðustu misserum á verðbólgubálinu. Látum ekki blekkja okkur enn og aftur. ■ —*— Um aldur og ævi Frá sjómanni: Snemma í vikunni þurfti ég að fara í viðskiptabanka minn og biðja þjónustufulltrúann um smá- vægilega upphæð að láni. í bank- anum er ég með launareikning og hann sér um að greiða alla mína reikninga. Um hver mánaðamót þá eru launin mín lögð inn og aldrei stendur á þeim. Ég hef skipt við þennan banka í fjölmörg ár og skulda ekki krónu. Þjónustu- fulltrúinn tók mér afskaplega vel, óskaði eftir að ég fyllti út umsókn og bað mig að tala við sig daginn eftir. Þegar ég talaði við hann dag- inn eftir sagði hann bankann því miður ekki geta lánað mér þar sem ég hefði fengið afskrifaða skuld vegna víxils hjá bankanum fyrir 12 árum. Nú er ekki svo að ég hafi ekki greitt víxilinn því það hef ég sannarlega gert. Vextir og kostnaður voru hins vegar felldir niður á sínum tíma. Mér var tjáð að það væri ekki i fyrning á þessu eins og öðrum skuldum og því gæti ég búist við að verða hafnað um lán alla tíð í þessum banka. Nú langar mig að vita hvort þetta geti verið rétt og ef ekki hve lengi þarf ég að búast við að fá neitun ef ég sæki um lán. Eru menn látnir gjalda þess alla ævi að hafa einhverntíma lenti í erfið- leikum fjáhagslega? Ég trúi ekki að þetta sé með sama hætti hjá öðrum bönkum. ■ Miskunnarlaus þrá... Iviðtali við Alþýðublaðið í mars 1997, ári fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar, var Björn Bjarnason spurður um mat sitt á Ingibjörgu Sólrunu Gísladóttur. „í grundvallarmálum erum við ekki sammála. Ég get ekki séð að hún hafi af mörgu að státa eftir að hún komst í sæti borgarstjóra. Það hefur ekkert nýtt gerst, engin þau þáttaskil sem réttlæti að menn kjósi R-listann á ný, nema þeir vilji halda áfram að borga hærri gjöld,“ svaraði Björn. í pistli á heimasíðu sinni 4. mars í fyrra skrifaði Björn: „Valdapólitík er undirrót R-list- ans, hin miskunnarlausa þrá eftir völdum í Reykjavík á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Síðustu .■Tiá.á.ui...i_umiÆáiiD.Di Nú þegar allt bendir til að borgarstjórnar- kosningar muni að nokkru verða einvigi þeirra Björns Bjarnasonar og Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur um borgarstjóraemb- ættið er fróðlegt að skoða ummæli Björns um Ingibjörgu gegnum tiðina. daga hefur Ingibjörg Sólrún enn staðfest þetta með yfirlætisfull- um hætti. Öll störf R-listans síð- ustu ár hafa byggst á því að halda völdunum, hvað sem þau kosta. R- listinn á enga sameiginlega hug- sjón, enda er forðast að ræða þar mál á hugmyndafræðilegum for- sendum." í viðtali við DV í ágúst á síð- asta ári var Björn spurður hvort ekki væri vonlaust að fella Ingi- björgu í borginni. „Þú veist að í stjórnmálum er ekkert vonlaust. R-listinn á allt undir því að Ingi- björg sé þar í forystu og þar er ekkert kappsmál að beina athygl- inni að öllu því margflökka liði sem stendur á bak við hana. Það fer heldur ekki framhjá manni að Ingibjörg á öfluga málsvara á fjölmiðlunum." JÓNAS SKRIFAR: í pistli á heimasíðu sinni 19. þessa mánaðar skrifar Björn: „í stjórnmálum sem endranær er vænlegast til árangurs að skil- greina stöðu sína rétt og á hald- góðum forsendum, en svo virðist af þessum orðum, að Ingibjörg Sólrún tapi fljótt áttum, þegar hún ræðir þessi mál og mitt nafn ber á góma...“ ■ ORÐRÉTT Einstök Ameríka Meðferð stríðsfanga Bandaríkjanna á Kúbu er orðin frambærileg samkvæmt upplýsingum Rauða krossins. Furðuleg myndskeið, sem ollu gagnrýni í Evrópu, voru framleidd af bandaríska hernum fyrir bandaríska fjölmiðlaneytendur, sem hrópuðu á hefnd fyrir hryðjuverk. Annars vegar höfum við kröfuna um, að Banda- ríkin fari eftir alþjóðasáttmálum, sem þau hafa undirritað, og hins vegar kröfu bandarískra kjós- enda um, að herinn hefni sín á óbreyttum her- mönnum fyrir hryðjuverk, sem týndir forustu- menn þeirra létu fremja í Bandaríkjunum. Alþjóðasáttmálar um meðferð stríðsfanga eru gamlir og hafa lifað af tvær heimsstyrjaldir. Bandaríkjamenn eru á þessu sviði sem ýmsum öðrum komnir út á hálan ís. Viðhorf þeirra til um- heimsins eru ekki til þess fallin að skapa frið um Bandaríkin í náinni og fjarlægri framtíð. Bandaríkin eru hætt að undirrita alþjóðlega sáttmála og eru þar ýmist ein á báti eða í miður skemmtilegum félagsskap örfárra ríkja á borð við Jemen og Súdan. Þar á ofan neitar þingið að stað- festa um 60 fjölþjóðasáttmála, sem fulltrúar Bandaríkjanna höfðu áður undirritað. Bandaríkin eru eina landið í heiminum, sem ekki er aðili að Kyoto-bókuninni um útblástur mengunar. Þau neita að undirrita bann við fram- leiðslu og sölu jarðsprengja, sem í þriðja heimin- um hafa valdið takmarkalitlum þjáningum barna, er kunna fótum sínum ekki forráð. Bandaríkin neita að skrifa undir hert eftirlit með framleiðslu efnavopna, af því að þau vilja ekki þrengja svigrúm sitt á því sviði, eins og þau vilja ekki þrengja svigrúm sitt til að framleiða, selja og nota jarðsprengjur. Þau vilja yfirleitt alls ekki skerða fullveldi sitt á neinn hátt. Bandaríkin stunda viðskiptaþvinganir gegn nærri helmingi ríkja heimsins. Sem betur fer er sameinuð Evrópa svo sterk, að Bandaríkin geta ekki náð fram vilja sínum þar. En fátækar þjóðir „Bandaríkjamenn eiga það sameiginlegt með Israelsmönnum að telja sig guðs útvalda þjóð, sem sé handhaji réttlætis og sannleika og þurji ekki að takmarka svigrúm sitt. “ þriðja heimsins verða að sæta viðskiptalegu of- beldi Bandaríkjanna, til dæmis í þágu Enron. Eitt alvarlegasta ágreiningsefni Evrópu og Bandaríkjanna er alþjóðlegi stríðsglæpadómstóll- inn, sem stofnaður hefur verið í Haag að frum- kvæði Evrópu. Bandaríkin heimtuðu, að þar mætti ekki dæma Bandaríkjamenn og neituðu að vera með, þegar sú krafa náðist ekki fram. Svo langt gengur tilfinning Bandaríkjamanna fyrir sérstöðu sinni, að þingið hefur samþykkt lög, sem skylda forseta landsins til að fara í stríð við lönd, sem draga bandaríska borgara fyrir stríðsglæpadómstól. Þessi undarlegu lög eru í gamni kölluð: Lögin um árásina á Haag. Bandaríkin eru skuldseigasta ríki Sameinuðu þjóðanna. Fátæku löndin borga sitt með skilum, en Bandaríkin aðeins hluta af sínu og þá með eft- irgangsmunum og skilyrðum. Enda hafa Banda- ríkin í kjölfarið tapað sæti í mannréttindanefnd og fíkniefnanefnd samtakanna. Bandaríkjamenn eiga það sameiginlegt með ísraelsmönnum að telja sig guðs útvalda þjóð, sem sé handhafi réttlætis og sannleika og þurfi ekki að takmarka svigrúm sitt að hætti annarra þjóða. Þeir líta á sig sem einstaka þjóð í heiminum og haga sér í samræmi við það. Ríka Evrópa er eini heimshlutinn, sem ekki lætur hina guðs útvöldu þjóð valta yfir sig. Ann- ars staðar í heiminum láta menn sér nægja að óttast, sleikja og hata einstaka Ameríku. Jónas Kristjánsson RANNSÓKN í TRAUSTUM HÖNDUM „Við höfum okkar grunsemdir og ætlum að fá Bandaríkjamenn [til] að verða okkur innan handar.“ Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli hefur sent tvo rann- sóknarlögreglumenn úr liði sínu til Flór- ída að upplýsa sprengjuhótunina um borð í flugvél Virgin-flugfélagsins. Mbl. 22. jan- úar. KRAFTAVERK AÐ EKKI FÓR VERR „Það er ekkert annað en krafta- verk að hann skuli vera á lífi. Væri hann ekki svona vel á sig kominn líkamlega vegna mikillar reynslu af fjallgöngu og klifri hefði getað farið verr.“ Anna Dóra Hermannsdóttir, móður Jök- uis Bergmann, sem er hálsbrotinn og með fleiri áverka eftir að hafa lent í snjóflóði í Skiðadal nyrðra. Hann er sagður á góðum batavegi. 22. janúar. MISTÖK AÐ SKATTLECCJA ÖLL LÍFSINS CÆÐI „Við sendum [reglur um skatt- mat] til kynningar, m.a. til ráðu- neytisins, og gerðum ráð fyrir að fá viðbrögð við því. Það var síðan fyrir mistök að menn töldu að það lægju ekki fyrir neinar athuga- semdir um þetta og þær voru svo settar inn [á heimasíðu Ríkis- skattstjóra] áður en þær voru birtar með formlegum hætti í stjórnartíðindum." Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, útskýrir af hverju fjármálaráðuneytið skipaði honum að afturkalla hertar reglur um skattmat hlunninda. Mbl. 22. janúar. “ “ “ I KVIÐDÓMURINN: T er á bakvið ------------------------------ útspil Ingu Jónu? Inga Jóna Þórðardóttir tók í gær þá ákvörðun að draga sig til baka í leiðtogaprófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Hún gefur kost á sér í áttunda sætið. Skoðana- kannanir hafa sýnt mikinn stuðning við Björn Bjarnason á sama tíma og staða Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur virðist sterk. Hvað EINAR KARL HARALDSSON, RÁÐGJAFl í ALMANNATENGSLUM: Ingibjörg gerði útslagið „Ég geri ráð fyrir því að þessi skoðana- kannana- hrina og staða Ingi- bjargar Sólrúnar sem endurspegl- ast þar og frammistaða hennar í Kastljósi hafi gert þeim ljóst að þetta er tapað spil, nema eitthvað nýtt komi til. Þetta virðist skynsamleg ákvörðun. Mér finnst líklegt að Ey- þór dragi sig til baka og að Júlíus Vífill hætti við. Þetta er það sem er í spil- unum. Það sem kann að liggja undir er erfitt að meta. Það veit enginn hvað gerist í Kreml.“ ■ ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON, KJÓSANDI: Kápa yfir poll „Þessi ákvörðun Ingu Jónu að draga sig til baka og bjóða sig fram í 8. sætið er eins og þegar Sir Walter Raleigh leggur kápuna sína yfir poll til þess að Björn komist þurrum fót- um yfir. Undir pollinum leynist hins vegar kvik- syndi.“ ■ KATRÍN FJELDSTED ALÞINGISMAÐUR: SVERRIR HERMANNSSON ALÞINGISMAÐUR: HELGI HJÖRVAR BORGARFULLTRÚI: Áttiekki stuðning Algjör niðurlæging Kemur á óvart Katrín Fjeldsted segir það sterkan leik hjá Ingu Jónu Þórðar- dóttur að draga sig í hlé og lýsa stuðningi við Björn. Hún segist ekki viss um að sömu forsendur séu fyrir leiðtogaprófkjöri og áður. „Ég held það sé nán- ast óhugsandi að Björn fari ekki fram. Hann hlý- tur að finna með þessu ótvíræðan stuðning við framboð í borginni. Kannski getur maður líka sagt að Inga Jóna hafi ekki notið þess óskoraða stuðn- ing sem hún hefði þurft sem oddviti þessa lista. Hún bregst við því á vitur- legan hátt,“ sagði Katrín. ■ Sverrir Hermanns- son ségir Sjálfstæð- isflokkinn eiga eftir að sleikja sárin eftir að hafa I bolað Ingu Jónu úr forustu- | hlutverki flokksins í borg- inni með þessum vinnu- brögðum. Hann segir aö þau sár verði ekki gróin fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar. Niðurlæging Ingu Jónu sé algjör. Ætlunin að setja hana til málamynda í vonlaust sæti. Þá sé með þessu verið að stórveikja stöðu Geir Haarde f jár- málaráðherra innan flokks- ins. Björn Bjarnason menntamálaráðherra stefni að því að bola honum úr embætti varaformanns. ■ „Þessi ákvörðun kemur á óvart í ljósi þess hvaðInga Jóna virt- ist ákveð- in í að I fara í framboð fyrir örfá- | um dögum“, segir ITelgi • I Hjörvar. „Þetta er ekki í I fyrsta skipti sem Sjálf- I stæðisflokkurinn hleypur I til í örvæntingu og skiptir ( urn manninn í brúnni." I llelgi segir ákvörðun I Ingu Jónu fyrst og fremst j hafa áhrif meðal sjálf- | stæðismanna en ekki á I Reykjavíkurlistann. „Það i er engu líkara en það eigi S að banna mönnum að í bjóða sig fram gegn í Birni.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.