Fréttablaðið - 23.01.2002, Page 13
12
FRÉTTABLAÐIÐ
IVIIÐVIKUPACUR 23. janúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
13
23. janúar 2002 IVIIÐVIKUPACUR
Dúndur
tilboð!
10 tíma 3ja mán.
Ljósakort á 3500 kr.
Grænatúni 1 Kópavogi
Sími 554 3799
Kaupás um verðlækkanir:
Opna fleiri
Krónuverslanir
Rúmlega 50% hækk-
un fasteignagjalda
Mikil hækkun á fasteignagjöldum í Kópavogi. Stjórnsýslan kemst upp með
alla skapaða hluti. Hækkun í samræmi við hækkun á fasteignamati segir bæj-
arstjóri.
verðstríð Kaupás, sem rekur m.a.
Nóatún og 11-11 , hefur undan-
farna daga verið að segja upp
samningum við birgja og heild-
sala, til að knýja fram verðlækk-
anir. Fyrirtækið hyggst einnig
opna fleiri Krónuverslanir á
næstunni, en þær selja einkum
ódýra vöru. „Það varð lækkun á
tollgengi um 6% á milli desember
og janúar og við viljum láta neyt-
endur njóta þess,“ segir Ingimar
Jónsson, forstjóri Kaupáss. Hann
segir ekki stefnt að einhliða
lækkun á vöruverði líkt og
Fjarðakaup tilkynnti um í fyrra-
dag, verð í verslunum Kaupáss sé
alltaf að breytast í takt við sam-
kepþni á markaði. „Við ætlum
samt að auka hluta okkar í lág-
vöruverslun og stefnum að því að
Krónuverslanir verði orðnar tíu
til tólf í árslok, þær eru fjórar
núna.“
Ingimar segir töluvert skorta á
það að styrking krónunnar hafi
skilað sér út í verðlagið, þar verði
innflytjendur að bregðast við. ■
fasteignir Dæmi eru um að fast-
eignagjöld í Kópavogi hafi hækkað
um tugi prósenta á undanförnum
árum. Fasteignaeigandi í Kópavogi
sem hafði samband við blaðið bendir
á að í hans tilfelli hafi gjöldin hækk-
að um 54% ef tekið er tímabilið 1999,
þegar hann keypti umrædda hús-
eign, einbýlishús í Kópavogi, fram til
dagsins í dag. Sigurður Geirdal bæj-
arstjóri í Kópavogi, segir að hækk-
unin sé í samræmi við þær hækkan-
ir sem hafa orðið á verði fasteigna
undanfarin ár. Fasteignagjöld eru
tengd fasteignamati og segir Sig-
urður það alkunna að það hafi
hækkað undanfarin ár, í Kópavogi
rétt eins og annars staðar á land-
inu. Sama gildir um lóðahækkun
sem er mjög mikil.
Umræddur fasteignaeigandi
KÓPAVOGUR
DÆMI - EIGN í KÓPAVOGI
Fasteignagjöld Fasteignamat húsa og mannvirkja* |
1999 85.652 1999: 8.694
2000 97.210 2000: 9.089
2001 109.839 2001: 12.415
2002 132.020 2002: 13.471
Hækkun: 54% Hækkun: 55% 1
Holræsagjald Lóð*
2000 13.910 1999: 1.395
2001 15.801 2000: 1.646
2002 22.997 2001: 1.876
Hækkun: 65% 2002: 4.219
Hækkun: 300% ! |
| * í milljónum króna
segir farir sínar í samskiptum við hafi engin skýr svör fengið um
stjórnsýslu Kópavogsbæjar ekki hvernig stæði á hækkununum.
vera sléttar. Hann segir að hann Maðurinn segir að ekki sé nóg að
benda á hækkun Fasteignamats
ríkisins á síðasta ári, í hans tilfelli
hafi fasteignamatið hækkað á hver-
ju ári. „Málið er að stjórnsýslan
kemst upp með alla skapaða hluti.
Fæstir geyma gömul yfirlit þannig
að fólk tekur ekki eftir því hvort að
þessi gjöld hækka eða ekki.“
Maðurinn segir að honum hafi
verið vísað á kjörna bæjarfulltrúa
með umkvörtunarefni sín. Það sé
hins vegar ekki hægt um vik að
nálgast þá, því engir viðtalstímar
hafi verið settir á dagskrá eftir jól.'
Engin skýr svör hafi fengist á bæj-
arskrifstofu um hvenaer það yrði
gert nema að það verði einhvern
tíma í febrúar. „Það er búið að
slæva vitund hins almenna borg-
ara. Fasteignagjöld eru greidd í
mörgum greiðslum yfir árið þannig
að fólk tekur ekki eins eftir hækk-
ununum. Pólitíkusar komast svo
upp með að svara út í hött.“ ■
LÖGREGLUFRÉTTIR|
rír minniháttar árekstrar urðu
á Akureyri í gær. Engin slys
urðu á fólki og bílarnir skemmd-
ust ekki mikið.í einu tilviki mis-
sti ökumaður stjórn á bílnum og
ók í gegnum grindverk og inn i
garð á Hamarsstíg við Byggða-
veg.
Brotist var inn í fyrirtækið ís-
lensk sjávarsölt á Reykjanesi
um helgina. Að sögn lögreglunn-
ar í Keflavík var tölvuprentara
stolið úr skrifstofubyggingu og
úr verkstæðisbyggingu var gam-
alli loftpressu stolið.
Unnin voru skemmdarverk á
tveimur vörubifreiðum í
Helguvík í fyrrinótt. Úr annarri
bifreiðinni var stolið útvarpi og
geislaspilara.
GARÐABÆR
www.gardabaer.is
Garðaskóli - Skólaliði
Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf skólaliða
í Garðaskóla. Um er að ræða 100% starf við
gangavörslu og ræstingar.
Upplýsingar um starfið veita Ragnar Gíslason,
skólastjóri í símum 565-8666 og 820-8594
og Þröstur V. Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri
í síma 820-8595.
Umsóknarfrestur er til 30. janúar nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.
Starfið er einnig auglýst á vef Garðabæjar
http://www.gardabaer.is
Grunnskólafulltrúi
Fræðslu- og menningarsvið
50%
VIÐBÓTARAFSLÁTTUR
BARNAULPUR
TVÍSKIPTIR
SNJÓGALLAR
500.-
2.000.-
VINNUFATALAGERINN
SMIÐJUVEGI 4
0PIÐ MÁNUD - FÖSTUDAG KL 10-18
LAUGARD 12-16
l i s t h u s . i s
Hörð barátta framund-
an um sæti Samfylking-
ar á Reykjavíkurlista
Ljóst er að hart verður barist um tvö örugg sæti Samfylkingar á fram-
boðslista Reykjavíkurlistans. Þrír af fimm borgarfulltrúum munu gefa
kost á sér áfram og fleiri leita hófanna.
ótímabært að
gefa nokkuð
út um fram-
boð.
stjórnmál Talsverð ásók'n er í þau
tvö sæti Samfylkingar sem gert er
ráð fyrir að flokkurinn fái í borg-
arstjórn samkvæmt drögum að
samkomulagi flokkanna sem stan-
da að R-lista. Þrír af fimm borgar-
fulltrúum flokksins munu gefa
kost á sér og útlit er fyrir að fleiri
bætist í hópinn.
„Ég geri ráð fyrir að gefa kost
á mér“, segir Helgi Hjörvar for-
—4— seti borgarstjórn-
Stefán Jón al’- Hapn segir þó
Hafstein segir flJott af> taka
akvorðun aður en
flokkarnir stað-
festa með formleg-
um hætti sameig-
inlegt framboð og
hvernig því verður
háttað. í framhaldi af því verði
Samfylkingin að ákveða hvaða
háttur verði hafður við röðun á
lista;
„í dag hef ég ekki annað í hyg-
gju en að gefa kost á mér áfram",
segir Hrannar B. Arnarsson, borg-
arfulltrúi. Hann segist þó bíða
með ákvörðun þar til ákveðið hef-
ur verið hvernig skipað verður á
lista. „Ef það verður gert með
opnum og lýðræðislegum hætti
gef ég kost á mér.“
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
stefnir að því að gefa kost á sér
þriðja kjörtímabilið í röð. „Ég
stefni að því að vera í öðru af þeim
tveimur sætum sem Samfylkingin
á örugg á listanum. Það er svo
samflokksmanna minna að ákveða
hvort sætið það er.“
„Ég ætla ekki að gefa kost á
mér í borgarfulltrúasæti", segir
Anna Geirsdóttir borgarfulitrúi
sem skipaði 9. sæti listans við síð-
ustu kosningar. Ilún segist þó
reiðubúin að vera varaborgarfull-
trúi og taka þannig áfram þátt í
'
j*
BARIST UM STÓLANA
Ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvernig skipað verði í sæti Samfylkingar á Reykjavík-
urlista.
borgarmálum.
Ingvar Sverrisson, formaður
Bláfjallanefndar og Húsdýra-
garðs, hefur verið orðaður við
framboð. „Ég hef enga ákvörðun
tekið. Það á eftir að ákveða hvern-
ig verður staðið að vali og þegar
það liggur ljóst fyrir tek ég
ákvörðun út frá því.“
Stefán Jón Hafstein segir
ótímabært að gefa nokkuð út um
framboð. „Það er best að klára við-
ræður flokkanna og ganga form-
lega frá þessu áður en nókkur gef-
ur kost á sér. Þetta er algjörlega
áhyggjulaust af minni hálfu. Það
er mikið af hæfu fólki innan okkar
raða.“
Helgi Pétursson hefur áður gef-
ið út að hann sækist ekki eftir
áframhaldandi setu í borgarstjórn.
brynjolfur@frettabladid.is
Vestmannaeyjar:
Lúðvík sagður vera bæjarstjóraefinið
Galleríf
framboðsmál Kristján Eggertsson
formaður uppstillingarnefndar V-
listans í Vestmannaeyjum segir
að við skipan framboðslistans fyr-
ir komandi kosningar til sveitar-
stjórna sé unnið út frá því að Lúð-
vík Bergvinsson alþingismaður
Samfylkingar verði bæjarstjórá-
efni listans. Gangi það eftír mun
Lúðvi'k skipa fjórða sætið á listan-
úm. í það minnsta telur Kristján
að þingmaðurinn hafi ekki svarað
þessari málaleitan á þann hátt að
af þessu verði ekki. Sjálfur segir
Lúðvík að forustumenn V-hstans
hafi leitað til sín um að hann gefi
kost á sér í bæjarpólitíkina en
hann hefði ekki enn gefið afdrátt-
arlaust svar um það. Að öðru leyti
vildi hann ekki tjá sig um málið að
svo stöddu.
Töluverðar breytingar
verða á skipán V-listans
við komandi kosningar
frá því sem var fyrir fjór-
um árum. Tveir af þrem-
ur bæjarfulltrúum listans
hafa ákveðið að gefa ekki
kost á sér til endurkjörs.
Það eru þau Ragnar Ósk-
arsson og Þorgerður Jó-
hannsdóttir en Guðrún
áfram. Stefnt er að því að uppstill-
ingarnefnd listans muni skila til-
lögum sínum um miðjan næsta
mánuð. Kristján Eggerts-
son segir að eftir 12 ára
valdatíð sjálfstæðis-
manna sé bæjarsjóður
nánast í gjörgæslu fé-
lagsmálaráðuneytisins.
Af þeim sökum sé brýnt
að skipt verði um stjórn í
bæjarfélaginu eftir
næstu kosningar til að
hægt verði að snúa.þess-
ari þróun til betri vegar
LÚÐVÍK
Erlingsdóttir ætlar hins segist^kki hafagefið fVrir bæjarfélagið og
vegar að gefa kost á sér afdráttarlaust svar. íbúa þess. ■
Fjárhagsvandi sveitarfélaganna:
„Verulegir erfiðleikar
á norðausturhorninu“
RAUFARHÖFN
Litlu sveitarfélögin á Norðurlandi eystra eru hvað verst sett fjárhagslega.
sveitarfÉlöc Sveitarfélög á Norð-
urlandi eystra eru hvað verst sett
fjárhagslega að sögn Húnboga
Þorsteinssonar, formanns eftir-
litsnefndar um fjármál sveitarfé-
laga.
„Það eru verulegir erfiðleikar
á norðausturhorninu," sagði Hún-
bogi. „Litlu sveitarfélögin þar
eiga yfirleitt í vandræðum vegna
mikillar fólksfækkunar og at-
vinnuleysis."
Húnbogi sagði að vandi sveit-
arfélaganna væri misjafn. Á
heildina litið væri hann með
áhyggjur af fjárhagsstöðunni, þar
sem 31 sveitarfélag hefði fengið
aðvörunarbréf frá nefndinni nú
miðað við 20 í fyrra. Hann sagði
að þegar nefndin hefði fyrst kann-
að fjárhagsstöðu sveitarfélag-
anna, hefði staðan á Vestfjörðum
verið hvað verst. Síðan hefðu
sveitarfélögin þar selt Orkubú
Vestfjarða og staðan batnað. Að-
eins Kirkjubólshreppur á Vest-
fjörðum fékk aðvörunarbréf frá
nefndinni að þessu sinni.
Aðspurður sagði Húnbogi að
hann gæti hvorki lagt mat á það
hvaða sveitarfélög væru með ver-
stu fjárhagsstöðuna né bestu.
Taka þyrfti tillit til margra þátta.
Sveitarfélögin á suðvesturhorn-
inu þyldu meiri skuldsetningu en
afskekkt sveitarfélög úti á landi,
þar sem fólki fækkaði stöðugt.
Sveitarfélög sem væru komin vel
á veg með uppbyggingu leikskóla
og grunnskóla væru miklu betur
stödd en þau sem ættu það eftir.
Jafnvel þó þau skulduðu eitthvað
meira. ■
SKULDUGU
SVEITARFÉLÖGIN
Höfuðborgarsvæðið:
Hafnarfjarðarkaupstaður
Bessastaðahreppur
Mosfellsbær
Reykjanes:
Reykjanesbær
Sandgerðisbær
Vatnsleysustrandarhreppur
Vesturland:
Hvalfjarðarstrandarhreppur
Eyja- og Miklaholtshreppur
Leirár- og Melahreppur
Borgarfjarðarsveit
Borgarbyggð
Snæfellsbær
Saurbæjarhreppur
Vestfirðir:
Kirkjubólshreppur
Norðurland vestra:
Sveitarfélagið Skagafjörður
Torfalækjarhreppur
Blönduóssbær
Höfðahreppur
Norðurland eystra:
Húsavíkurkaupstaður
Ólafsfjarðarbær
Aðaldælahreppur
Raufarhafnarhreppur
Þórshafnarhreppur
Austurland:
Seyðisfjarðarkaupstaður
Fjarðabyggð
Fellahreppur
Suðurland:
Vestmannaeyjabær
Rangárvallahreppur
Villingaholtshreppur
Biskupstungnahreppur
Laugardalshreppur
Véla-
viögerðir
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500
velaland@velaland.is
VELALAND
VÉLASALA • TÚRBÍNUR
VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR
Nýsköpunarverðlaun
forseta Islands:
Aframeldi
þorsks hlut-
skarpast
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN BergUf Guð-
mundsson og Björn Gíslason, úr
sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri, hlutu í gær, nýsköpun-
arverðlaun forseta íslands. Verð-
launin fengu þeir fyrir verkefnið
„Áframeldi þorsks“. Nýsköpunar-
verðlaun forseta íslands eru veitt
þeim námsmönnum sem unnið
hafa framúrskarandi starf við úr-
lausn verkefnis, sem styrkt hefur
verið af Nýsköpunarsjóði náms-
manna. Verðlaunaverkefnið er
ætlað sem grunnupplýsingaöflun
fyrir áframeldi á þorski og fisk-
veiðar. Niðurstaða verkefnisins
gefur til kynna að þorskeldi geti
skilað umtalsverðum hagnaði.
Alls hlutu 150 verkefni styrk úr
nýsköpunarsjóði. Af þeim voru
sex verkefni tilnefnd til verðlaun-
anna. ■
|erlent[
Franz Fischler, landbúnaðar-
ráðunautur Evrópusambands-
ins, sem farið hefur með sýking-
ar í matvælum, var lagður inn á
spítala með matareitrun af völd-
um salmonellu. Ekki er vitað
hvar Fizchler fékk matareitrun-
ina. Hann hafði verið á ferð í
Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi og
Austurríki, dagana áður en hann
veiktist.
Nýr aðili hefur tekið við umboði Europcar á íslandi.
Af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum Europcar á íslandi upp
á þetta glæsilega opnunartilboð.:
Innifalið er ótakmarkaður akstur, skattar og tryggingar.
Hverjum bíl fylgir boðsmiði „2 fyrir 1“ í Bláa lónið.
Nöfn þeirra sem leigja bíl fram til 1. febrúar fara í pott þar sem vinningurinn
er gisting fyrir tvo á Hótel Sögu yfir eina nótt ásamt kvöld- og morgunverði.
f
jgt
Tilboð þetta gildir til 1. febrúar 2002.
ETÁ
DVAh-' S f " HOTELS & RESORTS
Europcar á íslandi: Dugguvogur 10, 104 Reykjavik ■ Sími 591 4050 • Fax 591 4060
Aðrir afgreiðslustaðir: Keflavík, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyri, Egilsstaðir, Vestmannaeyjar, Sauðárkrókur, Höfn.