Fréttablaðið - 23.01.2002, Page 14

Fréttablaðið - 23.01.2002, Page 14
FÓTBOLTI FRÉTTABLAÐIÐ 23. januar 2002 MIÐVIKUPACUR Risaslagur í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi: Murphy tryggði Liver- pool 1-0 sigur á United Varnir gegn bullum Þessa dagana standa yfir viðamiklar æfing- ar hjá lögreglumönnum í Suður-Kóreu. Þær eru liður af undirbúningi fyrir heims- meistarakeppnina í knattspyrnu í sumar. Hér eru lögreglumenn að handtaka bullur á æfingu í fyrradag. VEL HEPPNUÐ ÆFING Keppendur eru að æfa sig á Spáni fyrir kappaks- turinn 3. mars í Melbour- ne. Reynsluöku- manninum Ryo Fukada hjá BAR Honda tókst að kveikja I bilnum sínum um helgina. Formúla 1: Tyrkir funda um brautina formúla i Formaður Bifreiðasam- taka Tyrklands, Mumtaz Tahincioglu, fundaði í gær með yf- irmönnum Formúla 1 kappaksturs- ins í .London. Umræðuefnið var hvort brautin sem Tyrkir ætla að byggja í Istanbul fái að vera með á keppnishring Formúla 1 kappakst- ursins. Tyrkir hafa nokkrum sinn- um sótt um að halda Ólympíuleika en aldrei verið valdir. Þeir telja möguleika sína meiri ef þeir fá að vera með í Formúla 1. „Því fylgja gífurlegir efnahagslegir kraftar. Ferðamannastraumurinn myndi stóraukast," sagði Tahincioglu. Hann er að vinna að því að sérstök lög verði sett í landinu til að leyfa tóbaksauglýsingarnar, sem fylgja kappakstrinum. lýrkland er með ströng lög varðandi áfengis- og tó- baksauglýsingar. Áhyggjurnar af því gætu orðið litlar þar sem Evr- ópusambandið hyggst banna allar tóbaksauglýsingar í íþróttum árið 2006. Týrkland keppir við Líbanon, Bahrain, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin um að vera með í Formúla 1. Moskva verður líklegast með 2003. ■ NBA deildin: Knicks aldrei jafn lélegt körfubolti Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni á mánudagskvö.Id. New York Knicks fóru einna verst út úr kvöldinu. Það tók á móti Charlotte Hornets á heimavellinum Madison Square Garden. Niður- staðan var stærsta tap þeirra á heimavelli frá því félagið var stofn- að fyrir 56 árum. Hornets unnu leikinn 111-68. Leikmenn Knicks gengu niðurlútir út af með hand- klæðin yfir hausnum. Þeir hafa ekki skorað svo fá stig á tímabilinu. Þetta var áttundi leikurinn sem lið- ið tapar í röð. Það er jafnframt lengsta taplengja þess síðan 1986. Sacramento Kings gekk öllu bet- ur. Það tók á móti Memphis Grizzlies og vann leikinn 112-98. Þetta var tólfti leikurinn sem liðið vinnur í röð. Það hefur ekki tapaö á heimavelli í 16 leikjum í röð. „Sig- urlengjan er góð en hún nægir ekki. Við ætlum okkur ekki að sitja og horfa á Lakers vinna,“ sagði Chris Webber hjá Sacramento. Liðið er búið að spila 40 leiki og hefur unnið 31. Knattspyrnusamband Islands: nnr ♦11 ♦ r ♦ 1 iu milljomr til félaga fótbolti Stjórn Knattspyrnusam- bands íslands ákvað á stjórnar- fundi 17. janúar síðastliðinn að greiða tæpar 10 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ. Með þessari ákvörðun hefur KSÍ skilað aðildar- félögum sínum um 160 milljónum kr. frá 1992 með framlögum, niður- fellingu gjalda og yfirtöku á kostn- aði. Alls munu 56 aðildarfélög KSÍ fá framlag frá sambandinu. Þetta eru þau félög sem sendu lið til keppni í mót á vegum KSÍ í yngri aldurs- flokkum utanhúss 2001. Félög sem sendu lið til keppni í yngri flokkum karla og kvenna fá 200 þúsund kr. hvert. Félög sem sendu aðeins lið til keppni í yngri flokkum karla fá 125 þúsund kr. hvert. Samkvæmt þessu fá 38 félög 200 þúsund og 18 félög 125 þúsund. Þá hefur verið ákveðið að engin þátttöku- eða skráningar- gjöld verði greidd 2002. „Þetta skiptir kannski ekki miklu máli hjá stóru félögunum. Þetta getur hinsvegar munað miklu hjá þeim minni, sem eru út um allt land. Þetta er hvatning fyrir þau til að halda áfram góðu starfi," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, á blaðamannafundi í gær. ■ KSÍ STYÐUR LITLU FÉLÖGIN Geir Þorsteinsson og Eggert Magnússon hugsa vel um þá sem minna mega sín. VARIÐ Kurt Thomas hjá New York Knicks sýndi það að hann getur ennþá varið bolta þó leikurinn vinnist ekki. Hér fér Jamaal Magloire slæma útreið í Madison Square Garden á mánudaginn. í öðrum leikjum vann Atlanta Houston, Seattle vann Philadelphia, Milwaukee Detroit, Dallas New Jersey, Indiana Chicago, Utah Golden State, Minnesota Was- hington, Miami vann Cleveland í framlengdum leik, Boston vann Toronto og L.A. Clippers vann Den- ver. ■ knattspyrna Varnarmenn Liver- pool unnu fyrir kaupinu sínu í gærkvöldi þegar lið'ið sigraði Manchester United 0:1 á Old Traf- ford. Heimaliðið sótti stíft mest- allan leikinn en tókst ekki að brjótast í gegn. Danny Murphy sem hefur áður verið bjargvættur Liverpool í leikjum gegn United skoraði markið eftir sendingu frá Steven Gerrard á 85. mínútu og tryggði Liverpool sætan sigur. Fram að gærkvöldinu hafði liðið aðeins náð þremur stigum úr fjór- um deildarleikjum frá áramótum. Liverpool færðist eftir leikinn yfir Leeds og Arsenal upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er þar með jafnmörg stig og Newcastle sem er í öðru sæti en hefur leikið einum leik meira. Heimaliðið tapaði sínum fyrsta leik á árinu, en heldur þrátt fyrir það þriggja stiga forskoti á Newcastle sem þó á leik inni. Markahlutfall United er mun betra. Ryan Giggs og David Beck- ham voru báðir oftar en einu sinni nærri því að skora í leiknum og einnig Ruud Van Nistelrooy. ■ NISTELROOY Náði boltanum ekki i neitð í gær eftir að hafa skorað í átta leikjum í röð. ÓLYMPÍULEiKAR Rússneska keppn- isliðið á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City tekur engar áhætt- ur. „Allir vita að Utáh er morm- ónafylki, þar sem erfitt er að kom- ast yfir áfengi," segir liðsstjóri Rússanna, Viktor Mamatov. Þess vegna taka menn helstu náuð- þurftir með sér að heiman: vodka og kavíar. . Rússneska liðið telur 400 manns, að þjálfurum, aðstoðar- mönnum þeirra, nuddurum, sjúkraþjálfurum og öðrum með- töldum. Til að tryggja að allir hafi allt til alls og ekkert hamli árangri ólympíufaranna var tekin sú ákvörðun að hver einasti maður í hópnum tæki með sér tvær flösk- ur af vodka og tvær dósir af styrjuhrognum. „Yfirvöld í Utah hafa veitt okkur heimild til að hafa áfengi með í för,“ sagði Mamatov í viðtali í blaðinu Sport Express. Auk vodkans og styrjuhrogn- anna taka Rússarnir með sér eitt og annað smálegt í matinn. Til að allt verði eins og það á að vera eru tveir Rússanna meistarar á sviði hinnar eðlu íþróttar, matargerðar- listar. Tveir meistarakokkar sjá um að elda fyrir liðið. Það verður ekkert MacDonaldsfæði hjá Rúss- unum. Fyrstu vodka- og kavíar- skammtarnir ættu að vera komnir til Salt Lake City. Kvennaliðið í Curling og allir skíðagöngukappar liðsins mættu til borgarinnar á mánudag. Nú er bara spurning hvort nestið dugi fram að leikun- um. ■ PUTIN STYÐUR FARANA Vladimir Pútin, forseti Rússland, heilsaði upp á Ólympíufarana um helgina og hefur eflaust fengið sér staup I tilefni af því. Þeir voru við æfingar í þorpinu Planernoye, sem er 20 kílómetrum fyrir norðan Moskvu. Við hlið hans stendur Leonid Tyazhlov, formaður Ólympíunefndar Rússlands. Rússar undirbúa sig fyrir Ólympíuleika: Atta hundruð vodka flöskur með í för Ll www.simnet.is/ris £ ÖRYGGISKERFI Bestir í úrvalsdeildinni: Guðni þriðji, Eiður sjöundi knattspyrna Tveir íslenskir knatt- spyrnumenn eru meðal hinna sjö bestu á Bretlandseyjum sam- kvæmt einkunnagjöf norska dag- blaðsins Verdens Gang. Guðni Bergsson er í þriðja sæti og Eiður Smári Guðjohnsen í því sjöunda. Norska blaðið hefur gefið Guðna meðaleinkunnina 7,16 en Eiður Smári er með 7,07. Efstur á blaði er Robert Pires, miðvallarmaður Arsenal með 7,25. í öðru sæti er Malbranque hjá Ful- ham með 7,17, 0,01 stigi meira en Guðni. Fjórði er Dean Kiely hjá Charlton með 7,13. Markamaskírian Thierry Henry er með 7,11, Benito Carbone hjá Derby fær 7.08. Hermann Hreiðarsson er í 74. sæti en alls fá 234 Ieikmenn ein- kunn. Tossinn í úrvalsdeildinni er Ade Akinbiyi, hinn óheppni sóknar- maður Leicester, með 5,44. ■ Stoke tapaði í Cardiff: Sjálfsmark hjá Bjama knattspyrna Stoke City tapaði 2:0 fyrir Cardiff í gærkvöldi og tókst því ekki að komast í annað sæti ensku 2. deildarinnar. Eftir leikinn situr liðið enn í fjórða sæti og Car- diff ekki langt undan. Bjarni Guð- jónsson varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 17. mínútu og Andy Clegg, leikmaður Cardiff, innsiglaði sigurinn um miðjan síð- ari hálfleik. Topplið Reading vann í gær og er nú átta stigum fyrir ofan Stoke sem á einn leik til góða. Brighton og Bristol Rovers, sem einnig eru fyrir ofan Stoke, léku ekki í gær. ■ KONT^AST Tilboð á sérmeðferðum við skemmdu hári, flösu og hárlosi. Oonunartími mánud. frá kl.11-18 þrið. - fös. frá kl.11-21 laugard frá kl. 10-16 587 2111

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.