Fréttablaðið - 08.02.2002, Page 9

Fréttablaðið - 08.02.2002, Page 9
FÖSTUDAGUR 8. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Neita bótaábyrgð í máli fyrrum félagsmálastjóra: Bærinn kærður til umboðsmanns HAFNARFJÖRÐUR Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði neita að hlýða úrskurði félagsmálaráðuneytisins. hafnarfjörður Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði viðurkenna ekki bótaábyrgð í máli Mörtu Berg- mann, sem var sagt upp störfum sem félagsmálastjóri árið 1999. Gestur Jónsson, lögmaður Mörtu, sagðist telja líklegt að málið yrði kært til umboðsmanns Alþingis. Rök bæjarins voru þau að leg- gja ætti stöðu félagsmálastjóra niður. Skömmu síðar var Félags- þjónusta Hafnarfjarðar stofnuð og Félagsmálastofnun lögð niður. Þá var ráðinn nýr maður starfa. Marta sætti sig ekki við þetta og kærði uppsögnina til félagsmála- ráðuneytisins. f haust féll úr- skurður í málinu sem kvað á um að ranglega héfði verið staðið að uppsögninni. Gestur sagði að í framhaldi af úrskurðinum hefði verið boðið upp á viðræður um að Marta fengi greiddar bætur. Þær við- ræður hefðu engan árangur borið og bærinn ekki talið sig vera bótaskyldan. Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar lögðu fram bókun þar sem segir: „Urskurður félagsmálaráðuneytisins liggur skýrt fyrir í þessu máli, þar sem fundið er með alvarlegum hætti að stjórnsýslu og vinnubrögðum meirihlutans. Við getum því á engan hátt tekið undir það að bótaskylda bæjarins sé engin í málinu. Eðlilegt er að bæjaryfir- völd leiti sátta og samninga um niðurstöðu þessa máls. Þá ítreka bæjarráðsmenn Samfylkingar óskir um svör við fyrirspurnum frá því á sl. ári varðandi breyt- ingar á stöðu og starfssviði for- stöðumanns Félagsþjónustunnar frá því sem áður giltu um stöðu félagsmálastjóra.“ ■ Ungir bræður myrtir í Birmingham: Talid tengjast fjölskyldu- deilum birmingham Sjö og átta ára gamlir bræður fundust myrtir í farangurs- geymslu bifreiðar í Birmingham á Englandi sl. miðvikudagskvöld. Bræðurnir höfðu verið stungnir til bana. Maður, sem er talinn vera fað- ir drengjanna, fannst einnig í bíln- um, en hann var særður á brjósti og var fluttur á sjúkrahús. Lögreglan í Birmingham telur að morðin tengist fjölskyldudeilum. 43 ára karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við morðin. ■ MARGRÉT OG HINRIK Vormisserið verður mjög annasamt hjá prinsinum þegar hann kemur aftur til baka frá Frakklandi þar sem hann dvelur enn. Mikill stuðningur við Hinrik prins: Bréfum og gjöfum rignir inn panmörk Gjafir, bréf og tölvu- póstur rignir nú yfir Amalíuborg,. heimili dönsku konungshjónanna, í skilaboðunum er lýst yfir stuðn-. ingi við Hinrik prins, sem lýsti því yfir í viðtali við B.T. að honum þætti hann settur til hliðar í kon- ungsfjölskyldunni. Starfsmenn prinsins hafa nú vart undan því að svara bréfunum. Hinrik þarf greinilega ekki að óttast að hann sé jafn óvinsæll og hann hélt sjálf- ur. Danir finna þvert á móti mjög til með honum segir í Berlingske tidende. Á annað þúsund manns hafa líka lýst yfir stuðningi við hann á heimasíðunni kafka.dk/prinshenrik sem sett var upp af tilefninu. ■ —♦— Viðskipti Búnaðarbank- ans með Delta: Þingið tjáir sig ekki delta Verðbréfaþingið hvorki játar því né neitar að viðskipti Búnaðar- bankans með bréf Delta í síðustu viku verði tekin til skoðunar. Lög- um samkvæmt hefur þingið eftirlit ,með því að reglum um upplýsinga- skyldu sé fylgt. Sagt hefur verið frá því í blaðinu að þegar bankinn keypti fimmtungshlut í Delta fyrir rúmri viku þá vissi hann að hlutur- inn yrði áframseldur til Delta inn- an fárra daga, en gaf ekki út til- kynningu þess efnis fyrr en sl. mánudag. Þá höfðu starfsmenn bankans unnið um nokkurra daga skeið með Delta áð kaupunum á Omega Farma. Fimmtungshlutur- inn var notaður sem greiðslueyrir við yfirtökuna. Gtngi Delta hækk- aði um 20% þegar hún var loks til- kynnt. Bapkinn og Delta sögðust hafa ráðfært sig um málið við VÞÍ. Staðfesting á þessu fékkst frá þinginu en jafnframt var tekið fram að ekki væri hægt að taka af- stöðu til mála af þessu tagi fyrr en eftir á. Erigiii svör varðandi fram- vindu málsins fengust frá Verð- bréfaþinginu þegar blaðið leitaði eftir slíku í gær. Engar upplýsing- ar fengust um eðli þess samráðs aðilanna við þingið sem varð þess valdandi að þeir teldu sig ekki þurfa að tilkynna viðskiptin. ■ Skíði Skíðaskór Skíðabindingar Skíðastafir Skíðatöskur Skíðafatnaður UTILIF GLÆSIBÆ & SMARALIND Sími 545 1500 • www.utilif.is 17.februar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.