Fréttablaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 8. febrúar 2002 FÖSTUDACUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sueinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta altt efni blaðsins (stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINSl Rambað á hengiflugi fasisma Kona í Reykjavik skrifar: Það slógu mig harkalegar aðfar- ir lögregluyfirvalda þegar 19 Vítisenglum var meinað að heim- sækja land og þjóð fyrir skömmu. Hugurinn leitaði ósjálfrátt til ákveðinna austantjaldsríkja þar sem lögregluvald og landamæra- gæsla var mikil. Hvað þurfa yfir- völd að hafa sterkan grun um brotavilja einstaklinga til að hægt sé að meina þeim landgöngu og þurfa þau yfirhöfuð að rökstyðja grunsemdir sínar? Mér sýnist við ramba á hengiflugi fasisma þegar þvílíkt vald er sett í hendur yfir- valda gagnrýnislaust. Hvað verð- ur næst? Maður spyr sig hvort hægt verði að banna umhverfis- verndarsinnum að koma til lands- ins ef vitað er til þess að þeir ætli að mótmæla virkjanafram- kvæmdum. Fólk verður að velta fyrir sér hverjir taka ákvarðanir um það hverju sinni hvaða gestir eru æskilegir og hverjir óæski- legir. Það getur ekki verið óeðli- leg krafa að ætlast til að lögregla sinni sínu starfi og grípi fólin ef þau brjóta af sér, en ráðist ekki að saklausu fólki sem greitt hefur sínar skuldir við samfélagið. ■ Verkföll, veikindi og yfirvinnubann 1987 Flugumferðarstjórar boða verk- fall árið 1987. Stjórnvöld stefndu þeim fyrir Félagsdóm og fengu verkfallið ógilt. Rökin voru að flugumferðarstjórar sinntu ör- yggisþjónustu og væru því án verkfallsréttar. Bandalag há- skólamanna gerði kjarasamning við ríkið og voru flugumferðar- stjórar með í þeim samningum. Sumarið 1990 settu stjórnvöld bráðabirgðalög á kjarasamning- ana og við það lækkuðu laun flug- umferðarstjóra. 1995 Flugumferðarstjórar boða yfir- vinnubann til að leggja áherslu á kröfur sínar sumarið 1995. Þeir eru án verkfallsréttar og ríkið tel- ur slíkt yfirvinnubann ólöglegt. Flugumferðarstjórar fresta yfir- vinnubanni og deilunni er vísað til sáttasemjara. Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum. í framhaldi segja flugumferða- stjórar upp. Deilan heldur áfram og 28. nóvember sendir Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráð- herra 86 flugumferðarstjórum lausnarbréf. Frestað er uppsögn 32 af öryggisástæðum. Samningar takast í lok desember þetta ár. 1997- 1998 Enn er komin upp deila við flug- umferðarstjóra. Viðræður eru í gangi um sumarið og í júlí fara flugumferðarstjórar að veikast. ______________________EQLsaga Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaradeilu við rikið með reglulegu millibili. Deilan er i hnút og ekki útlit fyrir að ágreiningsefnin verði ieyst með samningum. Stéttin fékk verkfallsrétt árið 1998 með dómi. Deilan stendur stutt og er skrifað undir nýjan samning í ágúst 1997. Árið eftir fellur dómur þar sem verkfallsréttur stéttarinnar er staðfestur. 32 flugumferðarstjór- ar eru undanþegnir þeim rétti af öryggisástæðum. 2001-2002 Deilan nú á rætur í síðustu deilum flugumferðarstjóra við ríkið sem lauk með skammtímasamningi. Samningurinn gilti til 15. nóvem- JÓNAS SKRIFAR: r Island má ekki trufla Utanríkisráðherra hefur komizt að raun um það, sem hann grunaði, að Evrópusambandið hefur engan áhuga á að uppfæra samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. Sambandið er svo önnum kafið við að melta Austur-Evrópu, að það vill ekki láta ísland trufla sig á næstu árum. Þar sem flest mikilvægustu ríki Evrópska efnahagssvæðisins eru þegar gengin í Evrópu- sambandið, er restin af svæðinu ekki lengur í fók- us sambandsins. Við fáum ekki tækifæri til að koma hagsmunum okkar á framfæri, þegar Aust- ur-Evrópa gengur í sambandið. Þetta spillir væntingum um sölu sjávarafurða til uppgangsþjóða Austur-Evrópu. í stað fyrra tollfrelsis munu sjávarafurðir okkar sæta háum tollum á þeim slóðum. Það verður eitt skýrasta dæmið um tjón okkar af þvermóðsku íslenzkra stjórnvalda gegn Evrópusambandinu. Með því að neita að taka umsókn um aðild að Evrópusambandinu á dagskrá hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tekizt að tefja málið svo lengi, að viðræður sambandsins við Austur-Evrópu eru komnar fram fyrir viðræður við ísland. Við verð- um því úti í kuldanum mörg ár í viðbót. Þegar Austur-Evrópa er komin í sambandið, verður það orðið að breyttri stofnun með ný og erfið verkefni, sem draga úr getu þess og vilja til að taka milda afstöðu til hagsmuna smáríkis, sem seint og um síðir beiðist inngöngu. Þessi staða er stærsta afrek núverandi ríkisstjórnar okkar. Við þurfum samt ekki að örvænta, því að þýð- endur íslenzkra ráðuneyta munu áfram sitja með sveittan skallann við að snara evrópskum reglum yfir á íslenzku. Það er í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, að reglur sam- bandsins gildi líka á íslandi. Flestar þessar reglur eru gagnlegar. Þær stuðla yfirleitt að fastari reglum um málefnalega stjórnsýslu hér á landi og gæta yfirleitt hagsmuna lítilmagnans gegn þeim, sem völdin hafa og dýrð- „Þegar Austur-Evrópa er komin í sam- bandið, verður það orðið að breyttri stofn- un með ný og erfið verkefni, sem draga úr getu þess og vilja til að taka milda afstöðu til hagsmuna smáríkis... “ ina. Við höfum þegar séð feiknarlega góð áhrif Evrópusambandsins á íslenzka dómstóla. Þar sem við erum utan sambandsins, höfum við ekki aðstöðu til að spyrna við fótum í tæka tíð, þegar með reglugerðunum slæðast ákvæði, sem henta verr á íslandi en á meginlandi Evrópu vegna misjafnra hefða, til dæmis meiri áherzlu á skorpuvinnu og unglingavinnu hér á landi. Það var einmitt með tilliti til slíkrar sérstöðu, að Svíar ákváðu að ganga í Evrópusambandið til að hafa innan þess áhrif á gang mála, áður en þau yrðu að formlegum reglum. Við verðum hins veg- ar að sætta okkur við að taka pakkana frá Evrópu eins og þeir koma af skepnunni. Þessi staða skerðir fullveldi okkar meira en full aðild að sambandinu mundi gera. Enda mun forsætisráðherra reynast erfitt að telja þjóðinni trú um, að henni hafi tekizt betur að varðveita fullveldi sitt utan sambandsins en ríkjum á borð við Danmörku hefur tekizt að gera innan þess. Of seint er að harma það, sem liðið er. Við þurfum hins vegar að gera okkur grein fyrir, að inntökuskilyrði sambandsins verða strangari árið 2010 en þau voru 1995. Sambandið mun framveg- is hafa minna svigrúm til að taka tillit til sérís- lenzkra hagsmuna en það hafði áður. Við fáum hins vegar engu breytt um þá stað- reynd, að viðskipti okkar og hagsmunir liggja í löndum stækkaðs Evrópusambands langt umfram Norður-Ameríku og þriðja heiminn. Jónas Kristjánsson ber. Búið er að setja lög á verkfall. Flugumferðarstjórar beita þeim ráðum sem tiltæk eru. Tilkynna sig veika og hefja yfirvinnubann. Ekkert bendir til að nein hreyfing sé á deilunni og útlit fyrir að lög verði sett á yfirvinnubannið. Ekki er ólíklegt að deilan fari fyrir dóm og kjör stéttarinnar verði ákveðin þar. ■ | ORÐRÉTT | UMFERÐAR- TEPPA FRAMUNDAN „Ef þessu verður ekki breytt eru menn að kalla yfir sig stórvandamál í næstu framtíð." Gunnar I. Birgisson, alþingismaður um það að 25% vegafjár er veitt til höfuð- borgarsvæðisins þar sem 60% lands- manna búa. DV, 7. febrúar. ÖREICAR ALLRA LANDA... „Jafna þarf að- stöðumun þeirra sem hafa peninga og völd í dag og þeirra em ekki hafa þau. Mér finnst uggvænlegt hvernig verið er að búa til undirmálshóp í þjóð- félaginu." Valgerður Bjarnadóttir, bæjarstjóraefni VG á Akureyri, se'm snýr aftur á vettvang stjórnmálanna eftir 16 ára fjarvistir. DV, 7. febrúar. SÖMDU PEIR VIÐ STURLU? „[Tvíhöfði] er áreiðanlega það skotheldur að það kostar álíka mikið að láta þá fara eins og að segja upp forstjóra Símans.“ Þorsteinn Hreggviðsson, Þossi, fyrrver- andi dagskrárstjóri Radíó X, um uppsagnir á útvarpssviði Norðurljósa. Fréttablaðið, 7. febrúar. KAUPENDAÞJÓNUSTAN - SÍMI 533 3444 Opið um helgina á milli 11:00 -14:00 2ja Einstaklingur leitar að 2ja herb. íbúð í Bökkum eða Árbæ. Sölum. Steinbergur Norðmaður leitar að 2ja til 3ja herb. íb. í efra Breiðholti eða Selási. Gott greiðslu- mat, allt að 10,5 M. Sölum. Geir Kim vantar 2ja tíl 3ja herb. íbúð í austurbæ Reykjavíkur að Elliðaám. 10738 Sölum. Örn Sonja vil skipta á 4ra herb. parhúsi í Rvk og fá í staðinn 2ja herb. íbúð með bíla- geymslu. 10737 Sölum. Örn Helgarpabbi leitar að 2ja - 3ja herb. íb. í Grafarvogi, helst á 1. hæð m. sér garði. Sölum. Steinbergur Einstaklingur með samþykkt viðbótarlán leitar að 2ja herbergja eða einstaklingsí- búð í Reykjavík, allt kemur. Sölum. Söl- um. Steinbergur 3ja Ungt par bráðvantar íbúð á svæði 101 - 108. Sölum. Steinbergur Hjón sem eru nýflutt heim frá útlöndum leita að góðri 3ja herb. íbúð vestan Elliðaá. Sölum. Geir Ástu vantar 3ja herb. íbúð í Reykjavík mjög góðar-greiðslur. 10791 Friðbjörgu vantar 3ja til 4ra herb íbúð í Grafarvogi. Sölum. örn Rafvirki með hátt greiðslumat leitar að amk. 60 fm 3ja herb. íb. í Breiðholti eða Árbæ. Sölum. Þórður Sigrúnu vantar 3ja herb. íbúð í Seljahverfi. 10728 Sölum. örn Þráin vantar 3-4ra herb. íbúð í austurbæ Reykjavíkur. 10400 Sölum. örn Kollu vániar 3ja herb íbúð miðsvæðis eða í vesturbæ Reykjavíkur með sér inngangi. 10226 Sölum. Órn Einstæð móðir leitar að góðri íbúð með 2- 3 svefnherbergjum á svæði 105, gott greiðslumat. Sölum. Steinbergur Atvinnubílstjóri leitar að góðri 3ja her- bergja íbúð í fjölbýli í Reykjavík eða Kópa- vogi. Sölum. Geir Hjón með eitt barn á grunnskólaaldri leita að 3ja til 4ra herbergja íbúð í nágrenni við Háteigsskóla. Sölum. Örn Par með gott greiðslumat og samþykki fyrir viðbótarláni leitar að góðri 3ja her- bergja íb. í Kópavogi. Sölum. Þórður Tómas vantar 3ja til 4ra herbergja íbúð í Mosfellsbæ. Sölum. Örn 10594 4ra tit 5 Rafeindavirkja vantar ibúð m. 2-3 svefn- herbergjum á svæðum 170, 107 eða 101. Sölum. Þórður Listakonu og dóttur hennar sem er í Hliða- skóla vantar 4ra herbergja íbúð sunnan Miklubrautar. Ibúðin má kosta allt að 12 millj. Sölum. Geir Hjón með tvö börn vantar 4 til 5 herb. íbúð möð útsýrii, möguleg skipti fyrir 3ja herb. i austurbæ Reykjavikur. 10769 Söl- um. Örn Hæðir Erum með góðan kaupanda að góðri 120 fm eða stærri íbúð í mið eða vesturbæ Reykjavíkur. 10654 Sölum. Örn Hjón sem eru búin að selja stærri eign og vilja minnka við sig leita að sérhæð með bílskúr, eða raðhúsi, staðsetning óbundin Sölum. Þórður Vel stæð hjón leita að sérhæð á svæðum 170,107,101 eða 105, bílskúr skilyrði, góðar greiðslur i boði fyrir rétta eign Sölum. Þórður Rad/par Stór fjölskylda leitar að amk. 130 fm eign í Reykjavík eða Kópavogi, til greina kemur að kaupa tveggja íbúða hús. Sölum. Geir Golfáhugamaður leitar að minna raðhúsi í Staðahverfi, 4-5 herbergja íbúð i sama hverfi kemur einnig til greina Sölum. Þórður ; Er með fjársterkan kaupanda að rað/par- húsi eð einbýli Kópavogsmegin í Fossvogi Grundir/Tún o.fl. Sölum. Geir Erum með tvo kaupendur að rað-par eða j einbýlishúsi í Þingholtunum Sölum. Örn Einbýlishús Hjónum með þrjú börn vantar einbýlishús með bílskúr úti á Álftanesi. 10984 Sölum. Örn Fjársterkan aðila sem er að flytja til lands- ins vantar gott einbýlishús á höfuðborgar- svæðinu. Sölum. Örn. Stór fjölskylda leitar að einbýli í Grafarvogi helst nálægt Foldaskóla. Sölum. Steinbergur Friðþjóf vantar tvíbýlishús með vinnuað- stöðu miðsvæðis í Rvk. Sölum. Örn Fjársterkur kaupandi leitar að vönduðu einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu, gott útsýni skilyrði Sölum. Þórður Svein vantar einbýlishús með bilskúr í Grafarvogi. Sölum. Örn ?srni t ÖNNUR SJÓNARMIÐ Vonandi að lækkunin skili sér CRÆNMETI „Maður verður að vona að þessi lækkun skili sér virkilega til neytenda," segir Sólveig Ei- ríksdóttir, eigandi veitingastaðar- ins Græns kosts, um lækkun tolla á grænmeti. „Það liggur við að maður gangi með hauspoka þegar maður er að kaupa grænmeti og ávexti hér á landi.“ Hún segir að engin trygging sé fyrir því að lækkunin skili sér til neytenda. „Síðast þegar afnumdir voru toll- ar á grænmeti sem ekki er ræktað hér á landi, fann ég lítinn mun á verðinu. Ég held að menn verði að fylgjast með því hvort raunveru- leg lækkun verður á þessum vör- um.“ Sólveig segir að menn verði líka að átta sig á því að grænmeti með sama nafni sé ekki alltaf sambærilegt. „Hér eru ræktaðar kannski þrjár tegundir af tómöt- um af þeim þúsundum sem til efu. Þessar tegundir hafa mjög mis- munandi eiginleika og henta í mis- munandi rétti." Auk þess að reka veitingastað með grænmetisfæði, hefur hún kennt á fjölda nám- skeiða um grænmetisfæði. Ilún segir áhugann sífellt vera að aukast. „Ég vona að þessi aukni áhugi komi fram í aukinni meðvit- und neytenda. Við látum bjóða okkur alltof rnikið." Sólveig segir að það sé fárán- SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Grænmeti er óheyrilega dýrt á íslandi. legt að grænmetistegundir sem séu álitinn fátækramatur í öðrum löndum kosti hér á annað þúsund krónur kílóið. Hún segir a_ð stund- um sé maður heppin. „Ég fór í Fjarðarkaup um daginn, vegna þess að þeir eru oft með sjaldgæft grænmeti á góðu verði. Þar sá ég Papaya sem er hollur og góður matur á 199 krónur kílóið. Verðið er oft yfir 1100 krónur. Mín fór auðvitað að hamstra. Konur vita þegar einhver er að gera góð kaup og áður en ég vissi af hafði drifið a'ð konur sem voru að kaupa Papa- ya. Ég er ekki viss um að allar hafi vitað í hvað þær ætluðu að nota það.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.