Fréttablaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 12
VELALAIMD VÉLASALA • TÚRBIWUR VARAHLUTIR • VIDGERÐIR áb HELCiA MOGENSEN FRETTABLAÐIÐ 8. febrúar 2002 FÖSTUDACUR Upplýsingar í sírna 699 6287 Enn rætt um áhugamannahnefaleika: Lemjast megi á með lögmætum hætti alþingi Síðasta umræða um ástundun og æfingar áhuga- mannahnefaleika fór fram á Al- þingi í gær. Allar líkur eru á að frumvarp Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, þar að lútandi verði senn að lögum. Hnefaleikar hafa verið bannaðir hér frá því árið 1956. Sigríður Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, ítrek- aði fyrri varnaðarorð sín vegna frumvarps Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks um áhugamannahnefaleika. „Maður hefur heyrt að þeir sem hafa ver- ið að reka hér áhugamannaklúbba um box og hafa farið mikinn, ekki síst í fjölmiðum, hafi í raun haft stuðning yfirvalda til að fara sínu fram þó að ríkti bann í landinu við iðkun íþróttarinnar,“ sagði hún sem dæmi um hvernig gliðnað hafi á banni stjórnvalda við hnefa- leikum og taldi ljóst að erfitt yrði að koma í veg fyrir að það yrði nú að lögum. Þá ítrekaði hún að slysatíðni væri há í hnefaleikum og að breska læknafélagið og samtök lækna hafi ítrekað varað við íþróttinni. Undir það tók Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Kolbrún Halldórsdóttur, þing- maður VG, Katrín Fjeldsted, þing- maður Sjálfstæðisflokks og Sig- ríður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar lögðu fram breytingatillögu á þá leið að banna ætti höfuðhögg og að íþrót- ta- og Ólympíusamband íslands skuli einnig setja reglur um bann við höfuðhöggum í sambærileg- um bardagaíþróttum. Katrín taldi að samstaða ætti að geta náðst um breytingatillöguna. Kosið verður um frumvarpið og breytingartillöguna á mánu- daginn kemur. ■ SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR Sigríður telur slaginn líkast til tapaðan og bendir á að um skeið hafi áhugamanna- klúbbar um hnefaleika verið starfræktir með stuðningi stjórnvalda þrátt fyrir ríkj- andi bann. joga slökun -- JAFNVÆGI --------- INNRA SEIVI YTRA NY Byrjendanámskeið með Helgu Mogensen . 1: Hádegistímar fc/. 12:15-13:15 2: Síðdegistímar fc/. 17:30-18:30 5 vikna námskeið haldið þriðjudaga og fimmtudaga að Dugguvogi 12 Fyrsti tíminn þriðjudaginn 12. l'ebrúar Rafvéla verkstæði Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavik Sími: S77 4500 velaland@velaland.is Valdaafmæli drottningar fá- lega tekið af þegnum hennar Iprófkjör1 Hrannar B. Arnarsson, borgar- fulltrúi og Pétur Jónsson, varaborgarfulltrúi hafa einir boð- ið sig fram í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, að sögn Katrínar Theodórs- dóttur, formanns kjörnefndar fé- lagsins. Frestur til að tilkynna um þátttöku í prófkjörinu rennur út á morgun. Meðal fjölda ann- arra sem hafa verið nefndir sem líklegir þátttakendur eru sitjandi borgarfulltrúar og Stefán Jón Hafstein. Lítill áhugi er í Bretlandi fyrir 50 ára valdafmæli Elísabetar Englands- drottningar. Skipuleggjandi hátíðarhalda í tilefni afmælisins sagði af sér sökum verkefnaskorts. Afstaða fólks til konungsQölskyldunnar hefur breyst mikið undanfarinn aldarQórðung. MERKI VÍTISENGLA Mörgum þykir hauskúpan í merki Vítisengla heldur ógeðfelld. Sniglarnir vilja ekki Vít- isengla innan sinna raða: Fafner bíður eftir svari frá Vítisenglum BiFHJÓLASAiviTðK Bifhjólaklúbbur- inn Fafner í Grindavík hefur sótt um aðild að Vítisenglum en ekki er komið í ljós hvort af verður. Brynjólfur Þór Jónsson talsmaður Fafner segir ekki sjálfgefið að merki Vítisenglanna verði strax tekið upp þótt til aðildar komi. Stjórn Sniglanna hefur tekið þá ákvörðun að þeir félagar Sniglanna sem einnig eru félagar í Fafner, fjórir eða fimm talsins, verði rekn- ir úr Sniglunum ef þeir setja upp merki vítisengla. Einnig verður þeim meinaður aðgangur að sam- komum sem Sniglarnir standa fyr- ir að sögn Dagrúnar Jónsdóttur varaoddvita stjórnar Sniglanna. „Við höldum áfram að koma því á framfæri að við viljum ekkert með þessi samtök vítisengla hafa að gera,“ segir Dagrún. „Þetta eru stærstu vélhjólasam- tök í heiminum og þau eru líka virt,“ segir Brynjólfur Þór þegar hann er spurður um ástæðu um- sóknarinnar. Hann segir það ekki trufla félaga Fafner að samtökin séu bendluð við glæpi enda sé hvergi til dómur í heiminum á Vít- isenglana sem samtök. „Vítisengl- ar eru lögleg samtök alls staðar sem þau starfa." Um 20 vélahjólaklúbbar munu starfa á landinu um þessar mundir og eru Sniglarnir langstærstir með um 1300 félaga. ■ kóngafólk Síðastliðinn miðviku- dag voru fimmtíu ár liðin frá því að Elísabet Englandsdrottning tók við veldissprotanum í Bucking- ham höll í Lundúnum. Engin hátíð- arhöld voru haldin í tilefni afmæl- isins vegna þess að drottningin vildi ekki að haldið væri upp á dag- inn sem George VI konungur og faðir hennar lét lífið. Þess í stað mun Buckingham höll standa fyrir fjölda viðburða í maí og júnímánuði til að halda upp á hið gullna valdaaf- mæli. Vandamálið er aftur á móti það að afar takmarkað- ur áhugi virðist vera fyrir afmæl- inu á meðal al- mennings í Bret- landi. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum þar í landi dáist fólk af drottningunni og vinnusemi hennar. Hins vegar hef- ur það ekki áhuga á að halda upp á afmælið sökum fjarlægðar við hana. í breskum fjölmiðlum hefur mikið verið rætt um að Bucking- ham höll hafi gríðarlegar áhyggjur yfir því hve fá bæjarfélög séu far- in að undirbúa hátíðarhöld vegna afmælisins. Peter Levene lávarð- ur, sem ráðinn var af drottning- unni til að skipuleggja hátíðarhöld- in, hefur þegar sagt upp störfum vegna þess hve honum fannst lítið vera að gera hjá sér. Fyrir 25 árum síðan þegar hald- ið var upp á silfurafmæli Elísabet- ar sem drottningar var andrúms- loftið allt öðruvísi. Þúsundir bæja og þorpa í landinu héldu veislur á götum úti, þar á meðal voru 4 þús- und slíkar veislur haldnar í London einni saman. „Ég man árið 1977 þegar haldið var upp á af- mælið. AUir voru í góðu skapi, veifandi fánum og borðandi sæt- indi. Ég get ekki ímyndað mér að ég eða nokkur annar muni gera slíkt núna,“ sagði Matthew Savage, þrítugur Lundúnarbúi í viðtali við blaðið Herald Tribune. Sýnir þetta að tímarnir hafa breyst og hefur afstaða fólks til konungsfjölskyld- „Allir voru í góðu skapi, veifandi fán- um og borð- andi sætindi. Ég get ekki ímyndað mér að ég eða nokkur annar muni gera slíkt núna" '—«— ELÍSABET Elísabet Englandsdrottning er ekki eins vinsael og hún var fyrir 25 árum síðan. Hefur hún verið sökuð um að vera bæði kuldaleg og fjarræn. Var hún mikið gagnrýnd fyrir litil við- brögð sín opinberlega þegar Díana prinsessa, tengdadóttir hennar, lét lífið á sviplegan háttárið 1997. unnar bersýnilega breyst til mik- illa muna á undanförnum aldar- fjórðungi. Börn með aðalstign fá ekki lengur þingsæti í arf og allir nemendur, hvort sem þeir eru með blátt blóð í æðum eður ei, þurfa að taka inntökupróf til að komast inn í hinn virta Oxford-skóla. „Nánast allt í ensku samfélagi nú til dags byggist á verðleikamati einstak- linga. Fólk spyr sig því, hvers vegna ættum við að kjósa æðstu manneskju ríkisins eftir fæðingar- stöðu hennar?“ í blaðagrein í blaðinu Guardian spyr blaðamaður sig hvers vegna Englendingar séu enn að syngja þjóðsöng þar sem textinn byggist á því að upphefja drottninguna og konungsdæmið. „Hvers vegna ætti einhver að drottna yfir okk- ur?,“ spyr hann sig. „Hvers vegna ættum við að vera þegnar ein- hvers? Það er einfaldlega ekki lengur við hæfi á 21. öldinni,“ skrifar hann. Margir Englending- ar eru honum eflaust hjartanlega sammála. ■ Hrannar Björn er traustsins veröur! fWW§. í forystu í umhverfísmálum Hrannar Björn er þekktur fyrir dugnað og áræðni. Hann hefiir óhræddur reifað hugmyndir um nýjar leiðir í samgöngumálum á höfðuborgarsvæðinu. Sem forystumaður umhverfismála í Reykjavík hefur hann stuðlað að upplýsingagjöf til borgaranna um möguleika til umhverfisvænni lifnaðarhátta, vistvænni meðferð sorps, og margvíslegum tilraunum til endurnýtingar. Stuðningsmenn Hrannars Björns Arnarssonar í prófkjöri Samfylkingarinnar íyrir framboð Reykjavíkulistans. — — I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.