Fréttablaðið - 08.02.2002, Qupperneq 16
16
FRÉTTABLAÐIÐ
8. febrúar 2002 FÖSTUDACUR
HASKOLABIO
HAGATORGI • SÍMI 530 1919 • STÆRSTA SÝNINGARTJALD LANDSINS
'ÍsförtrpPIXAR
SKRÍMSLÍ HF
«'i mumt öckj tzúa wwu ttcm augai
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11
Sýnd kl. 5 og 7 m/ísl. tali
iGEMSAR
kl. 7,9ogiri I jPOMESTIC
kl7J0j [IVIAVAHLATUR
[regína~
kL 51 jELLING
kL9og n
kl. 5
kL 101
smRRnxiBia
r«
M.ICHAÉI DOtíL.US
æayi
DON' 1 SAY
A VVÖRO
TJSrttfnd wm b»»ta
mytvJ NoriurlarnJa
i Kvttgrnyndslfiáöðinrii
iynáixi ,
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
kl. 10.30 í
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
|LORD OF THE RINGS kl. 6 og 101
[SHALLOW HAL kl. 5.30, 8 og 10.30| LORD OF THE RINGS
kl.4
UCDolby JJSU'-i. ' Thx SfMI 564 0000 - www.smarabio.is
KL 3.50/ 5.55, 8 og 10.10 m/ens. tali yrr 29* Sýnd kl. 8 og 10.30 yrr 334
Kl. 3.50 og 5.55 m/ísL tali vrr ssa Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.35 vit 334 JjU
jHEARTS IN ATL... kl. 6, 8 og 10.10 [^l IregINA kL 3S0,555 [
jK-PAX kl. 8og 10.20(ETI jAFLANTISm/IsttaE kL4[|S|
[OŒAN S ELEVEN kl. 8 og 10.10 j g^j [HARRY POTTER m/IsL tali kL 4 tS'ÍH
Síðumúla 34, shnú 568 6076
Antik er lífsstíll
Gömul dönsk
postulínsstell
kristalsglös - Silfur
Antik er fjárfesting
Opið mánud. til fóstud. 12 -18
og laugardaga 11 - 16
1 FRÉTTIR AF FÓLKI [
Hljómsveitin Oasis hélt sína
fyrstu risatónleika í langan
tíma. Þeir fóru fram á miðviku-
dagskvöldið í Royal Albert Hall og
rann allur ágóði til
samtaka sem styð-
ja unglinga með
krabbamein. Það
kom mikið á óvart
að bræðurnir voru
afar rólegir og
blótuðu t.d. afar
lítið. Einnig vakti
það athygli tón-
leikahaldara að Gallagher bræð-
urnir drukku ekkert sterkara en
vatn og kaffi allt kvöldið. Hljóm-
sveitin hefur nú lokið við vinnslu á
væntanlegri breiðskífu og lék hún
tvö lög af henni, „Hindu Times“ og
„Hung in a bad place“. Paul Well-
er, félagi þeirra, var svo leynigest-
ur kvöldsins og tók hann lagið með
hljómsveitinni.
Leikarinn Nicolas Cage og dóttir
kóngsins Lisa Marie Presley
hafa slitið sambandi sínu. Þau
höfðu verið par í
10 mánuði. Elvis
dýrkun Cage var
alþekkt áður en
hann kynntist
einkabarni hans,
en leikarinn er
með sérherbergi
heima hjá sér sem
er fullt af minningarhlutum um
kónginn. Lisa Marie er vön því að
umgangast kónga, því hún var eitt
sinn gift hinum föla Michael
Jackson.
Pepsi auglýsing sem var birt á
úrslitaleik bandaríska fótbolt-
ans og sýndi popp-
dúkkuna Britney
Spears spóka sig
hefur verið endur-
sýnd oftar í
bandarísku sjón-
varpi en megin-
viðburðir leiksins.
Ekki fylgir sög-
unni hvort leikurinn hafi verið
svona óspennandi eður ei.
BBC ætlar að gera heimildar-
mynd um dansarann Jimmy
Gulzar, fyrrverandi eiginmann
kryddpíunnar Mel B. Þetta er að
beiðni dansarans sem segist vilja
koma sannleikanum um skiinað
þeirra í ljós. Fyrir nokkrum mán-
uðum síðan var hann kærður fyrir
að ráðast að litlum dreng í
skemmtigarði, og vill hann einnig
kasta ljósi á það mál.
Hverjir vinna Islensku
tónlistarverðlaunin í ár?
Afhending Islensku tónlistarverðlaunanna fer fram í Borgarleikhús-
inu á sunnudagskvöldið eftir eins árs pásu. Dr.Gunni, Heiða og
Kristinn Snær spáðu í spilin fyrir Fréttablaðið.
POPPNEFND FRÉTTABLAÐSINS
Kristinn Snær Agnarsson, trommuleikari og starfsmaður í plötuverslun, Dr. Gunni
poppskekúlant og tónlistarkonan Heiða.
tónlist Þær plötur sem tilnefndar
eru í flokknum „Plata ársins" eru:
„Vespertine" (Björk), „Kossafar á
ilinni“ (Fabúla), „Pathetic Me“
(The Funerals), „Logandi ljós“
(Sálin) og fyrsta plata
X Rotweilerhundanna.
„Björk og Rotweiler eru báðar
mjög góðar,“ segir Kristinn Snær
Agnarsson, eða Kiddi eins og hann
er kallaður, djasstrommari og
plötuafgreiðslumaður. „Mér
finnst Vespertine best, en ég held
að Rotweiler vinni."
„Já, ég segi Rotweiler líka,
Bjarkar platan höfðar ekki til
mín,“ segir Dr.Gunni. „Þeir eru
mestu tíðindi í íslensku poppi
lengi og eiga þetta skilið."
„Hingað til hefur Björk unnið
ef hún er tilnefnd. Ég geri mér
grein fyrir því að Rotweiler eru
að gera mest nýtt af öllu þarna, en
ég held að „Vespertine“ vinni.“
„Verðlaunin ættu bara að heita
„Björkin", hún er komin það langt
framúr öðrum,“ bætir Dr.Gunni
við.
Tilnefnd í flokknum „Lag árs-
ins“ eru: Svala (“The Real Me“),
Sálin (“Á nýjum stað“), Rotweiler
(“Bent nálgast"), Björk (“Pagan
Poetry") og Lace (“Wake me up
slowly").
„Sálin vinnur. Það er lang besta
lagið,“ segir Doktorinn ákveðinn
og Kiddi þorir ekki öðru en að
taka undir.
VEÐIAÐ Á ÚRSLITIN:
PLATA ÁRSINS:
X Rotweiler / Dr. Gunni og Kiddi
Björk - „Vespertine" / Heiða
LAC ÁRSINS:
Sálin - „Á nýjum stað" / Dr.Gunni og
Kiddi
Svala - „The Real Me' / Heiða
TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS:
Björk / Kiddi og Heiða
Sálin / Dr. dunni
BJARTASTA VONIN:
Sign / Dr.Gunni, Heiða og Kiddi
„Ég man ekki hvernig lagið
hennar Svölu er?“ spyr Heiða og
Kiddi raular það fyrir hana. „Já,
auðvitað! Það á skilið að vinna
fyrir að hafa troðið sér inn í haus-
inn á öllum landsmönnum, þó svo
að ég fíli það ekki.“
í ár hefur flokkunum hljóm-
sveit ársins og flytjandi ársins
verið pakkað saman undir titlin-
um „Tónlistarflytjandi ársins“.
Tilnefnd eru: Björk, Rotweiler,
Bubbi, Sálin, Stuðmenn og Meg-
as.
„Hmm, tónlistarflytjandi?
Ætti Sendibílsstöðin Þröstur ekki
að vinna þessi verðlaun?“ spyr
Dr.Gunni lúmskur. „Þeir eru
alltaf að flytja píanó.“
Heiða og Kiddi voru sammála
um það að Rotweiler ætti ekki að
vinna þar sem eitthvað vantaði
upp á tónleikaflutning þeirra.
„Kannski ræður „plebbism-
inní‘ ferðjnni þá tekur Sálin
þetta“t'segir Dr.Gunni.
„Ég segi Björk,“ skýtur Hejða
ii i iiiii . . ..
fram og Kiddi tekur undir það en
fannst þó líklegt að hundarnir
gætu gelt sig í gegn.
Mest spennandi flokkurinn í
ár er „Bjartasta vonin“ því þar
koma nánast allir til greina með
sigur. Tilnefnd eru Rotweiler, Vé-
dís, Sign, Úlpa, Trabant og Svala
„Sign er með sterk lög þó svo
að platan sé ekki nægilega sterk í
heildina. Mér finnst Ragnar Sól-
berg vera töffari!" hrópar Heiða
og veðjar á Sign.
„Ég vil að Trabant fái þetta.
Ég veðja þó á Sign,“ segir Kiddi.
„Mér finnst mjög skrítið ef
Rotweiler fengju plötu ársins og
yrðu bjartasta vonin,“ segir
Dr.Gunni. „Ég segi því bara Sign
líka. Mér finnst platan ekkert
sérstök en þetta er engu að síður
bjartasta vonin.“
Hver hefur rétt fyrir sér kem-
ur í ljós á sunnudag. Enn eru mið-
ar fáanlegir og er forsala miða í
Borgarleikhúsinu.
biggi@frettabladidjs
Ókei!
Við breytum
textanum.
Úps. Aftur og
nýbúinn. Sorri
Jeremias.