Fréttablaðið - 08.02.2002, Side 22
FRÉTTABLAÐIÐ
FRÉTTIR AF fÓlKI
Svo getur farið að fjögur eða
jafnvel fimm efstu sæti
Reykjavíkurlistans verði skipuð
körlum. Fullvíst mun vera að
Árni Þór Sigurðsson (VG) verði í
fyrsta sasti og Al-
freð Þorsteinsson
(Framsókn) í öðru.
Samfylkingin efnir
til prófkjörs um
skipan sinna sæta á
listanum og horfur
eru á að tvær kon-
ur taki þátt í því prófkjöri og
fimm karlar. Einnig er sá mögu-
leiki fyrir hendi að Óskar Bergs-
son (Framsókn) skipi 5. sætið en
Anna Kristinsdóttir hefur einnig
verið nefnd til sögu þar. Loks
hafa eingöngu nöfn karlmanna
verið nefnd í 7. sætið sem borg-
arstjóri skipar en talið er að valið
standi þar milli Dags B. Eggerts-
sonar og Skúla Helgasonar.
Inæstu viku hefst opið prófkjör
Samfylkingarinnar um skipan
sæta á Reykjavíkurlistanum en
flokkurinn á 3. og 4. sætið á list-
anum. Ekki er
endanlega ljóst
hverjir munu taka
þátt í prófkjörinu.
Tvær konur hafa
gefið kost á sér,
þær Steinunn Val-
dís Óskarsdóttir
og Sigrún Elsa
Smáradóttir. Helgi Hjörvar og
Hrannar Björn Arnarsson gefa
báðir kost á sér. Stefán Jóhann
Stefánsson og
Pétur Jónsson
hafa iðulega verið
nefndir og hefur
hvorugur borið á
móti. Loks er talið
afar líklegt að
Stefán Jón Haf-
stein gefi kost á
sér í prófkjörinu. Það verður því
harður slagur hjá tveimur konum
á móti fimm körlum að ná í annað
hvort 3. eða 4. sætið á Reykjavík-
urlistanum.
Mávahlátur eftir Kristínu
Marju Baldursdóttur kom
nýverið út hjá Krúger forlaginu í
Þýskalandi og var henni meðal
annars boðið á
bókastefnuna í
Frankfurt í haust
í tilefni af því.
Dómar í þýskum
fjölmiðlum hafa
verið á eina lund.
Die Welt segir að
„þessi stórkost-
lega saga rannsaki mannlegt eðli
í krók og kima,“ gagnrýnandi
Ticket segir að barnið Agga og
heimsdaman Freyja séu
skemmtilegar andstæður sem
bæti hvor aðra upp á dásamlegan
hátt og í Oldenburger Volkszeit-
ung sagði aö frábær kímnigáfan
brjótist alltaf í gegn og sé aldrei
ofaukið. Þetta sé sannarlega stór
skáldsaga. Mávahlátur kom út
hjá Máli og menningu árið 1995.
Hún var síðan gefin út hjá litlu
forlagi í Þýskalandi en endurút-
gefin undir merkjum Krúger sem
er í hópi öflugustu forlaga lands-
ins. Sagan hefur bæði lifnað á
leiksviði og verið kvikmynduð.
Gleðin yfir komu stórsöngvar-
anna Kristins Sigmundssonar
og Gunnars Guð-
björnssonar hljóp
með okkur í gön-
ur í gær. Þar var
sagt að tónleikar
þeirra yrðu 21. og
22. apríl næst-
komandi. Hið
rétta er að tón-
leikarnir verða
21. og 22. febrúar. Fjöldi manns
hafði samband við
Salinn í Kópavogi
til þess að athuga
hvort þeir hefðu
misskilið eitt-
hvað. Svo var
ekki. Kristinn er
eins og við sögð-
um frá í stuttu
stoppi hér á landi.
Því opnast möguleiki á þessum
tónleikum. Varla væri hægt að
tala um stutt stopp hjá jafn um-
22
Samstarfsverkefni Heklu
og Bandalags ísl.skáta:
Fékk nýjcin
Audi í skáta-
happdrætti
happdrætti Bandalag íslenskra
skáta hefur í ellefu ár fært öllum
sex ára börnum á landinu endur-
skinsborða að gjöf í samvinnu við
ýmsa aðila. Nú í ár er stærsti
stuðningsaðilinn Hekla hf. og fær-
ir því Bandalag íslenskra skáta
fyrirtækinu viðurkenningu til
staðfestingar á því. í fréttatil-
kynningu frá Bandalagi íslenskra
skátar segir að endurskinsborðar
hafi reynst ómetanlegt öryggis-
tæki í skammdegisumferðinni og
setnum listamanni og Kristni, ef
það teygði sig fram í apríllok.
Tíðindamaður Fréttablaðsins sá
nú í vikunni hvar Jón Ársæll
Þórðarson, einvaldur í sjónvarps-
þáttunum Sjálf-
stæðu fólki á Stöð
2, hvarf inn um
{ dyrnar á súlu-
: staðnum Maxím í
{ Hafnarstræti. Á
hælum Jóns Ár-
{ sæls mun hafa
verið kvikmynda-
HEPPINN BÍLAEIGANDI
Sverrir Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu,
Guðrún Birna Jörgensen, markaðsstjóri
Heklu, Þorsteinn Fr. Sigurðsson, fram-
kvéemdastjóri Bandalags íslenskra skáta,
Guðni Bergsson vinningshafi og Elín Birta,
afastelpa.
skipti fyrst og fremst máli að fólk
venji sig á að nota endurskins-
borða. Til styrktar átakinu var
farið af stað með bílnúmerahapp-
drætti og drógst út í ár Audi A3,
fólkbifreið. ■
tökulið. Þykir fullvíst að tilgang-
urinn hafi verið að gera Sjálf-
stæðra fólks þátt um sjálfan
Geira á Maxím;
Ásgeir Þór Dav-
íðsson veitinga-
mann. Þar með
mun ókrýndur
súlukóngur ís-
lands komast í
flokk með t.d.
Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, Kára Stefáns-
syni og Birni Bjarnasyni mennta-
málaráðherra. Kannski býður
Geiri Jóni Ársæli upp í dans?
VALLHUMALL NÆSTUR
Sigmundur Guðbjarnason segir stefnt að því að koma á markað jurtaveig úr vallhumli
sem reynst hefur ríkur af veiruvirkum efnum.
Meiri orka og kraft-
ur til allra verka
Sigmundur Guðbjarnason hefur þróað jurta-
veig úr ætihvönn sem hefur gefið góða raun.
rannsóknir Sigmundur Guð-
bjarnason, prófessor við Raun-
vísindastofnun Háskóla íslands
og fyrrerandi rektor Háskólans,
hefur undanfarin ár verið að
gera rannsóknir á virkni ís-
lenskra jurta. Meðal þeirra eru
ætihvönn og vallhumall en fyrir
skömmu kom á markað jurtaveig
unnin úr fræjum ætihvannarinn-
ar. „Það eru komin nokkuð mörg
ár síðan við fórum að rannsaka
heilsubótarefnið lýsi og komust
að því að Omega 3
fitusýrurnar í lýsinu hefðu
áhrif á hjartað. Við sáum að fitu-
efnasamsetningin í hjartavöðva-
frumum breyttist við neyslu lýs-
is og hefur jákvæð áhrif og dreg-
ur úr hættu á skyndidauða af
völdum streitu og tíðnitruflana í
hjarta „. Sigmundur segir að í
framhaldi þessara rannsókna
hafi vaxið áhugi á að rannsaka
lækningamátt íslenskra jurta.
„Einkum langaði okkur að kanna
lækningamáttinn út frá reynslu-
þekkingu liðinna kynslóða. Við
komust að því að það er fátt nýtt
undir sólinni í þessum efnum og í
mjög mörgum tilvikum
hafa niðurstöður orðið á þann
veg að það hefur ekki verið að
ósynju sem menn töldu að
ákveðnar jurtir væru til gagns.
Vandi okkar er hins vegar sá að
við getum fátt eitt sagt þrátt fyr-
ir að við vitum mikið um áhrifin.
Ástæðan er að við höfum ekki
gert klíníska rannsóknir á þeim
mætti sem við teljum margar
þessara jurta búa yfir.“ Sig-
mundur sagði að í reynslukönn-
un sem gerð var af sjálfboðalið-
um á síðasta ári hefði komið í
ljós að þeir sem tóku inn jurta-
veig unna úr ætihvannafræjum
hefðu allir greint frá betri líðan.
„Menn töluðu um hve jákvæð
áhrifin væru, orkan meiri og
krafturinn til allra verka. Sumir
greindu frá því að þeim ykist
kjarkur og þor og hefðu ráðist í
að vinna verk sem lengi hefði
beðið.“ Sigmundur sagði að næst
lægi fyrir að vinna fleiri afurðir
úr hvönn en einnig efni úr vall-
humli en vallhumall hefur m.a.
efni sem eru talin vera afar
græðandi. „Rannsóknir okkar
sýna að þar er að finna veiruvirk
efni og stefnum við að því að
vinna úr honum efni sem ætti þá
að vinna gegn veirusýkingum."
Sigmundur segir að stefna þeirra
væri að markaðsetja þessi efni,
fyrst um sinn, sem heilsubótar-
efni en ekki sem lyf. „Fjölmarg-
ar aðrar jurtategundir bíða frek-
ari rannsókna sem hugsanlegt
hráefni í náttúruvöruiðnaði.
bergljot@frettabladid.ís
v < y
Spá
I spásímanum 9086116 er
spákonan Sirrý og spáir í
ástir og örlög framtíðar.
Einnig tímapantanir fyrir
einkatíma í sama síma.
Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá,
draumaráðningar og huglækningar.
Leitum lausna við vandamálum.
Verð við frá kl.15-2
/ sima 908-6040. Hanna
Laufey Héðinsd. miðill s-9085050
Tarotlestur, miðlun, draumaráðningar,
fyrri líf, fyrirbænir.
Sími9085050
Spái í bolla og spil
Nútíð og framtíð - 6 ára reynsla
Uppl. hjá Önnu
ís. 587-4376 / 861-1129
Flokkaðar
auglýsingai-
515 7500
iðnaður
Námskeið
Námskeið í tré og
trérennismíði hefjast í
febrúar, lýkur fyrir páska
Kennari
Þórarinn Þórarinsson
Upplýsingar í síma
894 3715
www. simnet. is/inni
Acryl ehf
S: 561 1206 GSM: 8985457
Tökum að okkur alla almenna
málningavinnu.
Stór sem smá verk
Málun erfag
Helgi Gunnlaugssoti
löggiltur málarameistari
Trévinnustofan
Sími 8958763
fax 5546164
Smi&juvegur 1 1 e
200 Kópavogi
ehf
SérsmíSi í aldamótastíl
Fulningahurðir. Stigar
Gluggar. Fög . Skrautlistar ■»
Alhliða
byggingaþjónusta
Vanir menn og
vönduð vinna.
Meistaraskólagengnir
húsasmíðameistarar.
Sími: 894-9529 og 898 0771
Iðnaður
Parketslípun, Parket-
viðhald, Parketlögn
Júlíus Júlíusson GSM 847 1481
Fagmennska í fyrirúmi
Ábyrgjumst öll okkar verk
Alhliða
smíðavinna
Tllboð eða tímavinna
Vönduð vinnubrögð
Húsasmíðameistari
Sími:
8200450 & 5904424
Stór sem smá verk,
fyrir þig.
Fyrirtæki og einstaklinga.
Traust þjónusta, mikil reynsla.
Löggildur húsasmíðameistari.
Marvin ívarsson
sími 898-5889
Getum bætt við
okkur verkum.
Vönduð vinna
Tímakaup/Tilboð
Hvað sem er ehf.
Alhtiða húsaviðhald og málun
Uppl í síma
895 1404 eða 6987335
Til sölu
Trooper Tdi árg 09-01, 7 manna
sjálfsk, 35" breyttur ekin 8 þús.,
hvítur glæsilegur jeppi skipti
ath. bílalán. Verð 4.390.000 Stgr.
_______Uppl i síma 8939918______
Hvort sem bíllinn er nýr eða
gamall, beyglaður eða bilaður,
þá getum við lagað hann.
Bílanes,
bifreiðaverkstæði
Bygggörðum 8,
s. 561 1190 og 899 2190
Til sölu
Þessi glæsilegi Ford Thunderbird 1959,
allur sem nýr. Einnig 13 feta viking felli-
hýsi með útdraganlegri hlið árg 2000 og
Ford Focus high series árg 99.
Uppl í síma 5640090 eða 8205207