Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 6
f SPURNING DAGSINS Er nóg að áminna forstöðu- mann Þjóðmenningarhúss? Nei, það á að reka hann. Jósef Cunnlaugsson er grafískur hönnuður. Mannanafnanefnd Samþykkir Bæron, hafn- ar Vincent úrskurður Mannanafnanefnd sam- þykkti tíu nöfn og hafnaði þremur á síðasta fundi sínum. Kvenmanns- nafninu Bjarkar var hafnað þar sem það hefur verið skráð sem karlmannsnafn. Þá var rithættin- um Sævarr hafnað og karlmanns- nafninu Vincent þar sem ritháttur þess er ekki samkvæmt íslenskri hefð. Nokkur nafnanna sem voru samþykkt eru íslenskur ritháttur erlendra nafna. Það eru nöfn eins og Bæron, Nansý og Bríanna. Karlmannsnöfnin Goðmundur og Gneisti fengu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Sömu sögu var að segja um kvenmannsnöfnin Ingimaría, og Geira. Þá voru millinöfnin Bíldsfells, Laufland og Hafnfjörð samþykkt. ■ UNGLINGAR Góðar fyrirmyndir eru ungling- um afar hollar, samkvæmt rannsókn sem birt var í tímariti bandarísku læknasamtakanna um heilsufar barna og unglinga. Þar kom fram að þeir unglingar sem áttu sér fyrirmyndir höfðu meira sjálfstraust en aðrir. Þeir fengu hærri einnig einkunnir í skóla. Þetta átti sérstaklega við ef ung- lingurinn þekkti manneskjuna. Einnig kom fram að drengir, sem bjuggu fjarri föður sínum, áttu það síður til að ofnota vímuefni, ættu þeir góða fyrirmynd. DÓMSMÁL Dómur í máli dagföðurins, sem ákærður er fyrir að hrist níu mánaða barn svo harkalega að það beið bana verður kveðinn upp í síð- asta lagi mánudaginn ellefta mars. Samkvæmt lögum um meðferð op- inberra mála skal kveða upp dóm, eigi síðar en þremur vikum eftir dómtöku máls en málið var dóm- tekið síðastliðinn mánudag. FRETTABLAÐIÐ 22. febrúar 2002 FÖSTUDACUR Afkoma Skýrr: Lína.Net kostnaðarsöm uppciör Skýrr tapaði 128 milljón- um króna á árinu 2001, en hafði skilað hagnaði síðustu fjögur árin á undan. Tapið er verulega meira en greiningardeildir bank- anna gerðu ráð fyrir eftir níu mánaða uppgjör félagsins. Landsbankinn bjóst t.a.m. aðeins við 18 milljóna króna tapi. Meg- inástæða misræmisins er 102 milljóna niðurfærsla hlutabréfa- eignar félagsins í Línu.Neti, en þar á Skýrr 6,4% hlutafjár. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, staðfesti þetta við blaðið. Skýrr hafði áður skráð eign sína HREINN JAKOBSSON Leitast við að sýna hluta- bréfaeign fyr- irtækisins sem næst áætluðu markaðsvirði bréfanna. þar á genginu sex, en eftir hluta- fjáraukningu Línu.Nets á geng- inu þremur í desember sl. var það fært niður til samræmis. Á síðasta ári niðurfærði Skýrr einnig eign sína í Columbus IT Partner og deCODE en það skýrði að stórum hlut tap í níu mánaða uppgjöri. Hreinn segir að stefna Skýrr sé að uppgjörs- tölur endurspegli markaðssveifl- ur á hlutabréfaeign þess. Rekstrartekjur Skýrr jukust um 15% frá fyrra ári, en þar kemur sala á eignum nokkuð við sögu. Gert er ráð fyrir að velta verði um tveir milljarðar króna á yfirstandandi ári og hagnaður um 75 milljónir. ■ Kópavogur: Skipulag á nektardans sveitarstjórnir Fulltrúar minnihlut- ans í Kópavogi leggja til að skorður verði settar við rekstri nætur- klúbba í bænum. í aðalskipulagi verði bannað að veita leyfi til rekst- urs næturklúbba á skipulagssvæð- inu nema tiltekið sé í deiliskipulagi að starfsemi þeirra sé heimil. „Með næturklúbbi er átt við veit- ingastað með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem aðalá- hersla er lögð á áfengisveitingar og nektardans í atvinnuskyni," segja Sigrún Jónsdóttir og Flosi Eiríkis- son. Málinu var vísað til skipulags- nefndar. ■ Lífeyrisréttindi hafa ekki verið skert Lífeyrissjóðir landsmanna hafa sýnt lélega ávöxtun undanfarin tvö ár. Margir hafa verið með neikvæða ávöxtun. Eign lífeyrissjóða og framtíðarskuldbindingar skulu haldast í hendur sam- kvæmt lögum. Ekki hefur enn komið til skerðingar á lífeyrisréttindum. lífeyriskerfið Hlutabréf hafa lækkað mikið í verði undanfarin tvö ár og skýrir að hluta lélega ávöxtun lífeyrissjóða. Lögum um fjárfestingar lífeyrissjóða var ný- ...A... lega breytt þannig, að 50 prósent af fjárfestingum þeirra má vera í hlutabréfum. Þetta hlutfall var 35 prósent áður. Spurning er hvort stjórnendum hafi verið gefinn of laus taumur varð- andi fjárfestingar í hlutabréfum. Stefán Hall- dórsson, fram- kvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs verk- fræðinga, segir Ef eign lífeyr- issjóða rýrnar eða eykst meira en nemur 10 prósent af framtíðar- skuldbinding- um skal rétt- indum sjóðs- félaga breytt til hækkunar eða lækkunar eftir því sem við á. vissulega samhengi á milli fjár- festinga í hlutabréfum og lélegra ávöxtunar lífeyrissjóða á undan- förnum tveimur árum. „En það er ekki sönnun þess að lífeyrissjóðir eigi ekki að fjárfesta í hlutabréf- um.“ Stefán segir undanfarin tvö ár sýna mesta lækkun á hlutabréf- um um langt skeið. „Ef horft er til lengri tíma hafa hlutabréf skilað mun betri ávöxtun en skulda- bréf.“ Þess vegna verða menn að horfa yfir lengri tíma en tvö ár. Enginn lífeyrissjóður þurfti að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga vegna lélegrar ávöxtunar undan- farin tvö ár. Stjórnendur lífeyris- sjóða segja eignastöðu sjóðanna það góða að hægt sé að mæta EKKI HAFA ALLIR SJÓÐIR SKILAD UPPGIÖRI FYRIR ÁRIÐ 2001 EN PÁ SKILUÐU MARGIR NEIKVÆÐRI ÁVÖXTUN ANNAÐ ÁRID i RÖD. Ltfeyrissjóður verslunarmanna 1,1% Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 1,5% Llfeyrissjóðurinn Framsýn -0,6% Sameinaði lífeyrissjóðurinn -0,9% Llfeyrissjóður sjómanna -0,5% Lífeyrissjóður Norðurlands -2,5% Söfnunarsjóður llfeyrisréttinda 1,5% Lffeyrissjóður bankamanna -2,7% Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 0,2% Samvinnulífeyrissjóðurinn 1,9% HRAFNISTA í REYKJAVÍK Ef ávöxtun llfeyrissjóða verður áfram nei- kvæð getur komið til skerðingar á lífeyris- réttindum sjóðsfélaga. Margir sjóðir eru komnir að neðri mörkum sem miðað er við þegar eignir eru skoðaðar I hlutfalli við framtiðarskuldbindingar. skuldbindingum þrátt fyrir tvö mögur ár. Ef neikvæð ávöxtun nær yfir lengri tíma, t.d. árið í ár, gæti þurft að koma til skérðingar á réttindum. Einstaka sjóðir eru komnir að þeim mörkum. „Lág ávöxtun undanfarin tvö ár hefur ekki haft nein áhrif á líf- eyrisgreiðslurnar," segir Jóhann- es Siggeirsson, framkvæmda- stjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins. Hann segir lífeyrissjóðinn hafi sýnt góða ávöxtun árið 1999 og greiðslur hafi verið hækkaðar um 7 prósent um mitt ár 2000. „Við hefðum getað hækkað greiðslur meira en vildum eiga umframeign til að mæta mögru árunum," segir Jóhannes. „Það er enginn að tala um það að skerða lífeyrinn." Arni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjó- manna, segir sjóðinn ekki nýta til fulls þessa heimild, að fjárfesta til helminga í hlutabréfum. Því hafði breytt löggjöf ekki áhrif á fjár- fcJH'íOHDL.T K11.L AC ðOCftl CIQN MIÐSTRÆTI 12. 101 RVK.SlMI 533 • 3444 0PIÐ HUS Nýbýlavegur 66, Kópavogi LAUGARDAG 0G SUNNUDAG FRÁ KL: 3 TIL 5 Mjög góð efri sérhæð, sem er 125 fm ásamt 30,3fm bílskúr. Sér inngangur og mikið út- sýni.Rúmgóðar stofur, útsýni yfir Öskjuhlíð og Fossvog. eldhús, stórt hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, annað þeirra var tvö, auðvelt að breyta aftur. Baðherbergi með dúk á gólfi. Þvottahús, þar innaf er geymsla. Bílskúrinn er snyrtilegur og rúmgóður. Húsið þarfnast múrviðgerða að utan og stendur til að byrja á því næsta sumar. *** MÖGULEG SKIPTI Á 2JA 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á STÓR - REYKJAVIKURSVÆÐINU Bandaríska varnarmálaráðuneytið í baráttu um „sálir manna“: Óákveðið hvort dreifa skuli röngum upplýsingum washington. AP Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði ráðuneytið ekki hafa í hyggju að dreifa lyg- um með fjölmiðlum. Hins vegar gæti það gripið til „hagnýtra blekkinga" í því skyni að rugla andstæðing í ríminu þegar stríðsátök eiga sér stað. Undanfarna daga hafa verið á kreiki hugmyndir innan varnar- málai’áðuneytisins um að hrinda af stað mikilli áróðursherferð í erlendum fjölmiðlum til þess að bæta álit umheimsins á Banda- ríkjunum. Meðal annars megi dreifa misvísandi og jafnvel röngum fréttum. Þessar hug- myndir hafa verið umdeildar, AÐSTOÐARVARNAR- MÁLARÁÐHERRANN Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að i Afganistan og stríðinu gegn hryðjuverkum væru Bandaríkin að „berjast um sálir manna". h z... festingastefnu sjóðsins. Hann fagnaði þó að þessar reglur voru rýmkaðar. Ef ávöxtunin verði jákvæð seg- ir Árni að ekki komi til skerðingar á lífeyrisréttindum. Trygginga- fræðileg staða sjóðanna sé reikn- uð á hverju ári og við það miðist greiðslur. Neikvæð ávöxtun tvö ár í röð kemur fram í lakari trygg- ingafræðilegri stöðu en ella. „Það eru ekki margir sjóðir komnir að neðri mörkum sem segja að sjóðir verði að eiga fyrir 90 prósent af sínum skuldbindingum,“ segir Árni. bjorgvin@frettabladid.is bæði innan ráðuneytisins og utan. Ekki síst hafa menn talið vafasamar þær hugmyndir að ráðuneytið dreifi röngum upp- lýsingum til fjölmiðla. Þær hug- myndir hafa ekki verið sam- þykktar í í’áðuneytinu, en eru meðal þess sem verið er að ræða þar í fullri alvöru. „Embættismenn stjórnarinn- ar, varnarmálaráðuneytið, þessi ráðherra og fólkið sem starfar með mér segja bandarísku þjóð- inni og fólki um heim allan sann- leikann," sagði Rumsfeld á fundi í Salt Lake City á miðvikudag. Var þetta svar hans við gacnrýni á hugmyndirnar, sem hafa verið á kreiki í í’áðuneytinu. ■ H I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.