Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2002, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.02.2002, Qupperneq 16
16 FRETTABLAÐIÐ :om iGÍnds) .SS HUOAaUTZO:? 22. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR HASKOLABIO HAGATOROI • SÍHJ 530 1919 • 5T/ERSTA 5fNIMGARTIALD LAHDSINS Sýnd kl. 10 [duets kL 11 j jVANILLA SKY kt. 9.30 j [regIna kl. s| jGEMSAR kl 9j ÍAMELIE kL 9.15 [ jMONSTER m/ísl tali kL 5 { [ÉLLING kLsl Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 Vit Mi Sýndkl. 5.30, 8 og 10.30 “W' |MflDE _________________ ____ Ki. 3.50, 5.55 og 8 m/ens.tal vit jm kL 6, 8 og 10.10 | [¥Sgj Kl. 3.50 og 5.55 m/fsl. tal vnrsss UEIDolby /DDýTOx~ slMI 564 0000 - www.smarabio.is jVANILLA SKY ki 8 og 10.30 j jiSj Iregína kL 3.45 | ® |HEARTS IN ATL... kl. 8 og 10.201[?h| jATLANnS m/isLtali jOCEAN S ELEVEN kl. 10.!0l[SlS jHARRYPOITERm/IsLtali "Tul® U2 PROJECT Hafa verið iðnir við að æfa og segjast reyna að taka lögin í svipuðum útgáfum og U2 gera á tónleikum. Tónleikar í Islensku Operunni: Rjóminn afU2 tónleikar írska hljómsveitin U2 hefur ekki enn komist í tölu íslands- vina þó svo að Bono hafi látið sjá sig hér í 30 ára afmæli Bjarkar Guð- mundsdóttur. Til þess að bæta upp fyrir þann tónleikamissi ætlar hóp- ur er kallar sig U2 project að reyna sitt til að skapa þá upplifun að sjá sveitina spila á tvennum tónleikum í íslensku óperunni í kvöld. „Þetta er nokkra ára gamalt verkefni," segir Birgir Nielsen trommuleikari Lands & Sona en hann gengur í hlutverk Larry Mul- lens Jr. í kvöld. „Við höfum troðið upp 1 - 2 á ári, okkur til gamans. Við ákváðum að gera meira úr þessu núna og fara með þetta í stærra hús.“ Með honum í hinni íslensku U2 eru þeir Gunnar Eggertsson gítar- leikari (Land & Synir), Friðrik Sturluson bassaleikari (Sálin) og Rúnar Friðriksson söngvari (Sixties). „Við ætlum að vera með alla þá „róbota“ sem hægt er að leigja á klakanum. Það skemmir nú ekki fyrir þegar maður er að flytja þessa tónlist. Svo erum við með bíótjald þar sem varpað verður upp myn- defni sem Samúel Bjarki vánn.“ Að sögn Birgis verða tekin 20 lög eða „rjóminn" af bestu lögum U2. „Þar má nefna lög eins og „With or without you“, „Sunday1 Bloody Sunday", „I Will Follów", „Pride“ og þessa stærstu smelli. Við tökum fimm lög af nýju plötunni. þ.á.m. „Elevation", „Stuck in a moment“ og „Beautiful Day“.“ Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20 en þeir seinni þremur tímum síðar. Miðaverð er 2300 kr. og er forsala aðgöngu miða í 12 Tónum. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Kylie Minogue vann tvenn verðlaun á Brit tónlistarverðlaunahátíóinni, sem haldin var í Earls Court i : ondon á miðvikudagskvöld. Hún var valirv besta alþjóðlega söngkonan með besta myndbandið. Ðido fékk verð- laun sem söngkona og fyrir plötuna No Angel. Travis var kosiri besta breska hljóm- popí Söngvarinn Elton John skaut á tónlistariðnaðinn í viðtali við BBC á dögunum. Hann sagði að plötufyrirtækin væru of mikið að hugsa um skyndi- gróða og því væri allt of mikið af tónlist á vinsæld- arlistunum sem hljómaði eins. Hann nefndi Brit- ney Spears, Backstreet Boys, S Club 7 og Steps í þessu samhengi. Hann sagðist ekki endilega vera að setja út á tónlist þeirra, en líkti henni þó við morgunkorn. Þau misstök urðu í frétt um Quarashi í gær að kynningar- myndin um sveitina var rang- feðruð. Það voru ekki þeir Árni Sveinsson og Gaukur Ulfarsson sem gérðu myndina, heldur Gaukur og Árni Þór Jónsson sem leikstýrðu. Báðir eru þeir auglýs- ingaleikstjórara hjá Saga Film sem vann myndina. Kynningar- þáttinn er hægt að sjá á www.nulleinn.is. Leikarinn David Duchovny hef- ur samþykkt að koma fram í lokaþáetti síðustu X-Files serí- unnar. Mikil leynd hefur verið yfir þáttaröðinni en framleiðendur þeirra lofa að svara loksins eitt- hvað af þeim spurningum sem komið hafa upp í þáttunum í gegn- um árin. Duchovny hafði gefist upp á því að leika Mulder og var persóna hans því numinn af brott af geimverum í þáttunum. Síðasti þátturinn verður um tveggja stunda langur. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu, segist vorkenna leikstjóranuin ástr- alska Baz Luhrman fyrir að hafa ekki fengið Óskarsverðlaunatil- nefningu. Sjálfur er hann til- nefndur. Honum finnst það afar ósanngjarnt að leikstjórinn skyl- di vera sniðgenginn þar sem hann viti vel hversu mikla vinnu hann lagði í mynd sína Moulin Rouge. GOSFORD PARK Myndin þykir vera ein sú besta úr smiðju Robert Altmans og hefur hann þegar fengið nokkur verðlaun fyrir leikstjórn sína. Þar á meðal Golden Globe verðlaunin, nú síðast. Er brytinn morðinginn? Te klukkan íjögur, kvöldverður klukkan átta, morð á miðnætti. Laugarásbíó frumsýnir í dag nýjustu mynd leikstjórans Robert Alt- mans, „Gosford Park“, sem tilnefnd er til sjö Oskarsverðlauna. kvikmyndir Hinn 77 ára gamli leikstjóri Robert Altman er á meðal þeirra fimm sem keppa um leikstjórna verðlaunin á Osk- arsverðlaunahátíðinni í ár. Þetta er í fimmta sinn sem hann er til- nefndur en hingað til hefur hann farið tómhentur heim. Stílbragð hans er afar sér- stakt sem gerir það að verkum að afar auðvelt er að sjá hvenær hann er á ferð. Myndir hans eru yfirleitt hlaðnar þekktum leikur- um en engin þeirra fær meira pláss en annar. Hann er þekktur fyrir hæfni sína að setja upp langar senur þar sem myndavél- in er látin rúlla mínútum saman án þess að klippt sé á milli at- riða. í myndum hans flækjast oftast saman nokkrir söguþræð- ir sem samtvinnast oftar en ekki í sögulok. Þekktustu myndir hans hingað til hafa verið „Short Cuts“, „The Player", „Nas- hville", „Pret-a-porter“ og „Mash“. Nýjasta mynd hans „Gosford Park“ er gerð í Bretlandi, en það er í fyrsta sinn mynd leikstjór- ans gerist þar. Myndin er spaugileg morðgáta í anda Agöt- hu Christie og gerist á óðalsetri í breskri sveit árið 1932. Spilltur milljónamæringur og eiginkona hans bjóða hópi einstaklinga í veislu á óðalsetri sínu. Þetta er litríkur hópur og ólíkur innbyrð- is. í honum eru m.a. fyrrum stríðshetja, þekktur leikari og bandarískur kvikmyndagerða- maður. Á meðan boðsgestirnir safnast saman í fínni herbergj- um óðalsins á efri hæðunum sveima einkaþjónar hjónanna á milli tveggja veralda hefðar- fólksins og starfsfólksins á neðri hæðinni sem stritar fyrir þæg- indi vinnuveitanda sinna. En ekki er allt sem sýnis á yfirborð- inu, hvorki á meðal gestanna á efri hæðinni né starfsfólksins á þeirri neðri. Niðurbæld leyndar- mál fortíðarinnar brjótast svo all harkalega upp á yfirborðið og milljónarmæringurinn finnst myrtur. Ljóst er að morðinginn er í húsinu og flestir virðast hafa ástæðu að vilja hann feigan. Myndin fær sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár. Myndin er tilnefnd í flokkunum „besta myndin“, „besta leik- stjórn", „besta handrit", „besta búningahönnun" og „listræna út- færslu“. Leikkonurnar Maggie Smith og Helen Mirren eru svo báðar tilnefndar í sem „bestu leikkonur í aukahlutverki". Margir veðja á að Altman fari ekki tómhentur heim í þetta skiptið og spá honum margir leikstjórnaverðlaununum þetta árið. í dag eru einni frumsýndar myndirnar „Behind enemy lines“ með Gene Hackntan, „Made“ úr smiðju þeirra sem gerðu hina stórfínu „Swingers" og spennutryllirinn „The Count of Monte Cristo" með hinum magnaða Guy Pierce úr „Mem- ento“ í aðalhlutverki. biggi@frettabladid.is Segir það þér ekkert að það ER ENGINN ostur í herberginu? / „ , .. m Hva., eg er tiniml- | ( ún. Ég er einn c"

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.