Fréttablaðið - 04.03.2002, Síða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
MIKILVÆGUR
meirihluti kjósenda á
Vísi.is lætur sig það
varða hver fer með
ráðuneyti menntamála.
Skiptir það þig máli hver
verður næsti menntamála
ráðherra?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
lá
Nei
Spurning dagsins í dag:
Ertu ánægð(ur) með viðbrögð stjórn-
valda við spillingamálunum undanfarið?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun I
__________________finfftl
Sigríður Anna Þórðard.:
Vísbending
um niður-
stöðu í vor
könnun Sigríður Anna Þórðardótt-
ir, þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokksins, segir athyglisvert að
sjá hve staða Sjálfstæðisflokksins
er sterk samkvæmt skoðanakönn-
un Fréttablaðsins. „Ég tel að nið-
urstaðan á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
kemur gífurlega sterkur út, gefi
vísbendingu um hvernig sveitar-
stjórnarkosningarnar gætu komið
út á höfuðborgarsvæðinu."
Sigríður Anna segir þó að taka
verði niðurstöðunum með varúð,
vegna þess hve margir eru óá-
kveðnir. Hún segir einnig athygl-
isvert að stuðningur við Vinsti'i
grænna er minni en áður. „Það má
spyrja sig hvort að það er stefna
þeirra í virkjunarmálum sem er
að koma í bakið á þeim.“ ■
—»—
Sverrír Hermannsson:
Sérlega
ánægður
könnun Sverrir Hermannsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
kvaðst hæstánægður með fylgið í
könnun Fréttablaðsins. „Þetta er
afbragð, Gallup hefur haldið sig
við 3 prósent frá örófi alda en við
alltaf verið haerri annar staðar,"
sagði hann. „Ég er sérstaklega
ánægður með niðurstöðuna í
höfðuborginni því þar höfum við
yfirleitt verið á lægri nótum en á
landsbyggðinni. Nú snýst það við
og vænti ég þess að það sé vegna
þess að við undirbúum hér fram-
boð,“ sagði hann. ■
—♦—
Halldór Asgrímsson:
Kemur að
öllu leyti á
óvart
könnun „Ég geri nú fyrirvara við
þessa könnun," segir Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsóknar-
flokksins. „Ég þykist nú kunna
eitthvað fyrir mér í tölfræði og ég
tel úrtakið of smátt til að vera
marktækt. Mér finnst við fá lága
tölu út úr þessu. Það veldur mér
vonbrigðum. Ég bíð eftir næstu
Gallupkönnun sem ég held að
verði fróðlegt að sjá.“
Gallup birti könnun í gærkvöl-
di þar sem framsókn fær einu
prósenti meira en í þessari kön-
nun Fréttablaðsins. Halldór vildi
ekkert um það segja hvað það
væri sem yrði fróðlegt í þeirri
könnun. „Þeir gera mánaðarlegar
kannanir sem ég tek mark á. Hvað
varðar þessa könnun ykkar, þá get
ég sagt að hún kemur að öllu leyti
á óvart.“ ■
2
4. mars 2002 MÁNUDAGUR
'Tómas Ingi Olrich, nýr menntamálaráðherra:
„Tek við góðu búi“
stjórnmál Tómas Ingi Olrich,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra, er
nýr menntamálaráðherra þjóðar-
innar. Hann tók við embættinu um
helgina af Birni Bjarnasyni. Sem
kunnugt er leiðir Björn lista sjálf-
stæðismanna í borgarstjórnar-
kosningunum í vor. Ákvörðunin
um eftirmann Björns var tekin, að
fenginni tillögu Davíðs Oddsson-
ar, formanns flokksins, á þing-
flokksfundi Sjálfstæðisflokksins
sl. föstudag.
Ráðherraskiptin fóru fram á
ríkisráðsfundi á Bessastöðum á
laugardagsmorgun. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, forseti fslands, veit-
ti Birni lausn frá embætti og skip-
aði Tómas Inga ráðherra í hans
stað.
„Ég tek við góðu búi í erfiðu
ráðuneyti," sagði Tómas Ingi
skömmu eftir að kunngjört var að
hann tæki við af Birni Bjarnasyni.
Hann sagði að tíminn myndi leiða
í ljós hvort áherslubreytinga væri
að vænta í ráðuneytinu.
Davíð Oddson, forsætisráð-
herra, sagði að val næsta mennta-
málaráðherra hafa verið erfitt,
enda margir komið til greina. Til-
laga hans hlaut einróma samþykki í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins. ■
RÍKISRÁÐSFUNDUR Á BESSASTÖÐUM
Tómas Ingi Olrich er 28. ráðherrann til að sitja í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar trá árinu
1991. Hann var settur í embætti á Bessastöðum á laugardagsmorgun.
FRAMSÓKNAR-
FLOKKUR
18,4% 13,1%
SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS
FYLCI f SÍÐUSTU KOSNINCUM i
FYLGI NÚ mig
SAMFYLKINGIN
VINSTRI
GRÆNIR
9,1%
15,6%
Sjálfstæðismenn vinna
á en Framsókn tapar
Framsókn stór flokkur úti á landi en smáflokkur í bæjarkjördæmunum. Frjálslyndir halda sínum
tveimur þingmönnum. Samfylkingin næst stærsti flokkurinn en missir þrjá þingmenn.
könnun Sjálfstæðisflokkurinn
myndi bæta við sig þremur þing-
mönnum ef gengið yrði til þing-
kosninga nú og Samfylkingin tapa
þremur. Vinstri grænir myndu
vinna fjóra þingmenn en Framsókn
tapa fjórum. Frjálslyndir myndu
halda sínum tveimur þingmönnum.
Þetta er niðurstaða skoðanakönn-
unar Fréttablaðsins sem gerð var í
gær.
Sjálfstæðisflokkurinn fær í
könnuninni 43,9 prósent fylgi þeir-
ra sem tóku afstöðu. Flokkurinn
fékk 40,7 prósent fylgi í kosningun-
um fyrir þremur árum. Þessi niður-
staða gæfi flokknum 29 þingmenn,
þremur fleiri en í dag. Sjálfstæðis-
menn hafa 34,0 prósent fylgi í
landsbyggðarkjördæmunum en
52,0 prósent í kjördæmunum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Samfylkingin er næst stærsti
flokkurinn samkvæmt könnuninni.
Hún fékk 22,2 prósent fylgi en fékk
26,8 prósent í síðustu kosningum.
Þessi niðurstaða myndi fella þrjá af
17 þingmönnum Samfylkingar. Það
vekur athygli að Samfylkingin er
með nákvæmlega sama fylgi í
landsbyggðarkjördæmunum og
höfuðborgarsvæðinu.
Vinstri grænir eru þriðji stærsti
flokkurinn með 15,6 prósent fylgi.
Samtökin fengu 9,1 prósent í síð-
ustu kosningum. Þingmönnum vis-
ntri grænna myndi því fjölga um
fjóra; úr 6 í 10. Vinstri grænir eru
með 18,1 prósent fylgi i lands-
byggðarkjördæmunum en með 15,6
prósent í kjördæmunum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Framsóknarflokkurinn er fjórði
stærsti flokkurinn með 13,1 pró-
sent fylgi. Hann fékk 18,4 prósent í
síðustu kosningum. Þá fékk hann 12
þingmenn en nú fengi hann ekki
nema átta. Þriðji hver framsóknar-
maður félli því að þingi. Framsókn
nýtur 22,2 prósent fylgis í lands-
Urtakið í könnuninni var valið úr símaskrá.
600 manns voru spurðir og skiptust þeir
jafnt á milli karla og kvenna. Helmingur
þátttakenda var úr kjördæmunum þremur
á höfuðborgarsvæðinu og helmingur úr
landsbyggðarkjördæmunum þremur; Suð-
ur-, Norð-austur- og Vesturlandskjördæm-
um. Spurningin var: Hvaða lista myndir þú
kjósa ef þingkosningar færu fram nú?
byggðarkjördæmunum en aðeins
7,8 prósent í kjördæmunum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Frjálslyndir standa í stað frá
kosningum. Þeir höfðu 4,2 prósent
fylgi og tvo þingmenn. Nú fá þeir
4,4 prósent fylgi og 2 menn.
30,2 prósent þeirra sem voru
spurðir sögðust vera óákveðnir
hvað þeir myndu kjósa. Óákveðnir
voru mun fleiri á höfuðborgar-
svæðinu. 5,7 prósent sögðust ekki
ætla að kjósa eða skila auðu og 10,7
prósent neituðu að svara spurning-
unni. Alls voru það 60 prósent sem
nefndu einhvern flokk. Þar af sögð-
ust 3 vilja kjósa einhvern annan
flokk en ofantalda. ■
Steingrímur J. Sigfússon:
Lægri
tala en sést
hefur lengi
könnun „Auðvitað vill maður
helst vera sem hæstur, en það er
nú einu sinni þannig að það sem
farið hefur mjög hátt upp getur
sigið aðeins aftur. Við höfum svo
sem aldrei haft tryggingu fyrir
því að við fengjum endalaust
þessar háu tölur. Samt hef ég nú
ennþá þá tilfinningunni að fylgi
okkar sé nokkuð stöðugt í kring-
um 18-20 prósentin," sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar, græns
framboðs. Hann sagðist myndu
vilja sjá fleiri kannanir áður en
hann færi að hafa áhyggjur af
fylgistapi. ■
Össur Skarphéðinsson:
Hæg en
jöfn uppleið
könnun „Ég er eftir atvikum
ánægður með þessa könnun," seg-
ir Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar. „Samfylk-
ingin er á hægri en jafnri uppleið.
Við höfum verið í málefnalegri
sókn. Hin pólitíska umræða hefur
að töluverðu leyti snúist um hug-
myndir úr okkar smiðju. Við höf-
um orðið vör við að gæfuhjólið
hefur frekar snúist með okkur.
Það er ljóst að við þurfum að
spýta í lófana til að ná því kjör-
fylgi sem við höfðum. Það munum
við gera. Það er ánægjuefni að
gjörningahríðin af hendi Baugs-
veldisins virðist ekki hafa of mik-
il áhrif á gengi flokksins." ■
Forstjóri Olís um játningu Olíufélagsins:
Sumt hefur lifað lengi
samráð „Það er alveg ljóst, að
þegar að lögin tóku gildi, mátti
gera athugasemdir við eitt og
annað. Sumt hefur verið lagað.
Annað hefur lifað lengur en æski-
legt væri,“ segir Einar Benedikts-
son, forstjóri Olís, um viðbröð
Olís við þeirri yfirlýsingu Olíufé-
lagsins hf. að óska samstarfs við
Samkeppnisstofnun þar sem ým-
islegt í rekstri félagsins virðist í
andstöðu við samkeppnislög.
Hann segir að félögin hefðu starf-
að saman í þröngu umhverfi í um
75 ár. Samkeppnislög séu ekki
nema sjö ára gömul. Einar segist
fagna því að í viðræðum Olíufé-
lagsins hf. við Samkeppnisstofn-
un undanfarna daga, hafi komið
fram að stofnunin hafi vilja til að
leysa þessi mál. „Olís mun að
sjálfsögðu veita
allar þær upp-
lýsingar sem
Samkeppnis-
stofnun kann að
biðja um. Félag-
ið er fúst til
samstarfs um að
upplýsa öll þau
mál sem upp
einar hafa komið
benediksson varðandi meint
Olis mun veita allar samráð olíufé-
Samkeppnisstofnun l#nna,“ segir
fer fram á. Einar.
Með sam-
starfi við Samkeppnisstofnun
væntir Olíufélagið allt að helm-
ings lækkunar þeirra sekta sem
félaginu yrði annars gert að
greiða. ■