Fréttablaðið - 04.03.2002, Page 10

Fréttablaðið - 04.03.2002, Page 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 4. mars 2002 MÁNUDAGUR í Ri 1 Í’ABLAI) Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavfk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Fréttáþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu fomni og I gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLADSINS Rauði þráðurinn ekki lengur grænn? Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, hefur velt því upp að áherslur VG vegna virkjanamála séu að breyt- ast. Málflutningur þingmanna flokksins í umræðu um Kára- hnjúkavirkjun þykir honum til marks um það. „Það var augljóst að áherslur forystumanna flokks- ins voru allar orðnar á hið hag- ræna. Spurningin var hvort fram- kvæmdirnar skiluðu arði til þjóð- arbúsins til lengri tíma litið.“ Þetta finnst Steingrími J. Sig- fússyni, formanni VG, einföld ályktun. Guðmundur Árni ætti að vita að menn fjalli um mál frá ýmsum hliðum. Þó sé ástæða til að þakka honum fyrir að vekja at- hygli á margþættum málflutningi VG. „Þetta vekur bara athygli á því að við erum ekki bundin við að skoða bara eina hlið á málum. Við tökum að sjálfsögðu fullan þátt og beitum okkur af alefli þegar kem- ur að efnahagslegum og þjóðhags- legum þáttum." Guðmundur Árni segir áherslubreytingarnar ljósar. Eins séu ljóslega skiptar skoðanir inn- an VG. „Ögmundur Jónasson, for- maður þingflokksins, svaraði því til þegar ég spurði hann að það væru tveir hópar innan Vinstri- grænna. Annars vegar þeir sem líta á þetta heildstætt og vilja skoða hinn hagræna þátt ekkert síður en hinn umhverfislega. Hins vegar þeir sem væru í hjarta sínu á móti öllu raski þegar kæmi að __________Meájpgjá.......móti Guðmundi Árna sýnist sem hinn rauði þráður í stefnu Vinstrí-grænna sé ekki lengur grænn, heldur e.t.v. orðinn biár. Steingrímur J. er ekki sammála og segir Guðmund Árna einfaldlega vekja athygli á margþættum rökum flokksins. ósnertum víðernum.“ Ögmundur hafi þó ekki svarað hvorum hópn- um hann tilheyrði. „Það sýnir nú eftir hversu litlu keppinautar okkar verða að beygja sig að menn skuli reyna að gera þetta að máli í umræðunni", segir Steingrímur. „Mér finnst þetta undirstrika að við skoðum allar hliðar málsins. Þetta breytir engu um okkar einörðu andstöðu út frá umhverfisverndarþættin- um sem slíkum. Ekki verður mál- JÓNAS SKRIFAR: ið skárra ef arðsemin er út í hafs- auga líka.“ Guðmundur Árni er ekki sann- færður. „Vinstri-grænir eru á ein- hverju skrýtnu ferðalagi sem ég get ekki greint betur en að rauði þráðurinn sé ekki lengur grænn. Hann er jafnvel orðinn blár að hluta. Menn töluðu bara um gróða.“ ■ ORDRÉTT Geðhjálp og ljósahátíð Halldóra skrifar: E' g er afar ánægð með þá ný- breytni sem Ijósahátíðin í Reykjavik er. Nú þegar skamm- degið er smátt og smátt að láta undan síga, er kærkomið að lyfta sér örlítið upp. Við íslendingar gerum alltof lítið af því að gera okkur dagamun og skemmta hver öðrum. Lífsglaðari þjóðir eru dug- legar við að halda hátíðir oft af litlu tilefni. Mér finnst þetta framtak því frábært. Það er miklu ríkari ástæða til að gera sér daga- mun að vetrinum á íslandi. Tím- inn frá jólum og að páskum reyn- ist mörgum þungur. Ljósahátíðin með sinni fjölbreyttu dagskrá léttir lund borgarbúa. Ég vil líka hæla starfi Geð- hjálpar og skora á fólk að leggja sitt af mörkum til styrktar því ágæta félagi. Geðsjúkdómar hafa lengi verið feimnismál og tími að fólk láti af fordómum sínum um þá. Geðhjálp hefur unnið frábært starf fyrir þá sem þjást af slíkum sjúkdómum. Ekki má heldur gleyma því hversu félagsskapur- inn hefur verið styrkjandi fyrir aðstandendur þeirra sem veikir eru. Aðstandendur þurfa einnig að líða fyrir fordóma í samfélag- inu. Við skulum horfa á það sem jákvætt er í samfélaginu. Ekki veitir af. ■ Blindni víki fyrir trausti Bandaríkin hafa hert reglur um beinar og óbeinar greiðslur til stjórnmálanna. Eftir uppljóstranir um fjármál orkufyrirtækisins Enron náðist góður meirihluti í bandarísku fulltrúadeildinni fyrir auknum takmörkunum við greiðslum til verkefna, sem óbeint tengjast framboðsmálum. Enron var fyrirferðarmikið í einkavæðingu orkugeirans í Bandaríkjunum. Það greiddi miklar fjárhæðir til kosningabaráttu Bush Banda- ríkjaforseta og annarra frambjóðenda, sem tengd- ust honum. Fyrirtækið fékk í staðinn að hafa áhrif á framvindu einkavæðingar orkugeirans. í Bandaríkjunum hefur lengi verið talið sjálf- sagt, að allar fjárreiður, sem tengjast stjórnmálum, séu gegnsæjar almenningi. Þess vegna er ná- kvæmlega vitað, hvað hver kosningabarátta kost- aði og hversu mikið af peningunum kom frá frek- um hagsmunaaðilum á borð við Enron. Þannig vitum við, að Michael Bloomberg greiddi sem svarar sjö milljörðum króna til að verða borgarstjóri í New York, að mestu leyti úr eigin vasa. Þannig vitum við, að George W. Bush greiddi sem svarar tuttugu milljörðum króna til að verða forseti, sumpart frá Enron. Flest ríki Vesturlanda hafa fetað sömu slóð og Bandaríkin á þessu sviði. Annars vegar hafa þau sett lög, sem gera fjárreiður stjórnmálanna gegn- særri. Hins vegar hafa þau sett lög, sem takmarka fjárhæðir, sem einstakir aðilar geta látið renna beint eða óbeint til stjórnmálanna. ísland hefur hvorugt gert, jafnvel þótt ljóst megi vera, að vandamál, sem skotið hafa upp koll- inum á Vesturlöndum almennt, láti einnig á sér kræla hér á landi. Einstaka stjórnmálamenn hafa reynt að hreyfa málinu, en mætt harðri andstöðu annarra, einkum Sjálfstæðisflokksins. Fréttir af græðgi áhrifamanna í stórfyrirtækj- um hér á landi, einkum þeim, sem hafa verið á leið til einkavæðingar, benda til, að kjósendur hefðu gagn af að vita, hversu mikið fé þessir menn hafa „Flest ríki Vesturlanda hafafetað sötnu sfóð og Bandaríkin á þessu sviði. Annars vegar hafa þau sett lög, sem gera fjárreiður stjórnmálanna gegnsœrri. Hins vegar hafa þau sett lög, sem takmarkajjárhœðir... “ látið fyrirtækin greiða til pólitískra hagsmuna, sem varða til dæmis einkavæðinguna. Við vitum af samanlögðum auglýsingum barátt- unnar fyrir síðustu alþingiskosningar, að Fram- sóknarflokkurinn og Samfylkingin voru með svo rúm fjárráð, að miklar summur hlutu að renna til þeirra frá fjársterkum aðilum, sem enn þann dag í dag er ekki með vissu vitað, hverjir voru. Fyrst og fremst er það landlægt kæruleysi kjósenda, sem veldur því, að þeir hafa ekki knúið stjórnmálaflokkana til að setja lög um gegnsæjar fjárreiður stjórnmálanna, hvort sem um er að ræða greiðslur eða aðra fyrirgreiðslu til flokka eða manna eða til verkefna, sem tengjast þeim. Ástandið hér á landi stafar ekki af, að íslenzkir stjórnmálamenn séu spilltari en starfsbræður þeirra beggja vegna Atlantshafsins. Þeir hafa bara ekki orðið fyrir nægum þrýstingi og eru að spara sér og flokkum sínum óþægindin af að þurfa að sýna, hvernig þeir eru fjármagnaðir. Vestrænt lýðræði hvílir á trausti manna milli og traustið hvílir á gegnsæi, en ekki blindni. Þetta er munurinn á þjóðskipulagi okkar heimshluta og ýmsu öðru þjóðskipulagi á jörðinni. Ekki þarf að efast um, að traust mundi eflast hér á landi, ef fjárreiður stjórnmálanna yrðu gegnsæjar. Svo geta kjósendur spurt sjálfa sig, hvers vegna ýmsar opinberar siðareglur, sem þykja sjálfsagðar í öllum nágrannalöndum okkar, hafa ekki enn komizt til framkvæmda hér á landi. Jónas Kristjánsson NOKKRIR GÓÐIR DAGAR ÁN GRÓU Á LEITI „Ráðherra víkur að rógburði sem ég mátti sæta af hendi ótilgreindra aðila um meinta misnotkun á stöðu minni hjá Sím- anum við kaup á hlutabréfum fyrir eigin reikning. Um þetta er það eitt að segja að menn hafa lagt mikið á sig við að reyna að finna þessum rógi stoð en eðli- lega án nokkurs árangurs. Ég hvatti alla sem kynnu að hitta þessa sögumenn að kalla eftir dæmunum og þá varð fátt um svör því sögurnar voru hreinn til- búningur. Það verður enginn meiri maður af því að hlusta eftir rógi, og minni af því að bera hann út.“ Þórarinn V. Þórarinsson um gagnrýni Davíðs Oddssonar á störf sín. Mbl 2. mars. GÓÐ FRAM AÐ HLÉI „Það mætti því segja að EBITDA veitti ákveðna innsýn í rekstur fyrirtækja en gæfi engan veginn mynd af heildarrekstri þeirra. EBITDA-greining á rekstri fyrir- tækja er ekki ósvipað því að fara út í hléi á bíómynd og rita dóm um hana. Hálf sagan er sögð en allt er á huldu varðandi heildar- myndina." Már Wolfgang Mixa um greiningu fyrir- tækja út frá afkomu fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Strik.is TVÍTYNGDUR UPPREISNAR- SEGGUR „Ef Baugsveldið heldur að þetta sé aðferðin til að þagga niður í mér get ég ekki varist þess að upp í hugann komi hin fræga setning: You aintí seen not- hing yet.“ Össur Skarphéðinsson, liffræðingur í bréfi til Baugsmanna. MÖSKVAR SIÐFERÐISINS „Hér verður að brjóta í blað. „Kaffipakkaréttlæti" af þessu tagi er ekki réttlæti sem nokkur þjóð getur verið stolt af. Reglurn- ar mega aldrei vera eins og net sem smáfiskarnir einir festast í en stórfiskarnir rjúfa.“ Davíð Oddsson í hátíðarræðu 17. júní 1991 ui íólk sem er rekið fyrir að hnupla kaffipökkum og þá sem sóa stórum upp- hæðum almennings án þess að bera ábyrgð. SPURNiNG UÍVI IVIEÐVITUND „Sturla Böðvars- son samgönguráð- herra er handhafi nær alls hlutafjár í Landssíma ís- lands. En hann er líka aðili þessa samnings sem farið var leynt með. Ef starfs- maðurinn hefði snúið sér til sam- gönguráðherra hefði hann ekki verið að ljóstra neinu upp - ráð- herranum var fullkunnugt um samninginn." Eyþór Arnalds um það hvert uppljóstr- arinn í Landssímanum hefði getað snúið sér annað en til fjölmiðla með sa.nning Friðriks Pálssonar og Sturlu Böðvarssonar. Eythor.is 1. mars.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.