Fréttablaðið - 04.03.2002, Page 12

Fréttablaðið - 04.03.2002, Page 12
FRETTABLAÐIÐ 4. mars 2002 MANUDACUR GARÐABÆR www.gardabaer.is Innritun í grunnskóla Garðabæjar. Til foreldra 6 ára barna og þeirra barna og unglinga sem þurfa að flytjast á milli skóla og/eða sækja um dvöl á tómstundaheimili skólaárið 2002-2003. Innritun 6 ára bama (fædd 1996) fer fram í Flataskóla og Hofsstaðaskóla dagana 4. - 7. mars, kl. 9:00 - 15:30. Um skiptingu í skólahverfi er vísað í bréf sem sent hefur verið heim til allra 6 ára barna sem áttu lögheimili í Garðabæ þann l.janúarsl. Einnig fer fram innritun skólaskyldra barna og unglinga sem em að flytja frá öðmm bæjarfélögum. Áríðandi er að foreldrar innriti böm sín á þessum tíma. Sömu daga fer fram innritun þeirra barna sem sækja um dvöl á tómstundaheimilum Flataskóla og Hofsstaðaskóla næsta skólaár. Á skrifstofum skólanna em eyðublöð fyrir slíka umsókn. Eyðublöð em einnig á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Mikilvægt er að sótt verði sem fyrst um dvöl á tómstundaheimilunum til að tryggja að hægt verði að koma til móts við óskir um vistun. í Flataskóla er innritað á skrifstofu skólans í síma 565-8560 og þar eru veittar nánari upplýsingar. í Hofsstaðaskóla er innritað á skrifstofu skólans í síma 565-7033 og þar em veittar nánari upplýsingar. í Garðaskóla fara nemendur sem eiga að fara í 7.,8.,9. oglO. bekk. Ekki þarf sérstaklega að innrita nemendur sem flytjast úr 6. bekk Flataskóla og Hofsstaðaskóla eða 7. bekk Álftanesskóla. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 565-8666. • Kynningarfiindir Flataskóla og Hofsstaðaskóla með foreldrum barna sem eiga að heíja nám í l.bekk (fædd 1996) verða í skólunum miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 18:00. • Foreldrum sem vilja innrita börn sín með öðrum hætti en fram kemur hér að ofan er bent á að hafa samband við gmnnskóla- fulltrúa í síma 525-8500. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarffestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga eða einkaskólum er til 10. apríl ár hvert og skulu umsóknir berast skólaskrifstofu á eyðublöðum sem þar fást. Endurnýja þarf umsóknir fyrir nemendur, sem nú em í slíkum skólum, sé þess óskað að þeir verði þar áfram næsta skólaár. Grunnskólafulltrúi Fræðslu- og menningarsvið Lærðu að klippa og hljóðsetja mymlböndín þin i heimílistölvunni! vei... góða töh/u? Vlsslr þu að moð réttum búnaðl má breytn PC-tÖlvunnl þitinl í fullkomlð mynd- og hljóðvinnslu vor fyrlr myndbönd? Okkar margreynda og sívinsæla námskúló I myndbantíagerð hefst 12. tnars næskomandi. Nanari upplýsingar og skráning hjá Idntæknistofnun í síma 570 7100, og á vefsíðu okkar www.ltl.ls ^ ísraelsher hefnir árása sem kostuðu 19 n Gagnkvæmar hefndir kosta t Matvörukeðjurnar stytta opnunartíma: Uppsagnir um mánaðamót atvinna Stóru matvörukeðjurnar, Baugur og Kaupás, sögðu upp fólki í hagræðingarskyni nú um mánaða- mótin. Baugur hefur sagt upp sjö starfsmönnum í Hagkaup í Smára- lind. Til stendur að breyta vakta- kerfi og stytta afgreiðslutímann. Kaupás fækkaði stöðugildum um 14 - 15. Ástæða þeirra uppsagna er að verið er að breyta KÁ búðum og 11- 11 búðum í Krónu búðir. Afgreiðslu- tími Krónu búðanna er mun styttri en í fyrri búðum. Minni þjónusta er í búðunum og þarf því færra starfs- fólk. ■ ófriður ísraelsher gerði í gær árásir á bækistöðvar lögreglu og öryggis- sveita Palestínustjórnar á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. Að minnsta kosti fjórir Palestínumenn lögreglumenn létu lífið. Árásirnar voru sagðar í hefndarskyni vegna tveggja árása Palestínumanna sem urðu 19 ísraelsmönnum að bana fyrr um daginn. Palestínsk leyniskytta myrti tíu ísraelsmenn snemma í gærmorgun við eina af eftirlitsstöðvum ísraelska hersins á Vesturbakkanum. Þrír óbreyttir borgara létu lífið ásamt sjö hermönnum. Fáeinum klukkustundum áður hafði Palestínumaður gert sjálfs- morðsárás á fjölfarinni götu í Beit Israel, hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jerúsalem. Níu manns létu þar lífið auk sprengjumannsins. Sex börn lét- ust í þessari árás og meira en þrjátíu manns særðust. Meðal hinna látnu voru 18 mánaða gömul stúlka og 12 ára bróðir hennar. Þá létu sjö mán- aða barn og móðirþess lífið. Átökin milli Israelsmanna og Palestínumanna hafa eflst um allan helming undanfarið. Fyrir helgina gerði Israelsher árásir á flótta- mannabúðir Palestínumanna í bæj- unum Jenín og Balata á Vesturbakk- anum. Tuttugu og fjórir Palestínu- menn létust og hátt á annað hundrað særðust. Allt að 28% munur á tekjuviðmiði afsláttar Lífeyrisþegar á höfuðborgarsvæðinu eiga rétt á afslætti á fasteignagjöldum. Alls staðar tekjutengt nema í Kópavogi. Miklu meiri munur á tekjuviðmiði einstaklinga en hjóna á höfuðborgarsvæðinu. KÓPAVOGUR Þar er afsláttur ekki tekjutengdur. fasteignir Einstaklingur í hópi elli- eða örorkulífeyrisþega búsettur á Sel- tjarnarnesi má vera með 28% hærri tekjur en kollegi hans úr Hafnarfirðin- um til að fá 100% niðurfellingu fast- eignaskatts. Elli- eða örorkulífeyris- þegi búsettur á Seltjarnarnesi með allt að 108.000 krónur í mánaðatekjur fær 100% niðurfellingu á fasteignaskött- um. Seltirningar hafa hæstu tekjuvið- mið fyrir 100% niðurfellingu á fast- eignaskatti á höfuðborgarsvæðinu sé miðað við einstaklinga. í Hafnarfirði fær einstaklingur 100% niðurfellingu á fasteignasköttum og holræsagjöld- um ef hann er með innan við 84.250 kr. á mánuði, það eru lægstu tekjuviðmið- in á höfuðborgarsvæðinu. Holræsa- gjöld eru ekki innheimt á Seltjamar- nesi þannig að í peningum talið þá fá Hafnfirðingar meiri afslátt. Mosfellingar hafa hæstu tekjuvið- mið er kemur að 100% niðurfellingu á fasteignasköttum og holræsagjöldum hjóna. Þau mega vera með allt að 142.580 í laun á mánuði til að fá niður- fellingu. Hafnfirsk hjón í þessum hópi fá 100% niðurfellingu á fasteigna- gjöldum ef þau eru með innan við 131.833 á mánuði. Munurinn þar er því um 8%. DÆMI 1. Reykvískur lifeyrisþegi með milljón í árs- laun. 100% niðurfelling á fasteignaskatti og holræsagjöldum. Ef hann er búsettur í íbúð að verðmæti 10 milljónir, þá greiðir hann 17.480 í stað 60.980 (fasteignagjöld. í öllum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu nema Kópavogi er af- sláttur á fasteignagjöldum til elli-og örorkulífeyrisþega tekjutengdur. I Kópavogi fá ellilífeyrisþegar fastan afslátt af fasteignaskatti, 32.500, og gildir þá einu hvaða tekjur þeir hafa. Það kemur tekjuháum ellilífeyrisþeg- um til góða en þýðir að tekjulágir Kópavogsbúar í þessum hópi fá tölu- vert minni afslátt en aðrir á höfuð- DÆMI 2. • Mosfellsk hjón úr hópi lífeyrisþega með 2,1 milljón kr í árslaun. • 40% afsláttur á fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi. ■ Ef þau eru búsett I húsi að verðmæti 20 millj. kr., þá greiða þau 87.300 í stað 122.500 I fasteignagjöld. borgarsvæðinu því þeir þurfa alltaf að borga holræsagjöld. Afsláttur til ör- orkulífeyrisþega í Kópavogi er hins vegar tekjutengdur. Ef öll sveitarfélögin sex eru tekin inn í dæmið þá kemur í ljós að meðal- tekjuviðmið til fullrar niðurfellingar á fasteignaskatti og holræsagjöldum er um 95.000 á mánuði fyrir einstakling. Ef miðað er við hjón er viðmiðið að meðaltali um 133.700 Afsláttur sveitarfélaga til lífeyris- þegar fer stigminnkandi eftir því sem tekjur aukast. Sá útreikningur er mis- munandi á milli sveitarfélaga en al- mennt fá hjón sem eru með um 2,5 milljón í árstekjur engan afslátt. Hjá einstaklingum er þakið um 1,7 milljón- ir króna í árstekjur. ■ Bandaríkin gera loftárásir í austanverðu Afganistan: Hart barist þriðja daginn í röð surmad. ap Bandaríkjamenn gerði loftárásir í gær þriðja daginn í röð ; fjöllin í austanverðu Afganistan Talið er að liðsmenn al Kaída og tali banahreyfingarinnar hafi verið ai safna liði þarna í fjöllunum undan farið. Fjölmargir hellar eru þar enn þar sem þeir geta leynst. Á laugardaginn hófst jafnfram sókn bandarískra og afganskra her manna á landi. Einn Bandaríkjamað ur og þrír Afganir sem börðust mei Bandaríkjunum féllu í bardögun fyrsta dag landhernaðarins. Af ganskur læknir sagði einnig ai minnsta kosti sex Bandaríkjamem hafa særst á laugardaginn. Sprengjum var í gær varpað ú: bandarískum flugvélum á fjallgarð ana Shah-e-Kot og Kharwar. Þykk; reykjarstróka lagði frá snævi þökt um tindum fjallanna og titring mátti greina í jörðu í margra kílómetra fjarlægð. Bandarískir embættismenn sögðu að 1500 Afganir hafi tekið þátt í bar- dögunum með Bandaríkjamönnum á BÆKLINGAR SKOÐAÐIR Afganir I austanverðu Afganistan skoða bæklinga sem Bandaríkjamenn vörpuðu úr flugvélum um helgina. Á bæklingunum stendur: „Hættið andspyrnu ykkar. Hættið bardögum. Að öðrum kosti eigið þið ykkur ekki viðreisnar von." laugardaginn. Einnig hafi ástralskir og kanadískir hermenn tekið þátt í bardögunum ásamt bandarískum hermönnum og sérsveitarmönnum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.