Fréttablaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 10
RU: TT ABLAÐIÐ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 6. rnars 2002 MIÐVIKUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsimi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis tii allra heimila á höf- uðbotgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingaikostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðíð áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og! gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSIN<T[ Nagladekk burt Lesandi skrifar:_ Þegar gatnamálastjóri var spurður hvort honum hefði mistekist í baráttunni gegn nagladekkjum neitaði hann því. En sannarlega hefur gatnamála- embættinu mistekist að koma á hugarfarsbreytingu hjá nagla- dekkjanotendum. Nú sem fyrr eiga þeir heimsmet í notkun nagladekkja: Fyrir nokkrum árum komu á markað dekk sem eru jafngóð eða betri en nagla- dekk í snjó og hálku. EN: 1. þau menga ekki. 2. þau valda ekki skemmdum á gatnakerfinu eins og nagladekk sem kostar árlega offjár að gera við. 3. Þau valda ekki hljóðmengun. 4. Þau skemma ekki gatnamerkingar. 5. Þau eru heilsársdekk þ.e. engar 2 x á ári skiptingar. Vegna getu- leysis gatnamálayfirvalda í bar- áttunni gegn nagladekkjum eru þau ábyrg fyrir því að nagla- dekkjanotendur komast enn eitt árið upp með að menga and- rúmsloftið og skemma gatna- kerfið á kostnað skattborgar- anna. ■ Nýjar aðgerðir og meira mannfall eljc NcUt Jjork eirncs í leiðara New York Times segir að megin ástæða þess, að Bandaríkja- menn hafi sent hersveitir inn í Afganistan í upphafi, sé að uppræta A1 Kaída samtökin. „Meðan þús- undir hermanna A1 Kaída eru enn að og ekki hefur tekist að hafa hendur í hári leiðtoga eins og Osama bin Laden, verður að halda hernaði áfram. Reynslan sýnir að landhernaður með beinni þátttöku hermanna er lykilatriði." Blaðið snýr sér því næst að þrýstingi demókrata og þrýstingi þeirra um að Bush stjórnin geri grein fyrir áætlunum sínum um framhald stríðs gegn hryðjuverkum. „Með hættunni af mannfalli í her Banda- ríkjanna í huga er mikilvægt að Hvíta húsið leiti upplýsts samstarfs við þingið og þjóðina." TIMES Lundúnarblaðið Times segir Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafa margsagt að stríðinu væri langt því frá lokið. Blaðið vekur athygli á því að nú taki bandamenn Bandaríkjanna í fyrsta sinn fullan þátt í aðgerðum. Það þýði að meiri hætta verði á að íslamskir öfgamenn beini sjónum sínum að Evrópu. „Sé dæmt aðeins út frá aðgerðum sem hætt hefur verið við, samsærum sem komið hefur verið upp um og áætlunum sem uppgötvast hafa, má sjá að A1 Kaída og herskáir íslamskir öfga- JÓNAS SKRIFAR: Úr leiðurLim heimsblaða Bandarískir hermenn berjast í návígi í fjöllum i Shahikot í austurhluta Afganist- an. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið á allra síðustu dögum en frá upphafi átakanna. Ráðamenn Vesturlanda hafa ít- rekað bent á að stríðinu sé ekki lokið. menn ógna ennþá lífi og velferð Vesturlandabúa." £l)c Tllasljinijton jJost Washington Post segir aðgerðirnar nú vera leiðréttingu á mistökum sem gerð voru í umsátrinu um Tora Bora. Ráðmenn í Pentagon séu reynda ekki fúsir til að viðurkenna það. Herfræðin í Tora Bora hafi lágmarkað mannskaða í liði Banda- ríkjanna, en kostað flótta fjöl- margra liðsmanna A1 Kaída. „Enda ww»»«»»»»«w>)ii»))*urLW«<»iw>i»LwmvwJw.m7,m7Jrnirniiw«r»ii>«>r>jw«r^wjvr^.rwxvr]Wi8iiiwrriinwMrjriiv.'i þótt beinskeyttari hernaðaraðgerð- ir muni stefna lífi fleiri Bandaríkja- manna í hættu, eru þær nauðsyn- legar. Ef hægt á að vera að Ijúka að- gerðum í Afganistan með sigri, geta yfirmenn Bandaríkjahers ekki leyft talibönum og liðsmönnum A1 Kaída að ná saman liði að nýju eins og í Shahikot. Né heldur leyft þeim að læðast í burtu, þegar búið er að króa þá af.“ ■ ORÐRÉTT Bíddu bara Bíddu bara, þangað til ég verð stór. Bíddu bara, þangað til ég verð ráðherra. Þetta er innihaldið, þegar búið er að tína reiðilesturinn utan af skraut- legu bréfi formanns Samfylkingarinnar til for- stjóra Baugs. Flokksformaðurinn segist vera lang- minnugur og muni hefna sín um síðir. Málstíllinn hefur daprazt síðan hann var ráð- herra árið 1994. Þá sagði hann: „Þú stjórnar Arnóri. Ég stjórna þér. Þessi ráðherra er ekki hræddur við að berjast. Ég minni þig á framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs, sem nú er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. Gleðileg jól.“ Starfsmaður veiðistjóra hafði sem félagi í Skotveiðifélaginu látið í ljós skoðun á rjúpnaveiði, sem ráðherranum mislíkaði. Hann heimtaði, að starfsmaðurinn yrði rekinn. Þegar veiðistjóri varð ekki við kröfunni, var hann sjálfur rekinn sam- kvæmt ofangreindri hótun valdhafans. Ráðherrann sýndi ótrúlegan hrottaskap. Skoðun manna á rjúpnaveiði kemur ekki stjórnsýslunni við. Embættismenn geta ekki rekið starfsmenn sína út á símhringingar frá trylltum ráðherra. Og aðeins forhertur ráðherra getur rekið embættis- mann fyrir að stunda rétta stjórnsýslu. Átta árum síðar er ráðherrann orðinn formaður Samfylkingarinnar. Hann á bróður, sem rekur fyrirtæki, er missti viðskipti við Baug af því að starfsmaður þess skoðaði gögn á skrifborði við- skiptavinarins. Formaðurinn taldi viðskiptaslitin vera óbeina hefnd fyrir sína eigin pólitík. Þótt svo væri, sem er langsótt, getur formaður stjórnmálaflokks ekki sent bréf eða hringt með hótunum um hefndir. Slíkt verður aðeins þannig skilið, að hann ætli sér að hefna sín á Baugi, þegar hann verði orðinn valdhafi í landinu á nýjan leik. Slíkt geta menn bara í Afríkuríkjum. Þáverandi umhverfisráðherra og núverandi for- maður Samfylkingarinnar hefur alls ekkert lagazt á þessum átta árum. Hann fær enn stjórnlaus reiði- köst og hótar mönnum öllu illu. Sagan sýnir, að „ Þáverandi umhverfisráðherra og núver- andi formaður Samfylkingarinnar hefur alls ekkert lagazt á þessum átta árum. Hannfœr enn stjórnlaus reiðiköst og hótar mönnum öllu illu. “ hann framkvæmir hótanir sínar, þegar hann fær tækifæri til að misbeita ráðherravaldi. Bréf og símtöl formannsins sýna óvenjulegan dómgreindarskort. Hann hefur ekki stjórn á reiðinni og greinir ekki málefni frá persónu sinni. Að hans mati mátti Baugur ekki hætta að skipta við fyrirtæki bróðurins, rétt eins og ríkisstarfsmaður mátti ekki hafa einkaskoðun á rjúpnaveiði. í þessu samhengi skiptir engu, hvort formaður- inn biðst afsökunar á stjórnleysinu eða sér eftir því. Aðalatriðið er, hvernig hann muni haga sér, þegar hann verður ráðherra. Getur Samfylkingin boðið upp á stjórnlausa valdshyggju, þegar næst verður reynt að mynda ríkisstjórn? Svarið er augljóst. Enginn stjórnmálaflokkur getur leyft sér að hefja stjórnarsamstarf við flokk, sem býður fram ráðherraefni, er fær stjórnlaus reiðiköst, krefst brottrekstrar ríkisstarfsmanna út af einkamálum, sem varða ekki stjórnsýsluna, og rekur menn fyrir að anza ekki óhæfunni. Það er áfangi í vegferð þjóðarinnar frá gamalli valdshyggju inn í siðvætt nútímaþjóðfélag, frá ráðherraveldi til opins lýðræðis nágrannaríkjanna, að hún hafni frumstæðum valdamönnum, sem hafa ekki stjórn á sjálfum sér, sem hóta að misbeita ráðherravaldi og sem misbeita ráðherravaldi. Hafa má það til marks um stöðu íslendinga á þróunarbrautinni, hvort þeir velja sér ráðherra, sem fara eftir reglum um stjórnsýslu eða fara eftir hamslausu skapi og hamslausri valdshyggju. Jónas Kristjánsson ORÐINN STERK- ARI EN PILSNER Þetta er afbragð, Gallup hefur hald- ið sig við 3 prósent frá örófi alda en við alltaf verið hærri annar staðar. Ég er sér- staklega ánægður með niðurstöð- una í höfðuborginni því þar höf- um við yfirleitt verið á lægri nót- um en á landsbyggðinni. Nú snýst það við og vænti ég þess að það sé vegna þess að við undirbúum hér framboð Sverrir Hermannsson um niðurstöðu skoðanakönnunar. Fréttabiaðið 4. mars KOM ÞAÐ EKKI FRÁ LÍFFRÆÐ- INGNUM Mér skildist á Össuri flokksfor- manni að hann mundi senda okk- ur afsökunarbréf, en það hefur nú ekki birst okkur enn sem kom- ið er Jóhannes í Bónus. DV 5. mars í MESTA BRÓÐERNI Því þegar öllu er á botninn hvolft - hvað vakir þá um- fram allt fyrir hin- um sárreiða bréf- ritara? Hann er að reyna að gæta bróður síns. Og þó það sé vissulega pínlegt að verða vitni að svona persónulegu bræðiskasti, er það virkilega svo stór synd? Illugi Jökulsson um bréf Össurar. ísland í bítið á Stöð 2. 5.mars ÖNNUR SJÓNARMIÐ Stjórnmálaforingjar sem söluvara 55 fm. jarðhæð ný standsett. Pein sala Irabakki 109 R 94 fm. endaíbúð m. herb. [ kj. Laus fljótl. Grýtubakki 109 R. 80 fm. á fyrstu hæð. Laus strax. Ljósheimar. 104. R. Ca. 95 fm. á annari hæð. Laus fljótl. Nökkvavogur 104. R. 80 fm. jarðhæð. Laus fljótl. Bein sala. Laugavegur101. R. 102 fm. á tveim hæðum. Ný standsett. Hvassaleiti 108. R. 250 fm. Raðhús á tveim hæðum m/bílskúr fæst í skiptum fyrir einbýli á stór Reykjav.svæðinu Selbrekka. 200. Kóp 190 fm. einbýli beip sala. Hákotsv. 225. Alftan. Ca. 190 fm. einbíli m/ 67 fm. bílsk. Gott verð Bein sala. Borgartún. 105. R 440 fm. Skrifstofuhúsnæði. Laust strax. Bíldshöfði. 110. R. 250 fm. Skrifstofuhúsn á annari hæð. Laus strax. Þykkvibær / 851 Hella. 160 fm. Parhús ásamt 140 fm. bílsk og iðnaðarhús- næði. Góð kjör og gott verð. Þverbrekka. 200 Kóp. Ca. 50 fm. 2. Jarðhæð Laus strax Fróðengi 112 R 117 fm. 4-5 herb. Laus strax. Atvinnuhúsnæði Hverfisgata 115 m2 á götu- hæð. Verð 13.500,- Hvort sem mönnum líkar betur eða verr ræður ímynd stjórn- málaforingjanna miklu um gengi flokka. Stjórnmálaforingar eru því að sumu leyti eins og hver önnur söluvara á markaði. Sér- fræðingar í markaðs og auglýs- ingamálum vinna í því frá degi til dags að fá fólk til að velja vöru. „Davíð Oddsson er vara sem fer fram úr væntingum," segir Ólafur Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri hjá Islensku auglýsingastofunni. „Maöur veit hann er góður. Svo er hann ennþá betri en maður hélt. Menn voru farnir að hafa af því áhyggjur að nú væri hann að klikka. Þegar hann birtist virtist hann vita nákvæmlega hvað hann er að gera.“ Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Halldór Ásgrímsson mikils álits, en Framsóknarflokkurinn virðist ekki njóta þess. „Halldór hefur mjög trausta ímynd. Það er hins vegar ekki mjög sexý að vera traustur." Ólafur segir að Halldór komi of lítið á óvart. „Ef rnaður væri að reyna að auka sölu á vöru sem vær þekkt fyrir að vera mjög traust, þá myndi maður reyna að benda á að hún væri eitthvað ann- að líka. Finna fleiri eiginleika." I-Iann segir að bréf Össurar hafi rýrt álit hans. „Sumir bera hins vegar virðingu fyrir því að menn sýni skapsmuni. Það er hins vegar mjög misjafnt hvaða áhrif slíkt hefur. Mönnum fyrirgefast stundum skyndiviðbrögð. Þetta fer eftir væntingum okkar. Við ætlumst til þess að flugmaður sé alltaf í jafnvægi. Ég myndi frekar fljúga með Halldóri en Össuri. Það yrði samt sennilegra skemmtilegra að fljúga með Dav- íð.“ Ólafur Ingi segir að bréfi Öss- urar megi líkja við galla í vöru. „Þegar slíkt kemur upp er mikil- vægt að þræta ekki fyrir gallann. ímyndir skipta sífellt meira máli. Stjórnmálaflokkar og foringjar þeirra eiga mikið undir því að ímynd þeirra sé sterk og góð. Það er lykillinn að því að kjósendur kaupi þá í kosningum. Oft liggur beinást við að taka göll- uðu vöruna úr sölu og setja nýja í staðinn. Ég myndi gera það í þessu tilfelli. Set ja gölluðu vöruna aftur fyrir og mæta með nýja í staðinn " „Steingrímur og Össur eru báð- ir mjög góðir ræðumenn, en kannski svolítið strákslegir á köfl- um. Þeir nota kannski of mikið tækifærið til að láta á ser bera. Það mætti stundum vera rneiri Halldór í þeim.“ Ólafur segir að það væri sennilega gott fyrir Steingrím, Össur og Halldór að þeim væri blandað saman. „Hefur það ekki verið gert í Ingibjörgu Sólrúnu?“ Ólafur segir að það sé ekki mikill munur á markaðsfræði og almennri skynsemi „Aðferðir markaðsfræðinnar snúast um að setja hugmyndirnar fram á skipu- legan hátt.“ ■ Aðstoðum viðskiptavini og aðra við gerð leigusamninga Og fasteignasamninga. Traustir fagmenn að verki. www.h-gaedi.is - netfang: sala@h-gaedi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.