Fréttablaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 22
HRÓSIÐ Hrósið fá bæjarstjórar á höfuðborgar- svæðinu fyrir að sameinast um forgangs- röðun verkefna sem gera það að verkum að framkvæmdir við mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrar- og Miklubrautar gætu iafnvel hafist á næsta ári. SACA DACSINS 6. IVÍARS Réttarhöldin yfir Ethel og Julius Rosenberg hófust 6. mars árið 1951 í New York. Voru hjónin sök- uð um njósnir í þágu Sovétríkj- anna og meðal ákæruatriða var meint sala þeirra á kjarnorkuupþlýs- ingum. Réttarhöld- in stóðu yfir í mánuð og lyktuðu méð sákfellingu.. Rosenberg hjónin játuðu aldreí á sig þær sakir sem upp á þau voru borin. Þau voru dæmd til dauða.og var dómnum framfylgt í júní 1953. Hollenska andspyrnuhreyfingin datt í lukkupottinn þegar hún sat fyrir vörubíl sem var á ferli nálægt Apeldoorn 6. mars 1945. Innanborðs var þýski hershöfðing- inn Hanns Rauter, yfirmaður SS deildarinnar í Hollandi. Tilvilkjun réði því að hershöfðingin náðist og urðu afleiðingarnar skelfilegar. Söfnuðu nasistarnir saman 263 Hollendingum og skutu í hefndar- skyni. Reuter var sjálfur tekinn af lífi eftir aó hafa áfrýjað fyrir rétt- arstólnum í Nuremberg árið 1949. Einum degi eftir andlát Jósef Stalín tók Georgi Malenkov við embættinu, 6. mars 1953. Ekki fékk hann tækifæri til að staldra lengi við því nokkrum vikum síðar var honurn festulega ýtt til hliðar af Nikita Khrushchev. Kaldhæðni örlagann voru þess valdandi að Khrushcev, sem áður gagnrýndi Malenkov, endaði á því að fram- fylgja mörgum af þeim umbótum sem hann setti fram. inn af frægustu endurreisnar- listamönnum veraldar, Michelangelo Buonarroti, fæddist 6. mars árið 1475. Hann ólst upp í Flórens sem var miðstöð ítölsku endurreisnarinnar. Michelangelo vann fram á síðustu stundu eða þar til hann lést á 88. aldursárinu árið 1564. Fleiri þúsund einkatölvur um allan heim smituð- ust illilega þegar vírusinn Michelangeio herj- aði á þær 6. mars 1992. Vírusinn réð- . ist á harðá diskinn og eyddi upplýsingum að finna. David Buick lést 6. mars 1929 þá 74 ára að aldri. Buick vann sér það til frægðar að General Motors nefndi bílategundin Buick í höfuð- ið á honum. Hann seldi sinn fyrsta bíl árið l904 eftir að hafa stofnað fyrirtækið Buick Motor Company. Nokkrum vikum síðar tók William C. Durant, sem síðar stofnaði General Motors, við stjórn fyrir- tækisins og kom því til vegs og virðingar. Buick hætti störfum hjá fyrirtækinu fjórum árum síðar. Of- ugt við fyrrum félaga sinn sem varð einn valdamesti bílaframleið- andi í Bandaríkjunum lést Buick slyppur og snauður. 22 FRÉTTABLAÐIÐ 6. mars 2002 MIÐVIKUDACUR Hnallþóra að hætti íjölskyldunnar afmæu „Ég ætla nú ekki að gera mikið og hef ekki hugsað mér að breyta neinu frá hefðbundnum störfum. Hnallþóra bökuð af mér með aðstoð konunnar verður þó í boði fyrir samstarfsfólk mitt.“ seg- ir Páll V. Bjarnason arkitekt Árbæj- arsafns sem er 56 ára í dag þann 6. mars. Páll er fæddur í Keflavík en ættaður í föð- urættina vestan af fjörðum og móð- urættina úr Grindavík, sonur Bjarna Össurarsonar kaupmanns og Ólafar Pálsdóttur konu hans. Bjarni var föðurbróðir Össurar Skarphéðinssonar alþingismanns og eru þeir Páll því bræðrasynir. „Eg var stúdent frá Laugarvatni og þar kynntist ég konu minn Sigríði Harðardóttur ritstjóra sem einnig er frá Keflavík." segir hann. Páll og Sigríður settu sig niður í Hafnar- firði eftir nám og þar starfaði hann sem arkitekt. „Gömul hús hafa alla tíð verið mitt áhugamál og ég hef mikið gert að því að vinna að því að koma þeim í sitt upprunalega horf. í Hafnarfirði bjuggum við í gömlu húsi sem við gerðum upp. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur hélt ég áfram að sinna þessu sérsviði að vinna að endurgerð og verndun byggingararfleifðar okkar. Nú búum við í Þrúðvangi við Laufás- veg sem við gerðum einnig upp í upprunalegum stíl.“ Páll segir endurgerð gamalla húsa, byggingarsögu og klassíska tónlist vera sín helstu áhugamál, „Nýlega höfum við komist upp á lag Persónan Páll V. Bjarnason arkitekt hjá Árbæjarsafni á afmæli í dag. Hann hefur lengi verið áhugamaður um húsagerð og byggingasögu | og var um tíma formaður Torfusamtakanna. með að sigla og höfum við í tvígang farið utan og siglt skútum í Adría- hafinu og Jónahafinu. Það er stór- kostleg upplifun og ég vona að framhald verði á því.“ Þau Páll og Sigríður eiga þrjár upp- komnar dætur og einn dótturson" b SIGLINGAR ER NÝJASTA ÁHUGAMÁLIÐ Páll Bjamason hefur í tvígang farið utan til siglinga á skútu. Hann hyg- gst halda sér við efnið áfram. TÍMAMÓT JARÐAFARIR___________________________ 13.30 Árni Stefánsson, kennari, Gull- smára 7, verður jarðsunginn frá Djgraneskirkju í dag. 13.30 Matthildur Sigríður Björnsdóttir, Nesbala 28, verður jarðsungin í dag frá Fossvogskirkju. STÖDUVEITINGAR______________________ Einari Jónatanssyni var 18. janúar sl. veitt viðurkenning af utanríkisráðuneyt- inu til þess að vera kjörræðismaður Finnlands með ræðismannsstigi í Bol- ungarvík. Dr. Ernj Erlendssyni var 28. janúar sl. veitt viðurkenning af utanríkisráðuneyt- inu til þess að vera kjöræðismaður Malasiu með ræðismannsstigi í Reykja- vík. Ásgeir Thoroddsen, hæstaréttarlög- maður, héfur verið tilnefndur af stjórn Lögmannafélags sern oddamaður í skilanefnd Hafnasamlags Suðurnesja. AFMÆLI ____________________ Páll V. Bjarnason arkitekt ér 56 ára í dag. Reynir Axelsson stærðfræðingur er 58 ára í dag. Þórhallur Jósepsson fréttamaður er 49 ára í dag. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjórí er 41 árs i dag. ANDLÁT ______________________________ Einar Jón Blandon, Litlu Hildjsey, Aust- ur-Landeyjum, er látinn. Árni Pétur Lund, Miðtúni, Melrakka- sléttur, lést 1. mars. Þorsteinn Kristinn Ingimarsson, járn- smiður, Háholti 12, Hafnarfirði, lést 2. mars. Eyjólfur Óskar Eyjóifsson, fyrrv. varð- stjóri, Hámrahvoli, Stokkseyri, lést 4. mars. Páll Jónsson, fyrrv. starfsmaður RARIK, Eiðsvallagötu 32, Akureyri, lést 2. mars. Örn Egilsson, símsmiður, Fróðengi 5, Reykjavík, er látinn. Guðný Einarsdóttir, frá Morastöðum í Kjós, síðast til heimilis á Dalbraut 21, lést 3. mars. Liesel Becker, lést 26. febrúar. AFMÆLI Stjarna í einn dag Þórhallur Birgir Jósepsson fréttamaður á afmæli í dag. Hann á von á kaffibolla og einhverju gómsætu í rúmið þegar hann vaknar. Dagur- inn í vinnunni verður hins vegar hefðbundinn nema einhver komi honum á óvart. Það tíðkast heima hjá mér að vekja afmælisbarnið með því að færa því í rúmið. Ég á því ekki von á öðru en ég verði vakinn með kaffibolla," segir Þórhallur Jósepsson fréttamaður sem er 49 ára í dag. Hann segist vonast til að með kaffinu verði eitthvað gómsætt en ekki sé á vísan að róa með það. „Fjölskyldan mætir öll við rúmstokkinn og afmælisbarn dagsins fær að vera stjarna á heimilinu í nokkrar mínútur", segir hann. Eftir' morgunverkin hugar Þórhallur að vinnunni og mætir á kvöldvakt í útvarpinu uppúr hádegi. „Eftir það. verður dagurinn með hefðbundnu sniði við fréttaöflun og skrif.“ Þórhallur er fæddur í Reykja- vík en fluttist ungur norður í land með foreldrum sínum þeim Jósef Kristinssyni og Margréti Þór- hallsdóttur Eftir viðkomu í Stykkishólmi flutti fjölskyldan suður að nýju og Þórhallur nam í Flensborg. Hann valdi sér menntaskóla á Akureyri og kenn- di í Hafralækjaskóla um tíma. „Ég fór síðan aftur suður og sett- ist í Kennaraháskóla íslands og kenndi með í Hagaskóla." Þegar Ilalldór Blöndal varð samgöngu- ráðherra varð Þórhallur aðstoð- armaður hans en hann starfaði þá sem blaðamaður á Morgunblað- inu. „Það var skóli lífs míns því sá starfi var á við mörg ár í ströngum háskóla. Ég hafði af- skaplega gaman af starfinu enda var það bæði fjölbreytt og af- bragðs skemmtilegt," segir hann um tímann í ráðuneytinu. Þórhallur er mikill áhugamað- ur um Formúlukeppnina og um AÐSTOÐARMAÐUR HALLDÓRS BLÖNDALS „Það var skóli lífs mín að vera í ráðuneytinu," segir Þórhallur Jósepsson. þessar mundir eru jólin hjá Þór- halli. „Ég er forfallinn áhuga- maður og fylgist með eins og ég framast get. Keppnin er um þess- ar mundir í Ástralíu og þar er dagur þegar við sofum. Næturn- ar vilja því fara í vökur þegar ég kem því við að horfa á keppnina í sjónvarpinu. Það er þó helst um helgar sem ég leyfi mér að vaka.“ Eignkona Þórhalls er Her- dís Ólafsdóttir og eiga þau tvær dætur og son. Þau eru enn heima nema elsta dóttirin sem stundar nám í Sevillia á Spáni í vetur. bergljot@frettabladis.is | FÓLK í FRÉTTUM Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hafa nokkrir ósáttir Samfylkingar- menn í Reykjanesbæ rætt um að fara í sérframboð eftir að Jó- hann Geir- dal tryggði sér efsta sætið á lista flokks- ins í próf- kjöri um þar síðustu helgi. Þær fregnir berast hins vegar úr röðum Samfylkingarfólks á þeim slóðum að andstæðingar Jóhanns hafi verið farnir að undirbúa sérframboð áður en prófkjörið fór fram. Þannig hafi þeir m.a. beint þeim tilmælum til náinna samstarfsmanna að kjósa Jóhann í efsta sætið til að tryggja aö fara mætti fram með brugðnum brandi. Það kom sumum á óvart að Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskóla- kennara, skyldi taka sæti á framboðs- lista Sjálf- stæðis- flokksins fyrir borg- arstjórhar- kosningarn- ai’. Fólk hefur venjulega fremur talið for- kólfa kennara til vinstrimanna en hægrimanna, hverju svo sem um er að kenna. Sama mun hafa verið uppi meðal þeirra sem störfuðu með Guðrúnu Ebbu að kjaramálum kennara. Einhverj- ir þeirra töldu að Guðrún Ebba væri frekar til vinstri í pólitík en hægri og kváðust helst hafa tengt hana við Alþýðubandalag- ið hér á árum áður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.