Fréttablaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 6
6
FRÉTTABLAÐID
6. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Sauðfjárrækt rædd á þingi:
Onnur grein ekki
orðið verr úti
Ferðu mikið á skíði?
Það veltur á veðrlnu en óskandi væri að
komast hverja helgi. I vetur hef ég bæði
farið í Bláfjöll og til Akureyrar, nýja lyftan
þar er meiriháttar. Ég ætla þangað aftur um
páskana.
Ólafur Hálfdánarson, starfsmaður Selecta
Greiningardeild
Islandsbanka:
Spáir mun
minni verð-
STJÓRNMÁL Gera má ráð fyrir að
tekjugrundvöllur sauðfjárbænda
sé jafn ótryggur og áður þrátt
fyrir stækkun búa sagði Þuríður
Bachmann, þingmaður VG, á Al-
þingi í gær við utandagskrárum-
ræðu um skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um árangur síðasta bú-
vörusamnings. Þuríður lýsti
áhyggjum af afkomu bænda og
fækkun afurðastöðva. „Fækkun
afurðastöðva eigum við að skoða
með tilliti til sjálfbærrar þróunar
en ekki eingöngu út frá rekstrar-
legum grunni einstakra afurða-
stöðva."
„Það er enginn vafi í mínum
huga að á enga atvinnugrein í
landbúnaði hefur skollið yfir jöfn
hörð kreppa og það var niður-
staða um 1990 að klippa á útflutn-
ingsbætur með einu handbragði",
sagði Guðni Ágústsson og kvaðst
ekki hafa viljað vera landbúnað-
arráðherrann sem stæði að því.
„Það má segja að sauðf járbændur
8
GUÐNI ÁGÚSTSSON
Sauðfjárbændur þessa lands eru ein fá-
tækasta stétt landsins.
séu ekki enn komnir út úr þeirri
kreppu." Ástæða væri þó að horfa
bjartari augum fram á veginn. ■
Kosið um fóstureyðingar:
Irar deila
publin írar kjósa í dag um hvort
gera eigi breytingar á löggjöf um
fóstureyðjngar. Þær eru bannaðar á
írlandi. f dag verður kosið um
hvort leyfa eigi fóstureyðingar ef
sýnt þykir að móðurinni stafi hætta
af meðgöngunni. Sú breyting mild-
ar bannið sem er stjórnarskrár-
bundið. Hart hefur verið deilt um
breytingarnar á írlandi. Andstæð-
ingar fóstureyðinga eiga mikinn
hljómgrunn þar enda margir heit-
trúaðir kaþólikkar þar í landi. Fylg-
ismenn lögleiðingu fóstureyðinga á
írlandi eru reyndar andsnúnir
henni, finnst hún ekki ganga nógu
langt. Ríkisstjórnin styður hins
vegar breytinguna. ■
SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS
Dla tekið á spillingarmálum
bólgu í ár
verðþróun Greiningardeild íslands-
banka spáir því að verðbólga á
þessu ári verði 2,7 prósent eða tæp-
ur þriðjungur þess sem hún var á
síðasta ári. Óvíst er hvort verðbólg-
an nái að hjaðna nógu hratt til að
koma í veg fyrir uppsögn kjara-
samninga í maí nk. ISB spáir að
krónan haldi vel verðgildi sínu á
næstu mánuðum.
ÍSB segir að það ráði miklu um,
hvort forsendur kjarasamninga
haldist, hversu hratt og að hvað
miklu leyti lækkun á meðalverði er-
lendra gjaldmiðla skilar sér í lækk-
un vöruverðs á næstu 2 mánuðum. ■
Könnun ASÍ:
Brauð létt-
ari og dýrari
verplacseftiriit ASÍ kannaði verð á
brauði í 29 bakaríum á höfuðborgar-
svæðinu í febrúar. Munurinn á
hæsta og lægsta verði í Reykjavík
var 128%. Algengt var að brauð hafi
hækkað um 15 til 20 prósent á milli
ára. í mörgum tilvikum hafði þyngd
varanna einnig minnkað. Meiri
verðmunur var á landsbyggðinni.
Kökubankinn Iðnbúð í Fjarðar-
kaupum er með lægsta verðið í
fimm tilfellum af 17. Kaffi Rót á
Laugavegi er með hæsta verðið í sjö
tilfellum af sautján.
Á landsbyggðinni er mestur
munur á hæsta og lægsta verði
136%. Valgeirsbakarí í Njarðvík er
oftast með lægsta verðið eða í 6 til-
fellum af 17. Sigurjónsbakarí og
Nýja bakaríið, sem bæði eru í Kefla-
vík, eru oftast með hæsta verðið. ■
—♦—
Ný James Bond mynd:
Líf við Jök-
ulsárlón
kvikmynpir Um 200 manns dvelja nú
á Suðurlandi í námunda við Jök-
ulsárlón við tökur á nýjustu James
Bond myndinni. Eru flest gistipláss
á Höfn upptekin auk þess sem Bret-
arnir vilja íslenska bílstjóra. Um
100 bílar þjónusta komufólkið.
Myndatökur verða til 16. mars og
hefur veðrið verið gott. Tökur eru
tveimur dögum á undan áætlun.
Nokkuð mikið líf er í kringum
gestina. Lítið þorp, sem sam-
anstendur af tjöldum og húsbflum,
hefur verið reist við lónið. Reiknað
er með að starfsmenn verði hér á
landi til 20. mars til að taka til á
svæðinu eftir tökur.
Mikið af heimafólki er í vinnu
við aö þjónusta hópinn. Gott veður
hefur flýtt tökum og var hópurinn
tveimur dögum á undan áætlun. Ef
veður spillist geta tökur tafist. Blíð-
viðri í upphafi vikunnar eykur
mönnum bjartsýni að áætlanir
standist. ■
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er ósáttur við hvernig tekið hefur verið á spillingu í stofnunum
og fyrirtækjum ríkisins. Aðeins fimmti hver kjósandi sáttur. Mikill munur á afstöðu stuðnings-
manna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
könnun Fjórir af hverjum fimm
kjósendum eru ósáttir við hvern-
ig stjórnvöld hafa tekið á spill-
ingu í opinberum stofnunum og
fyrirtækjum samkvæmt skoð-
anakönnum Fréttablaðsins. Mik-
ill munur er á afstöðu fólks eftir
því hvaða flokk það myndi kjósa.
Sérstaka athygli vekur mikill
munur á afstöðu kjósenda
stjórnarflokkanna. Tvöfalt
hærra hlutfall sjálfstæðismanna
en framsóknarmanna lýsir
ánægju sinni með hvernig hefur
verið staðið að málum.
Stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokks eru ánægðastir með
hvernig hefur verið tekið á spill-
ingu. Samt sem áður eru tveir
þriðju hlutar þeirra ósáttir. Ein-
ungis 35% lýsa ánægju með
hvernig hefur til tekist. Það er
þó tvöfalt hærra hlutfall en
mælist hjá stuðningsmönnum
Framsóknarflokks. Þar eru
ERTU SATT(UR) EÐA ÓSÁTT(UR) VIÐ HVERNIG STJÓRNVÖLD TAKA Á SPILLINGU HJÁ OPINBERUM
FYRIRTÆKJUM OG STOFNUNUM?
SÁTT(UR)
ÓSÁTT(UR)
Urtakið í könnuninni
var valið úr símaskrá.
600 manns voru
spurðir og skiptust þeir
jafnt á milli karla og
kvenna. Helmingur
þátttakenda var úr
kjördæmunum þremur
á höfuðborgarsvæðinu
og helmingur úr lands-
byggðarkjördæmunum
þremur; Suður-, Norð-
austur- og Vesturlands-
kjördæmum. 89,8%
aðspurðra svöruðu
spurningunni: Ertu
sátt(ur) eða ósátt(ur)
við hvernig stjórnvöld
taka á spillingu hjá
opinberum fyrirtækj-
um og stofnunum?
■ ' ALLIR llll FRAMSÓK- NARFLOKKUR
I , ' 'k
19,7% 80,3%
17,1% 82,9%
SJALFSTÆÐIS-
FLOKKUR
35,0% 65,0%
17,1% sáttir við hvernig hefur
verið tekið á spillingarmálum.
Stuðningsmenn Frjálslynda
koma næst stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokks í ánægju með
hvernig hefur verið tekið á spill-
ÞJÓÐMENNINGARHUS
Almenningi finnst illa tekið á spillingarmálum. Aðeins fimmti hver kjósandi er sáttur við hvernig tekið hefur verið á spillingu.
Bæjarstjórn Árborgar:
ingu. 28,4% þeirra eru sáttir.
Mest er óánægjan meðal
stuðningsmanna Samfylkingar.
Þar eru aðeins 3,9% sátt við
hvernig stjórnvöld hafa brugðist
við spillingu. 96,1% eru ósátt.
Níu af hverjum tíu stuðnings-
mönnum Vinstri-grænna eru
ósáttir. 17,9% þeirra kjósenda
sem ekki lýsa stuðningi við
ákveðinn flokk eru sáttir við tök
stjórnvalda á spillingu. Rúmlega
fjórir af hverjum fimm eru hins
vegar óánægðir.
Ekki munar miklu á afstöðu
fólks eftir kynferði. 83,1% kven-
na eru ósáttar við hvernig hefur
verið staðið að málum. Karlar
eru litlu ánægðari. 77,7% þeirra
eru ósáttir. Ef litið er til búsetu
kjósenda kemur í ljós að kjós-
endur í Suðurkjördæmi eru óá-
nægðastir með hvernig stjórn-
völd hafa brugðist við. 84,1%
kjósenda þar eru ósátt við fram-
göngu stjórnvalda. Minnst er óá-
nægjan á höfuðborgarsvæðinu
og í norðausturkjördæmi. Þar
eru þó innan við fjórðungur
kjósenda sáttur við hvernig tek-
ið hefur verið á spillingu. ■
I INNLENT I
Alykta um Selfossflugvöll
SAMCÖNCUR Kristján Einarsson,
forseti bæjarstjórnar í Árborg,
telur bæjarfulltrúa meðmælta því
að flugvöllur verði áfram á Sel-
fossi, en unnið er að nýju svæðis-
skipulagi. Horft er til þess að Sel-
fossvöllur gæti nýst sem snerti-
lendinga- og jafnvei kennsluvöll-
ur í stað Reykjavíkurflugvallar
þegar fram í sækir.
„Flugmálastjórn bíður hins
vegar eftir niðurstöðum okkar í
skipulagsmálunum, en ætlunin er
að gera svæðisskipulag fyrir allt
svæðið, Selfoss, Eyrarbakka og
Stokkseyri, eftir sameininguna.
Svo eru menn óþreyjufullir að
bíða eftir því þannig að við viljum
hraða málinu og fá sem fyrst nið-
urstöðu í hljóðmælingar og fleira
slíkt,“ sagði hann og vonaðist til
að bærinn gæti fljótlega skilað
niðurstöðum til flugmálastjórnar.
Karl Björnsson, bæjarstjóri í
Árborg, sagði litlar fregnir af
fiugvalíarmálinu að sinni, en
stefnt væri að því að bæjarstjórn
álykti um áframhaldandi veru
flugvallarins á Selfossi á fundi
sínum í næstu viku. ■
ÁFRAM flugvöllur A SELFOSSI?
Flugmálastjórn biður eftir niðurstöðum
Arborgar I skipulagsmálum
Ekkert starfhæft slökkvilið hef-
ur verið á Patreksfirði frá því
slökkviliðstjóri bæjarins hætti þar
störfum um síðustu áramót. Enginn
mætti þar á útkallsæfingu Bruna-
málastofnunar í fyrrakvöld að því
er ruv.is greinir frá. Jón B.G.Jóns-
son, forseti bæjarstjórnar Vestur-
byggðar, segist taka fulla ábyrgð á
því að slökkvilið hafi ekki verið
starfandi í bænum.
Þjóðleikhúsið og íslandsbanki
undirrituðu samning um sam-
starf í gærmorgun. Hann felur í
sér að Islandsbanki verður aðal-
samstarfsaðili Þjóðleikhússins
næstu tvö árin og leggur Þjóðleik-
húsinu til 10 milljónir króna. Þeim
verður einkum varið til að efla
fræðslustarf leikhússins.