Fréttablaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLÁÐIÐ 11. apríÍ 2002 FIM lýlTÚ DAG U R HASKOLABIO HAGATORGI • SÍMI 530 1919 • STÆRSTA SÝNINGARTJALD LANDSINS Sýnd kl. 6. 8 og 10.15 jBEAUTIFUL MIND kl430,7og930[ AMELIE kl. 5.45 og 8 [ Sýnd kl. 10 iREYKJAVfK GUESTHOUSE kl. 8| [PETER PAN kTsl |LE ROl ET LOISEAU kl. 10.30! MjtiS SmfíRHKLBm Sýnd kl. 4 6, 8 og 10 ISÖLD m/ens. tal jíSÖLD m/ísLtal kl. 4, 5 og 6 Sýnd kl. 8 og 10 kl. 4,6, 8 oglP] Sýnd kl. 4, 7 og 10 sImi S64 oooo - www.smarabio.ls jSNOW DOGS kl. 4og 6 Ialí ÍdTs [the time MACHINE kL8Qgiaio|E5 5.30, 8 og 10.4Ö1EJ5 Hefur verið í nær stöðugum málaferlum síðan hann sló í gegn. Aðallega gegn fjölskyldumeðlimum. Eminem: Sættist við ákæranda tónlist Eminem hefur sæst við ákæranda sem hélt því fram að rapparinn hefði hótað sér með byssu. Atvikið átti sér stað á meðan Eminem var enn giftur, en hann kom að vörum konu sinnar og ákærandans læstum saman. Eminem féllst á að borga mannin- um 100 þúsund dollara (tæpar 9,9 milljónir kr.) ef hann myndi fella niður kæruna. Byssan var óhlaðin. Eminem var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í fyrra, fyrir svipað atvik. Ný breiðskífa, „The Eminem Show“, er væntanleg frá kappanum í sumar. ■ EWAN MCGREGOR Hittir ekki lengur æskuvin sinn Danny Boyle, og þykir það miður. Ewan McGregor og leikstjóri Trainspotting: Slitu vin- skap sínum kvikmyndir Skoski leikarinn Ewan McGregor segir að vinskapur sinn og leikstjórans Danny Boyle hafi runnið út í sandinn. Þeir höfðu verið félagar lengi og skut- ust báðir upp á stjörnuhimininn þegar þeir gerðu saman myndina „Trainspotting". McGregor varð víst fúll þegar Boyle ákvað að ráða frekar leikarann Leonardo DiCaprio í aðalhlutverk myndar sinnar „The Beach“. Boyle vildi fremur fá DiCaprio í þeirri von að það myndi auka vinsældir mynd- arinnar í Bandaríkjunum. McGregor segist ekki hafa hitt, né heyrt í félaga sínum síðan þá, og þykir það afar miður. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI ví hefur verið haldið fram í lengri tíma að indverski kvik- myndaiðnaðurinn, eða Bollywood eins og hann er oft kallaður, sem hefur aðsetur í Bombay, sé í raun stjórnað af ind- versku mafíunni. Nú situr einn kvikmyndafram- leiðandi réttar- höld á Indlandi ásakaður um að hafa fjármagnað mynd sína með styrkjum frá glæpakóngum. Leikstjórinn Ram Gopal Varma, sem er afar virtur á Indlandi, segir það hinar mestu ýkjur að Bollywood sé f jármagn- að af glæpastarfsemi. í Bollywood eru framleiddar um 800 myndir á ári, en það er um átta sinnum meira en gert er í Hollywood. Leikkonan og fyrirsætan Liz Hurley hefur yfirgefið fæð- ingardeildina með splunkunýjan fimm daga gaml- an son sinn undir hendinni. Litli snáðinn heitir Damien og nú bíð- ur hans að komast að því hvort kvik- myndaframleið- andinn Steve Bing sé í raun faðir hans. Hurley hefur haldið því fram alla tíð en hann hefur neitað að trúa því og krafist DNA-prófs. Damien kom tveimur vikum fyrir áætlun í heiminn en bæði móður og syni heilsast vel. Jæja, þá er það loksins komið á hreint hvort Britney Spears og Justin Timberlake séu hætt sam- an. Samkvæmt því sem Lance Bass, félagi Timb- erlakes úr N*Sync, segir eru þau enn að þræta en ekki formlega hætt. Hann hlýtur að vita það. Rifr- ildið hófst víst þegar Britney fylgdi kærasta sínum í nokkra daga á tónleika- ferðalag N'Sync um Bandaríkin, og samkvæmt Bass hefur því ekki linnt síðan. AFimmtudagsforleik Hins Hússins í kvöld leika hip-hop- sveitirnar Afkvæmi guðanna og Bæjarins bestu. Afkvæmi guð- anna hefur verið afar vinsæl á Muzik.is útvarpsstöðinni og gaf meðal annars út fyrstu breiðskífu sína fyrir síðustu jól. Bæjarins bestu eru úr Mosfellsbæ og hafa náð að geta sér gott orð á stuttum starfstíma sínum. Tónleikarnir verða haldnir í nýju húsnæði Hins hússins við Pósthússtræti. Þeir hefjast kl. 20.00, aðgangur er ókeypis en aldurstakmark er 16 ár. LAURA HARRING Það er fyrrum greifynjan Laura Harring sem fer með aðalhlutverk myndarinnar. Ást í móðu Á morgun frumsýnir Háskólabíó nýjustu kvikmynd David Lynch, „Mulholland Drive“. Fyrir hana fékk hann leikstjórnarverðlaunin á frönsku kvikmyndahátíðinni í Cannes og fékk tilnefningu til Oskarsverðlauna. MULHOLLAND DRIVE Munið þið eftir þessum? Hann heitir Michael Anderson og lék dverginn í sjónvarpsþátta- röð Lynch, Twin Peaks. Hann fer með hlutverk hins dularfulla Mr. Rouqe í myndinni. kvikmyndir Hingað til hefur það að útskýra um hvað myndir leik- stjórans David Lynch fjalla ver- ið álíka ómögulegt og að leysa deiluna við botn Miðjarðarhafs. Með myndum sínum reynir hann að framkalla blendnar tilfinn- ingar áhorfenda með því að rugla þá eins mikið í ríminu og mögulega er hægt. Eitt er víst, af öllum myndum Lynch til þessa hefur hans nýjasta, „Mulholland Drive“, EINKUNNAGJÖF KVIKMYNDA DAVID LYNCH Á WWW.IMDB.COM: DAVID LYNCH Hefur alltaf þótt einn furðulegasti leikstjóri Hollywood, og hefur liklegast bara gaman af því. (8.39) - Mulholland Drive (2001) (Sjánvarp) (8.36) - Twin Peaks (1990) (8.19) - Straight Story, The (1999) (8.00) - Elephant Man, The (1980) (7.60) - Blue Velvet (1986) (7.44) - Alphabet, The (1968) (7.32) - Grandmother. The (1970) (7.23) - Lumíére et compagnie (1995) (7.03) - Industrial Symphony No. 1: The Dream of the Broken Hearted (1990) (Sjónvarp) (7.00)- Lost Highway (1997) (6.90) - Wild at Heart (1990) (6.81) - Eraserhead (1977) (6.21)- Dune (1984) (6.12)- Twin Peaks: Fire Walk with Me (1992) kvik fengið bestu móttökurnar. Lynch vann ekki einungis hin eftirsóttu leikstjórnarverðlaun á kvik- myndahátíðinni í Cannes, heldur var hann einnig á meðal fimm tilnefndra leikstjóra á Ósk- arsverðlaunahátíðinni í ár. En það er eitthvað sem aðdáendur hans höfðu talið óhugsandi. Lynch mun líklegast aldrei kom- ast nær Óskarnum, til þess þyk- ir hann of mikið á skjön við um- hverfi sitt. Ætli þeir gefi honum samt ekki styttu þegar hann er kominn með annan fótinn í gröf- ina? Sjálfur lýsir Lynch nýjustu mynd sinni sem „ástarsögu í borg draumanna", Los Angeles. Óhætt er að álykta að hún sé ekki með hefðbundnu sniði. Sagan hefst á því aö Rita (Laura Harring) lendir í bílslysi. Tveir menn sem voru með henni í bílnum farast. Líkamlega slepp- ur Rita ómeidd en hún man ekki neitt, ekki einu sinni sitt eigið nafn. Betty (Naomi Watts) finnur hana svo í fjölbýlishúsnæði ná- lægt slysstaðnum. Hún tekur Ritu upp á sína arma og ákveður að hjálpa henni í neyð inni. Á svipuðum tíma, annarsstað- ar í borginni, er ungur leikstjóri að nafni Adam Kesher (Justin Theroux) að þræta við tvo menn sem vilja að hann ráði unga leikkonu í næstu mynd sína. Hann þvertekur fyrir það og fer snemma heim úr vinnu. Þar bíð- ur hans ekki skemmtilegri „upp- ákoma" því eiginkonan er að skíta út rúmfötin ásamt hrein- gerningarmanninum. Allur lurk- um laminn ráfar hann inn á næsta hótel. Þar kemst hann að því að mennirnir tveir, sem hann var að þræta við fyrr um daginn, hafa stolið öllum peningunum hans. Hvernig Lynch þræðir svo örlög þessara þriggja persóna saman verða áhugasamir að komast að sjálfir. bíggi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.