Fréttablaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ
SAGA DAGSINS ,
11. APRÍL
Arið 1959 öðlaðist Rannveig
Þorsteinsdóttir, þá 59 ára,
fyrst íslenskra kvenna rétt til að
flytja mál fyrir hæstarétti.
Walter Mondale,
varaforseti
Bandaríkjanna,
kom í tveggja daga
opinbera heimsókn
til íslands árið
1979.
Arið 1970 var þriðja Apolló-
tunglfarinu skotið upp í geim-
inn frá Canaveralhöfða í Banda-
ríkjunum. Sprenging í súrefnis-
geymi kom þó í veg fyrir að
geimfararnir gætu fengið sér
göngutúr á tunglinu. Þeir létu sér
nægja að fljúga umhverfis það og
sneru síðan aftur til jarðar.
22
11. april 2002 FIMIVITUPflCUR
Hrörnunin byrjaði við Hallærisplan
„Ég er fæddur nokkrum vikum
eftir að flugvöllurinn var tekinn í
notkun sem hernaðarmannvirki,
undir aðfluginu að braut 002,“
segir Örn Sigurðsson. Iiann fædd-
ist á Smáragötunni og nú tæpum
60 árum síðar á hann heima í
næstu götu, Fjólugötu. Örn var
um árabil við nám og störf erlend-
is, aðallega í Þýskalandi.
Örn segist hafa fengið menn-
ingaráfall _þegar hann kom heim
árið 1975.1 upphafi vann hann hjá
Gesti Ólafssyni arkitekt og eitt
fyrsta verkefni hans þar var að
vinna við deiliskipulag miðborg-
arinnar. „Maður sá þá að það var
komið eitthvert drep hér niðri við
Hallærisplan og það varð ekki við
neitt ráðið. Hrörnunin hefur
færst þaðan og er komin upp á
Laugaveg núna.“
Samtök um betri byggð voru
stofnuð í ársbyrjun 1999. Áður
hafði Örn unnið að því hugðarefni
sínu að halda lífi í miðbænum á
öðrum vettvangi. Samtök um
betri byggð hafa, að mati Arnar,
náð þeim árangri að vekja fólk til
umhugsunar um flugvallarmálið,
auk þess sem efnt var til atkvæða-
greiðslu unt það. Hann segir nú
fullreynt að aðrar stjórnmála-
hreyfingar muni taka við sér í
þessu máli. „Við höfum alltaf
fengið á tilfinninguna að menn
skilji alveg um hvað er verið að
ræða. Þeir eru bara allir að fórna
þessum miklu hagsmunum þjóð-
félagsins fyrir sína eigin hags-
________________Persónan
Örn Sigurðsson arkitekt er einn aðstand-
enda stofnhóps Höfuðborgarsamtakanna
sem hyggur á framboð til borgarstjórnar
Reykjavíkur í vor.j
muni eða flokkshagsmuni. Þess
vegna ákváðum við að fara þá leið
að fara í framboð," segir Orn en
fullyrðir að hann ætli ekki í fram-
boð sjálfur. „Ég stend á bak við fé-
laga mína og skora á alla að bjóða
sig fram hjá okkur. Þetta er
þverpólitískt." ■
ÖRN SIGURÐSSON
Flutningur flugvallarins frá Reykjavík hefur
verið Erni Sigurðssyni hugleikinn síðan
hann snéri heim frá námi 1975.
TÍMAMÓT
Jón Kárason frá Tunsbergi á Svalbarðs-
strönd lést 6. apríl.
Kristján J. M. Jónsson, Hlff 1, ísafirði,
lést 5. apríl.
Steinunn Björg Halldórsdóttir lést 3.
apríl.
Ólafur Bachmann lést I Kaliforníu 26.
mars.
THkynningar sendist á
ritstjorn@frettabladid.is
Blöndunartæki
með brunavöm
Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin
tyrir bað og sturtu tryggja öryggi og
þægindi.
Mora Mega er árangur margra ára
vöruþróunar og betrumbóta.
Mora - Sænsk gæðavara
TCflGI
Smiðjuvegi 11 * 200 Kópavogur
Sími: 564 1038 • Fax: 564 1089 • tengi.is
JARÐARFARIR________________________
13.30 Guðmundur Valtýr Guðmunds-
son, Rauðagerði 44, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju.
13.30 Guðmundur Ermenreksson verð-
ur jarðsunginn frá Fossvog-
skapellu.
13.30 Matthías Laxdal Björnsson frá
Fellí í Árneshreppi, Hjallabraut 33,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.
13.30 Svanhvít Guðmundsdóttir, Skot-
húsvegi 15, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík.
13.30 Trausti Friðbertsson, Hraunbæ
103, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Árbæjarkirkju.
AFMÆLI______________________________
Hinrík Ólafsson, leikari, er 39 ára í dag.
ANDLÁT______________________________
Guðmundur Guðmundsson lést 27.
mars. Útför hans fór fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju 5. apríl.
Guðrún Blöndal, Sólvangsvegi 1, Hafn-
arfirði, lést 29. mars. Jarðarförin
hefur farið fram.
Páll Ólafsson, Silfurgötu 28, Stykkis-
hólmi, lést 9. apríl.
FÓLK í FRÉTTUM
Þrátt fyrir að enn sé rúmt ár í
næstu þingkosningar eru ýms-
ir farnir að hugsa sér til hreyf-
ings. Meðal þeir-
ra sem eru búnir
að taka ákvörðun
um framboð er
Mörður Árnason,
varaþingmaður
Samfylkingar.
Þegar hann var
beðinn að taka
sæti í nefnd á
vegum nýstofnaðs fulltrúaráðs
Samfylkingarinnar í Reykjavík
sem á að setja reglur um val á
framboðslista, hafnaði hann því
með þeim rökum að hann hefði
tekið ákvörðun um að sækjast
eftir þingsæti að ári og vildi ekki
taka þátt í því að semja reglurnar
sem farið yrði eftir við val á
frambjóðendum.
Ekki er úr vegi að rifja upp að
Mörður hefur verið í fram-
boði í síðustu tvennum þingkosn-
ingum. 1995 var hann þriðji mað-
ur á lista Þjóðvaka í Reykjavík og
fyrsti varaþingmaður flokksins í
kjördæminu það kjörtímabil.
1999 skipaði hann 6. sætið á lista
Samfylkingar. Samfylkingin fékk
fimm þingmenn og Mörður hélt
sæti sínu sem fyrsti varamaður.
Á kosninganótt sagði Mörður
reyndar að þetta væri fullreynt
og hann færi ekki aftur í framboð
en nú hefur honum snúist hugur.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
eru komnir á fullt í kosninga-
baráttu með tilheyrandi auglýs-
ingum og greinaskrifum. Eitt-
hvað virðast greinaskrifin þó
hafa vafist fyrir þeim. Þannig
birtist leiðrétting í Morgunblað-
inu í gær þar sem kom fram að
grein sem birtist á þriðjudag und-
ir yfirskriftinni „Ráðleysi R-list-
ans“ væri ekki eftir skráðan höf-
und heldur annan. Undir þetta
skrifaði Helga Guðrún Jónasdótt-
ir, varaþingmaður flokksins, sem
harmaði mistökin. Þótti mörgum
sem þarna mætti greina þann sið
stjórnmálaflokka í framboði að
láta menn sína skrifa fjölda
greina til stuðnings framboðinu
og fá svo aðra til að leggja nafn
sitt við greinarnar svo stuðning-
urinn virðist útbreiddari.
Það er ekki bara Sjálfstæðis-
flokkurinn sem er kominn á
fullt í kosningabaráttu. Björgvin
G. Sigurðsson er kominn í frí frá
starfi sínu sem framkvæmda-
stjóri Samfylkingar til að taka við
kosningastjórn flokksins í Ár-
borg. Þurfti þá að finna einhvern
til að leysa hann af. Fyrst var lit-
ið til Ingvars Sverrissonar, fyrr-
um framkvæmdastjóra Alþýðu-
flokks, en einhverjum í fram-
kvæmdastjórn þótti þá sem of
mikið væri komið af körlum á
skrifstofu flokksins. Þá mun
framkvæmdastjórnarmeðlimur-
inn Hólmfríður Garðarsdóttir
hafa sóst eftir starfinu en niður-
staðan varð sú að Aðalheiður
Franzdóttir sem hefur haft um-
sjón með skrifstofu Samfylkingar
leysir Björgvin af.
AFMÆLI
Hver íslendingur verð-
ur að virka eins og fjórir
Hinrik Olafsson leikari er 39 ára í dag. Hann mun verja afmælisdegi sín-
um með norskum hópi ferðamanna sem hann er leiðsögumaður fyrir.
„Ég hef alltaf átt hross og það er
mitt jóga,“ segir Hinrik sem
ásamt konu sinni er með nokkra
hesta í húsi. „Þetta er eitt af
mörgum áhugamálum mínum.
Við höfum ferðast mikið á hest-
um. Þetta er besti ferðamáti sem
til er.“
Hinrik var hálfþrítugur þegar
hann fór í Leiklistarskólann. „Ég
ætlaði eiginlega að verða stór-
söngvari," segir Hinrik sem nam
söng bæði hér heima og í Vín.
Leikarastarfið er aðalstarf
Hinriks en hann sinnir ýmsum
öðrum störfum samhliða, aðal-
lega leiðsögn erlendra ferða-
manna en einnig innlestri texta
og jafnvel textagerð í auglýsing-
um. „Ég segi oft við útlendingana
að hver Islendingur verði að
virka eins og fjórir. Við búum í
svo stóru landi.“
í haust brá Hinrik sér á sjó í
tvo mánuði. Hann er kominn af
sjómönnum og fannst nauðsyn-
legt að öðlast þessa reynslu.
Hann segist hafa fengið baktern
una í kjölfar töku myndarinnar í
faðmi hafsins, sem sjónvarpsá-
horfendur fengu að njóta nú um
páskana. Kynni Hinriks og leik-
stjóra myndarinnar hófust þegar
hann var í Leiklistarskólanum.
Þeir báðu hann að leika í stutt-
mynd og hann sló því til. Upp úr
því fór vinnan við handritið að í
faðmi hafsins af stað. Handritið
fékk verðlaun frá Kvikmynda-
sjóði en ekkert fjármagn. „Þá
hófst hið virkilega ævintýri. Það
hljóp í okkur íslensk kergja. Við
ætluðum okkur að framleiða
þessa mynd og hófumst handa við
HINRIK ÖLAFSSON
Hinrik hefur verið hestamaður frá því hann var barn og reynir að nýta þær stundir sem
gefast til að fara á bak.
að búa til peninga. Með samhentu
átaki og vestfirskri elju tókst
þetta allt.“ Hinrik segist sjálfur
vera mjög ánægður með útkom-
una. „Við erum ekki hættir. Við
erum með nokkur handrit í hand-
raðanum, meðal annars eitt mjög
spennandi sem fólk fær senni-
lega að sjá í framtíðinni."
Hinrik verður í Haukadalnum
í dag og segir fínt að verja af-
mælisdeginum við Geysi. „Ég
held svo smá afmæli um helgina
þegar ég kem heim, aðallega fyr-
ir strákana mína. Þeir eru meiri
áhugamenn um afmælisveislur
en ég.“
steinunn@frettabladid.is
„Það góða sem
maður gerir er
fljótt að gleymast."
vi/