Fréttablaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 11. apríl 2002 FIIVINITUPACUR ORÐ ( Tl'MA TÖLUÐ Tveir þriðju hlutar kjós- enda á Vísi.is voru þeirrar skoðunar að yf- irlýsing stjórnvalda í gær um (srael væri tímabær. Eiga íslensk stjórnvöld að láta meira að sér kveða um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Eiga yfirvöld að herða reglur um ávísan- ir á læknadópi? Farðu inn á visi.is og segðu I þina skoðun I Norska lögreglan grípur til aðgerða: Ótti við hryðjuverk í Noregi noregur Lögreglan í Ósló óttast að ísraelsmenn eða gyðingar þar í borg verði fyrir sprengjuárás á næstunni til þess að mótmæla allsherjarhernaði ísraela gegn Palestínumönnum. Á sunnudaginn bárust lögreglunni fréttir af því að ungir múslimar hafi lýst sig reiðubúna til að fremja sjálfs- morðsárásir í Noregi. Upplýsing- ar komu frá manni, sem hafði ver- ið viðstaddur fund nokkurra ísl- amskra leiðtoga í Noregi. Á þriðjudaginn lokaði lögreglan götunni, sem sendiráð ísraels í Osló stendur við. Einnig hefur ver- ið reistur eins konar varnargarður framan við samkunduhús gyðinga í Ósló. Norska dagblaðið Aften- posten skýrði frá þessu í gær. ■ FINNBOGI SIGURÐSSON Segir að það sé ekki algengt að foreldrar óski eftir að sitja í kennslutímum. Grunnskólinn: Undantekn- ing að for- eldrar fái að sitja í tíma SKÓLI Það er undantekning að for- eldrar nemenda fái að sitja kennslustundir í grunnskólum. Grunnskólalögin gera ekki ráð fyrir að foreldrar hafi aðgang að kennslustundum. Þetta kemur fram í áliti lögmanns Kennara- sambandsins sem unnið var að beiðni Félags grunnskólakennara. Finnbogi Sigurðsson, formaður félagsins, segir að álitið sé mjög samhljóða því sem fram hefur komið hjá menntamálaráðuneyt- inu. Hann segir að í flestum til- fellum sé það hins vegar ekkert mál fyrir foreldra að fá leyfi skólastjóra til að sitja kennslu- stundir. Ástæðan fyrir því að félagið bað um álitið var ágreiningur sem kom upp í einu sveitarfélagi. Þar kröfðust foreldrar þess að fá að sitja í kennslutíma en skólastjór- inn neitaði því á þeirri forsendu að honum væri það ekki heimilt. ■ Hætt við ráðstefnuna Siðfræði og lífvísindi: Siðfræðingar vildu ekki vera með Kára ráðstefna Líffræðifélag fslands og Siðfræðistofnun hafa hætt við að halda ráðstefnuna Siðfræði og lífvísindi sem átti vera um næstu helgi. Samkvæmt tilkynningu Líf- fræðifélagsins í gær er ráðstefn- unni frestað „vegna óviðráðan- legra ástæðna ... um óákveðinn tíma“. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er helsta ástæðan að nokkrir siðfræðingar sem áttu að halda erindi drógu sig tilbaka vegna síð- búinnar aðkomu Kára Stefánsson- ar og deCODE að ráðstefnunni. Heimildarmaður sem óskaði nafn- leyndar sagði við blaðið að nafn Kára hefði nýlega bæst á mæl- endaskrá. Siðfræðingar hafi sett spurningarmerki við fræðilegt inntak ræðu Kára, en samkvæmt útdrætti átti hún að fjalla á ítar- legan hátt um starfsemi fyrirtæk- is hans. Deildar meiningar voru auk þess um breytingu á áformaðri staðsetningu. Upphaflega átti að halda ráðstefnuna í Hátíðarsal HÍ KÁRI STEFÁNSSON Er sagður hafa tekið yfir ráð- stefnu þar sem siðfræði I vísind- um átti að vera til umræðu. en fyrir nokkrum dögum var ákveðið að notast fremur við húsakynni deCODE í Vatnsmýr- inni. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, staðfesti að síðbúin aðkoma fyrirtækisins hefði haft eitthvað með það að gera að nokkrir fyrirlesarar hættu við. Hún sagði að ástæður frestunar væru margar en vildi ekki tjá sig nánar um málið. ■ Kemur í bakið á öðrum fyrirtækjum Tilkoma nýs lyQaþróunarfyrirtækis deCODE mun valda sprengingu á vinnumarkaði. Slíkt bitnar á öðrum fyrirtækjum sem sækjast eftir sama starfsfólki. Tímaskekkja, segir forstjóri Pharmaco, og telur óeðlilegt að ríkið styðji fyrirtæki sem fer í samkeppni við önnur um starfsfólk. ríkisábyrgðir „Það er augljóst mál að þó þetta fyrirtæki sé ekki í beinni samkeppni við marga hérna í framleiðslu þá eru þeir að keppa á sama markaði um sama starfs- kraftinn sem er af skornum skammti," segir Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco. Hann segir að þó það skapi vand- * ræði fyrir önnur „Ég held að fyrirtæki að ný það sé alveg fyrirtæki komi inn Ijóst að það á sama markað sé eru ekki 250 - ekkert við því að 300 manns á segja þegar þau lausu af hæf- gera það upp á sitt um starfskrafti eindæmi. í þessum „En mér finnst geira heima." mjög óeðlilegt að ___^____ ríkið komi og bakki menn sérstaklega upp í þessu. Þetta mun bitna á mörgum öðrum. Ég held að það sé alveg ljóst að það eru ekki 250 - 300 manns á lausu af hæfum starfs- krafti í þessum geira heima,“ segir Sindri. „Þetta er það sérhæft svið að þú ert ekki með þúsundir manna sem ganga um meira og minna atvinnulausir, sem betur fer.“ Sindri segir það tímaskekkju að ríkið komi að rekstri fyrir- tækja með þessum hætti. „Það eru hluthafar fyrirtækja sem taka svona áhættu. Það eru þeir sem hirða arðinn ef vel gengur. í þessu tilfelli eru það einhverjir aðrir sem taka á sig skellinn ef illa gengur. Ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta.“ „ísland er náttúrulega lítill ÍSLENSK ERFÐAGREINING Þegar fslensk erfðagreining hóf starfsemi hér á landi varð sprenging í eftirspurn eftir fag- fólki. Stofnun lyfjafyrirtækis mun hafa sömu áhrif og hafa bein áhrif á starfsemi annarra fyrirtækja sem sækjast eftir sama starfsfólki. vinnumarkaður. Þetta mun klár- lega hafa áhrif á hann,“ segir Ró- bert Wessman, forstjóri Delta, en segir of snemmt að segja til um hvernig þau áhrif koma fram. Ró- bert lítur ekki svo á að fyrirheit um ríkisábyrgðir eigi að beinast að deCODE einu. „Við hjá Delta munum að sjálf- sögðu skoða hvaða tækifæri ligg- ja í þessu, ef stefna ríkisins er að styðja myndarlega við bakið á fyrirtækjum í þessum rekstri," segir Róbert Wessman, forstjóri Delta. Hann segir að svipað sé gert á Möltu þar sem Delta hafi starfsemi. „Það er hins vegar mik- ilvægt að ríkið geri sér grein fyr- ir áhættunni sem fylgir svona ábyrgð. Það er alltaf töluverð áhætta sem felst í frumþróun á nýjum lyfjum.“ brynjolfur@frettabladid.is haflidi@frettabladid.is Heilbrigðisráðherra boðar breytta vinnuferla og bíður dóms Hæstaréttar: Ovissar afleiðingar innan ráðuneytis stjórnsýsla Jón Kristjánsson heil- brigöisráðherra ætlar að bíða nið- urstöðu Hæstaréttar áður en hann ákveður hvaða afleiðingar am- fetamínsklúðrið hefur innan ráðu- neytis hans. „Við lítum þannig á að innflutn- ingur og meðferð þessa efnis sé bannaður. Hins vegar var málinu vísað til Hæstaréttar. Ég ætla ekki að tjá mig fyrr dómur hans liggur fyrir,“ segir Jón. Aðspurður segir Jón að vinnu- brögðum í heilbrigðisráðuneytinu hafi verið breytt í kjölfar þess að það gleymdist að merkja við am- fetamín sem bannefni í reglugerð. „Við munum fara yfir alla vinnu- ferla í þessu,“ segir hann Jón bendir á að um óvenjulega reglugerð sé að ræða að því leyti að hún sé lyfjalisti. Engar sam- bærilegar veilur hafi fundist í listanum. Afleiðingar amfetamíns- hneykslisins geta orðið alvarleg- ar. I þessari viku sýknaði Héraðs- dómur Reykjavíkur mann af ákæru um amfetamíneign og öðr- um var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Búast má við kröfum frá þcim sem sættu gæsluvarðhaldi eða voru dæmdir á þeim tíma sem reglugerðin var gölluð. ■ JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra segir ráðuneytið hafa litið svo á að innflutningur og meðferð amfetamíns væri ólöglegur. Bruni á Ásvallagötu: . íbúð stór- skemmdist bruni Miklar skemmdir urðu á íbúð við Ásvallagötu 10 síðdegis í gær. Þegar slökkvilið kom á stað- inn var talsverður eldur í barna- herbergi íbúðarinnar sem er á jarðhæð. Nánast allt sem var inni eyðilagðist. Um tíma var óttast að tveir drengir væru í íbúðinni. Vandlega var leitað en síðar kom í ljós að drengirnir höfðu brugðið sér á bókasafn. Slökkvistarf gekk greiðlega og var reykræstingu lokið um kvöld- matarleytið. Talið er víst að eldur- inn hafi kviknað í eða við sjón- varpstæki í barnaherbergi. ■ GREININGARSTÖÐIN Sú viðleitni ráðuneytis að minnka biðlist- ann með fjárveitingu til fjölgunar starfa gengur ekki upp, segja starfsmenn. Greiningarstöð ríkisins: Vantar talmeina- fræðing kjaramÁl „Við höfum heimildir um að fólk sem vinnur hjá ríkisspítöl- unum við samskonar störf og unn- in eru hjá okkur fái allt að 25% hærri laun,“ segir Bryndís Hall- dórsdóttir formaður starfsmanna- félags Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins. Á fundi starfsmanna með full- trúum félagsmálaráðuneytisins í gær um stefnu stöðvarinnar kom fram að litlar líkur væru á að vandinn yrði leystur með aukinni fjárveitingu til ráðningar fjögurra nýrra starfsmanna. Vegna lágra launa hefðu sérfræðingar sýnt auglýstum störfum lítinn áhuga. Börn sem þurfa greiningu vegna þroskafrávika bíða nú að jafnaði í 12-14 mánuði eftir þjón- ustu. Bryndís segir að stöðinni vanti til dæmis sárlega talmeina- fræðing. ■ —♦— Þj óðhagsstofnunar- frumvarp: Deilt fram eftir degi alþingi Hart var deilt um frum- varp ríkisstjórnarinnar um að leggja niður Þjóðhagsstofnun á þingfundi í gær. Lítið fór fyrir stjórnarliðum í umræðunni. Ein- ungis Halldór Ásgrímsson, starf- andi forsætisráðherra, og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, tóku þátt í umræðunni fyrir hönd stjórnarliða. Stjórnarandstæðing- ar gagnrýndu að verið vaeri að grafa undan sjálfstæðu mati efna- hagsmála og það fært undir hæl forsætisráðherra. Fjármálaráð- herra sagði þá gera úlfalda úr mýflugu. Verið væri að hagræða skipan mála. ■ 1lögreglufréttir| -jyrla Landhelgisgæslunnar ■ sótti slasaðan sjómann um orð í bátinn Hrímni ÁR-51 frá orlákshöfn síðdegis í gasr. Að ign vakthafandi læknis á slysa- eild Fossvogssjúkrahúss reynd- st höfuðáverkar mannsins ekki Ivarlegir. Þungt stykki hafði egist í höfuð hans. Hann fékk 3 fara heim um kvöldmatarleyt- > í gær að lokinni rannsókn. Til- ynnt var um slysið um tvöleytið g lagði þyrlan af stað um 20 línútum síðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.