Fréttablaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 11
FIÍVÍIVITUPAGUR 'll. april 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
11
Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi:
STUTT
Auknar kröfur í nýju starfsleyfi
landbúnaður Auknar kröfur eru
um að dregið verði úr frárennsli
og skolpi frá Mjólkurbúi Flóa-
manna á Selfossi í nýju starfsleyfi
búsins sem er til umfjöllunar hjá
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
„Þar er tekið á þessum þáttum, en
starfsleyfisdrögin eru til umsagn-
ar hjá Mjólkurbúinu,“ sagði Elsa
Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Mjólkurbúið skilar inn greinar-
gerð sinni í dag, en verið er að
taka inn í starfsleyfi búsins breyt-
ingar á reglugerð varðandi frá-
veitu og skolp.
Auðunn Hermannsson, for-
stöðumaður vöruþróunar og
gæðastjórnunar hjá Mjólkurbú-
inu, segir að auknum kröfum í
nýja starfsleyfinu verði mætt.
„Ég sé ekki nein vandkvæði á
þessu við fyrstu skoðun, en við
erum í raun ekki í neinni osta-
gerð, þannig að mysan sem fer út
frá okkur er í raun bara úr skyri,“
sagði hann og taldi breytta
vinnslutækni hafa breytt hlutum
til batnaðar síðustu ár. „í raun er
hægt að nýta þetta í fóður eða
annað, þótt það sé ekki hag-
kvæmt. Ef við höfum ekki leyfi til
annars hlýtur það að vera val-
kostur." ■
MJÓLK ER GÓÐ
Nefnd fulltrúa mjólkurframleiðenda og stjórnvalda kynnti sér í síðasta mánuði fullvinnslu
mjólkur á írlandi, þar sem unnin eru prótein og hliðarvörur úr afgangsmysu sem annars
væri hellt.
Opnuð hefur verið heimasíða
á Netinu þar sem vægum
dómum í kynferðisbrotamálum
hér á landi á undanförnum
árum er mótmælt. Hópurinn
sem opnaði síðuna kallar sig
„Nú er nóg komið“. Á síðunni er
skorað á dómsmálaráðherra að
beita sér fyrir því að þyngri
dómar verði felldir í kynferðis-
afbrotamálum.
Karlmaður á 48. aldursári var
í gær í Héraðsdómi Reykja-
víkur dæmdur í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir
líkamsárás á konu. Hann spark-
aði m.a. í konuna þar sem hún
sat á stól.
ENGIN SPRENGJUBELTI
Vopnaðir Palestínumenn, sem varist höfðu
ísraelsher I Nablus, gáfust upp í gær.
Níu létust í Haífa:
Israelsher
hunsar
Bandaríkja-
forseta
jenín. haífa. ap Að minnsta kosti
níu manns fórust þegar Palestínu-
maður sprengdi sig í loft upp í al-
menningsvagni í borginni Haífa í
gærmorgun. Fjórtán manns særð-
ust. Hamashreyfingin lýsti
ábyrgð sinni á árásinni. Tólf daga
hlé hafði verið á sjálfsmorðsárás-
um Palestínumanna þangað til í
gær.
Öryggisráð Israels samþykkti í
gær að þessum hernaði gegn
Palestínumönnum verði haldið
áfram, þrátt fyrir eindregin til-
mæli Bandaríkjaforseta um að
ísraelsher dragi sig nú þegar í
hlé. ísraelsk stjórnvöld segja
markmið aðgerðanna vera að upp-
ræta hryðjuverkastarfsemi
Palestínumanna. Aðgerðirnar
hafa notið víðtæks stuðnings ísra-
elsmanna, sem eru orðnir lang-
þreyttir á sjálfsmorðsárásum. ■
ERLENT
Edvvard Lutes, lögreglumaður í
New Jersey í Bandaríkjunum,
fannst í gær látinn í bifreið sinni.
Kvöldið áður hafði hann myrt
fimm manns þegar hann gekk
berserksgang vopnaður byssu.
Ekki eru liðnir þrír mánuðir frá
því annar lögreglumaður í New
Jersey myrti fjóra með sama
hætti.
Páfagarður vildi í gær hvorki
játa né neita fréttum um að
Jóhannes Páll II páfi ætli ekki að
fara í ferðalag til Alpafjallanna í
sumar, eins og hann hefur gert
árlega. Heilsufari páfa hefur
hrakað undanfarna mánuði. Hann
er orðinn 81 árs.
Thomas Borer, sendiherra
Sviss í Þýskalandi, hefur ver-
ið kallaður heim eftir að myndir
birtust í þýskum dagblöðum af
konu, sem sagðist hafa átt
næturævintýri með sendiherran-
um meðan eiginkona hans var
fjarverandi.
Peter Caruana, aðalráðherra á
Gíbraltar, gagnrýndi í gær
bæði spænsk og bresk stjórnvöld
fyrir þóf sitt í samningaviðræð-
um um framtíð þessarar bresku
nýlendu.
LOKAHELGI !
ÁSKRIFENDUR FRÓÐA, MUNIÐ BÓKAGJAFIRNAR
.
ENdviiminn,ngar .
« © -90»
0 o %
OPNUNARTIMAR:
f% VIRKA DAGA FRÁ KL 14.00 - 20.00
JÐUNN HELGAR FRÁ KL. 10.00 - 18.00
FRÓÐI hf, Héðinshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík s: 515 5500