Fréttablaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUPAGUR 11. apríl 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Forstöðumenn elli- og hjúkrunarheimila ósáttir: Daggjöld ákveðin á til- viljunarkenndan máta PACGiðLD Jóhann Árnason, formað- ur félags forstöðumanna elli- og hjúkrunarheimila, segir upphæð og aðferðafræði ríkisins við að ákveða daggjöld til dvalarheimila tilviljunarkennda og ekki byggjast á neinum rökum. Hann og félagar hans gagnrýna að ekki hafi verið haft samráð við stofnanir þegar daggjöldin voru ákveðin. Þau verða 4.515 fyrir árið 2002. Nefnd sem var skipuð fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu komst að þeirri niðurstöðu að gjaldið skyldi vera 5.813 krónur. Jóhann segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við það gjald. Samt hafi lægri upphæð verið ákveðin og það án rökstuðnings. Jó- hann segir þessa upphæð ekki stan- da undir þeim kostnaði sem er við íbúa á dvalarheimilum. Hugsanleg langtímaáhrif þess séu að dvalar- heimili leggi upp laupana. Jóhann segir að segja megi að ríkið sé ekki að standa við þær skuldbindingar sem felist í lögum um að tekjur dvalarheimila dugi fyrir eðlilegum rekstrarkostnaði. ■ HRAFNISTA Daggjöld fyrir dvalarheimili eru þau sömu um land allt, hjúkrunargjöld eru mismunandi. Mega fá próf barna sinna skólamál Menntamálaráðuneytið telur að foreldrar og forráða- menn skólabarna eigi almennt rétt á því að fá afrit eða ljósrit af metnum prófúrlausnum barna sinna. Óskað hafði verið eftir úr- skurði ráðuneytisins. Það telur sig ekki hafa úrskurðarvald í málinu þar sem grunnskólar séu á forræði sveitarfélaga. Þrátt fyrir þetta gefur menntamálaráðuneytið almennar leiðbeiningar um þær reglur sem gilda um rétt foreldra til að fá af- rit af prófúrlausnum. Þar kemur m.a. fram að samkvæmt reglu- gerð frá 1996 éigi nemandi og foreldrar hans rétt til að skoða prófúrlausn sem hefur verið met- in. Óska skuli eftir því innan tveggja vikna frá því mat skólans á úrlausninni liggur fyrir. Ennfremur vitnar mennta- málaráðuneytið til afgreiðslu AUSTURBÆJARSKÓLI Menntamálaráðuneytið segir forráðamenn grunnskólabarna eiga rétt á að skoða prófúr- lausnir sinna barna. sinnar á sambærilegu erindi er varðaði aðgang forráðamanna að trúnaðarupplýsingum um nem- endur í grunnskólum. í því taldi ráðuneytið með hliðsjón af stjórnsýslulögum og upplýsinga- lögum að almennt mætti gera ráð fyrir að forráðamenn ættu rétt til að fá afhent gögn um viðkomandi nemanda. ■ LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F. AÐALFUNDUR Aðalfúndur Lyfjaverslunar íslands hf. verður haldinn að Lynghálsi 13 fimmtudaginn 18. apríl 2002 og hefst hann kl. 16.00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. félagsins. 2. Tillögur um breytingu á samþykktum. a) 1. gr. um að breyta nafni félagsins í Líf hf. b) 2. gr. um að breyta heimilisfangi félagsins. 3. Tillaga stjómar um heimild til að kaupa og/eða eiga eigin hlutabréf. 4. Önnur mál sem löglega em upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á ffam á aðalfúndi, þurfa að vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfúnd. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fúndargögn verða afhent á fúndarstað við upphaf fundarins. Stjóm Lyfjaverslunar íslands hf. POTTÞETT LAUSN FYRIR HEIMILIÐ EÐA SUMARBÚSTAÐINN POTTARNIR ERU KOMNIR FRÁBÆRTILBOÐ ALLAN MÁNUÐINN BAÐSTOFAN BÆJARLIND 14, SlMl 564 57 OO

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.