Fréttablaðið - 18.04.2002, Page 11
FIMMTUPACUR 18. april 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
u
Gr ænmetiskönnun:
Tómatar
hækka
neytendur 42 grænmetistegundir
lækkuðu, 19 tegundir hækkuðu í
verði og tvær stóðu í stað þegar
verð í byrjun febrúar, áður en toll-
ar voru afnumdir, og byrjun aprfl
er borið saman. Þetta kemur fram
í nýrri verðkönnun Samkeppnis-
stofnunar. Hækkunin varð einna
mest á innfluttum tómötum, eða
33% að meðaltali, Mest varð
lækkunin á íslenskum agúrkum,
eða 79% að meðaltali. Samkeppn-
isstofnun hyggst fylgjast með
verðþróun á grænmeti og ávöxt-
um á næstu mánuðum. Verð á
grænmeti og ávöxtum ræðst m.a.
af uppskeru og árstíma. ■
Umdeild ræða forseta:
Gagnrýndur
á Alþingi
alþingi Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti, varð fyrir mikilli gagnrýni
af hálfu þingmanna við upphaf
þingfundar í gær vegna ræðu sem
hann hélt um Evrópusambandið og
alþjóðavæðingu á þemaþingi Norð-
urlandaráðs.
Guðmundur
Árni Stefánsson,
þingmaður Sam-
fylkingar, sagði
forseta hætta sér
út á hættulega
braut með því að
blanda sér í póli-
tísk deilumál.
Hann sagði forseta
ekki geta brugðið
yfir sig fræði-
mannskufli og
falið þá staðreynd að hann væri for-
seti. Enda hefðu erlendir gestir
hlýtt á hann sem forseta en ekki
fræðimann. Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra, sagði ræðu for-
seta hljóta að kalla á umræðu. Sjálf-
ur sæi hann galla á hvernig forseti
hefði hagað málflutningi sínum.
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður utanríkisnefndar, sagði
marga erlenda gesti hafa undrast
orð forsetans.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri-grænna, sá hins veg-
ar ekkert athugavert við ræðuna.
Hann furðaði sig þó á því að menn
sem löngum hefðu kallað eftir Evr-
ópuumræðu vildu ekki ræða um
efnisatriði ræðu forsetans. Undir
orð hans tók Kristján Pálsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks. ■
ÓLAFUR
Flestir þingmenn
sem tóku til máls
höfðu áhyggjur af
því hvernig forseti
tjáði sig um um-
deilt mál.
--«--
Keikó:
Situr einn
að Klettsvík
vísindi Keikó verður áfram í Kletts-
vík. í sumar á enn að reyna að fá
háhyrninginn til að rífa sig lausan
frá mannskepnunni. Ocean Fut-
ures-samtökin, sem hafa fengið
samþykki bæjaryfirvalda í Stykkis-
hólmi fyrir því að flytja dýrið þang-
að, segjast vonast til að þeim standi
sá möguleiki opinn áfram. Af frétt
Ocean Futures má ráða, að það að
íslandslax hefur frestað áformum
um laxeldi í Klettsvík hafi skapað
möguleika á áframhaldandi veru
Keikós í víkinni. ■
Búnaðarbankinn þakkar fyrirlesurum
og yfir 400 gestum á ráðstefnu um
fjármál eldri borgara í Súlnasal Hótels
Sögu 16. apríl síðastliðinn fyrir einstak-
lega fróðleg og vel heppnuð erindi um
stöðu fjármála eldri borgara á íslandi
og skemmtilegar og líflegar umræður.
bi
www,
Búnaðarbankinn þakkar
(Ql Ifk (0.
w
í Borgarvefsjánni er að finna
uppLýsingar um staðsetningu allra Lagna
og tengingar þeirra við hús í Reykjavík.
Ekkert mál að finna vatnið,
rafmagnið og símainntakið
með aðstoð Borgarvefsjárinnar.
w w w. borgarvefsja#is