Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20, dreifing@frettabladid.is
BP
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR
n
á
Bakþankar;
Björgvins Guðmundssonar
Leyndarmál
dagbókanna
Góð frænka mín hefur unnið hjá
Skeljungi í mörg ár og unir hag
sínum vel. Þetta er ein af þessum
gömlu góðu frænkum sem manni
þykir mikið vænt um. Þrátt fyrir
örar tækniframfarir hefur mikil-
vægi hennar á skrifstofunni síst
minnkað og fær hún að halda sínum
gömlu vinnuhefðum. Ein af þessum
hefðum er að skrifa stutta færslu í
dagbók þegar færi gefst á daginn. í
mörg ár hefur hún haldið utan um
daglegt líf fjölskyldunnar og skráð
stórviðburði; bæði sorgir og sigra.
Þegar ég hitti hana í fermingar-
veislu um daginn sagði hún mér frá
atviki einu sem gerðist á vinnu-
staðnum í aðdraganda jólanna. Hún
var nýbúin að ná sér í morgunkaff-
ið og sest niður við morgunverkin
þegar her embættismanna rýkur
inn. Mennirnir komu í fylgd lög-
reglu og frænku var ýtt úr sæti
sínu og út af skrifstofunni. Hún
sagðist skiljanlega hafa verið skelk-
uð yfir látunum í þessu fólki sem
sagðist vera frá Samkeppnisstofnun
að rannsaka meint verðsamráð olíu-
fyrirtækja.
—• -♦—
Eins og frænka hefur alltaf gert þá
hlýddi hún skipunum yfirvalda.
Embættismennirnir hirtu alla papp-
íra hjá henni og þar á meðal dag-
bækurnar þar sem hagir fjölskyld-
unnar höfðu verið samviskulega
skrásettir. Hún sagðist ekki skilja
hvernig þessi stofnun hefði heimild
til að ráðast inn á svæðið þar sem
hún eyðir megninu af deginum og
hirða allt lauslegt. Sárnaði henni
mest að dagbækurnar hurfu. Eina
samráðið sem var að finna í þeim
var samráð þeirra hjóna um gott
nafn á barnabarnið.
—♦—
En leyndarmál dagbókanna er víst
ekkert leyndarmál þegar rannsókn-
arhagsmunir yfirvalda eru í húfi.
Þá er réttur frænku minnar og ann-
arra starfsmanna fyrirtækja lítils
virði. Hinar göfugu eftirlitsstofnan-
ir skulu hafa forgang. En frænka
óskar engum illt og sagðist að lok-
um vonast til að starfsfólk Sam-
keppnisstofnunar hafi getað glaðst
og grátið með sorgum og sigrum
fjölskyldunnar. Þetta væri jú fólk
eins og við. ■
Microsoft•
60LD CERTIFIED
Við erum f góðum félagsskap samstarfsfyrirtækja Microsoft sem fengið hafa
hæstu einkunn fyrir sölu á Microsoft-lausnum og þjónustu tengdri henni.
Microsoft er ekki aðeins kappsmál að fjárfesta f fultkomnum og áreiðanlegum
hugbúnaðarlausnum. Fyrirtækið telur ekki síður mikilvægt að samstarfsfyrirtæki
þeirra miðli þekkingunni áfram á áhrifarfkan hátt.
Til þess þarf þekkingu og hæfni.
Til þess þarf fyrirtæki eins og AcoTæknival.
Fyrirtæki sem uppfyllir þarfir annarra fyrirtækja um hagnýtar hugbúnaðarlausnir.
AcoTækntval veitir þér forskot f samkeppni.
Partner
AcoTæknival
SKEIFUNNI 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 550 4000 • WWW.ATV.IS
Komin með gullið!