Fréttablaðið - 26.04.2002, Page 6

Fréttablaðið - 26.04.2002, Page 6
FRÉTTABLAÐIÐ 26. apríl 2002 FÖSTUPAGUR SPURNING DAGSINS Fylgist þú með umræðum á Alþingi? "Nei, það geri ég ekki. Ég fer hins vegar á netið og fylgist með umræðu i fjölmiðlum þarí' Sigurlfna Halldórsdóttir, skrifstofumaður. Laxsíld: Hlé gert á tilraunaveiðum SJÁVflRÚTVEGUR Tog- og nóta- veiðiskipið Ásgrímur Halldórs- son SF - 250 er hættur í bili leit og tilraunaveiðum á laxsíld. Leiðangur skipsins stóð yfir í sex sólarhringa. Þórður Jóns- son forstjóri SR-mjöls segir að ætlunin sé að fara í annan leið- angur eftir einhvern tíma. Hann segir að von sé á skýrslu frá fiskifræðingi um árangur- inn í þessari nýafstöðnu ferð. Þá vonast menn til að fregna eitthvað um laxsíldina frá togurum sem eru á karfaveiðum út af Reykja- neshrygg. Hann segir að lítið hafi verið um lóðningar á laxsíld í ÁSGRÍMUR HALLDÓRSSON SF. Sagt er að lítið hafi verið um lóðningar á laxsíld í þá sex sólarhringa sem leitað var. þessari fyrstu ferð skipsins. Þrátt fyrir það telur hann að menn hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum, enda þessi rannsókn rétt að byrja. Hins vegar hefðu menn náð sýnishornum af laxsíldinni í ferðinni. Þórður Jónsson segir að menn muni taka ákvörðun um það áður en langt um líður hvenær sé skynsamlegt að fara í aðra ferð. í því sam- bandi hefur verið rætt um að þetta gætu orðið tvær til þrjár ferðir á miðin til viðbótar. Það yrði þá í viku í hvert sinn. Hann áréttar að menn hefðu ekki haft neina sérstaka trú á því að aflinn kæmi um leið og skipið færi á miðin til veiða. ■ Skíðaslysið í Tungudal: Pilturinn á batavegi LANDSPÍTflLiNN Sextán ára gamall piltur, sem slasaðist alvarlega á skíðasvæðinu í Tungudal við ísafjörð, fyrir um mánuði er á góðum batavegi. Hann var á gjör- gæslu Landspítalans í Fossvogi í rúmar þrjár vikur en var fluttur á barna- og unglingadeild 11. apr- íl. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum hefur pilturinn, sem slasaðist þegar hann lenti á höfði og baki eftir að hafa stokkið á stökkpalli, náð ótrúlega góðum bata. ■ ; FINNUR ÁRNASON Þetta þvældist nokkuð fyrir okkur þannig að loks var tekin ákvörðun. TÖLVUTEIKNING AF ÁLVERI f REYÐARFIRÐI Hugsanlegt er að Alcoa taki yfir hugmyndir Norsk Hydro um að reisa álver á Reyðarfirði. LANDSVIRKJUN Finnur Arnason: Hagkaup er fleirtala málfræði Finnur Árnason, for- stjóri Hagkaupa, segir að sú ákvörðun hafi verið tekin fyrir fá- einum árum að notast fremur við fleirtölumynd nafns verslunar- innar en eintölumyndina. Sam- kvæmt þessu er maður staddur réttilega í „Hagkaupum" en ekki í „Hagkaupi." Margir muna eftir því að Hagkaupsfjölskyldan lét eitt sinn þau boð út ganga að rétt væri að notast við eintölumynd- ina. „Við ræddum við íslensku- fræðinga sem bentu á að í eintölu vísaði nafnið til „launa“ en ekki sagnarinnar „að kaupa," þ.e. þar sem maður gerir bestu kaupin. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. ■ 1 ÍÞRÓTTIR | Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var í gær kjörinn í fram- kvæmdastjórn UEFA á þingi sambandsins í Stokkhólmi. Egg- ert fékk stuðning rúmlega helm- ings aðildarríkja þegar í fyrstu umferð og var því með fyrstu mönnum til að ná kjöri. Sagðir alvöru menn með mikinn áhuga Sérfræðingar Alcoa voru á Austfjörðum að kynna sér aðstæður og ræða við heimamenn. Koma að undirbúnu verkefni. Ekki búnir að afskrifa Norsk Hydro. stóriðja Sérfræðingar frá banda- ríska álrisanum Alcoa komu til Austfjarða i vikunni til að kynna sér aðstæður og ræða við heima- menn. Þetta er liður í athugun —o— álfyrirtækisins á hugsanlegri þátt- töku þeirra í rekstri stóriðju í fjórðungnum. Áður höfðu full- trúar fyrirtækis- ins rætt við for- ustumenn sveitar- —♦ félaga á Austfjörð- um og bæjarstjóra Fjarðabyggð- ar. Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar í Fjarðabyggð, segir að það sé alveg ljóst að þarna séu á ferðinni alvöru menn sem hafa Sýnir svart á hvítu hvað ál- ver í Reyðar- firði og virkjun Kárahnjúka er girnilegt verk- efni. mikinn áhuga á þessu verkefni. Það mun síðan koma fljótt í ljós hvaða árangur þessar viðræður og athuganir munu skila, eða jafn- vel strax í næsta mánuði. í því sambandi bendir forseti bæjarstjórnar m.a. á að ákvarðan- ir og stefnumótun í þessum stór- iðju-áformum muni gerast miklu hraðar en menn hafa átt að venj- ast til þessa. Staða þessa máls sé t.d. allt önnur vegna þeirrar miklu vinnu sem þegar sé búið að inna af hendi í tengslum við áform Norsk Hydro. Af þeim sökum séu Bandaríkjamennirnir að koma að verkefni sem er fullkomlega und- irbúið. Aðspurður hvort þetta gefi heimamönnum tilefni til meiri bjartsýni í þessum efnum en oft áður segir Smári að þarna séu á ferðinni mjög áhugasamir aðilar. Það verður síðan að láta á það reyna hvort áhugi þeirra muni skila sér í byggingu og rekstri ál- verksmiðju í Reyðarfirði. Hann hafnar því að þarna sé um ein- hverja tálsýn að ræða, enda liggur ekkert fyrir hvað muni koma út úr þessum viðræðum. Á hinn bóginn telur hann að áhugi frá fleiri fyr- irtækjum sýni það svart á hvítu hvað álver á Reyðarfirði og virkj- un Kárahnjúka sé girnilegt verk- efni. Hann vill þó ekki segja hvaða fyrirtæki það eru. Þá séu menn ekki búnir að afskrifa þátt- töku Norsk Hydro í þessum stór- iðju-áformum. grh@frettabladid.is Sveitarstjórnarkosningar: Konur í framboði á skólabekk ENDURMENNTUN TÖluverð- ur áhugi virðist vera meðal kvenna sem eru í framboði til sveitar- stjórna að sækja nám- skeið til að auka þekk- ingu sína á þessu stjórn- sýslustigi. Fullbókað var á fyrsta námskeið sem haldið var í byrjun mán- aðarins. Alls verða hald- in þrjú námskeið. Um 15 -20 konur eru á hverju námskeiði auk þess sem boðið er upp á fjar- kennslu. Það er ráð- herraskipuð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum sem stendur fyrir þessum námskeið- um í samstarfi við Endurmennt- unarstofnun Háskóla ís- lands. Hildur Helga Gísla- dóttir, formaður nefnd- arinnar, segir að þessi námskeið séu m.a. hald- in til að gera konur ör- uggari á þessum vett- vangi og stuðla þá um leið að því að fleiri úr þeirra röðum gefi kost á sér til þátttöku í stjórn- málum. Hún segir að á þessum námskeiðum sé m.a. farið yfir grunnat- riði í stjórnsýslu sveitar- félaga, löggjöf, meðferð mála, helstu störf, fundarreglur, fund- arstjórn, afgreiðslu mála og áhrif kynferðis í stjórnmálum. ■ HILDUR HELGA GÍSLADÓTTIR Segir mikilvægt fyrir konur að vita út í hvað þær eru að fara. Bráðnun jökla þýðir ekki endilega góðan vatnsbúskap. Vatnsbúskapur Landsvirkjunar: Ræðst af mörgum þáttum jöklar Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að þrátt fyrir að bráðnun jökla auki vatnsmagn í jökulám sé ekki þar með sagt að vatnsbúskap- ur sé hagstæður. Hann tekur árin 1999 og 2000 sem dæmi. Þá hafi vatnsbúskapur gengið illa, og hafi slæmt árferði þar ráðið mestu. Þorsteinn segir spár um aukið vatnsmagn í jökulám engin áhrif hafa á væntanlegar virkjunar- framkvæmdir. Þær áætlanir byggi á margra ára rannsóknum á hegð- an jökla og jökuláa en ekki á spám. ■ —*— J árnblendifélagið: Gengishagn- aður bjíirgar Ll!l!*C.lðP. Telonolrn innnmonðifnlnrt ið hf. skilaði rúmum 30 milljónum lcrnna í haCTnnð á fvrsta árQfinrð- ungi ársins. í fyrra var hagnaður: inn rúmar 17,5 milljónir króna. í uppgjörinu eru færðar aukalega til tekna 16 milljónir kr. vegna uppgerðra skaðabótakrafna frá síðasta ári. Hagnaður eftir skatta nam 62,6 milljónum króna en í fyrra tapaði félagið 94 milljónum króna. Geng- ishagnaður varð á tímabilinu að upphæð 94 milljónir króna saman- borið við 191 milljóna krónu tap á sama tímabili í fyrra. Heildareignir félagsins í lok mars voru um 10 milljarðar og heildarskuldir um 5 milljarðar. ■ VIÐSKIPTI Farsímafyrirtækið Siemens rak á miðvikudag 45 manns frá þróunardeild sinni í Álaborg í Danmörku. Þetta er þriðja fjölda- uppsögnin á árinu. Alls hefur 92 verið sagt upp. Ástæða uppsagn- anna er samdráttur í farsímaiðn- aði að því er Berlingske tidende greinir frá.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.