Fréttablaðið - 15.05.2002, Qupperneq 1
AFMÆLI
Býður gestum
í eigin bráð
bls 22
ÚTCÁFA
Kiljan komin
til að vera
bls 16
ÍÞRÓTTIR
Dýrmœt
reynsla
fyrir lífið
bls 13
Jarðgerðarta nkur
Minna sorp! FLUTNINGATÆKNI mð - |U- í
Súðarvogi 2, Reykjavík í Slmi 535 2535 5
FRETTABLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR
90. tölublað - 2. árgangur
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Miðvikudagurinn 15. maí 2002
natofunpur Utanríkisráðherrar
allra 19 aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins og utanríkisráð-
herra Rússlands gengu í gær frá
samkomulagi um að setja á fót
nýjan samstarfsvettvang ríkjanna
20 sem kemur í stað núverandi
samráðs ríkjanna. Samþykktin
markar þáttaskil í samskiptum
Rússlands og Atlantshafsbanda-
lagsins sem verða nánari en áður.
„Við höfum góða sögu að
segja,“ sagði George Robertson,
lávarður, aðalframkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, þegar
hann kynnti samkomulagið á
blaðamannafundi í Háskólabíói í
gær. Robertson sagði nýja sam-
starfsráðið gjörbreyta samstarfi
ríkjanna. Rússland muni koma að
samstarfi aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins á jafningja-
grundvelli. Áður hafa Rússar
fundið að því að NATO-ríkin
væru búin að taka ákvörðun þeg-
ar fulltrúar ríkjanna hittust til að
ræða stöðu mála.
Robertson sagði að stofnun
samstarfsráðsins opnaði ný tæki-
færi í samstarfi NATO og Rúss-
lands. Hversu vel það gengi færi
eftir pólitískum vilja ríkjanna.
fótbolti Kynningarfundur Síma-
deildar kvenna í knattspyrnu verð-
ur haldinn á.Grand Hóteli kiukkan
12. Á fundinum munu fyrirliðar,
þjálfarar og formenn liðanna spá
fyrir um úrslitin í sumar.
1KVÖLDIÐ í KVÖLPi
Tónlist 16 Bíó 14
Leikhús 16 [þróttir 12
Myndlist 16 Sjónvarp 20
Skemmtanir 16 Útvarp 21
Forstjórinn segist hafa
verið lagður í einelti
Igor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði að atburðirnir
11. september hefðu sýnt að
gamli samráðsvettvangurinn
dygði ekki til að takast á við þær
hættur sem þjóðirnar stæðu
frammi fyrir. Nýi vettvangurinn
þýddi að þjóðirnar myndu í sam-
einingu bregðast við ógnum,
ákveða aðgerðir og hrinda þeim í
framkvæmd. Hann sagði að nýi
vettvangurinn væri mikilvægt
skref áfram en þó aðeins fyrsta
skrefið í átt að nánara samstarfi
Rússlands og NATO.
Meira á bis. 4 og 8.
Kosningafundur
í Háskóla Islands
fundur Opinn fund-
ur í tilefni af borg-
arstjórnarkosning-
unum í Reykjavík
verður haldinn í
Hátíðarsal Háskóla
íslands klukkan
17.1S. Forystumenn
framboðanna kynna málstað sinn
og takast á. Fundarstjóri verður dr.
Ólafur Þ. Harðarson, forseti Fé-
lagsvísindadeildar. Fyrirkomulag
fundarins verður þannig að þátttak-
endur á fundinum fá þrjár mínútur
fyrir framsögur en síðan verða fyr-
irspurnir úr sal.
ÍVEÐRIÐ t DACI
SÍÐA 14
REYKIAVÍK Norðlæg átt.
5-10 m/s og léttskýjað.
Hiti 5 til 10 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður Q 8-13 Léttskýjað ©4
Akureyri O 10-15 Skúrir O3
Egilsstaðir o 10-15 Skúrir
Vestmannaeyjar © 10-15 Léttskýjað Q 7
Nýttheimili
fyrir heimilislausa
félagsmál Samhjálp, í samvinnu við
Félagsþjónustuna í Reykjavík,
opnar heimili fyrir heimilislausa
Reykvfkinga klukkan 15.30. Mikil
þörf er á heimili sem þessu en talið
er að nokkrir tugir manna hafi ekki
átt fastan samastað mjög lengi.
Heimilið verður á Miklubraut 20 og
þar verður rými fyrir 7 tii 8 ein-
staklinga.
Mikill ágreiningur er milli forstjóra og stjórnarformanns Byggðastofnunar. Stjórnarformaðurinn
segir forstjórann andstæðan sér því hann hafi látið hann endurgreiða lán til húsakaupa. Forstjór-
inn segir ágreininginn snúast um flutning Qármálaumsýslu stofnunarinnar.
stjórnsýsla Theodór Bjarnason,
forstjóri Byggðastofnunar, segir
að eftir að hann hafi neitað að færa
^ fjármálaumsýslu
stofnunarinnar til
Þettavarsvo Bolungarvíkur,
groft að hann heimabæjar Krist-
var einn kom- jns pj Gunnars-
inn í samninga- SOnar stjórnarfor-
viðræður við manns stofnunar-
Sparisjóð Bol- innar, hafi hann
ungarvíkur um unnið markvisst
þetta mál gegn sér. Kristinn
—♦— H. segir forstjór-
ann hins vegar andstæðan sér
vegna þess að hann hafi verið gerð-
ur afturreka með óeðlilega við-
skiptahætti.
„Það var ákveðið mál sem spillti
samskiptum okkar,“ sagði Kristinn
H. „í haust gerði ég athugasemdir
við tilteknar embættisfærslur for-
stjórans. Ég gerði kröfu til þess að
hann færði það til betri vegar og
gerði stjórninni grein fyrir því á
stjórnarfundi í desember. Hann
gerði það en tók það mjög illa upp.
Málið fór síðan í eðlilegan farveg
til ráðuneytis og ríkisendurskoð-
unar sem hafa staðfest mín sjónar-
mið í málinu."
Byggðastofnun greiddi um 760
þúsund krónur fyrir forstjórann og
var upphæðin til greiðslu á 5% hlut
í íbúðarhúsi sem hann keypti á
móti stofnuninni. Theodór sagði að
stjórninni hefði verið kunnugt um
málið enda hefði hann átt inni hjá
stofnuninni ógreidd laun sem
þessu nam og talið að um skulda-
jöfnun hefði verið að ræða. Málinu
hefði samt verið skotið til ríkisend-
urskoðunar án alls samhengis.
Hann væri nú búinn að endur-
greiða fjárhæðina. Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vildi
ekkert tjá sig um þetta atriði í gær.
„Ágreiningur minn við stjórnar-
formanninn hefur ekkert að gera
með þetta,“ sagði Theodór. „Hann
hefur bókstaflega lagt mig í einelti
eftir að ég vildi ekki taka þátt í því
með honum að flytja fjármálaum-
sýsluna til Bolungarvíkur. Þetta
var svo gróft að hann var einn
kominn í samningaviðræður við
Sparisjóð Bolungarvíkur um þetta
mál en það þarf samþykki stjórnar
í veigamiklu máli sem þessu.“
Theodór sagði að eftir stjórnar-
fundinn í desember hefði honum
fundist vegið að sínum heilindum.
„Ég óskaði eftir því við stjórnar-
menn að þeir gæfu út skriflega yf-
irlýsingu mér til handa þar sem
tekinn væri af allur vafi um mína
starfshætti og lýst yfir fullu
trausti á mig sem forstjóra. Það
var gert.“
nánar bls. 4
gar@frettabladid.is
trausti@frettabladid.is
1 ÞETTA HELST 1
Gengið frá öflugra samráði
synda sinna
Símadeild
kvenna kynnt
Alcoa er í daglegu sambandi
við íslensk stjórnvöld í
tengslum við hugsanlega bygg-
ingu álvers fyrir austan. bls. 2
-—♦—
Hollendingar ganga til þing-
kosninga í dag. Stjórnar-
flokkarnir búa sig undir skell.
bls. 4
Tilraun til að mynda starfhæfa
stjórn í Færeyjum áður en
þing kemur saman í dag rann út í
sandinn í gær. bls. 4
,—♦—
Rauða strikið hélt og samning-
ar standa. ASÍ telur tímabil
stöðugleika og verðhjöðnunar
framundan. bls. 6
1 IþróttiiTT
Verða að
trúa á
sjálfa sig
SÍÐA 12
ROBERTSON LÁVARÐUR MILLI UTANRÍKISRÁÐHERRA RÚSSLANDS OC TÉKKLANDS Robertson sagði nýja vettvanginn ekki eiga
að tryggja að allir væru alltaf sammála um allt. Hann ætti að tryggja grundvöll fyrir samskipti þjóðanna og stuðla að auknu öryggi þeirra.
Rússar skipta við NATO sem jafningjar á nýjum samráðsvettvangi:
Kona sem hefur starfað hjá
Læknavaktinni í Kópavogi
hefur gengist við því að hafa
dregið sér fé. Fjárdrátturinn
nemur milljónum króna. bls. 6
1 FÓLK |
Skal iðrast
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
61,3%
Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára
íbúar á höfuð-
borgarsvæð-
inu á miðviku-l
dögum?
Meðallestur 25 til 39
ára á miðvikudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Callup frá
mars 2002
70.000 eintök
70% fólks les blaðið
MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002.