Fréttablaðið - 15.05.2002, Page 10

Fréttablaðið - 15.05.2002, Page 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 15. maí 2002 MIÐVIKUDAG JR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 OD Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á pdf-formi á vfsir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hættum að brenna sinu Geir skrifar: Nú eru framundan sólríkir dag- ar hér á Suðurlandi, ef marka má veðurspá. Þessum fallegu dög- um fylgir óáran sem eru sinu- brunar. Þessir eldar eru skelfileg skemmdarverk, ekki síst nú þegar fuglar eru farnir að hreiðra sig. Árlega verður verulegt tjón af völdum þessarar iðju. Mest eru þetta vanhugsuð strákapör, en í einstaka tilvikum þráast bændur við og brenna sinu á jörðum sín- um. Það er undarlegur siður sumra bænda að gera þetta í trássi við lög. Þar fyrir utan mæla skynsemi og rannsóknir gegn slíkri iðju. Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að við brunann fjúka mikilvæg nær- ingarefni burt og nýtast því ekki grasinu sem vex um sumarið. Bændur eru því að vinna sjálfum sér tjón með þessari iðju, auk þess sem þeir auka á loftmengun og annan sóðaskap í umhverfi sínu. Það er tími til kominn að tekið verði hart á sinubruna og þeir sem verða valdir að tjóni svari til saka og bæti það. Það eru engin rök fyrir honum. Þar fyrir utan er hann glæpsamlegur eftir að fugl- ar fara að hreiðra sig. ■ Framtíðarhugmyndir um Geldinganes 1988 - 1991 Boðuð er hugmyndasamkeppni um skipulag Geldinganess. Verð- launatillaga samkeppninnar gerir ráð fyrir 6-7 þúsund manna byggð á nesinu, auk hafnar og atvinnu- starfsemi. Hafnarstjórn Reykja- víkur sendir frá sér bókun í mars 1991, þar sem farið er fram á að stærra svæði, en gert er ráð fyrir í aðalskipulagi, verði tekið frá fyrir höfn. Hafnarstjóri segir að þróun undanfarinna 20 ára bendi til þess að sífellt verði meiri þörf fyrir hafnsækna starfsemi. Rökin fyrir staðsetningunni er að svæð- ið sé mjög ákjósanlegt fyrir höfn, auk þess sem framtíðar þjóðveg- ur muni fara hjá svæðinu. Frá sjónarhóli hafnarstjórnar er reiknað með að ef íslendingar ætli að auka velmegun sína, þá hljóti hún að byggjast á atvinnu- starfsemi sem kalli á aukna flutn- inga milli landa. 1997 í febrúar leggja sjálfstæðismenn fram tillögu í borgarráði um að Geldinganes verði íbúðabyggð, en ekki athafnasvæði. Benda þeir á að Geldinganesið sé eitt besta byggingarlandið innan marka Reykjavíkur. Vilja þeir hafa hlið- sjón af verðlaunatillögum um skipulag svæðisins. Reykjavíkur- listinn bókar að samkvæmt grein- argerð með aðalskipulagi sé Geld- inganes besti kosturinn til að byggja upp stórt samfellt athafna- EQiaaga Sjálfstæðismenn berjast gegn hugmyndum aðalskipulags um framtiðarhöfn og at- hafnasvæði í Geldinganesi. Þeir vilja íbúða- byggð með ströndinni. Tekist var á um þetta sama mál fyrir síðustu kosningar. hverfi og þjónustu í tengslum við flutninga og iðnaðarhöfn og þjóð- braut til og frá borginni. 1998 Geldinganesið er kosningamál í kosningunum 1998. Hart er deilt um málið. Sjálfstæðismenn vilja sem fyrr að Geldinganesið verði íbúðarbyggð. Reykjavíkurlistinn vill aftur á móti blandaða byggð með höfn og hafnsækinni starf- semi. í leiðara Morgunblaðsins í JÓNAS SKRIFAR: Réttlæting í Reykjavík Aðstandendur Atlantshafsbandalagsins þurftu ekki að fjölyrða um mikilvægi þess, meðan það var og hét á dögum kalda stríðsins. Þá var það hernað- arbandalag, sem sá um að hindra árás Sovétríkj- anna á Vestur-Evrópu. Þá hafði það mikilvæg verk- efni, en nú er það orðið að hátíðaræðuklúbbi. Þeir fáu heimsfjölmiðlar, sem minntust í gær á fund bandalagsins í Reykjavík, voru fáorðir um hann. Enda kalla verkefni Vesturlanda á nýrri öld ekki beinlínis á tilvist bandalags, sem reynir í ör- væntingu að finna sér tilverurétt í samkeppni við Evrópusamband og Öryggisstofnun Evrópu. Fyrrum leppríki Sovétríkjanna í Mið- og Austur- Evrópu vilja samt komast í bandalagið, svo að Rússland hætti ekki að viðurkenna, að þau eru komin út af áhrifasvæði þess. Fyrst og fremst líta þau þó á aðildina sem gott prik í tilraunum sínum til að komast í sæluna hjá Evrópusambandinu. Aðild að Atlantshafsbandalaginu kostar peninga til hernaðarútgjalda, sem Mið- og Austur-Evrópa hafa ekki efni á. Ráðamenn þessara ríkja telja hins vegar, að Evrópusambandið hafi gróða í för með sér, en komast ekki þangað fyrr en eftir fjögur ár í fyrsta lagi. Á meðan skála þeir í bandalaginu. Raunar er það friðurinn um innri markaðinn í Evrópusambandinu, sem hefur treyst öryggi Vestur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna og mun treysta öryggi allrar Evrópu á þessum áratug. Þeir, sem hafa gagnkvæma viðskipta- og gróðahags- muni, fara ekki í rándýr stríð hver við annan. Öryggi Evrópu er hvorki ógnað úr austri né vestri. Ögnun nýrrar aldar eru hryðjuverkin, sem munu koma úr suðri. Evrópa mun beita öðrum vopnum gegn þeim en hernaðarmættinum. Aukið eftirlit og auknar innri njósnir verða tæki, sem not- uð verða til að verja öryggi Evrópu. Ráðamenn Bandaríkjanna líta allt öðrum augum á silfrið. Þeim dugar ekki að verjast heima fyrir, heldur vilja þeir herja á rætur hryðjuverkanna, þar sem þær liggja í sumum ríkjum þriðja heims- „Bandaríkin eru enn að reyna aðfá Evrópu til að verja meirafé til hermála, en Evrópa er til þess alls ófús, af því að metnaður hennar nœr ekki langt útfyrir mörk álfunnar. “ ins. Sá er munur heimsveldis Bandaríkjanna og svæðisveldis sameinaðrar Evrópu. Bandaríkin telja sig hafa slæma reynslu af sam- starfi við máttlítið Atlantshafsbandalag í styrjöld Vesturlanda við Serbíu um yfirráð á Balkanskaga. Þess vegna neituðu þau algerlega að leyfa banda- laginu eða einstökum ríkjum þess að vera með í árásinni á Afganistan í vetur. Bandarikin eru enn að reyna að fá Evrópu til að verja meira fé til hermála, en Evrópa er til þess alls ófús, af því að metnaður hennar nær ekki langt út fyrir mörk álfunnar. Því mun Atlantshafs- bandalagið aðeins fá að gæta hins bandaríska frið- ar, þegar Bandaríkin hafa komið honum á. Evrópusambandið stefnir að yfirtöku hernaðar- legra verkefna í Evrópu og á mörkum álfunnar í suðri, þaðan sem hryðjuverkin koma. Eftir því sem viðskiptaspenna eykst milli Bandaríkjanna og Evrópu, þeim mun ákveðnar mun sambandið stefna að þessu afmarkaða hernaðarmarkmiði. Atlantshafsbandalagsins bíða í mesta lagi minni háttar störf við friðargæzlu í þriðja heiminum. Þeim mun nauðsynlegra er fyrir bandalagið að halda hátíðlega ræðufundi og taka inn fleiri ríki, sem eru í biðröð eftir að komast í Evrópusam- bandið og fara þar að græða peninga. Við þessar aðstæður er vel við hæfi að banda- lagið réttlæti tilvist sína á hátíðarfundi við norð- urjaðarinn, sem hefur misst síðustu leifar fyrra hernaðarvægis, þegar bandalagið var og hét. Jónas Kristjánsson ''Mm m%m Húsbyggjendur! Vantar, flotmur á gólfin? RESCON MAPEI 1-15 mm þykkt flot ARDEX KF 25 10-25 mm þykkt flot FLOTSTEYPA 40 - 60 mm þykkt (yfir hitalagnir sem lagðar / _ eru beint á steypuna) ^ ANHYTRIT FLOTSTEYPA 40 - 60 mm þykkt (yfcr hitalagnir sem lagðar eru á einangrun) Vi& komum og mælum út gólfin og gerum tilboð, þér að kostnaSarlausu Smiðjuvegi 6 símar 56 70 700 og 824 0 824 VIÐBRÖGÐ Gleði yflr rauða strikinu ÍSLANDSBANKI „Nú er ljóst að samningarnir halda og því má búast við því að Seðlabankinn lækki vexti á næstu dögum - að mati Greiningar um 50 punkta. „ íslandsbanka menn eru ánægðir með niðurstöðuna. „Yfir árið í fyrra mældist verð- bólgan 9,4% og hefur því hjaðnað um 3,5 prósentustig það sem af er ári. Þetta verður að teljast góður árangur. Greining ÍSB spáir þvi að verðbólgan eigi enn eftir að hjaðna á næstu mánuðum og að hún verði 2,5% yfir þetta ár. Kem- ur þar bæói til sterkari króna og hjöónun framleiðsluspennunnar." KAUPÞING „Aðilar á vinnumarkaði geta andað léttar rétt eins og fjármálamark- aður og stjórnvöld. Vísi- tala neysluverðs lækk- aði um 0,04% í maíbyrjun frá fyrri mánuði og reyndist hún vera 221,8 stig.“ Kaupþingsmenn skoða samsetningu vísitölunnar. „Afar athyglisvert er að sjá að húsnæð- isliður vísitölunnar fer niður, en um er að ræða þriggja mánaða meðaltalsmælingu til að draga úr sveiflum og verður ekki annað ráðið af niðurstöðu þessarar mæl- ingar að reiknuð húsaleiga, það er í raun fasteignaverð, hafi lækkað verulega í apríl. Árstíðasveiflan gerir vart við sig í verði gistirým- is en það hækkar um 5% rúm milli mánaða enda gista nú einhverjir valdamestu gestir heims á höfuð- borgarsvæðinu." BÚNAÐARBANKI „Markaðsaðilar túlkuðu mælinguna greinilega sem góðar fréttir, en krónan styrktist nokkuð í kjölfarið og ávöxtunar- krafa skuldabréfa lækkac'- veru- lega. Jafnframt lækkuðu v oxtir á millibankamarkaði. St yrking krónunnar gekk að st; rstum hluta til baka. Viðbrögð markaðs- aðila benda eindregið til væntinga um verulegra vaxtalækk in, en Seðlabankinn hefur boðað vaxta- lækkun síðar í vikunni. Grein- ingadeild telur þó að vaxdækk- unin verði hófleg og byggir þá skoðun á yfirlýsingum talsmanna bankans í tengslum við útgáfu Peningamála, ársfjórðungsrits SÍ, í síðustu viku.“ LANDSBANKINN „Á síðustu þremur mánuðum hefur verð- bólga hækkað um 0,4% maí segir um Geldinganesið: „Það er eyðilegging á svæðinu að koma þar fyrir iðnaóarhverfi og um- fangsmikilli hafnarstarfsemi. Ingibjörg Sólrún segir í viðtali fyrir kosningarnar 1998: „Það hef- ur aldrei staðið annað til en að í Geldinganesinu yrði íbúðabyggð. Spurningin er hins vegar sú hvort þar verður eingöngu íbúðabyggð eða blönduð með athafnasvæð- um.“ ■ ORÐRÉTT EF MAÐUR VILL SKERA SIG ÚR Hníflaus maður er líflaus maður Færeyingur sem lenti í vopnaleit. DV, 14. maí. HEFNT í HÉRAÐI SEM HALLAST Á ALÞINGI Björn og flokksfélag- ar hans á Alþingi vilja ekki auka rétt- indi til greiðslu liúsa- leigubóta, en Björn og flokksfé- lagar hans í borgarstjórnarfram- boði vilja auka þennan rétt. Eru þarna á ferðinni sami Björn og sami Sjálfstæðisflokkurinn? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Morgunblaðið, 14. maí. NÓG KOMIÐ AF UTANBÆJARFÓLKI Sú undarlega staða er komin upp í kosningabaráttunni í Reykjavík að frambjóðendur D- og R-lista takast á um hvort það sé eftir- sóknarvert að borgarbúum fjölgi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, frambjóð- andi D-lista. Morgunblaðið, 14. maí. HINS VEGAR ER EKKERT MÁL AÐ BREYTA HVÍTU í SVART Ég kann ekki þá stærðfræði, sem seg- ir, að tala, sem er minna en helm- ingur af tölunni 37,2 sé um leið hærri en talan 50. Haraldur Blöndal, hæstaréttarlögmað- ur. Morgunblaðið, 14. maí. Markaðurinn beið niður- stöðu verðbólgumælingar með töluverðri eftirvænt- ingu. Ve rðbólga reyndist innan marka kjarasamn- inga. Greiningardeildir íjármálafyrirtækja anda léttar þegar Ijóst er að friður \ erður á vinnumarkaði næsta árið. Nú bíða menn vaxtalækkunar. sem nemur 1,6% á ársgrundvelli. Vísitala neysíúverðs var 0,7 stig- um undir verðlagsmarkmiði aðila vinnumarkaöar fyrir maí. Má telja að óvissu um núverandi kjarasamninga hafi verið eytt en Seðlabankinn hafði lýst því yfir að það væri meginskilyrði fyrir frekari vaxtalækkunum. Búist er við að Seðlabanki íslands lækki vexti í dag eða á allra næstu dög- um.“ ■ 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.