Fréttablaðið - 15.05.2002, Page 22

Fréttablaðið - 15.05.2002, Page 22
FRÉTTABLAÐIÐ SAGA PACSINS 15. MAI Arið 1952 var fiskveiðilögsagan færð úr 3 sjómílum í 4. Rúm sex ár liðu þar til fiskveiðilögsag- an var aftur færð, þá í 12 mílur. Arið 1967 var fyrsta ís- lenska sjónvarpsleik- ritið frumsýnt á þessum degi. Leikritið heitir Jón gamli og er eftir Matthías Johannessen. Islendingar lögðu Kýpurbúa í eft- irminnilegum leik í handknatt- leik, 42-11. Þetta er stærsti sigur íslendinga í landsleik í handbolta. Arið 1988 hófu Sovétríkin að flytja herlið sitt burt frá Afganistan. Meira en átta ár voru þá liðin frá því misheppnuð tilraun þeirra til að hernema landið hófst. Stanslaust stríð ríkti í Afganistan allan þann tíma. FÓLK í FRÉTTUM Asgeir Friðriksson, ritstjóri Pressunnar, telur að heima- smíðuð kosningabarátta R-list- ans sé ekki að skila árangri. Hópurinn sem stýrt hefur mál- um er skipaður þeim Kristrúnu Heimisdóttur, Skúla Helgasyni, Birni Inga Hrafnssyni. Þá hefur Einar Karl Haraldsson verið þeim til halds og trausts og Guðmundur Stein- grímsson var ráðinn ritstjóri R- listans. Ásgeir telur að Sjálf- stæðismenn séu að sigra kosn- ingabaráttuna þó svo enn virðist langt í land að þeir beri sigurorð í kosningunum sjálfum. APressunni er sagt að Sam- fylkingin og Framsóknar- flokkurinn hafi bundist böndum í Reykjanesbæ. Fari svo að Sjálfstæðismönnum, með Árna Sigfússon í broddi fylkingar, tak- ist ekki að ná hreinum meiri- hluta bænum muni flokkarnir tveir vinna saman að afloknum kosningum. Umgjörð NATÓ-fundarins í Reykjavík hefur ekki bara haft áhrif á leikskóla- og grunn- skólabörn í Vesturbænum. Ung- ur maður, sem býr á Melunum og er vanur að taka strætó í vinnuna, sagðist hafa mætt of seint síðstu daga útaf fundinum. Strætó stoppaði ekki lengur við Birkimel og hann hefði lent í töluverðu basli með að finna út hvar hann stoppaði. Loksins þeg- ar hann hefði talið sig hafa fund- ið það út hefði strætó bara ekki komið eða þá bara alltof seint. Maðurinn sagði að hann og vinnuveitandi hans gætu vart beðið eftir að fundinum lyki. 22 15. maí 2002 MIÐVIKUDAGUR Er þegar farin að undirbúa næstu listahátíð persónan „Það er ótrúlegur létt- ir að hátíðin er komin af stað. Það gengur mikið á síðustu dag- ana þegar verið er að hnýta alla spotta," segir Þórunn Sigurðar- dóttir, stjórnandi Listahátíðar Reykjavíkur. Hún segir opnun- arhátíðina um síðustu helgi hafa gengið mjög vel. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki sem er mjög ánægju- legt. Ég er enn á fullu, það er margt sem þarf að gera og alltaf verið að bregðast við nýjum að- stæðum hverju sinni. En ég er með gott og hæft starfsfólk, sem skiptir öllu í svona.“ Aðspurð hvað upp úr standi eftir opnunina segir Þórunn að það sé hve vel hafi tekist að koma trommuleikurunum upp í loftið í norðanrokinu. „Það má fyrst og fremst þakka vöskum mönnum hjá Orkuveitunni sem stjórnuðu krananum. Þeir fundu út að best væri að gera þetta á Austurvelli þar sem lognið var mest. Trommuleikararnir höfðu aldrei komið fram í svona mikl- um strekkingi og ég var afskap- lega fegin þegar loftfimleika- konan var lent á jörðu niðri,“ segir Þórunn hlæjandi. Þórunn hefur verið ráðin stjórnandi Listahátíðar til fjög- urra ára og stýrir því bæði Listahátíðinni nú og þeirri sem haldin verður eftir tvö ár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á ráðningu stjórnanda Persónan Þórunn Sigurðardóttir er stjórnandi Lista- | hátíðar í Reykjavik sem hófst um helgina. j Listahátíðar. Þórunn er þegar farin að und- irbúa hátíðina 2004. „Listahátíð er verkefni sem lærist ekki nema af reynslunni. Stjórnand- inn verður óneitanlega vogaðri eftir því sem lengra líður og það skiptir gríðarlega miklu máli. Listahátíð þarf að höfða til al- mennings og í leiðinni að vera ögrandi. Einnig þarf hún að vera eins konar uppeldisstöð, koma fram með nýja hluti fyrir lista- menn og listháhugafólk." ■ ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Þórunn hefur verið ráðin stjórnandi tveggja Listahátíða, eða til fjögurra ára, og er þetta í fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á. AFMÆLI Snöggsteiktur lundi í tilefni dagsins Sigríður Ingvarsdóttir, alþingiskona, heldur alltaf upp á afmælið sitt með einhverjum hætti og í kvöld býður hún gestum upp á eigin villibráð. Eg byrja daginn eins og venjulega klukkan sex í World Class. í kvöld ætla ég svo að bjóða vinum og kunn- ingjum í lundaveislu,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, alþing- iskona, sem ætlar að halda upp á 37 ára afmælisdaginn sinn í dag með þessum sérstaka hætti. „Við verðum sennilega tíu í veislunni, en lundann veiddi ég sjálf á draumaeyj- unni minni, Flatey á Skjálf- anda,“ segir Sigríður. „Ég snöggsteiki lundann ásamt fullt af lauk og sveppum og sýð upp gráðostasósu með,“ segir hún, aðspurð hvernig lundinn sé nú best matreiddur. Sigríður segir að lundi sé eð- almatur og gestirnir viti að hverju þeir gangi í veislunni í kvöld. „Það er alltaf tilhlökk- unarefni að borða lunda.“ Sigríður segir engar sér- stakar hefðir varðandi afmæl- isdaga í fjölskyldunni, en að hún noti öll tækifæri til að gera eitthvað sniðugt. „Ég er svo mikið barn í mér að ég held alltaf upp á daginn,“ seg- ir hún. Sigríður hefur komið víða við á lífsleiðinni, hefur meðal annars stundað kennslu, verið kynningarfulltrúi Olís og setið í bæjarstjórn. Þá hefur hún skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip og starfaði á tímabili hjá Hafrannsóknarstofnun. „Mér finnst allt skemmtilegt sem ég geri,“ segir Sigríður. „Ég hef líka byssuleyfi, en ekki hefur SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR Hefur varðveitt barnið í sér og ólgar af lífsgleði og ævintýraþrá. gefist tími til að nota byssuna til veiða enn. Lundann veiddi ég í háf.“ Sigríður, sem á íbúð á Siglufirði, ætlar að verja tíma sínum í kjördæminu í sumar. „Ég ætla líka að ferð- ast um landið en punkturinn yfir i-ið verður svo að svala ævintýraþránni með ferð til Kuala Lumpur og Bali.“ Sigríður býr með tveimur dætrum sínum og ætlar að hafa afmælisköku fyrir þá yngri um miðjan daginn. „Henni finnst meira spenn- andi að fá að gista hjá vinkonu sinni en að taka þátt í lunda- fögnuðinum í kvöld. Þessi eldri verður þó væntanlega með,“ segir Sigríður. ■ Edda@frettabladid.is Sumarskólinn í FB Yfir 60 áfangar í boði. Kennt frá 23. maí tii 21. júní. Nám fyrir nemendur í 10. bekk hefst 5. júní. Netinnritun hafin á www.fb.is. Símainnritun frá 15:00 til 17:00 virka daga í síma 570 5620. Almenn innritun í FB frá 16. maí á mnii 17:00 og 19:00. Einnig innritað laugardaginn 18. maí frá 10:00 til 13:00. Allar frekari upplýsingar á www.fb.is. Síminn aðalstyrktaraðili Félags heyrnarlausra: Táknmál kynnt ung- um bömum heyrnarlausir Fulltrúar Símans og Félags heyrnarlausra undirrituðu í gær samstarfssamning, en Síminn verður aðalstyrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Félag heyrnarlausra og Síminn hafa um árabil átt mjög gott sam- starf sem hefur stuðlað að því að auka aðgengi heyrnarlausra að fjar- skiptum. Samstarfið hófst árið 1995 þegar Síminn afhenti Félagi heyrn- arlausra fyrsta textasímaforritið sem kom út hér á landi. Með tilkomu myndsíma gátu heyrnarlausir í fyrsta sinn talað á móðurmáli sínu, íslensku táknmáli, í síma og afhenti Síminn Félagi heyrnarlausra tvo myndsíma að gjöf í tilefni að 40 ára afmæli fé- lagsins. Meó tilkomu SMS skilaboða varð bylting í fjarskiptamöguleikum heyrnarlausra. Nú er í raun svo lit- ið á að farsímar séu eitthvert mikil- vægasta öryggistæki heyrnar- lausra. ■ TÍMAMÓT IARÐARFARIR_________________________ 13.30 Sigríður K. Pálsson, Jöklafold 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. AFMÆLI______________________________ Sigríður Ingvarsdóttír, alþingismaður, er 37 ára í dag. ANDLÁT______________________________ Kolbrún Anna Carlsen, Grænuhlíð 15, Reykjavík, lést 3. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Trausti Guðmundsson. Austurbergi 18, Reykjavík, lést 2. maí. Úttörin hefur farið fram. Guðbjörg Guðmundsdóttir, áður til heimilis á Freyjugötu 32, Reykjavík, lést 12. maí. Guðrún Jónsdóttir, Freyjugötu 9, Reykjavík, lést 12. maí. Helgi Jóhannsson frá Núpum, Bröttu- hlíð 6, Hveragerði, lést 12. maí. Sigrún Bárðardóttir, Snekkjuvogi 12, lést 12. maí. Gísli Guðmundsson, Háaleitisbraut 40, Reykjavík, andaðist 10. maí. Halldóra Borg Jónsdóttir, Daltúni 23, Kópavogi, lést 10. maí. Gunnar Stefánsson, Hofsósi, lést 9. maí.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.