Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 1
SJÓNVARP Smart spœjari aftur á skjáinn bls 16 AFMÆLl Hlakkar tilHM bls 22 PERSÓNAN Vill helst vera með fjölskyldunni bls 22 FRETTABLAÐIÐ 1 1 94. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 22. maí 2002 MIÐVIKUDAGUR Rauða strikið og hvað svo? fundur Verslunar- ráðs íslands efnir til morgunverðar- fundar í Sunnusal Hótel Sögu í dag kl. 8. Frummælendur eru Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri, Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbanka Islands. VEÐRID í DAG REYKJAVÍK Austan 5-8 m/s. Þurrt að mestu. Hiti 10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður © 5-10 Úrkomulítið 05 Akureyri Q 5-10 Úrkomulítið ^8 Egilsstaðir Q 5-8 Rigning Q5 Vestmannaeyjar Q 5-8 Rigning Ql Framboðsfundir kosningar Framboð B-lista, D-lista og G-lista bjóða til framboðsfundar í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag kl. 20.30. Frambjóðendur af hverjum Iista sitja fyrir svörum á pallborði og fiutt verða stutt ávörp. íbúasam- tök gamla Austurbæjarins í Kópa- vogi efna til opins fundar með frambjóðendum stjórnmálaflokk- anna í Kópavogsskóla kl. 20. Flokk- arnir kynna meðal annars stefnu sína í skóla-, skipulags- og umferð- armálum. Umræður og kostur á fyrirspurnum til frambjóðenda. Símadeild kvenna hefst fótbolti Símadeild kvenna í knatt- spyrnu hefst í kvöld. í leikjum kvöldsins tekur Breiðabiik á móti ÍBV. Grindavík mætir Stjörnunni, Valur og FH leika á Hlíðarenda og KR sækir lið Þórs/KA/KS heim. Coka Cola-bikarkeppni karla hefst einnig í kvöld og fara tólf leikir fram. iKVÖLDIÐ í KVÖLDi Tónlist 16 Bíó 14 Leikhús 16 íþróttir 12 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRETTABLAÐIÐ 61,3% Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á miðvíku-l dögum? Meðallestur 25 til 39 ára á miðvikudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 70.000 eintök 70% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP í MARS 2002. Engar forsendur til að hefja hvalveiðar Sjávarútvegsráðherra segir nokkurn tíma líða áður en næstu skref verða ákveðin. Nokkrir þing- menn ekki afhuga því að heQa veiðar strax. Málið tvisvar klúðrast í höndum sjávarútvegsráð- herra, segir Svanfríður Jónasdóttir. hvalveiðar Nokkur tími mun líða áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í átt að því að íslend- ingar hefji hvalveiðar á ný, segir —Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra. íslenska sendinefndin gekk af ársfundi Al- þjóða hvalveiði- ráðsins í gær í kjölfar þess að að- ild íslands að ráðinu var hafnað. „Það eru engar forsendur til að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni núna,“ segir Árni. „Ekki nema lit- Það eru mikil vonbrigði hvernig var tekið á okkar málum," —4.— ið sé á þetta sem ólöglega niður- stöðu. Það er möguleiki að fara með þetta fyrir alþjóðadómstól. Hvort við myndum þíða eftir nið- urstöðu eða fara í veiðarnar og sjá hvað gerist þá. Við ættum þá von á viðskiptaþvingunum gagnvart okkur.“ Árni segir líka möguleika að fara inn án fyrirvarans við bann við veiðum í atvinnuskyni. Þá fái ísland rétt til vísindaveiða líkt og Japanir hafa. „Það er eitt af því sem við þurfum að vega og meta á móti því hversu mikils virði það er að ná því einhvern tíma í fram- tíðinni að vera viðurkenndir með fyrirvara.“ Guðjón Guðmundsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, segir það alveg inni í myndinni að hefja hval- veiðar strax þrátt fyrir að mál hafi þróast íslendingum í óhag á árs- fundinum. „Við verðum að halda okkar striki." „Það eru mikil vonbrigði hvern- ig var tekið á okkar málum," segir Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks. Hann segir að áfram verði að vinna að málinu svo hægt verði að hefja hvalveiðar á ný. Spurður hvort hefja eigi veiðar þrátt fyrir þessa niðurstöðu segir hann það eitthvað sem þurfi að skoða. Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingar, sem hefur þrívegis flutt tillögur um að ísland gangi í Alþjóðahvalveiðiráðið, seg- ist setja spurningarmerki við undir- búning sjávarútvegsráðherra. „Þetta hefur tvisvar klúðrast í höndum hans.“ Nú hafi íslendingar ekki fengið að gerast aðilar vegna formgalla. Vinna eigi áfram að því að verða aðilar að ráðinu með fyrir- vara. Slíkt eigi að takast með vönd- uðum undirbúningi. brynjolfur@frettabladid.is EKKI AF BAKI DOTTINN Guðni Ágústsson í reiðtúr með félögum í hestamannafélaginu Mána í Reykjanesbæ í fyrradag. ÞETTA HELST Mikil spenna er á lokaspretti kosningabaráttunnar í Hafn- arfirði. bls. 4 Stjórn Ariels Sharons í ísrael stendur tæpt. Neyðarfjárlög . ríkisstjórnarinnar verða afgreidd í dag. bls. 2 Væntanlegir nágrannar Kára Stefánssonar í Skerjafirði kröfðust þess í gær að máli Kára gegn þeim verði vísað frá dómi. bls. 2 Bandarískir ráðamenn gefa út almennar viðvaranir um yfir- vofandi hryðjuverk. Þær koma í beinu framhaldi af gagnrýni á þá um að hafa ekki tekið mark á við- vörunum fyrir 11. september. bls. 6. Flugmálastjórn og Leiguflug ísleifs Ottesen hafa verið kærð til lögreglu fyrir brot á loft- ferðalögum. bls. 8. Landbúnaðarráðhera á reiðnámskeiði: Undirbýr fyrstu móttökuna á hrossi í Leifsstöð FÓLK Lok, lok og læs eða hvað? símenntun Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra hefur nýlokið reiðnámskeiði hjá Bjarna Sigurðs- syni í reiðskólanum Þyrli i Víði- dal. Guðni sótti námskeiðið ásamt eiginkonu sinni og stóð sig með prýði að sögn Bjarna. Lærði margt og mikið: „Sumt af því sem ég lærði þarna hafði ég ekki hugmynd um áður þó svo ég hafi verið á hest- baki og vanur reiðmaður frá barn- æsku,“ segir Guðni og hvetur alla til að sækja slík námskeið. „Það er stórkostlegt að sjá þær framfarir sem verða á jafnvel vönustu reið- mönnum á námskeiðum sem þess- um og sýnir okkur að aldrei skyldi vanmeta sí- og endurmenntun á hvaða sviði sem er.“ Guðni undirbýr nú að nota hross í fyrsta sinn við móttöku á erlendum gestum við komuna til landsins í Leifsstöð og brá sér af því tilefni á hestbak með félögum í hestamannafélaginu Mána í Reykjanesbæ í byrjun vikunnar. „Þar vildu menn fá að vita hvenær fyrstu hrossin yrðu notuð við opinberar móttökur og ég lof- aði því að þegar ég fengi næst op- inbera heimsókn erlendis frá yrðu hrossin hluti af móttökunni," seg- ir Guðni og stefnir að því að fá hross hjá félögum í Mána þegar þar að kemur. Guðni er nú á ferð um kjör- dæmi sitt og fylgist með kosn- ingabaráttunni. ■ SÍÐA 14 ÍÞRÓTTIR KR stúlkur með yfirburðalið SÍDA 12 I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.