Fréttablaðið - 22.05.2002, Page 6

Fréttablaðið - 22.05.2002, Page 6
SPURNING DAGSINS Finnst þér löggæsla á vegum ónóg? Já, löggæslan úti á vegum er allt of lítil og reyndar lika hér innanbæjar. Aukin lög- gæsla myndi skipta sköpum um bætta um- ferðarmenningu. Hulda Ágústsdóttir, fyrrum kaupmaður. SLÁTURFÉLAG suðurlands Forstjóri félagsins segir fjárhagsstöðuna trausta, þar sem eigið fé nemi 1.184 millj- ónum króna og eiginfjárhlutfall sé 40%. Hann segir markaðshlutdeild fyrirtækisins fara vaxandi. Sláturfélag Suðurlands: Afkoman óviðunandi landbúnaður Afkoma Sláturfé- lags Suðurlands hefur batnað milli ára en er þó enn óviðunandi að mati Steinþórs Skúlasonar, for- stjóra fyrirtækisins. Fyrstu fjóra mánuði ársins er 8,5 milljón króna tap á rekstrinum, en var 36,1 milljón á sama tíma í fyrra. Stein- þór segir mikla verðsamkeppni hafa haft neikvæð áhrif á rekstur- inn meðan styrking krónunnar hafi haft jákvæð áhrif. Hann seg- ir horfur á bættri afkomu þar sem hún sé yfirleitt best á síðasta árs- fjórðungi. Á síðasta ári nam tap félagsins tæpum 59 milljónum króna. ■ I KANNANIR I IKópavogi fengi Framsóknar- flokkurinn 26,9% og þrjá menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn 40,9% og fjóra menn kjörna, Sam- fylkingin 23,2% og tvo menn kjör- na og Vinstrihreyfingin grænt framboð 9,0% og einn mann kjör- inn samkvæmt könnun Gallup. AAkureyri mælist Framsóknar- flokkurinn með 21,6% fylgi, D-listi Sjálfstæðisflokks fengi 36,5%, L-listi Lista fólksins fengi 19,2%, S- listi Samfylkingar 11,9% og U-listi Vinstrihreyfing- arinnar- Græns framboðs 10,8%. FRETTABLAÐIÐ 22. maí 2002 MIDVIKUDAGUR Horfið aftur til miðalda í nýjum reglum Samkeppnisstofnunar segja SVÞ: Inngrip í viðskiptafrelsi samkeppni Leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruversl- ana eru inngrip í viðskiptafrelsi, stangast á við EES-samninginn og vinna gegn hagsmunum neytenda segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir reglurnar hafa hagsmuni heildsala að leiðar- ljósi. Samtökin fengu reglurnar sendar frá Samkeppnisstofnun um miðjan apríl og sendu athuga- semdir til baka í gær. „Það er ver- ið að hverfa aftur til miðalda í þessum drögurn," segir Sigurður. Hann nefnir sem dæmi ákvæði um að verslanir megi ekki flytja inn vöru fyrir eigin reikning, nema þær fái sannanlega betra verð þar en hjá innlendum heildsölum. „Þessi drög eru mjög einhliða til hagsbóta fyrir birgja,“ segir Sig- SIGURÐUR JÓNSSON Lítur svo á að ásak- anir um óeðlilega viðskiptahætti mat- vöruverslana, sem fram komu í skýrslu Samkeppnisstofnun- ar á síðasta ári, eigi ekki við rök að styðj- ast, þvl ekkert hafi heyrst frá stofnun- inni fyrr en nú. urður og bendir á að þau séu runn- in undan rifjum þeirra. „Við erum ekki á móti siðareglum, en viljum að menn setji þær sjálfir." Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- arinnar, sem eru hagsmunasam- tök heildsala, vildi ekki tjá sig efnislega um athugasemdir SVÞ, fyrst ætti að ræða drögin við Sam- keppnisstofnum. Óþarfi væri að vera með upphrópanir í fjölmiðl- um áður en því væri lokið. Hann sagði hins vegar fráleitt að láta að því liggja að reglurnar væru brot á lögum því leiðbeinandi reglur hefðu ekki lagalegt gildi. ■ Endurskoðuð verðbólguspá: Kaupþing spáir 2,6% efnahagsmál EndursktJðúð verð- bólguspá greiningardeildar Kaup- þings gerir ráð fyrir 2,6%verð- bólgu á árinu. í febrúar spáði grein- ingardeildin 4,5%verðbólgu. Lækk- unin er fyrst og fremst sögð stafa af gríðarlegri styrkingu krónunnar. Gengið hefur styrkst um rúm 8% frá því í byrjun árs en fyrri spá gerði ráð fyrir óbreyttri vísitölu. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir harkalegri samdrætti eft- irspurnar en áður var gert. Seðla- banki íslands spáði 2,8% verðbólgu í byrjun mánaðarins. ■ Segja hryðjuverk óhj ákvæmileg Bandarískir ráðamenn gefa út almennar viðvaranir um yfirvofandi hryðjuverk. Kemur í beinu framhaldi af gagnrýni á þá sjálfa um að hafa ekki tekið mark á viðvörunum fyrir 11. september. Hvorugur þeir- ra hefði þó skýrt Bush for- seta né örygg- isráðgjöfum hans frá því fyrr en nýlega. washington. ap „Hryðjuverka- menn munu gera aðra árás. Við getum ekki komið í veg fyrir það,“ sagði Robert Mueller, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á mánudaginn. „Eg vildi að ég gæti verið bjartsýnni," bætti hann við. Daginn áður sagði Dick + Cheney, varafor- seti Bandaríkj- anna, að fleiri hryðjuverkaárásir á Bandaríkin væru óhjákvæmilegar Þessar yfirlýs- ingar bandarískra ráðamanna koma í ....... beinu framhaldi af gagnrýni, sem beinst hefur að þeim og bandarísku alríkislög- reglunni sérstaklega vegna þess að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á viðvörunum um að hryðju- verk væru yfirvofandi. Þessar viðvaranir bárust nokkru áður en árásirnar voru gerðar á New York og Washington 11. september. Sú skýring var gefin, að þær viðvar- anir hefðu verið allt of almenns eðlis til þess að hægt hefði verið að grípa til einhverra ráðstafana. Annars vegar er um að ræða minnisblað, sem FBI barst 10. júlí frá starfsmanni sínum í Memphis. Hann skýrði þar frá áhyggjum sínum út af því að fjöldi araba væri að læra flug og afla sér fræðslu um öryggismál og starf- semi flugvalla. Hins vegar hafi verið bent á að strax 6. ágúst hefði George W. Bush Bandaríkjafor- seti fengið upplýsingar um að A1 Kaída-samtökin væru að skipu- TOM RIDGE Yfirmaður öryggismála í Bandaríkjunum, Tom Ridge, sagði í gær að viðvaranir um hryðju- verk séu of almenns eðlis til þess að hægt sé að bregðast við þeim. leggja flugrán. Bandaríska dagblaðið New York Times hélt því fram í gær að bæði Mueller og John Ashcroft dómsmálaráðherra hefðu fengið vitneskju um minnisblaðið nokkrum dögum eftir árásirnar 11. september. Hvorugur þeirra hefði þó skýrt Bush forseta né ör- yggisráðgjöfum hans frá því fyrr en nýlega. Haft var eftir ónefndum starfsmanni Hvíta hússins að við- varanirnar, sem nú eru gefnar um yfirvofandi hryðjuverk, séu liður í viðbrögðum stjórnvalda við of- angreindri gagnrýni. Condolezza Rice, öryggisráð- gjafi Bandaríkjaforseta, sagði hins vegar að viðvaranirnar tengdust á engan hátt þessari gagnrýni. „Við verðum stöðugt að minna Bandaríkjamenn á veik- leika okkar.“ ■ Samkeppnisstofnun: Ekki reglur til höfuðs neinum samkeppni „Það er ekki verið að setja reglur til höfuðs einum né neinum," segir Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnun- ar um drög að leiðbeinandi regl- um um viðskipti birgja og mat- vöruverslana. Hannsegir það sér- kennilegt að sínu mati að fara með mál í opinbera almenna umræðu á þessu stigi málsins. Drögin hafi verið send öllum hagsmunaaðil- um og Samkeppnisstofnun eigi nú eftir að fara yfir og taka afstöðu til athugasemda þeirra. Hann seg- ir reglurnar hugsaðar sem siða- reglur, til aðstoðar fyrirtækjum á markaði. „Þær eru eðlilegt fram- hald skýrslu Samkeppnisstofnun- ar um matvörumarkaðinn frá síð- asta ári.“ ■ Smyglari í Leifsstöð: Hassið límt á fótleggina tollgæsla Á sunnudag var maður á þrítugsaldri gripinn í Leifsstöð með tæpt kíló af hassi límt á fót- leggina þar sem hann var að koma frá Stokkhólmi. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa átt efnið og telst málið upplýst. Kári Gunn- laugsson, aðaldeildarstjóri toll- gæslunnar, segir ekki laust við að aukning hafi orðið í smærri smygltilraunum. „Þegar stóru kóngarnir eru allir á Hrauninu fara hinir af stað,“ sagði hann og taldi nokkra þurrð hafa skapast þegar tekin var 30 kílóa sénding af hassi í gámi fyrir nokkru. Verð- mæti hassins er talið nema um tveimur milljónum króna. ■ Norðlingaölduveita - opið hús Tryggingastofnun í herferð gegn tryggingasvikum: Biðlað til almennings í stríði gegn svikum Landsvirkjun kynnir skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 22. maí. Opið hús verður í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg kl. 16-19. Þar verður hægt að kynna sér helstu niðurstöður matsskýrslunnar og framhald matsferlisins. Einnig gefst tækifæri til að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar og ráðgjafa um matið á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. löGREGLumál TYyggingastofnun ríkisins hefur sagt tryggingasvik- um sérfræðinga í heilbrigðisstétt og sjúklinga stríð á hendur. Óskað hefur verið eftir opin- berri rannsókn ríkis- lögreglustjóra á meintum fjársvikum tannlæknis. Mál fleiri heilbrigðisstarfs- manna og sjúklinga eru sögð vera í ná- kvæmri skoðun. Innri endurskoðun TYyggingastofnunar á m.a. að aðstoða við að koma í veg fyrir tryggingasvik og vill- TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Tannlæknir hefur veríð kærð- ur fyrir meint fjársvik og fleiri eru til rannsóknar í átaki gegn tryggingasvikum. ur. Allir starfsmenn eiga að gera manna athugaverðir eða af- viðvart þegar minnsti grunur greiðsla þeirra hjá stofnuninni vaknar um tryggingasvik. ámælisverð. ■ Á heimsíðu Tryggingastofnun- ar kemur fram að miklu máli skip- ti að sjúklingar skrifi aldrei undir óútfyllta reikninga hjá heilbrigð- isstarfsmönnum. Þeir eigi alltaf að fá upplýs- ingar um það sem skrifað sé á reikninga og leita staðfestingar á útskýringunum hjá starfsmönnum TYygg- ingastofnunar ef þurfa þykir. Viðskiptavinir Tryggingastofnunar eru hvattir til að hafa samband við stofnina þyki þeim reikningar heilbrigðisstarfs-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.