Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2002, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 22.05.2002, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 22. maí 2002 FRÉTTABLADIÐ 9 Sýn sýnir frá Símadeild karla: Skulda en fá réttinn Félagslegar íbúðir: Frjáls sala í Reykjavík SVEiTflRSTJÓRNlR Borgarráð Reykja- víkur hefur samþykkt að sækja um heimild félagsmálaráðherra fyrir því að eigendur félagslegra íbúða í borginni fái að selja þær á frjálsum markaði. Þetta á að gera um leið og breytingar sem Alþingi gerði nýlega á húsnæðislöggjöf- inni taka gildi. Reykjavíkurborg hefur jafn- framt fallið frá forkaupsrétti á íbúðunum sem byggðar hafa verið í átaki gegn heilsuspillandi hús- næði. Um er að ræða félagslegar íbúðir sem borginni hefur borið skylda til að kaupa. Sótt verður um að kaupskyldunni verði aflétt. ■ sjónvarp Sjónvarpsstöðin Sýn hefur keypt sýningarréttinn að beinúm útSendingum frá ís- landsmóti karla í knattspyrnu af þýska fyrirtækinu SportFive. Áður hafði slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum Sjónvarpsins við þýska fyrirtækið. „Ríkisútvarpið á örðugt með að vera þátttakandi í stöðugt hækkandi réttindagreiðslum vegna sýninga á íþróttaviðburð- um,“ sagði Bjarni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins. Fyrir fjórum árum gerði Sjón- varpið samning við Sport-Five um útsendingarrétt á leikjum frá íslandsmótinu og framseldi hluta samningsins til Norður- ljósa. Þá skiptu sjónvarpsstöðv- arnar útsendingum frá leikjum á milli sín sem og skyldum varð- andi greiðslur til SportFive. Að sögn Bjarna hafa Norðurljós ekki greitt reikninga vegna út- sendinganna í tvö ár og skulda tæpar 20 milljónir sem Sjónvarp- ið er í ábyrgð fyrir. Þær greiðsl- ur hafa einnig átt sinn þátt í að samningar náðust ekki. „Það er rétt að við skuldum ákveðnar upphæðir en við erum að vinna í því að klára málin,“ segir Hermann Hermannsson, sjónvarpsstjóri Norðurljósa. Hann vildi ekki staðfesta hve há skuldin væri né hversu mikið hefði verið greitt fyrir réttinn að beinum útsendingum næstu tvö ár. ■ ISLANDSMÓTIÐ I KNATTSPYRNU KS( seldi þyska fyrirtækinu SportFive út- sendingarréttinn frá Islandsmótinu í knatt- spyrnu. SportFive á sýningarréttinn á leikj- um frá íslandsmótinu, bikarkeppninni og landsleikjum. Sveitarstjómarkosningar: Nýir kjósendur tæplega átján þúsund kjörskrá Á kjörskrá fyrir kom- andi bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar á landinu öllu eru 204.923 og þar af nýir kjósendur 17.400 og er það 8,5%. í hlutfalli við eldri kjósendur eru nýir á kjörskrá flestir í Mjóafjarðar- hreppi eða 16%, en á kjörskrá eru 25 og þar af eru nýir 4. Á höf- uðborgarsvæðinu eru 129.214 á kjörskrá í átta sveitarfélögum og eru flestir nýir kjósendur í Bessastaðahreppi en þar eru nýir 121 eða 10,3%. I Reykjavík er hlutfallið 8% en þar eru nýir á kjörskrá 10.399. Því til viðbótar eru 1.603 nýbúar, eða 1,2%. Ný- búurn á kjörskrá fjölgar hins vegar lang mest á Tálknafirði en þar koma 20 nýbúar nýir á kjör- skrá og er fjölgunin 9,3%. í síðustu bæjar-og sveitar- stjórnarkosningum árið 1998 voru á kjörskrá á landinu öllu 193.632. Þar af voru karlar 96.396 og 97.236 konur. Á höfuðborgar- svæðinu voru þeir 119.041 og hefur kjósendum því fjölgað um 10.173 frá því 1998. ■ NÝIR Á KJÖRSKRÁ ( Reykjavík eiga liðlega tíu þúsund rétt á að kjósa í fyrsta sinn. Sjávarútvegur: HB hagnast uppcjör Hagnaður Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi frá janúar til mars var 562 milljónir króna. Á sama tímabili í fyrra var 20 milljóna króna hagnaður. Haraldur Sturlaugsson segir í tilkynningu að aðstæður í rekstri hafi verið hagstæðar. Auk þess hafi áhrif hagræðingar undanfar- inna ára verið að koma í ljós. Vegna styrkingar á gengi ís- lensku krónunnar á tímabilinu var gengishagnaður vegna lána í er- lendri mynt að upphæð rúmlega 200 milljónir króna. ■ Smáralind - Glæsibæ Simi 5451550 og 5451500 Sérfræðingar Útilífs búa allir yfir mikilli þekkingu og reynslu á sínu sviði. Að fá réttar ráðleggingar skiptir sköpum þegar á hólminn er komið. Ég kaupi allan minn útbúnað i Útilífi. Haraldur Örn Ólafsson fjallgongumaður og pólfari Útilíf hefur á að skipa sérfræðingum I hverri deild. í útivistardeildinni svarar Helgi Benediktsson, einn af reyndustu fjallgöngumönnum Islands, spurningum viðskiptavina um allt sem lýtur að útivist. Hvaða skór henta best I sex daga göngu um Lónsöræfi? Hvaða búnað þarf ég til að ganga upp á Hvannadalshnjúk? Hvernig tjald ættum við að kaupa fyrir gönguferð um Hornstrandir? Hvað þarf ég hlýjan svefnpoka fyrir gönguferð í Nepal í október. Komdu og spjallaðu við Helga um allt sem þig langar til að vita um útivist og göngubúnað. UTILIF Ertu að lepoja land undir fdt?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.