Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 22. maí 2002 MIDVIKUDACUR SACA PAGSINS 22. IVÍAÍ Arið 1133 lést Sæmundur fróði Sigfússon, 77 ára að aldri. Hann á samkvæmt þjóðsögum að hafa hlotið menntun í Svarta- skóla. Mikill jarðskjálfti reið yfir á Suðurlandi árið 1339 og lét- ust þar nokkur börn og gamal- menni, auk þess sem bæir og fén- aður féllu. Arið 1939 undirrituðu Adolf Hitler og Benito Mussolini samning um hernaðarbanda- lag nasistaríkisins Þýskalands og fas- istaríkisins Ítalíu. Mussolini kallaði þennan samning „stálsáttmál- ann“, en hafði fyrst hugsað sér að kalla hann „blóðsáttmála". Vill helst vera með fjölskyldunni Hreggviður Jónsson, fyrrver- andi forstjóri Norðurljósa, keypti nýverið 80% hlut í Pharmaco ísland. Hann lauk BA prófi í hagfræði frá háskóla í Minnesota og MBA-prófi í rekstr- arhagfræði frá Harvard-háskóla í Boston árið 1993. Á námsárum Hreggviðs í Boston var Hlín Sverrisdóttir kona hans að læra landslagsarkitektúr og skipulags- fræði við Cornell-háskóla í New York. „Hún kom svo til Boston og gerði ritgerðina þar. Okkur líkaði vel í Boston sem er mjög skemmtileg borg og í raun svolít- ið evrópsk. Hún er svona háskóla- mekka, þarna fyllist allt á haustin." Að loknu námi fluttist Hregg- viður til Stokkhólms þar sem hon- um bauðst starf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company. „Það voru algjör for- réttindi að fá að starfa hjá einu stærsta fyrirtæki í heiminum á sínu sviði. í þessu starfi var mað- ur að vinna að tímabundnum verkefnum, í ýmsum löndum í þrjá til sex mánuði í senn. Þarna vann ég mikið með fólki af ólíku þjóðerni, til dæmis þegar verið er að sameina fyrirtæki frá tveimur löndum, svo ég fékk þarna mikla reynslu. Þetta var mjög góður skóli fyrir mig þó auðvitað hafi þetta verið slítandi og miklar fjar- verur frá fjölskyldunni. Á þessum tíma höfðum við eignast eitt barn,“ segir Hreggviður, sem á nú _____________Persónan Hreggviður Jónsson keypti nýverið hlut i Pharmaco island þrjú börn. „Það má segja að mitt helsta áhugamál sé að vera með fjölskyldunni. En ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum. Á sínum tíma æfði ég fótbolta á Þórshöfn, þar sem ég er fæddur og uppal- inn. Þó ég spili ekki fótbolta leng- ur reyni ég að halda mér í góðu formi, það skiptir máli þegar álag- ið er mikið." ■ HREGGVIÐUR JÓNSSON Hreggviður segir það mikilvægt að vera í góðu formi þegar fólk er undir miklu álagi. FÓLK í FRÉTTUM r TÍMAMÓT Stefán Ásmundsson, formaður ís- lensku sendinefndarinnar sem gekk af fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins á dögunum, er sonur Ás- mundar Stefánssonar fyrrum for- seta ASÍ. Stefán hefur starfað í sjávarútvegsráðuneytinu undan- farin ár. Athygli hefur vakið hversu gott vald Stefán hefur á enskri tungu. Þá kunnáttu má rekja til námsára hans í Bretlandi. JARÐARFARIR________________________ 13.30 Sigurveig Árnadóttir verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. AFMÆLI_____________________________ Arnar Björnsson er 44 ára. Sigurður G. Valgeirsson er 48 ára. Eva Ásrún Albertsdóttir er 43 ára. ANPLÁT______________________________ Páll Sigurbergsson, bóndi, Haukatungu, Kolbeinsstaðahreppi, lést 10. maí. Útför- in hefur farið fram. Gtsli Pálsson, frá Skálafelli í Suðursveit, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést 6. maí. Jarðar- förin hefur farið fram. Baldur Sigurðsson frá Lögbergi, Vest- mannaeyjum, lést 27. apríl. Útförin hefur farið fram. ognæstiááætlun Framkvæmdum við endumýjun efsta hluta Bankastrætis er nú lokið og Laugavegur aftur opinn umferð niður Bankastræti. Nú er unnið að endurnýjun neðri hluta Skólavörðustígs og miðar því verki vel. Verslanir og þjónustustofnanir á svæðinu eru opnar og gönguleiðir greiðfærar. Bílahús og miðastæði eru í næsta nágrenni og mælum við með Traðarkoti við Hverfisgötu og Bergstöðum við Bergstaðastræti sem góðum kostum. Traðarkot ivCBQSGAtA Bergstaðir \UGAVEGUP BftNKASWÆll Bílastæðasjóður ...svo í borg sé leggjandi ARNAR BJÖRNSSON Arnar hefur dálæti á mat og segist verja líkamsþyngd sína. Megrunarkjaftæði þjóðarinn- ar telur hann gengið út I öfgar. Hann getur vel hugsað sér að fara á veitingahús i kvöld og fá sér góðan fiskrétt, eftir grillmat helgarinnar. Hlakkar til HM Arnar Björnsson íþróttafréttamaður er 44 ára í dag. Arnar Björnsson, íþróttafrétta- maður og bókmenntafræðing- ur, er 44 ára í dag. Aðspurður um hvernig hann hygðist verja degin- um hló hann og sagðist ekki hafa lagst í neinar djúpar pælingar þar að lútandi. „Mér finnst þetta af- mæli nú svo hversdagslegur hlut- ur. Ég verð að vinna eitthvað í dag, er farinn að undirbúa mig fyrir út- sendingar frá HM í knattspyrnu," segir Arnar Björnsson, sem kveðst vera farinn að hlakka til keppninnar og hafa kynnt sér vel hinar ýmsu þátttökuþjóðir og lið þeirra. „Ég hef verið að dunda við þetta fram eftir nóttu eftir að ég kem heim af vöktum um mið- nætti, því það er oft erfitt að sofna strax eftir erilinn. Það er mjög skemmtileg lesning að kynnast þessum liðum og skyggnast á bak við tjöldin, sérstaklega hjá þeim sem maður þekkir ekkert eins og Kóreu og Kína. Valið á nígeríska liðinu virðist til dæmis mjög póli- tískt, leikmenn sem ekki eru vald- ir bresta kannski í grát þegar þeim er ljóst að það skipti máli að vera ekki af sama ættbálki og þjálfarinn og sterkur orðrömur er um að mútur viðgangist." Arnar gefur sér þó tíma frá HM hugleiðingunum annað veifið og er að byggja sumarbústað með fjölskyldu sinni í Skorradal, þar sem hann segir yndislegt að vera. „Ég setti þó það skilyrði að þar gæti ég náð öllum sjónvarpsstöðv- unum og þegar ég hef fengið þangað internettengingu gæti ég vel hugsað mér að búa þar,“ segir Amar. „Annars er það skemmtileg- asta sem við hjónin gerum um þessar mundir að fylgjast með ell- efu ára dóttur minni iðka knatt- spyrnu, hvetja hana og hinar stelpurnar í Breiðabliksliðinu. Ég er klár á að þetta er mjög upp- byggilegt og gefandi fyrir unga krakka. Ég hef svolítið skrýtna sýn á fótboltann, tengda bók- menntafræðinni, útfrá hugmynd- inni verk, höfundur, lesandi. Höf- undur skrifar bók og þú sem les- andi túlkar verkið. Nákvæmlega það sama gildir um fótboltaleik. Við erum kannski saman á hliðar- línunni og erum á öndverðum meiði um leikinn. Þess vegna er það svo gaman að fara í grasrót- ina, upplifa krakkana leika þessa íþrótt og heimfæra það svo á þá bestu í heimi. Því allt snýst þetta um það sama, að koma boltanum sem oftast í mark mótherjanna.“ bryndis@frettábladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.