Fréttablaðið - 22.05.2002, Side 24
FRETTABLAÐIÐ
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20, dreifing@frettabladid.is
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar
HEIMAGÆSLA
ORyGGlSMIÐSTOÐ ISLANDS
8ORGART0N131 - SlMl 5302400
WWW.OMS
Bakþankar
Þráins Bertelssonar
Voðaskot(?)
Hvenær drepur maður mann og
hvenær drepur maður ekki
mann?“ spurði Jón Hreggviðsson hér
forðum og nú standa yfir mikil réttar-
höld yfir allt öðrum Jóni fyrir að hafa
gert sig sekan um þann skuggalega
glæp að láta fallerast af Borgarstjór-
anum í Reykjavík til að skrifa upp á
viljayfirlýsingu um að í framtíðinni
verði til hjúkrunarpláss handa gömlu
fólki. Þegar málið er skoðað ofan í
kjölinn kemur samt fljótt í ljós að hinn
ákærði Jón (Kristjánsson) er sekur.
HEILBRIGÐISRÁÐHERRANN
er bersýnilega sekur um að hafa skrif-
að undir viljayfirlýsingu um að standa
við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hef-
ur þegar samþykkt og er í verkahring
þeirrar ríkisstjórnar sem hann situr í
að framfylgja. Hann er líka sekur um
að hafa gert sig ómerkan í samstarfi
með því að lýsa yfir vilja sínum.
KANNSKI ER heilbrigðisráðherran-
um nokkur vorkunn að hafa í bjart-
sýniskasti haldið að samstarfsflokkur-
inn viiji nurla saman í þessi sjúkra-
hússpláss handa gamlingjunum úr því
að það eru til svo miklir peningar í rík-
iskassanum að ekki stóð á því að heim-
ila fjármálaráðherra að skrifa upp á
tuttugu milljarða ríkisábyrgð fyrir
DeCode. En hitt er jafnaugljóst að þótt
til séu fáeinir skildingar í góðu búi þá
eru þeir fjármunir í vörslu húsbænd-
anna og hjúunum allrasíst ætlað að
spandera þeim. „Agi verður að vera í
hernum,“ sagði góði dátinn Svejk.
LÁTUM VERA þótt landbúnaðarráð-
herranum sé sleppt í sjónkann á vorin
til að tala um verð á agúrkum. En það
er illt að þola utanríkisráðherrann
vera sífellt að tuða um það sem ekki
má nefna (en byrjar á ,,E“), og ef heil-
brigðisráðherrann ætlar að taka upp á
því að fara að hafa einhverjar veru-
legar meiningar um heilbrigðismál
rétt fyrir kosningar þá er vitanlega
fjandinn laus. Og von að fjaðrafokið
út af þessu skuli vera orðið eins og
einhver hafi hleypt af voðaskoti og
voðaskotið lent í löppinni á Birni
Bjarnasyni. En hver var það sem
hleypti af skotinu: Var það heilbrigðis-
ráðherrann? Eða Björn sjálfur? Eða
var það kannski fjármálaráðherrann?
Og var voðaskotið voðaskot? Eða
skaut einhver að yfirlögðu ráði?
„Hvenær drepur maður mann og
hvenær drepur maður ekki mann?“ ■
________________Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að íslenska
sendinefndin á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins
er ekki i útrýmingarhættu þó hún hafi ekki
fengið inngöngu í ráðið.
Ferðatrygginq er alltaf innifalin í F plús fjölskyldutryggingunni
Leyfðu
aðbera PKKUT
ab'— —
lyrqðina ,
meðþer
Þeir sem eru með F plús njóta
tryggingaverndar fyrir alla
fjölskylduna á ferðalagi
erlendis. Það er sama hversu
margir eru í fjölskyldunni eða hve oft farið er til útlanda,
F plús verndin gildir í allt að 92 daga hverju sinni.
Að sjálfsögðu býður VÍS líka samsetta ferðatryggingu
fyrir þá sem ekki eru með F plús.
Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 560 5000.
F plús fjölskyldutrygging felur, auk slysatryggingar,
í sér sjúkrakostnaðartryggingu, ferðarofstryggingu og
farangurstryggingu. Sjá nánar í skilmálum F plús
tryggingar.
Með tryggingunni fær fjölskyldan einnig öryggiskort og
aðgang að neyðarþjónustu SOS
International.
Tryggðu þér ánægjulegra frí.
Leyfðu okkur að bera ábyrgðina
með þér.
&
Upiús
mm
Ert þú með F plús tryggingu?
Mundu þá eftir SOS-kortinu!
þar sem tryggingar snúast um fólk
Vátryggingafélag íslands • Ármúla 3 • 108 Reykjavík • Þjónustuver 560 5000 • www.vis.is
Þessi fullkomna þvottavé! er nú
á sérstöku afmeelistilboói
kr. 80.000
UL/
<r eimtöi