Fréttablaðið - 08.06.2002, Qupperneq 1
AFMÆLI
Skírnardagur
merkilegri
en afmœlið
bls 22
ÍPRÓTTIR
Hjartað slœr
með Tyson
PERSÓNAN
Heimsmaður
í sveitina
bls 22
CDCTTARl Anin
rrvc 1 \f\DLf\tJitJ
109. tölublað - 2. árgangur
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Laugardagurinn 8. júní 2002
LAUGARDAGUR
Ráðgjöf fyrir
ungt fólk
OPNUN í Hinu húsinu verður opn-
unarhátíð milii þrjú og sex vegna
opnunar Tótal-ráðgjafar, alhliða
ráðgjafar og upplýsingaþjónustu
fyrir ungt fólk.
Treyjur til styrktar
krabbameinsveikum
Hrafn skikkaður
í stórfellt niðurrif
UPPBOÐ Þeir sem vilja eignast
treyjur frægra knattspyrnukappa
geta lagt leið sína á uppboð í
Smáralind klukkan þrjú í dag. Þar
verður f jöldi treyja boðin upp og
rennur ágóðinn til styrktar Krafti,
styrktarfélagi fyrir ungt fólk sem
hefur greinst með krabbamein.
ÍVEÐRIÐ í DACl
REYKJAVÍK Austlæg átt,
5-10 m/sek. og rigning eða
súld. Hiti um 12 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
fsafjörður Q 5-10 Súld QlO
Akureyrí © 8-13 Léttskýjað Q 16
Egilsstaðir © 8-13 Léttskýjað Ql2
Vestmannaeyjar O 5-10 Súld Qll
Fræðsluferð um
Grasagarðinn
CANCA Grasagarðurinn í Laugardal
stendur fyrir fræðsluferð um garð-
inn kl. 11.00. Fjallað verður um
ýmsar trjátegundir.
Nóg að gera
í boltanum
FÓTBOLTI Það ræðst í dag hvort ís-
land kemst í umspil um sæti á
heimsmeistaramóti kvenna. ís-
lenska liðið sækir það ítalska heim
og nægir jafntefli til að komast í
umspil. Tveir leikir eru í úrvals-
deild karla. ÍBV fær Fylki í heim-
sókn og Skagamenn sækja KA
heim.
!KVÖLDIÐ í KVÖLd]
Tónlist 14 Bíó 12
Leikhús 14 íþróttir 10
Myndlist 14 Sjónvarp 18
Skemmtanir 14 Útvarp 18
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára
íbúar á höfuð-
borgarsvæð-
inu á virkum
dögum?
Meðallestur 25 til 39
ára á virkum dögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
mars 2002
61,9%
70.000 eintök
70% fólks les b! aðið
MEÐALLESTUR FOLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002.
Hrafn Gunnlaugssyni hefur verið gert að rífa og fjarlægja alls kyns óleyfisframkvæmdir í og við
hús sitt. Kvikmyndaleikstjórinn lætur sér fátt um finnast og heldur framkvæmdum áfram.
STEYPUFRAMKVÆMDIR HJA HRAFNI
Hrafn Gunnlaugsson hefur að undanförnu verið að steypa það sem líkist heitum potti þar sem hús hans mætir fjöruborðinu i Laugar-
nesi. Borgaryfirvöld segja pottinn vera ólöglegan og byggðan við ólöglegan kjallara hússins. Yfirvöldum gengur þó illa að stöðva upp-
byggingarstarfsemi hins framkvæmdaglaða kvikmyndaleikstjóra.
skipulagsmál Byggingarfulltrú-
inn í Reykjavík vill að fjölskrúð-
ugar óleyfisframkvæmdir
Hrafns Gunnlaugssonar í Laugar-
nesi verði fjarlægðar.
Fyrir tveimur vikum stöðvaði
byggingarfulltrúinn steypuvinnu
kvikmyndaleikstjórans „á og í
kring um grjót í fjörunni bæði
innan og utan lóðar“, eins og
stendur í bréfi fulltrúans til
Hrafns. Fimm vikum fyrr hafði
einnig verið reynt að stöðva
framkvæmdir Hrafns.
Eftir vett-
vangsskoðun á
og við lóð
Hrafns 18. apríl
sl. var honum
tjáð að allar
f ramkvæmdir
við hús hans
væru stöðvaðar.
Skipulags- og
byggingarnefnd
samþykkti síðan
að Hrafni bæri
að rífa og fjar-
lægja allar
óleyfisfram-
kvæmdir sínar
innan 30 daga. Ella yrði verkið
unnið á hans kostnað. Engin við-
brögð hafa enn borist frá Hrafni.
Þvert á móti hefur hann haldið
sínu striki.
Fréttablaðið skýrði frá að-
stæðum við lóð Hrafns 17. apríl
sl. Daginn eftir sendi byggingar-
fulltrúinn Hrafni bréf.
Hrafn er í bréfinu minntur á
að fyrir fimm árum fékk hann
leyfi fyrir verönd og viðbyggingu
sem hann hafði þegar reist með
því skilyrði að hann fjarlægði
gám, skúra og fleira innan 30
daga. Við það hafi hann enn ekki
staðið.
„í stað þess hefur verið rótað
upp haugum úr grjóti og jarð-
vegi, grafnar tjarnir, komið fyrir
stakstæðu aðfluttu stórgrýti,
grafið og fyllt í stíga og trjám
plantað. Stór hluti þessara fram-
kvæmda er tugum metra utan
lóðarmarka,“ kvartar byggingar-
fulltrúinn, sem jafnframt tekur
fram að handbragð á utanlóðar-
framkvæmdunum sýni að þær
séu á vegum ITrafns.
Þá segir að Hrafn hafi í heim-
ildarleysi gert aðkomu að lóð
sinni að sunnanverðu en ekki að
norðanverðu, eins og ráð sé fyrir
gert. Innan lóðar sé ekkert í sam-
ræmi við afstöðumynd frá 1997:
„... á henni er að finna skúra,
staura, afgangsbyggingarefni og
annað drasl,“ segir fulltrúinn og
heldur áfram:
„Það sem kom þó mest á óvart
var að hafin er viðbygging við
vesturhlið hússins og byggður
hefur verið kjallari undir verönd
að vestanverðu og nær sá kjallari
allt að lóðarmörkum með tilheyr-
andi skemmd á fjöruborði utan
lóðar. Þetta hafið þér ráðist í
þrátt fyrir að embætti bygging-
arfulltrúa hafi tvívegis stöðvað
framkvæmdir við húsið eftir að
þér eignuðust það.“
Ekki náðist í Hrafn Gunn-
laugsson.
gar@frettabladid.is
I ÞETTA HELST I
Deilurnar í Byggðastofnun
halda áfram. Stjórnarfor-
maður telur forstjórann brot-
legan. Forstjórinn segist hafa
sitt á hreinu. bls. 2
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra:
Getum myndað ríkisstjórn
HRAFN
GUNNLAUGSSON
Engin viðbrögð
hafa enn borist
frá Hrafni.
með hvaða flokki sem er
STJÓRNARFLOKKAR „Miðað VÍð að-
stæður í dag þá vil ég ekki að ís-
land gangi í Evrópusambandið,"
segir Árni M. Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra. Undir öllum
kringumstæðum vildi hann helst
losna við inngöngu. Þó sé ESB
gríðarlega mikilvægt fyrir ís-
lendinga. Ef þeir fái frið til að
nýta þau sóknarfæri sem þeir
hafa í dag og samningur um Evr-
ópska efnahagssvæðið þróist
eðlilega þá sé þeim best borgið
fyrir utan sambandið.
Árni segir umræðuna um ESB
nú ekki gera samstarf stjórnar-
flokkanna erfitt það sem eftir er
af kjörtímabilinu. Tekist sé á um
MATHIESEN
Evrópuumræðan
ekki erfið fyrir
stjómarsamstarfið.
málið innan
s t j ó r n m á 1 a -
flokkanna og
enginn hafi þá
stefnu að sækja
um aðild. And-
staðan sé einna
mest hjá Fram-
sóknarflokknum
samkvæmt ný-
legri könnun.
í viðtali við
Fréttablaðið í
dag segir Árni
að allir flokkar gangi óbundnir til
næstu kosninga. Sjálfstæðis-
flokkurinn gæti myndað meiri-
hluta meó hverjum hinna þriggja
gömlu fjórflokka. Framsókn,
Samfylking og Vinstri grænir
þyrftu hins vegar að sameinast
ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði
ekki í ríkisstjórn.
í viðtalinu kemur fram að
Árni hlustar á fiskifræði sjó-
mannsins þó vísindalegar rann-
sóknir Hafrannsóknastofnunar
leggi grunninn að ákvörðun hans
um heildarkvóta á íslandsmið-
Um. Sjá viðtal á bls. 8
Stjórnvöld neita að hleypa
einstaklingum sem tengjast
Falun Gong inn í landið meðan
á heimsókn Jiang Zemin, for-
seta Kína, hingað til lands
stendur. bls. 2
Islenskur karlmaður, búsettur
í Danmörku, er í fangelsi fyr-
ir að reyna að myrða danska
eiginkonu sína. bls. 2
Tíðni húðkrabbameins meðal
kvenna á íslandi hefur
margfaldast á undanförnum
árum. bls. 6