Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 8. júní 2002 LflUGARDAGUR SVONA ERUM VIÐ NOTKUN VERKJALYFJA Konur taka verkjalyf frekar en karlar. Fjórð- ungur kvenna segist oftast eða alltaf taka verkjalyf ef þær finna fyrir verk. Þrir af hverjum fimm karlmönn- um segjast sjaldan eða aldrei taka verkjalyf. Tekurðu verkjalyf ef þú finnur fyrir verk? 2 KARLAR 38% ||KONUR 26% 26% J 1 15% M 36% OFTAST STUNDUM SJALDAN /ALLTAF /ALDREI HEIMILD: GALLUP Ungir framsóknarmenn: Sækja eda sækja ekki umESB stjórnmAl Ungir framsóknarmenn munu taka afstöðu til tveggja til- lagna um afstöðuna til aðildar ís- lands að Evrópu- sambandinu á sambandsþingi sínu sem fram fer um aðra helgi. I annarri til- lögunni er hvatt til þess að farið sé í aðildarvið- ræður eftir Al- þingiskosningar. Islendingar séu nú þegar bundnir af ákvörðunum ESB í gegnum Schengen og EES-samninginn án þess að hafa þar áhrif. í hinni til- lögunni segir að gallarnir við aðild séu meiri en kostirnir. Því sé engin ástæða til að sækja um aðild. ■ EINAR SKÚLASON Ungir framsóknar- menn velja milli tveggja tillagna um ESB sem ganga þvert hvor á aðra. FRÁ STOKKHÓLMI í sömu vikunni og haldið var upp á 750 ára afmæli Stokkhólms ákvað sænska þingið að veita samkynhneigðum pörum rétt til að ættleiða börn. Sænska þingið: Samkyn- hneigð pör mega ættleiða svi'móð Nú í vikunni samþykkti sænska þingið að samkynímeigð pör geti ættleitt börn. Svíþjóð er þar með orðið fyrsta land heims, sem gefur samkynhneigðum pör- um kost á að ættleiða börn. Þetta gildir bæði um rétt annars ein- staklingsins til þess að ættleiða barn sambýlismanns eða -konu, sem og um rétt pars til þess að taka að sér barn til ættleiðingar. Sömu skilyrði eru sett samkyn- hneigðum pörum um ættleiðingar eins og öðrum, nefnilega að ætt- leiðingin verði barninu fyrir bestu og að parið sé fullfært um að ala upp börn. ■ 1 VESTURLAND I Afundi bæjarráðs Grundar- fjarðar á dögunum var sam- þykkt að fela bæjarstjóra, Ey- þóri Björnssyni, að skrifa sjáv- arútvegsráðherra bréf varðandi möguleikann á því að loka rækjumiðunum á Breiðafirði fyrir öðrum en Breiðafjarðar- bátum. Guðni E. Hallgrímsson, bæjarfulltrúi, segir það sé hug- mynd bæjarráðs að kanna mögu- leikana á því að vernda hags- muni þeirra sem stundi rækju- veiðar og vinnslu á Breiðafjarð- arsvæðinu á þennan hátt. Skessuhorn sagði frá. Ung kona í Hafnarfirði: Lamin með svipu löcreglumál Ung kona var lamin með svipu síðastliðið miðviku- dagskvöld. Hafði konan verið að hjóla eftir Hringbraut í Hafnar- firði þegar bíll keyrði aftan að henni. Maður teygir sig út um gluggann farþegamegin og lemur hana með svipu í bakið með þeim afleiðingum að sár myndaðist. Konan, sem vildi ekki láta nafn síns getið, segir sér óneitanlega hafa brugðið. „Það var enginn að- dragandi nema ég er laminn og bíllinn keyrir í burtu. Höggið var töluvert því ég fékk sár á bakið þrátt fyrir að hafa klæðst peysu og gallajakka. Ég get ekki fundið neina skýringu á þessu athæfi nema ef vera skyldi að meiða fólk.“ Mennirnir á bílnum virðast ekki hafa látið staðar numið. Annað tilfelli var tilkynnt til lög- reglunnar í Hafnarfirði sama kvöld. Tíu ára stúlka sem var að leik við Selvogsgötu lenti í sömu reynslu sem skildi eftir svipufar á bakinu. Unga konan biður þá sem urðu vitni að þessum atburð- um að gefa sig fram við lögreglu. Hún segir gerendur hafa ekið á dökkgrænum bíl og þann sem veitti svipuhöggið með ljóst hár. ■ LÖGREGLUSTÖÐIN Í HAFNARFIRÐI Tvö tilfelli voru tilkynnt til lögreglu vegna manna sem réðust á vegfarendur með svipu. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Árni pantaði átta fána fyrir Þjóðleikhúsið en aðeins tvær flaggstangir eru við húsið. Ekki persónuleg viðskipti Arna Vitnum í máli Arna Johnsen og honum ber illa saman. Þetta kom ljóslega fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur. dómsmál Ósamræmis gætti í framburði vitna og frásögn Árna Johnsen, við vitnaleiðslur í máli þingmannsins fyrrverandi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Húsvörður Þjóðleikhússins kannaðist ekki við kaup Árna á fánum, veifum né —4— heldur ljósaserí- um. Þá sagði hann að við leikhúsið væru tvær tólf metra flaggstang- ir. í framburði annars vitnis kom hins vegar fram að Árni hefði pantað —♦— átta stóra fána fyr- ir fjórtán metra flaggstangir og fjölda veifa. Að auki hefði Árni pantað þjóðfána en við leikhúsið flagga menn að- Að auki hafði Árni pantað þjóðfána en við leikhúsið flagga menn aðeins tjúgu- fánum. eins tjúgufánum. Fyrirsvarsmaður Torfs- og grjóthleðslunnar sagði að hann hefði móttekið 645.000 kr. frá Árna vegna vanefnda á samningi í tengslum við vinnu við Brattahlíð á Grænlandi. Sölumenn BYKO sögðust hafa kannað heimildir Árna til úttekta en ekki voru gerð- ar athugasemdir við þær. Einn þeirra sagðist þó kannast við að Árni hefði einnig persónulegan reikning hjá fyrirtækinu en að við- skiptin sem um ræðir hafi ekki verið persónuleg heldur vegna leikmunageymslu Þjóðleikhússins. Framkvæmdastjóri Fagtúns, sem seldi Árna þakdúk, hafði sömu sögu að segja. Viðskipti Árna við fyrirtækið hafi verið vegna Þjóðleikhússins en ekki persónuleg kaup Árna eins og Árni heldur fram. Það kom fram hjá einu vitnanna, matreiðslu- manni, að Árni hefði beðið það um að útbúa reikning fyrir sig vegna 70 manna veislu. Sá neitaði, sagð- ist ellegar þurfa að greiða virðis- aukaskatt en Árni á þá að hafa sagt að reikningurinn væri í einkabókhald sitt og þyrfti vitnið því ekki að hafa áhyggjur af núm- erun reikningsins. Varð úr að vitnið gaf út kvittun fyrir upp- hæðinni. Þá upplýsti Daníel Helgason, framkvæmdastjóri Forum ehf. að ákærði, Stefán Axel Stefánsson, hefði hvergi komið nálægt útgáfu reiknings þess, sem honum er gefið að sök að hafa gefið út. stefan@frettabladid.is Málefni albönsku flóttamannanna: Athugasemdir við málsmeðferð félagsmál Rauði krossinn á íslandi hefur gert athuga- semdir við meðferð á máli fimm Albana sem neitað var um hælisvist hér á landi. Þór- ir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi RKÍ, segir að at- hugasemdirnar beinist helst að því að mál mannanna hefði verið afgreitt í miklum flýti. Þeir voru yfirheyrðir, mál þeirra skoðað og úr- skurður kveðinn upp á rúmri klukkustund. Mönnunum hafi ekki verið gefinn kostur á túlki og þan- nig ekki getað gert grein fyr- ir ástæðum óskar um hælis- vist. Það sé grundvallaratriði að mönnum sé gefið færi á að tjá sig á sínu tungumáli. Albönunum var snúið við og þeir sendir með ferjunni aftur til Noregs eftir að þeir- ra varð vart. Norsk yfirvöld munu skoða mál þeirra. Við yfirheyrslur óskuðu menn- irnir eftir pólitísku hæli en rauði KROSS íslands því var synjað á þeirri forsendu að Rauði krossinn gerir athugasemdir við frásögn þeirra væri ekki trúverð- málsmeðferð albönsku flóttamannanna. ug. ■ | STUTTAR FRÉTTIR [ IUjósi mikillar og viðvarandi spennu á milli Indlands og Pakistan hefur utanríkisráðu- neytið sent frá sér tilkynningu þar sem fólki er ráðlagt frá því að ferðast til landanna eins og sakir standa. Er íslendingum, sem staddir eru í Pakistan eða á Indlandi, ráðlagt að fylgjast náið með fréttaflutningi af gangi mála og íhuga jafnframt að yfirgefa svæðið. Brotist var inn í söluturn á Njálsgötu um þrjúleytið í fyrrinótt og stolið þaðan smápen- ingum. Einhverjar skemmdir voru unnar á peningakassa. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík komst þjófurinn undan með því að skríða út um glugga. Aætlunarflug: Millilanda- flug hafíð frá EgUsstöðum samgöngur Vikulegt áætlunarflug á milli Dússeldorf og Egilsstaða hófst þegar farþegaþota LTU Air- bus A320 lenti á Egilsstaðaflug- velli í gærkveldi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent flugfélag hefur áætlunarflug til Egilsstaðaflug- vallar. Þar með hófst vikulegt áætlunarflug á milli Dússeldorf og Egilsstaða. LTU hefur flogið til ís- lands frá því árið 1995 í samvinnu við Terra Nova-Sól. Með áætlunar- flugi til Egilsstaða fjölgar ferðum LTU á milli íslands og Þýskalands og eykur möguleika á ferðum ís- lendinga til Þýskalands og öfugt. ■ MEÐ FINGURINN Á KASSANUM Brenda Steele heitir þessi kona, sem tekur þátt í nýstárlegri tilraun með að nota ting- ur i staðinn fyrir greiðslukort í verslunum. Umdeild tilraun: Fingrafór í stað korta SEATTLE. ap í Seattle í Bandaríkjun- um er nú hægt að greiða fyrir vör- ur í verslunum með því að sýna fingraförin sín. Verið er að gera tilraun með þetta í þremur versl- unum. Tvö þúsund manns taka þátt í þeirri tilraun. Þetta nýja fyrirkomulag byggir á tölvutækni, sem gerir verslunum kleift að tengja fingraför við- skiptavina við greiðslukort þeirra. Viðskiptavinirnir þurfa ekki annað en að leggja fingur á skanna sem tengdur er við búðarkassa. Sú gagnrýni hefur þegar skotið upp kollinum, að þetta stofni per- sónuleynd fólks í hættu. ■ 1 VESTFIRÐIR | Landflutningar Samskip sögðu nýverið upp leigu á helmingi þess svæðis sem fyrirtækið hef- ur haft fyrir gámageymslu á ísafjarðarhöfn. Kristín Hálf- dánsdóttir, rekstrarstjóri Land- flutninga Samskipa á ísafirði, segir þetta ekki til marks um minnkandi umsvif fyrirtækisins á Vestfjörðum, heldur hluta af þróun sem átt hefur sér stað víða um heim. BB sagði frá. Héraðsdómur Vestf jarða sýknaði í gær fyrrum at- vinnurekanda á Þingeyri af kröfum ákæruvaldsins um brot gegn lögum og reglum um að- búnað og öryggi á vinnustöðum. Ekki var gætt fyllsta öryggis við hausunarvél með þeim afleiðing- um að verkakona missti löngu- töng, skaddaði vísifingur og marðist á handarbaki. BB sagði frá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.