Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. júní 2002 FRÉTTABLAÐIÐ n David Beckham: Ur skúrki í hetju F RIÐILL FÓTBOLTI David Beckham, landsliðs- fyrirliði Englands, hefur fengið fyrirgefningu synda sinna. Hann skoraði sigurmark Englendinga, úr vítaspyrnu, gegn Argent- ínu í F-riðli heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu. Beckham, sem var rekinn af velli þegar lið- in mættust á HM fyrir fjórum árum og var tal- inn hafa eyðilagt möguleika Eng- lands, fór fyrir sínum mönnum. Englendingar voru sterkari aðilinn LIÐ L STIG Svíþjóð 2 4 Engtand 2 4 Argentína 2 3 Nígería 2 0 Síðasta umferð 12. júní: Svíþjóð - Argentína Nígería - England en Argentina hefur verið talið eitt sterkasta lið keppninnar. Svíar sigrðu Nígeríu með tveim- ur mörkum gegn einu í hinum leik riðilsins. Henrik Larsson skoraði bæði mörk Svía. Nígería á ekki lengur möguleika á að komast upp úr riðlinum. Liðið mætir Englend- ingum í næstu umferð. Svíum næg- ir jafntefli til að komast upp úr riðlinum en Argentína verður að vinna. Knattspyrnulandslið Spánverja virðist vera að komast yfir stór- mótagrýluna en liðið tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum heimsmeist- aramótsins með því að leggja Paragvæja að velli með þremur mörkum gegn einu. Carles Puyol varð fyrir því óláni að skora sjálfs- mark og kom Paragvæjum yfir. Spánverjar, sem hafa ekki riðið feitum hesti frá stórmótum undan- farin ár, létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu þrjú mörk. Fern- ando Morientes, leikmaður Real HETJAN David Beckham, landsliðsfyrirliði Englands, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu sem Michael Owen fiskaði. Madrid, skoraði tvö mörk með skalla og nafni hans ,Fernando Hi- erro, fyrirliði, gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu. ■ Fimmta umferð Símadeildar karla: Fylkir fer til Eyja fótbolti Fylkir sækir Eyjamenn heim í fyrsta leik 5. umferðar Símadeildar karla í dag. Árbæjar- liðið er í fjórða sæti deildarinnar en Eyjamenn í því áttunda. Þó skilur aðeins eitt stig liðin að. Leikurinn hefst klukkan 14.00. Á sunnudag eru þrír leikir. FH fær Grindvíkinga í heimsókn, KA fær íslandsmeistara Skagamanna í heimsókn og Þór sækir Fram heim. Umferðinni lýkur á mánu- daginn þegar Keflavík og KR mætast í Keflavík. ■ Hjarta mitt slær með Tyson BUBBI MORTHENS Bubbi er einn helsti áhugamaður um box á Islandi. Hann telur Lewis sigurstranglegri en segir hjartað slá með Tyson. Bubbi Morthens telur Lewis sigurstranglegri í kvöld og í betra formi. Hins vegar bendir hann á að Tyson sé höggþungur og gæti því orðið Lewis erfiður, sérstaklega í fyrstu lotunum. box „Þetta er einfaldlega stærsti boxbardagi seinni tíma“ segir Bubbi Morthens um viður- eign Mike Tysons og Lennox Lewis í kvöld, eða öllu heldur eldsnemma í fyrramálið því bardagi þeirra hefst ekki fyrr en um miðja nótt. „Eng- inn bardagi í sögu boxins hefur velt meiri pen- ingum, bæði í kapaláskrift í sjónvarpi þar sem talað er um 55 milljónir kaupenda og í miðasölu sem hefur þegar slegið met. Ég held að selt hafi verið fyrir um 150 milljónir dollara," segir Bubbi og telur að áhorfendur verði um það bil 13.000. Bubbi hefur sjálfur verið í slíkum áhorfendahópi, t.d. í leikjum hjá Tyson og Prince, en hann lýsir sem kunnugt er boxleikj- um á Sýn. „Keppendurnir fá í kringum 30 milljónir dollara hvor í sinn hlut, fyrir utan prósentur af áskrift svo þetta eru um 3-4 milljarðar ís- lenskra," segir Bubbi og upplýsir að bestu box- mennirnir séu ríkustu íþróttamenn veraldar því engin íþrótt velti svo miklum peningum. Hvor er sigurstranglegri, lý'son eða Lewis? „Líkurnar eru mun meiri á að Lewis sigri. Tyson hefur barist svo lítið við marktæka and- stæðinga undanfarið. Hann hefur ekki verið að gera neinar rósir síðan 1988. Lewis er í betra formi.“ En kemst Tyson ekki langt á nafninu og sigurhefðinni, ber Lewis kannski virðingu fyrir Tyson? „Kannski skiptir það máli, en ég efast um að Lewis beri virðingu fyrir Tyson, nema að því leyti að hann veit að hann er höggþungur.“ Eins og Bubbi bendir á er Tyson nú í seinni tíð fyrst og fremst frægur fyrir endalaus vand- ræði. „Ég hef ákveðna samúð með lyson, því ég þekki sögu hans. Ég veit að hann ólst upp við mjög erfiðar aðstæður og svo er hann haldinn geðsjúkdómi; geðhvarfasýki og tekur lyf við henni. Orðspor hans er slæmt og hann hefur líka þurft að líða fyrir það, eins og endalausar nauðgunarákærur benda til, því nafnið selur, hvernig sem á það er litið.“ En með hvorum heldur Bubbi? „Eg verð að viðurkenna að hjarta mitt slær með Tyson." bryndis@frettabladid.is Á HEIMAVELLI Jacques Villeneuve mun keppa á heima- velli á morgun. Brautin er nefnd í höfuðið á föður hans. Formúla um helgina: Heimavöllur Villeneuve formúla Tímatökur fyrir Mont- real-kappaksturinn í Formúlu 1 hefjast í dag klukkan fimm. Keppt er á Gilles-Villeneuve brautinni sem er heimavöllur Jacques Vil- leneuve. Brautin er meira að segja nefnd í höfuðið á föður hans. Öku- menn þurfa að keyra 69 hringi til að komast í mark. Meðalhraði hennar er 220 kílómetrar á klukkustund. ■ Veðrið ekkert vandamál Gott fyrir heimilið, vinnustaðinn og sumarbústaðinn Þessari tegund Markísa er stjórnað innan frá að öllu leyti Niels S. Olgeirsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir, Bröttuhlíð 12, Mosfellsbæ: „Að geta stjórnað hitanum innandyra og lokað sólina úti svo hún baki ekki húsgögnin er mikils virði. Okkurfinnst þetta meiriháttar gott og sniðugt. Við erum oft spurð að því hvort þörf sé á þessu á íslandi og hvort þetta virki. Eftir að hafa haft þetta í á þriðja ár erum við í engum vafa um notagildið. “ Einföld notkun: út-inn-upp-niður, allt að þinni vild. Hitamál innandyra leyst • Ryðfrítt. • Hindrar 92% hita. • Skýlir fyrir vindi af þaki. • 100% vatnshelt, • Einföld uppsetning • 1. handdrifið • 2. rafdrifið • 3. sjálfvirkt Afgreiðslufrestur: 1- 3 vikur í apríl og maí, 2- 5 vikur í júní - ágúst. Eins og sést á myndinni er rigning engin fyrirstaða fyrir útiveru á sólpallinum Ragnar Ólafsson og Steinunn Sigvaldadóttir, Bróttuhlíð 7, Mosfellsbœ: „Eftir að við fengum markísuna hefur nýtingin á sólpallinum og garðveran verið mun meiri. Skjólsœlla er á pallinum, blautviðri engin fyrirstaða og þetta prýðir húsið okkar. “ Þegar Ragnar og Steinunn halda sínar vikulegu grillveislur sér grillið um varmann undir markísunni fram eftir kvöldi. I Hrein fjárfesting ehf. Nánari upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 (kvöid og heigar) Söluaðilar í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.