Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 10
lilFJÖLSKYLDU-OG HUSDÝRAGARDURINN Klessubátar! Opið alla daga frá 10.00 til 18.00 Nýtt á markaði: WaterDrain gegn vökvasöfnun Nú er komiö á markað náttúrulegt fæöubótarefni sem dregur úr vökvasöfnun í líkamanum. Auk magnesíum og kalsíum inniheldur WaterDrain jurtakrafta úr birki, brenninetlu og klóelftingu en allar eru þessar jurtir taldar vatnslos- andi og hreinsandi hvort heldur er a fyrir blóö eöa aöra vessa líkamans. ® WaterDrain styrkir, hreinsar og hvetur nýru, þvagfaeri, lungu og húðina svo eitthvaö sé nefnt. Dag- skammtur er 2-3 töflur á dag eftir því hvert markmiðið er, en í pakk- anum eru 60 hylki eða allt að mán- aðarskammtur. Fólk sem tekur lyf skal ávallt hafa samráð við lækni fyrir inntöku hvers kyns fæðu- bótarefna sem þessa. Umboðsaðili WaterDrain á ^ íslandi er I&d ehf. Innfiutningur&dreifingehf. SÍmÍ: 553 4030 Sætúni 8-105Reyfijaink i&d... FRÉTTABLAÐIÐ SÖCULECT VINIR David Beckham og Diego Simone heilsast hér að leik loknum. Þeim lenti saman í síðustu heimsmeistarakeppni og fékk Beckham rauða spjaldið eftir að hafa reynt að sparka í Simone. England vann Argent- ínu 1-0 í gær. Ísland-Makedónía: Stefnan sett á sigur Klárum ótrúlegt ævintýri með sæmd handbolti íslenska landsliðið í handbolta mætir því makedón-.. íska í undankeppni heimsmeist- aramótsins á morgun klukkan 20.00. íslenska liðið vann fyrri leikinn með fimm marka mun, 35- 30. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að leikur- inn á morgun skipti miklu máli, í raun sé bara kominn hálfleikur. „Við náðum mjög góðum leik úti. En lið Makedóna er það sterkt að við þurfum að halda vöku okk- ar og einbeitingu. Við þurfum að landa þessu og ekki reyna að verja þetta forskot." Guðmundur segir að góður andi ríki innan íslenska lands- liðsins. Leikmenn eru staðráðnir í að standa sig og munu gefa sig alla í leikinn. „Þetta er síðasti leikur á tímabilinu hjá flestum leikmönnum. Löngu og ströngu keppnistímabili er að ljúka svo menn eru staðráðnir í að spila góðan leik.“ Landsleikurinn við Makedóna er sá fyrsti hér á landi eftir Evr- ópumótið í Svíþjóð þar sem það náði fjórða sæti. Guðmundur segir að liðið hafi fundið góðan stuðning að heiman. Landsliðið vill þakka stuðninginn og hvetur fólk til að mæta á morgun. „Menn klæjar í lófana að spila fyrir framan íslenska áhorfend- ur. Ég vona að fólk komi og sýni okkur stuðning í verki og taki þátt í að landa þessum áfanga. Heimsmeistarakeppnin er í lok janúar þannig að það er mikið í húfi. Þetta er gríðarlega mikil- vægur leikur og menn mega ekki sofna á verðinum, hvort sem er leikmenn eða áhorfendur. Við þurfum á öllum þeim stuðningi sem við getum fengið að halda.“ íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því ítalska í dag. Liðið á möguleika á sæti á heimsmeistaramótinu. Hyggjumst klára ævintýrið með sæmd segir landsliðsþjálfarinn. fótbolti „Stemmningin í hópnum er frábær. Við komum hér seint í fyrradag og tókum æfingu í gær- morgun. Aðstæður hér eru allar GÓÐAR islenska landsliðið lagði það spænska að velli með þremur mörkum gegn engu á Laugardalsvelli fyrir skömmu. hinar bestu,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari kvennalands- liðsins, en hann er staddur á Sar- diníu þar sem íslenska kvenna- landsliðið mætir því ítalska í und- ankeppni HM. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðils- ins. Það lið sem nær öðru sætinu fer í umspil, líklega við Englend- inga, um laust sæti á heimsmeist- aramótinu. Jörundur Áki segir að ítalska liðið sé mjög sterkt. „Þær spila þennan suður-evrópska fótbolta, eru taktískt mjög sterkar og hafa á að skipa mjög góðu liði. Þær eru taldar með einhverja bestu fram- herjalínu í evrópskum kvenna- bolta. Ég býst við því að þær eigi eftir að spila sóknarbolta þar sem þær þurfa að vinna leikinn." Jörundur segir sjálfstraust liðs- ins vera mikið eftir síðustu tvo leiki. „Við eigum litla möguleika á að ná fyrsta sætinu en stelpurnar eru staðráðnar í að halda öðru sætinu. Það var markmið sem við settum okkur í upphafi. Það er hreint ótrú- legt að við séum komin í þessa stöðu með þessum sterku þjóðum í riðli. Það er alveg ótrúlegt. Við erum samt ekki södd og við ætlum okkur að fara lengra." Árangur kvennalandsliðsins er betri en karlaliðið hefur nokkru sinni náð. Jörundur Áki vill þó ekki gera mikið úr því og segir að erfitt sé að bera liðin saman þar sem mun fleiri þjóðir séu í karlaboltan- um. „Við berum okkur saman við JÖRUNDUR ÁKI SVEINSSON Segir íslenska kvennaknattspymu á réttri leið. aðrar kvennaþjóðir í Evrópu. Að vera með Rússlandi, Ítalíu og Spáni í riðli og vera komin í þessa stöðu segir okkur að við erum á réttri leið. Þetta er jafnasti riðill- inn í Evrópu og öll lið að taka stig af hvert öðru. Þetta er alveg ótrú- legt ævintýri og við hyggjumst klára það með sæmd.“ kristjan@frettabladid.is Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eltt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handiaginn@handlaginn.is Heimsmeistaramótið í knattspyrnu: Brassar og Kínverjar fótbolti Brasilía mætir Kínverj- um í annarri umferð C-riðils á heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag. Brasilía lagði Tyrki að velli í mjög svo umdeildum leik. Þeir eiga þó væntanlega frekar auð- veldan leik fyrir höndum. Leikur- inn hefst klukkan hálf tólf. Suð- ur-Afríka mætir Slóvenum í B- riðli. Liðin eiga möguleika á að ná öðru sæti riðilsins en Spánverjar eru þegar búnir að tryggja sæti sitt. ítalir mæta Króötum í G-riðli. ítalir eru taldir með eitt af sigur- stranglegri liðum mótsins en Króatar töpuðu frekar óvænt á móti. Á sunnudag verða einnig þrír leikir. Mexíkó mætir Ekvador. Fyrrnefnda liðið er feykisterkt Ekvadorar virka ekki jafn sann færandi. Kosta-Ríka og Tyrkland mæt ast í C-riðli. Kosta-Ríka er efst í riðlinum eftir sigur á Kínverjum Tyrkir ætla sér upp og munu berjast til síðasta blóðdropa. Japan og Rússland mætast í síðasta leik helgarinnar. Rússai sigruðu Túnis með tveimu: mörkum gegn engu en virkuðu ekki sannfærandi. Japanir gerði jafntefli við Belga í stórkostleg- um leik. ■ RONALDO Sýndi snilldartilþrif I síðasta leik gegn Tyrkjum og er kominn i sitt gamla form. 8. júní 2002 LAUGARPAGUR LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Segir að stuðningurinn hér heima fyrir hafi skipt máli á Evrópumótinu. lÍPRÓTTIR í DAG| 8. júní 08.45 Sýn HM 2002 (Italia - Króatia) 11.15 Sýn HM 2002 (Brasilia - Kína) 13.35 Sýn Gillette-sportpakkinn 14.00 Sýn HM 2002 (S-Afrika - Slóvenía) Símadeild karla 14.00 Hásteinsvöllur / ÍBV - Fylkir 1. deild karla 14.00 Ölafsfjarðarvöllur Leiftur Dalvik - Sindri 2. deild karla 14.00 Leiknisvöllur Leiknir R. - Völsungur 14.00 Siglufjarðarvöllur / KS - Selfoss A kvenna - HM 2003 16.00 Ítalía - ísland Simadeild karla 16.00 Akureyrarvöllur KA - ÍA 16.00 Sýn HM 2002 (ítalia - Króatía) 16.20 _ RÚV Vélhjólasport 16.50 RÚV Formúla 1 18.00 Sýn HM- 4 4 2 ia30_ Sýn HM 2002 (Brasilia - Kina) 22.45 Sýn Hnefaleikar (Lennox Lewis - Hasim Rahman) 00.25 Stöð 2 HM 4-4-2 01.00 Svn Box - Lennox Lewis - Mike Tyson 9. júní 08.45 Sýn HM 2002 (Kostarika - Tyrkland) 11.15 Sýn HM 2002 (Japan - Rússland) 13,35__Sýn Heimsfótbolti með West Union 14.00 Sýn HM 2002 (Mexíkó - Ekvador) 14.20 Stöð.2 Mótorsport (e) 16.00 Sýn HM 2002 (Kostarika - Tyrkiand) 16,50__ RÚV Formúla 1 18.01 Sýn HM- 4 4 2 18.30 Sýn NBA-tilþrif Sirnadeild karla 19.15 Kaplakrikavöllur / FH - Grindavík 19.15 Laugardalsvöllur / Fram - Þór A. 20.00 RÚV Landsleikur i handbolta 21.00 Svn Golfmót i Bandarikjunum 22.00 Sýn HM 2002 (Japan - Rússland)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.