Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 12
12 FRETTABLAÐIÐ 8. júní 2002 LAUGARPAGUR HASKOLABIO HAGATORGI • SÍMI S30 1919 • STÆRSTA STNINGARTJAIO LANOSINS I. 5.45, 8 og 10.15 ÍMULHOLLAND DRIVE kl. 10.151 jVARÐI GOES EUROPE sd kl. 6 || 11YOU CAN COUNT ON ME kL 5.45 og 8 sd kl 81 jAPOCALYPSE NOW REDUX @ i 1 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 b.i.16 |H1ÁLP ÉG ER FISKUR M. 2. 4 og 6 b.i. 16 | g£| jSKRÝMSLI HF kl.2 1JTj Iqueen of the damned ujjo. a og 10.10 bj. 161 jY‘*j iTHE MAIESHC kl.8 | !Y!1I IrESIDENT EVIL kl. 10.10 b.i. 16 f[£3 BUBBLE BOY kl. 2, 4 or 61PSS plMMY NEUIRON m/isl. tali 2 og 4 | |THE SCORPION KING kl. sl IPÉTUR PAN m/ísl. tali Hil ÉS undirfataverslun Síðumúla 3-5 Sími 553 7355 Opið mán.-föst. kl. 11-18 laugard. kl. 11-15 Heimsendlng og sótt AKtaf spenncmdi titbod! Frábœr hóptilbod fyrir afmœlisveislur! Iizzq HÚSIÐ Grensásvegi 12"' Sími: 533 2200 cXLk mZjám' Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma . ".'i.OS**' •>*• ;CSr:. _ www.gunnimagg.is FRÉTTIR AF FÓLKI Leikkonan Winona Ryder mun þurfa að mæta í réttarsal og svara sökum um búðarhnupl. Lögfræðingar stúlkunnar höfðu reynt hvað þeir gátu til að fá kærunni vísað frá en dómari í Los Angeles setti dagsetningu á réttarhöldin eftir að greint var frá því að stúlkan hefði notað skæri til þess að klippa þjófa- varnir af þeim fötum sem fund- ust í tösku hennar. Ef Ryder verður fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að þriggja og hálfs árs fangelsisvist. Hún neitar allri sök og hyggst verj- ast með kjafti og klóm. Hún er ekki sú eina í leikara- stéttinni sem er í vandræð- um því leikarinn Woody Harrel- son var handtek- inn í London á fimmtudags- kvöldið fyrir skemmdarverk á leigubíl. Eitthvað var að þjaka kauða því hann tók upp á því að brjóta ösku- bakka og hurðarhún rétt áður en hann rauk út úr bílnum. Hann fór beina leið upp í annan kyrrstæðan leigubíl en reyndi svo að taka til fótanna þegar lögreglan mætti á svæðið. Hann komst þó ekki langt og þarf að mæta í réttarsal í London þann 1. júlí til þess að svara sökum. Söngvaranum R.Kelly hefur verið sleppt lausum gegn 750 þúsund dollara (um 67,8 milljóna króna) tryggingagjaldi. Kelly var hand- tekinn sakaður í 21 tilviki um að hafa framleitt barnaklám. Lög- reglan í Chicago hefur síðustu erið að rannsaka myndbandsupptöku sem hún telur að sýni söngvarann hafa mök við stelpu undir lögaldri. Söngvarinn hefur neitað því að vera maðurinn sem sést í hinni 26 mínútna löngu upptöku. R. Kelly hefur verið kærður þris- var sinnum fyrir að hafa mök við stelpur undir lögaldri. Yfirvöld í Vietnam hafa sagt að þau muni vísa kynferðis- glæpamannínum og söngv- aranum Gary Glitter úr landi ef hann finnst þar. Lögreglan í Englandi telur að hann sé staddur þar. Glitter sat inni í fjóra mán- uði eftir að barnaklám fannst á tölvu hans eftir að hann hafði farið með hana í viðgerð. Eftir fangelsisvistina fluttist hann til Kambódíu og var þar í sex mánuði en nú er talið að hann sé kominn yfir til Víetnam. CURSE OF THE JADE SCORPION Hér hefur undirmeðvitundin tekið völdin yfir Allen og Helen Hunt. Dáleiðandi grín Kvikmyndin „The Curse of the Jade Scorpion'' var frumsýnd í gær í Háskólabíói. I henni leikur Woody Allen einkaspæjara sem lendir undir valdi dáleiðara. kvikmyndir Framleiðsla kvik- myndagerðarmannsins og leik- stjórans Woodie Allen er slík að við hér á klakanum náum yfirleitt aðeins rétt í skottið á myndum hans. Hann gerir yf- irleitt eina mynd á ári og eru þær svo lengi að ná að íslands- ströndum að halda mætti að þær væru sendar hingað með flöskuskeytum. Allen er vana- lega búinn að frumsýna nýj- ustu afurð sína þegar myndin frá árinu áður kemur í íslensk bíóhús. í síðasta mánuði frum- sýndi hann myndina „Hollywood Ending“ á kvik- myndahátíðinni í Cannes, mán- uði áður en myndin „The Curse of the Jade Scorpion" frá árinu áður er frumsýnd hér. En seint er víst betra en aldrei. í þessari gamanmynd Allens, eins og í svo mörgum, leikur hann aðalhlutverkið. Hér er hann í hlutverki CW Briggs, einkaspæjara í New York sem vinnur fyrir trygg- ingarfyrirtæki á fimmta ára- tugnum. Þessi sjálfskipaði „snillingur“ í faginu segist geta leyst hvaða vandamál sem er með því að lauma sér „inn í huga glæpamannsins" eins og hann orðar það. Vitanlega er þessu snúið um koll þegar glæpamaðurinn kemst, með því að nota á hann dáleiðslu, inn í huga hans. Briggs verður því einskonar strengjabrúða í höndunum á dáleiðandanum sem notar hann til að fremja glæpaverk sín. Undir dáleiðslunni tengist hann einnig nýjum starfsfé- laga sínum Betty Ann Fitzger- ald, leikin af Helen Hunt, sterkari böndum en þau bæði kæra sig um. Hún var ráðin til að kynna sér fyrirtækið innan- frá og endurskipuleggja til að rétta hag þess. Þetta þýðir vit- anlega að uppsagnir liggja í loftinu og stúlkan því varla sú vinsælasta þar á bæ. Allen hefur alla tíð sagst fá hugmyndir á skemmri tíma en það tekur að framkvæma þær og virðist það skiptast í tímabil hvort hann gerir gamanmyndir eða alvarlegri. Að þessari vann hann með sama fólki og þegar hann gerði hina stórskemmti- legu „Small Time Crooks“. Með önnur hlutverk í mynd- inni fara Dan Aykroyd, Eliza- beth Berkley og Charlize Ther- on. biggi@f rettabladid.is Annar stofnmeðlimur The Ramones: Fcmnst látinn á heimili sínu tónlist Tónlistarmaðurinn Dee Dee Ramone, sem var annar stofnmeðlimur pönksveitarinnar The Ramones, fannst látinn á heimili sínu á miðvikudagskvöld- ið. Það var eiginkona hins 50 ára gamla pönkara sem fann hann lát- inn í sófanum á heimili þeirra í Hollywood. Talið er að hann hafi af slysni tekið inn of stóran skammt eiturlyfja. Ekki hefur verið greint frá því hvaða efni það var en áhöld til eiturlyfjanotkun- ar fundust á heimilinu. Krufning- in fer fram á þriðjudag. The Ramones var stofnuð í Queens-hverfi New York-borgar árið 1974 af Dee Dee, réttu nafni Douglas Colvin, og félaga hans Joey, réttu nafni Jeffrey Hyman. Allir liðsmenn sveitarinnar tóku upp eftirnafnið Ramone, klædd- ust leðurjökkum og rifnum galla- buxum og ýktu einfalda rokktóna sjötta áratugarins. Fyrir vikið varð sveitin fyrirrennari pönk- bylgjunnar. Fyrsta plata þeirra kom út árið ‘76 og er talin hafa haft mikil áhrif á bresku pönk- sveitina Sex Pistols. Dee Dee yfirgaf sveitina árið ‘89 þar sem hann ætlaði að gerast rappari. Þegar sá ferill kappa fór í vaskinn stofnaði hann rokksveit- THE RAMONES Nú er þeir tveir horfnir yfir móðuna miklu. Dee Dee (neðri hægri) og Joey (efri hægri). Saman stofnuðu þeir sveitina. ina Chinese Dragons. Söngvari Ramones, Joey Ramone, lést af hvítblæði í fyrra. Með vinsælari lögum sveitarinnar eru m.a. „I Wanna Be Sedated", „Now I Wanna Sniff Some Glue“, „Teenage Lobotomy" og „Shenna Is A Punk Rocker". ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.