Fréttablaðið - 08.06.2002, Page 2
KJÖRKASSINN
2
FRÉTTABLAÐIÐ
8. júni 2002 LAUGARPAGUR
FÆSTIR NEYTT
EFEDRÍNS
Einn af Hverjum fimm
netverjum segist hafa
neytt ólöglegra efna
sem innihalda efedrín.
Hefur þú tekið inn „Ripped Fuel"
eða önnur ólögleg efni sem inní-
halda efedrín?
Niðurstöður gærdagsins
i www.visir.is
B___________________________________12%
Nei
Spurning dagsins i dag:
Var rétt að meina meðlimum Falun Gong
að koma til íslands meðan kínverski for-
setinn er í heimsókn?
Farðu inn á vlsi.is og segðu
þína skoðun
___________CSB9
BEÐIÐ ÁTEKTA
Meðan fulltrúi Bandarlkjanna ræðir við
ráðamenn á Indlandi og I Pakistan bíða
hermenn beggja ríkja átekta. Þessi er ind-
verskur.
Minnkandi spenna milli
Indverja og Pakistana:
Stríðshætta
er ekki
liðin hjá
nýju delhi. ap Richard Armitage,
aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, segir heldur hafa dregið
úr spennunni milli Indlands og
Pakistans. Þó segir hann enn vera
hættu á því, að stríð brjótist út.
Armitage ræddi í gær við Atal
Bihari Vajpayee, forsætisráð-
herra Indlands. Daginn áður hafði
hann rætt við Pervez Musharraf,
forseta Pakistans. Hann hvatti þá
báða til þess að forðast átök, sem
gætu endað í kjarnorkustríði.
Hann sagði að Indverjar bíði
eftir sönnunum þess, að Mus-
harraf vilji í raun frið. ■
Verkfallsaðgerðir
unglækna:
Samþykktu
nær ein-
róma
verkfall Unglæknar samþykktu
nær einróma að boða til verkfalls-
aðgerða í sumar., Atkvæðagreiðsl-
an fór fram á miðvikudag og
fimmtudag og 'Var talið í gær-
morgun. Niðurátaðan varð sú að
68 þeirra samþykktu en einn var á
móti.
„Þessi niðurstaða er afgerandi
og styrkir okkur í því sem við
erum að gera,“ segir Jóhann Elí
Guðjónsson, varaformaður Félags
unglækna. Við munum tilkynna
vinnuveitendum okkar þessa nið-
urstöðu síðar í dag eða á mánu-
dagsmorgun." ■
STUTT
Landssíminn hefur keypt Kap-
alkerfi Hafnarfjarðar af Hita-
veitu Suðurnesja. Kapalkerfið
verður uppfært til samræmis við
Breiðband Símans.
Reykjavíkurborg og Trygging-
armiðstöðin verða að greiða
sextugri konu tíu milljóna króna
bætur vegna slyss sem hún varð
fyrir í strætisvagni. Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur kvað upp úr-
skurðinn.
Islendingur handtekinn í Kaupmannahöfn:
Reyndi að myrða eiginkonu sína
kaupmannahöfn íslenskur mað-
ur hefur verið handtekinn í
Kaupmannahöfn fyrir morðtil-
raun. Maðurinn, sem er 54 ára,
stakk fimmtuga eiginkonu sína,
sem er dönsk, fjórum sinnum
með hníf í háls og brjóst. Að
sögn lögreglunnar í Kaup-
mannahöfn gerðist þetta í íbúð
þeirra í Husum í Kaupmanna-
höfn seint á miðvikudagskvöld-
ið.
Konan liggur á sjúkrahúsi í
Kaupmannahöfn. Raddbönd
hennar eru skorin í sundur og
hún getur ekki talað. Hún er
ekki lengur í lífshættu. Maður-
inn hefur verið úrskurðaður í 27
FRÁ KAUPMANNAHÖFN
Islendingur á sextugsaldri réðst á eigin-
konu sína á heimili þeirra I Kaupmanna-
höfn aðfaranótt fimmtudags.
daga gæsluvarðhald meðan mál-
ið er í rannsókn.
Fram kemur í dagblaðinu
Ekstra Bladet í gær að maðurinn
hafi sjálfur hringt í lögregluna
eftir að hafa stungið konuna.
„Ég hef stungið konuna mína. Ég
er hræddur um að henni blæði
út,“ segir í blaðinu að hann hafi
sagt lögreglunni í símanum.
í blaðinu segir ennfremur að
maðurinn hafi verið drukkinn og
þau hafi fyrr um kvöldið rifist
um peningamál.
íslenska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn hafði ekkert frétt af
málinu, þegar haft var samband
við það í gær. ■
Skerj afj arðarslys:
Rannsókn að
ljúka
lögreglumál Rannsókn lögregl-
unnar á Skerjafjarðarslysinu er
nú á lokastigi samkvæmt heima-
síðu aðstandenda fórnarlamba
slyssins. Síðustu fregnir hermi að
í raun sé aðeins einum þætti máls-
ins ólokið. Það sé fyrst og fremst
fjarvera lykilmanna Leiguflugs
ísleifs Ottesen sem tefji. Aðstand-
endur segja að þeir lykilmenn séu
væntanlega ísleifur Ottesen, eig-
andi flugfélagsins, „sem hefur
verið að losa um eigur sínar á ís-
landi og er flúinn land“, eins og
segir á heimasíðunni og Birgir
Björgvinsson, flugrekstrarstjóri
félagsins þegar flugslysið gerðist.
Birgir starfar á Grænlandi. ■
Ekki á útleið en
vill starfsfrið
Hef ekkert brotið af mér, vil einungis starfsfrið sem varla skapast án mannabreytinga, segir for-
stjórinn. Hefur ráðið fólk í trássi við starfsáætlanir og unnið gegn samþykktum stjórnar segir,
stjórnarformaðurinn.
BYGGÐASTOFNUN „Það er fráleitt
að halda því fram að ég hafi
brotið þannig af mér að það rétt-
læti áminningu. Staða mín sem
forstjóra er því alls ekki í hættu.
En ég tek ásökunum um brot í
starfi alvarlega og hef leitað
mér ráðgjafar," sagði Theodór
A. Bjarnason, forstjóri Byggða-
stofnunar.
Bréf ganga á víxl milli for-
stjórans og Valgerðar Sverris-
dóttur iðnaðarráðherra. Ráð-
herra spyr m.a. um seinagang
við frágang ársreiknings og
dagsektir sem féllu á stofnunina
vegna hans. Spurt er um út-
göngu forstjórans af stjórnar-
fundi. Einnig um það hvers
vegna ekki hafi verið framfylgt
ákvörðun stjórnar um flutning
fjármálaumsýslu til Sparisjóðs
Bolungarvíkur. Loks er krafist
skýringa á meintum óheimilum
mannaráðningum.
Theodór segist þegar hafa
svarað öllum spurningum. Bréf
sem ráðherra hafi sent sé vart
annað en lúsaleit og sparðatín-
ingur.
„Ég tel forstjórann brotlegan
en ætla ekki að dæma um hvort
brotin verðskulda áminningu
eða alvarlegri viðbrögð. Hann
hefur til dæmis ráðið inn starfs-
fólk í ósamræmi við samþykktir
stjórnar. Við þurfum hugsan-
lega að segja upp fólki. Þá er
óskiljanlegt hvers vegna for-
stjórinn hefur unnið gegn flutn-
ingi fjármálaumsýslunnar ann-
að. Sú ákvörðun var tekin þegar
Byggðastofnun flutti á Sauðár-
krók,“ sagði Kristinn H. Gunn-
arsson, stjórnarformaður
Byggðástofnunar.
Iðnaðarráðherra segir að
lausn verði fundin á Byggða-
stofnunarmálinu fyrir ársfund
21. júní. Hún hefur þó ekki sagt
í hverju lausnin felst.
„Ég tel brýnt að fá fullkom-
inn starfsfrið og öryggi í sam-
skiptum við stjórn Byggðastofn-
unar. Ég sé engin rök fyrir því
að ég hverfi úr starfi forstjóra
og er ekki á útleið. Mér kæmi á
óvart ef þess yrði óskað. Ég
leyfi mér ekki að krefjast þess
að stjórnarformaðurinn verði
látinn víkja en bendi á trúnaðar-
brest í samskiptum okkar. Ég fæ
ekki séð hvernig við eigum að
geta starfað saman. Slíkt væri
hvorki sanngjarnt né ábyrgt,"
sagði Theódór Bjarnason.
„Við höfum hvor sitt verksvið
innan Byggðastofnunar. Ef
menn halda sig innan þess þá sé
ég ekkert því til fyrirstöðu að
við vinnum saman. Ég hef
hvorki haft uppi stóryrði um
samskiptin við forstjórann né
lýst yfir vantrausti á hann. Frá
því var gengið í upphafi kjör-
tímabils að ég gegndi stjórnar-
formennsku í Byggðastofnun
allt tímabilið. Ég hef ekki óskað
eftir breytingum og mun ekki
gera,“ sagði Kristinn H. Gunn-
arsson.
the@frettabladid.is
THEÓDÓR BJARNASON
Theódór vísar gagnrýni stjórnarfor-
mannsins á störf sín á bug.
Flugatyikið við
Gardermoen:
Flugstjórinn
lækkaður í tign
flugmÁl Flugmenn Flugleiða sem
lentu í alvarlegu flugatviki á
Gardermoen flugvelli í Noregi í
janúar, eru komnir aftur til starfa
hjá félaginu. Þeir hafa verið í
leyfi síðan þeir luku við þá flug-
ferð. Flugstjórinn verður lækkað-
ur í tign og starfar eftirleiðis sem
flugmaður hjá Flugleiðum. Báðir
hafa mennirnir undirgengist
þjálfun eftir atvikið.
Rannsóknarnefnd flugslysa í
Noregi hefur stýrt rannsókn
málsins og er hún á lokastigi. Full-
trúar norsku rannsóknarnefndar-
innar eru væntanlegir til landsins
eftir helgi. Þeir þinga með ís-
lenskum starfsbræðrum sínum og
fulltrúum Flugleiða. ■
íslensk stjórnvöld vegna komu forseta Kína:
Meina friðsömum mót-
mælendum að koma
mótmæli Dómsmálaráðuneytið
hefur fyrirskipað afturköllun á
vegabréfsáritunum einstaklinga
sem hyggjast koma til íslands
meðan á heimsókn Jiang Zemin,
forseta Kína, stendur og tengj-
ast með einhverjum hætti Falun
Gong-samtökunum. Jafnframt
verður nýjum umsóknum synj-
að.
Yfirvöld á íslandi hafa heim-
ildir fyrir því að verið sé að
skipuleggja, af einstaklingum
tengdum Falun Gong fjöldamót-
mæli vegna veru forsetans hér.
Áætlað er að hingað stefni milli
tvö og þrjú hundruð manns þó
nákvæm tala fáist ekki staðfest.
Með þessum aðgerðum vilja
lögregluyfirvöld tryggja öryggi
forsetans og almennings. Fá-
mennt lögreglulið hér sé ekki í
stakk búið að verjast áhlaupi eða
óhlýðni mörg hundruð manna.
Ef til þess kæmi gæti skapast
hættuástand þar sem 29 lífverð-
ir forseta Kína séu vopnaðir ög
grípa til skotvopna telji þeir ör-
yggi hans ógnað. Meðlimir Falun
Gong eru ekki þekktir fyrir of-
beldi. ■
FÁNI ALÞÝÐULÝÐVELDISINS VIÐ
HÓTEL SÖGU
Ekki eru fordæmi fyrir þvílikum aðgerðum
I öðrum ríkjum vegna komu forseta Kína.