Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2002, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.06.2002, Qupperneq 6
6 FRETTABLAÐIÐ 8. júní 2002 LAUCARPflCllR á mann í júní. Afmælistilboð á Los Gemelos. Innifalið: Flug, gisting á Los Gemelos2,4 i 2 víkur, ferðir tíl og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað er við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Allir flugvallarskattar innifaldir. Ef 2 ferðast saman 69.030 kr. á mann. Hlíðasmára 15 • Simi 535 2100 Sumarskólinn í FB: N emendaíj öldi nær þre- faldast á ljórum árum nám 550 nemendur skráðu sig í Sumarskólann í FB sem starf- ræktur er við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Nemendum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Árið 1999 voru þeir 210 talsins. Síðan þá hefur nemenda- fjöldinn því nær þrefaldast. Magnús Ingvason, umsjónar- maður Sumarskólans, segir nem- endahópinn mjög fjölbreyttan. Þar sé að finna framhaldsskóla- nemendur sem vilji flýta fyrir sér í námi. Einnig séu þar framhalds- skólanemar sem vilja vinna upp það nám sem hefur ekki gengið sem skyldi. Mesta sprengingin í nemendafjölda felist þó í nemend- um sem koma upp úr 10. bekk. Þeir séu u.þ.b. 200 talsins. „Það hefur ekki farið framhjá neinum að mörgum nemendum hefur gengið illa á samræmdu prófun- um, sér í lagi í stærðfræði. Nem- endur geta bætt einkunn sína með því að taka fagið eða fögin upp í sumarskólanum." Alls eru kenndir 34 áfangar við skólann. Kennslustundir eru á kvöldin og stendur námið yfir í mánuð. Auk þeirra sem stunda nám í skólanum er nokkur hópur Hlynur Bjarnason: Lést í umferðarslysi BANASLYS Pilt- urinn sem lést í umferð- arslysi eftir mjög harðan árekstur á veginum milli Strákaganga og Siglufjarð- ar á miðviku- dag hét Hlyn- ur Bjarnason. Hann var 19 ára, fæddur 14. mars 1993, búsettur á Siglu- firði. Hlynur lætur eftir sig unn- ustu. ■ SUMARSKÓLI FB Umsjónarmenn Sumarskólans í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. nemenda frá Akureyri í fjarnámi við skólann. ■ uöLBRAUI^SI Húðkrabbamein ungra kvenna margfaldast Ohófleg notkun ljósabekkja og breyttar sólarvenjur talin vera hluti af skýringunni. Um það bil þriðjungi fleiri nota bekkina hér en í Svíþjóð. AUKNING KRABBAMEINS MEÐAL KVENNA Línuritið sýnir aukningu greindra sortuæxla meðal ungra kvenna. krabbamein Húðkrabbamein með- al ungra kvenna hefur margfald- ast á undanförnum árum. Fyrir tuttugu árum voru líkur ungrar konu á að greinast með sortuæxli í húð 6,7 af hverjum 100.000 konum en árið 2001 var talan komin í 16,7 konur. Elín Anna Helga- dóttir læknanemi hefur unnið að rannsókn sem mið- ar að því að finna tengsl á milli mik- illar notkunar ís- lenskra kvenna á ljósabekkjum og aukningar á húð- krabbameini. Þar má sjá að íslenskar konur nota ljósa- bekki mun oftar en kynsystur þeirra í öðrum löndum. 94% kvenna á aldrinum 20-29 ára hafa notað ljósabekki fyrir tvítugt og um helmingur karla á sama aldri. „Tíðni hóf að aukast eftir að fyrstu ljósabekkirnir bárust til landsins um 1980. Það er ljóst að eitthvað í umhverfi okkar hefur haft áhrif þar á eins og breyttir lífshættir og sólarlandaferðum fjölgaði um svipað leyti. Vísbend- ingar eru þrátt fyrir það allar á þá lund að notkun ljósabekkja hafi þar mest áhrif.“ í rannsókn Elínar Önnu segir að 70% allra kvenna og 35% karla hafa einhvertíma farið í ljós.Sam- bærilegar tölur í Svíþjóð eru 41% kvenna og 25% karla. Elín Anna segir UVA-geisla ríkjandi í ljósa- bekkjum en það eru þeir geislar sem valda ekki bruna. „Þeir kunna því að vera mun hættulegri en menn hafa haldið og þessi rannsókn miðar að því að sýna fram á að svo sé. Bárður Sigurgeirsson, húð- sjúkdómalæknir og einn leiðbein- andi Elínar Önnu, tekur undir með henni og segir mjög athyglisvert í rannsókn hennar hve margar kon- ur hafi brunnið og hve notkunin sé óhófleg á ljósabekkjum. „Á tíu árum hefur orðið þreföldun á tíðni sortuæxla og sjúkdómurinn greinist hjá mun yngra fólki. Það er einmittt fólkið sem notar bekk- ina hvað mest. Það er með þetta eins og svo margt annað í læknis- fræðinni að sönnunarbyrðin er mjög há þó vísbendingar séu allar á sömu lund.“ í rannsókn Elínar Önnu kemur fram að sorutuæxli er orðið al- gengasta krabbamein meðal ungra kvenna á íslandi og hefur verið nefnt „krabbamein unga fólksins". í Bandaríkjunum grein- ast árlega meira ein milljón manna með húðkrabbamein að því segir í netútgáfu Herald Tribune. Þar segir ennfremur að rannsókn- ir sýni að sólbruni á unga aldri geti leitt til krabbameins síðar á ævinni. bergljot@frettabladid.is Skipti á bæjarstjórastöðu: Sjaldgæft en ekki einsdæmi sveitarstjórnir Það er ekki eins- dæmi að samstarfsmenn í sveit- arstjórn skipti með sér bæjar- stjóraembættinu eins og Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðismenn í Kópavogi hyggjast gera. Það er þó afar sjaldgæft. Eina dæmið sem viðmælendur blaðsins muna eftir er á ísafirði í kjölfar sam- einingar sex sveitarfélaga. Þá skiptust Jónas Ólafsson, sveitar- stjóri á Þingeyri, og Kristinn Jón Jónsson, bæjarfulltrúi á ísafirði með sér bæjarstjórastarfinu. Kristinn segir að skiptin þá hafi verið frábrugðin skiptunum í Kópavogi að því leyti að hann og Jónas hafi að hluta verið bæjar- stjórar á sama tíma en skipst á að sinna starfinu. ■ Rekstur Heimilistækja seldur: Sjónvarps- miðstöðin tekur við vidskipti Esjuberg hf. hefur selt dótturfyrirtæki Sjónvarpsmið- stöðvarinnar ehf. heildsölu og verslunarrekstur Heimilistækja hf. Sjónvarpsmiðstöðin mun taka við öllum helstu umboðum Heim- ilistækja s.s. Philips, Kenwood, Blaupunkt og Nad og reka áfram heildverslun og verslun Heimilis- tækja í Sætúni 8. Áhersla er lögð á að sem flestir starfsmenn starfi áfram hjá nýju eigendunum. Eignarhaldsfélagið Esjuberg mun áfram reka verslanir Euronics í Smáralind og Kringlunni. ■ ^--- „Tíðni hóf að aukast eftir að fyrstu Ijósa- bekkirnir bár- ust til landsins um 1980. Ýmsir aðrir þættir í um- hverfinu hafa áhrif en vís- bendingar eru þrátt fyrir það allar á þá lund að notkun Ijósabekkja hafi þar mest áhrif." Saman-hópurinn: Afengisneysla aldrei meiri en nú forvarnir Áfengisneysla hefur aldrei verið meira en nú. Hún hef- ur vaxið jafnt og þétt frá 1993 og árið 2001 var hún komin upp í 6,14 lítra af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri. Þetta kom fram í samantekt Þórunnar Stein- dórsdóttur frá Áfengis- og vímu- varnaráði í tilefni af kynningu á verkefni Saman-hópsins um aukna ábyrgð foreldra með yfir- skriftinni 18 ára ábyrgð sem hald- in var í Nauthólsvík á miðviku- dag. Þórunn segir að á sama tíma og almennt aðgengi að áfengi hafi aukist hafi auglýsingar áfengis- innflytjenda á svokölluóu léttöli aukist. Engum dyljist að hér sé um að ræða duldar bjórauglýsing- ar þar sem eitt vörumerki sé látið auglýsa annað. Þórunn segir sterk tengsl milli áfengisneyslu unglinga og nauðg- ana. Benti hún á tölur frá Neyðar- móttöku sem sýni að 1/3 hluti ung- menna sem þangað leiti hafi verið undir áhrifum áfengis þegar nauðgun átti sér stað. Þá sýni töl- ur frá Umferðarráði að rekja * SvctLarlclöoia í iQadinu ___________________________________________________________ ’vl'r 1 TOWHI1U FJÖLDI VÍNVEITINGALEYFA Á LANDINU 1990-2001 I máli Þórunnar kom fram að almennt sé talið að fjölgun útsölustaða ÁTVR og fjölgun vínveitingaleyfa hafi aukið neysluna. Útsölustaðir séu nú 40 talsins víðsvegar um landið og meira en helmingur þeirra sé úti á landsbyggðinni. megi töluverðan hluta umferðar- og 50 prósent ökumanna sé undir slysa til ölvunaraksturs. Milli 40 24 ára aldri. ■ STOFNANIR Sigurður Þórðarson, ríkisend- urskoðandi, var kjörinn ann- ar tveggja endurskoðenda EUROSAI, samtaka 45 ríkisend- urskoðenda í löndum Evrópu, á aðalþingi samtakanna í Moskvu dagana 27.-31. maí. Meðal gesta við opnun þingsins voru forseti Rússlands og forseti Dúmunnar, neðri deildar rúss- neska þingsins. FJÖLMENNING Símsvörunarþjónusta Fjöl- menningarseturs á Vest- fjörðum fyrir fólk af erlendum uppruna var formlega tekin í notkun á fimmtudag. Þjónustan, sem er rekin í samstarfi við Rauða kross íslands, fer fram á landsvísu og hefur það að markmiði að koma í veg fyrir að fólk af erlendum uppruna sé misnotað. Til að byrja með verður boðið upp á símsvörun- arþjónustu á pólsku í síma 470 4708 og á serbnesku og króat- ísku í síma 470 4709, en boðið verður upp á símsvörunarþjón- ustu á fleiri tungumálum síðar. BB sagði frá.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.