Fréttablaðið - 08.06.2002, Side 8
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á
pdf-formi á vísir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Mansal og vændi:
Segist geta
sannað mál sitt
vændi Ellisif Tinna Víðisdóttir,
fulltrúi sýslumannsins á Kefla-
víkurflugvelli, segir auðvelt að
sannreyna allt það sem hún hefur
látið frá sér fara í fjölmiðlum, um
mansal og smygl á konum. Hún
segir Ríkislögreglustjórann hafa
óskað eftir nánari upplýsingum
um þá vitneskju sem hún fékk frá
baltneskum lögregluyfirvöldum
um meint vændi á íslandi. í yfir-
lýsingu sem Ellisif hefur sent frá
sér segir hún að það verði hennar
fyrsta verk eftir að hún snýr aftur
úr sumarleyfi að koma þeim upp-
lýsingum á framfæri við embætt-
ið. ■
INNLENT
Hrafnkell Brynjarsson, sem
var vísað frá Israel fyrir að
mótmæla framferði ísraelskra
hermanna á hernumdu svæðun-
um, kom til íslands í gær.
.
Landssíminn hefur keypt Kapal-
kerfi Hafnarfjarðar af Hita-
veitu Suðurnesja. Kapalkerfið
verður uppfært til samræmis við
Breiðband Símans.
HVER ER MAÐURINN? T~
ÁrniM.
Mathiesen
HANN er sonur Matthíasar Á.
Mathiesen, fyrrverandi ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins, og
Sigrúnar Þorgilsdóttur. Hann ólst
upp sem strákur við Hringbraut-
ina í Hafnarfirði og var virkur í
félagsstarfi bæjarins. Sjálfur seg-
ist hann alltaf hafa verið klár á
því að hann vildi taka þátt í stjórn-
málum. Hann var oddviti nem-
endafélags Flensborgarskólans,
formaður Stefnis, félags ungra
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði,
og varaformaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Árni segist ekki hafa verið
neinn afreksmaður í íþróttum þó
hann stundaði sund, handbolta,
knattspyrnu og meira að segja
rugby. Seinna var hann formaður
handknattleiksdeildar FH en inn-
an þeirrar deildar náði bróðir
hans, Þorgils Óttar Mathiesen,
betri árangri á íþróttasviðinu.
Árni er 44 ára gamall, kvæntur
Steinunni K. Friðjónsdóttur og
eiga þau þrjár dætur. Yngsta
hnátan er rétt 10 mánaða og sú
elsta 6 ára. Árni segir fjölskyld-
una vana óreglulegum vinnutíma
hans enda á vakt allan sólarhring-
inn.
Árni er dýralæknir að mennt
og sinnti þeim störfum að ein-
hverju leyti þangað til hann varð
ráðherra, sérstaklega á sviði fisk-
eldis.
Samstarfsmenn Árna segja
hann mjög alúðlegan og léttan í
framkomu. ■
FREI-TABLAÐIÐ
-8.4ÚJ1Í 2002.-XAUCARPAGUR—.
Samgönguráðuneytið vanrækti að krefjast hærri tryggingar:
Ríkið bæti tjón vegna gjaldþrots
dóivisiviál Hæstiréttur hefur dæmt
fslenska ríkið til að greiða manni
100 þúsund krónur í skaðabætur
vegna tjóns sem hann varð fyrir
þegar ferðaskrifstofan ístravel
varð gjaldþrota. Maðurinn hafði
keypt ferð hjá ístravel en gat ekki
nýtt hana þar sem ferðaskrifstofan
skilaði 4 dögum seinna inn starfs-
leyfi sínu og lýsti yfir því að grund-
völlur fyrir starfseminni væri
brostinn. Maðurinn krafði sam-
gönguráðuneytið um endur-
greiðslu og vísaði til tryggingar
sem ferðaskrifstofum er skylt að
hafa. Tryggingunni er ætlað að
standa straum af kostnaði ef til
gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar
kemur. Ráðuneytið hafnaði kröf-
unni og sagði að tryggingaféð hefði
aðeins hrokkið fyrir heimflutningi
viðskiptamanna ístravels. í dómi
Hæstaréttar segir, að þrátt fyrir
skýr fyrirmæli reglugerðar um að
lágmarkstrygging skyldi vera 10
milljónir króna hefði samgöngu-
ráðuneytið ekki krafið ístravel um
hækkun 6 milljóna króna trygging-
ar sem félagið hafði sett fyrir gild-
istöku reglugerðarinnar. Van-
ræksla ráðuneytisins hefði valdið
manninum tjóni og það bæri ríkinu
að bæta. ■
FERÐAMENN
Ríkissjóður var dæmdur til að bæta ferða-
manni tjón vegna gjaldþrots.
INNLENT
Myndatökumenn frá bresku
sjónvarpsstöðinni BBC eru
staddir á ísafirði við tökur á
myndefni í heimildarþátt um sjó-
slysið þegar breski togarinn Ross
Cleveland fórst í ísafjarðardjúpi
í byrjun febrúar 1968. Kafað
verður niður að flakinu. Átján
menn fórust með togaranum þeg-
ar hann sökk út af Arnarnesi en
einn komst af. Það var Harry
Eddom sem fannst nær dauða en
lífi innst í Seyðisfirði. BB sagði
frá.
Lokið hefur verið við að reisa
þjónustuhús við Go-kart
brautina við Reykjanesbraut. Að
sögn Stefáns Guðmundssonar hjá
Reis-bílum verður húsið fokhelt
eftir um hálfan mánuð. Víkur-
fréttir sögðu frá.
Tek ekki geð-
þóttaákvarðanir
Sjávarútvegsráðherra segist hrærast í umhverfi hagsmunahópa.
Hann ber þó sjálfur ábyrgð á sínum ákvörðunum. Aður hlustar
hann á vísindamenn og þá sem starfa í sjávarútvegi. Niðurstað-
an er engin geðþóttaákvörðun heldur byggir á hagsmunum Is-
lendinga til langs tíma.
vidtal Árni M. Mathiesen, sjávar-
útvegsráðherra, er umkringdpr
öflugustu hagsmunahópum á ís-
landi. Ákvörðun hans á hverju
vori um heildarafla í fiskveiðum
hefur víðtæk áhrif á almenning og
fyrirtæki hringinn í kringum
landið. Þar rekast á mörg sjónar-
horn.
„Ég verð alltaf að muna að það
er ég sem tek ákvörðunina og ber
ábyrgð á henni. Hagsmunaaðil-
arnir bera ekki ábyrgð á minni
ákvörðun. Þó ég hlusti
auðvitað og taki tiliiti til
þeirra sjónarmiða, séu
þau að mínu viti réttlæt-
anleg og skynsamleg.
Ákvörðunin verður
alltaf mín,“ segir Árni.
„Ef eitthvað fer úrskeið-
is þýðir ekki fyrir mig að
standa upp og segja að
hagsmunaaðilarnir hafi
viljað hafa þetta svona.“
Eftir að Hafrann-
sóknastofnun skilar
skýrslu um ástand fiski-
stofna þarf Árni að huga
að mörgu. Fiskifræðing-
ar hafa verið gagnrýndir
undanfarin ár af sjó-
mönnum fyrir mat á
stofnstærð einstakra
tegunda. í fyrra tilkynnti Haf-
rannsóknastofnunin síðan að
ákveðnir fiskistofnar hefðu verið
ofmetnir.
Sjávarútvegsráðherra segir að
hann taki tillit til fiskifræði sjó-
mannsins en nái fótfestu við
ákvörðun sína með skýrslu Haf-
rannsóknastofnunarinnar. „Vand-
inn við niðurstöður Hafrann-
sóknastofnunarinnar er að þær
eru byggðar á eldri athugunum.
Stofnunin býr ekki alltaf yfir nýj-
ustu upplýsingum. Stundum hafa
þeir ekki tækin til að mæla til-
teknar breytingar í umhverfinu.
Sjómennirnir úti á sjó skynja
þetta öðruvísi. Þeirra nálgun er
ekki eins nákvæm og fiskifræð-
inganna og ég get þar af leiðandi
ekki byggt eins mikið á því sem
þeir segja. Ég get hins vegar not-
að þessa tilfinningu þeirra sem
viðbót við ráðgjöf fiskifræðinga."
Gagnrýni kom fram á Árna
þegar hann tók steinbít úr kvóta,
gaf veiðar frjálsar, en setti svo
aftur kvóta á veiðarnar. Kom
fram í umræðunni að Árni hefði
ekki raunveruleg völd heldur
tæki þá ákvörðun sem hagsmuna-
„Þó hagsmunaaðil-
arnir séu harðir í
horn að taka, enda
hlutverk þeirra að
gæta hagsmuna
sinna umbjóðenda,
þá eru þeir yfir lín-
una ábyrgir. Eftir
þau kynni sem ég
hef haft af svipuð-
um samtökum I
nágrannalöndun-
um þá vel ég frek-
ar íslensku hags-
munaaðilana til að
eiga samskipti við.
Þeir eru ábyrgari."
—«,—
aðilar næðu að þrýsta fram.
„Þeir sem segja þetta ganga út
frá því að völdin felist í því, að ég
geti tekið einhverjar geðþóttaá-
kvarðanir. Ef ég fer illa með vald-
ið þá er mér ekki treyst fyrir því
mjög lengi,“ segir Árni. „Niður-
staðan er ekki einhver málamiðl-
un á milli þessara aðila. Hún verð-
ur að ganga upp bæði til lengri og
skemmri tíma. Einnig verður að
hámarka nýtingu auðlindarinnar.
Ég get svo gert einhverjar mála-
miðlanir milli þess sem
er til lengri tíma og
skemmri tíma.“
Árni segir sjómenn
harða gagnrýnendur.
Hann sé í formlegum
tengslum við samtök
þeirra, heimsæki
byggðarlög úti á landi og
fái sér reglulega kaffi á
Kænunni við Hafnar-
fjarðarhöfn. „Þar er mik-
ið af sjómönnum sem
gefa mér jarðsamband."
Hann segir gagnrýni
þeirra ekki alltaf sann-
gjarna, að minnsta kosti í
fyrstu umferð. „Ég vil
alls ekki vera að væla
undan þeim. Menn verða
að vera trúir sínum
karakter. Það þarf skap og sterkar
tilfinningar til að gera þá hluti
sem sjómenn eru að gera. Ef það
þýðir að þeir eru snöggir upp og
málflutningur þeirra stundum
ósanngjarn þá þoli ég það alveg.“
Árni sótti sjálfur sjóinn þegar
hann var rúmlega tvítugur strák-
ur f Hafnarfirði. „Hann var mjög
sjóveikur," segir Árni hlæjandi
aðspurður hvernig sjávarútvegs-
ráðherra var sem sjómaður. Hann
gerir ekki mikið úr skuttogara-
ferli sínum. „Þó væri ég ekki við-
ræðuhæfur um ýmsa hluti ef ég
hefði ekki verið smávegis á sjó.“
Árni gerði sér ekki vonir um
ráðherrastól þó áhugi fyrir þátt-
töku í stjórnmálum hafi verið til
staðar frá unga aldri. „Það er ekk-
ert sérstaklega auðvelt að komast
áfram í pólitík sem sonur stjórn-
málamanns þó sumir haldi það.
Það getur bæði hjálpað og-unnið
gegn manni,“ segir sonur Matthí-
asar Á. Mathiesen, fyrrverandi
ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
„Ég kom inn í pólitíkina þegar
mikil hugmyndafræðileg gerjun
átti sér stað með Félagi frjáls-
hyggjumanna," segir Arni. „Ég
held að
það sé
algjör-
lega úti-
lokað
að vera
stjórn-
mála-
maður
ef þú
hefur
ekki ein-
hverja
hug-
mynda-
fræði. Þá
ertu eins og
strá í vindi og
hefur skoðana-
kannanir og
þrýstihópa til að
segja hvað þú átt
að gera. Hug-
myndafræðin að-
stoðar mig að vísa
veginn."
bjorgvin@frettabladid.is
ÁRNI M.
MATHIESEN
„Ég ráðfæri mig við
marga. Það fer eftir því
hvað er í gangi. Ég vil
ekki nefna neinn einstak-
an í því sambandi. Það er
auðvitað gott að tala við
fólk sem er ekki eins ná-
tengt sjávarútvegi og þeir
sem vinna við greinina.."