Fréttablaðið - 08.06.2002, Síða 15

Fréttablaðið - 08.06.2002, Síða 15
LAUCAROACUR 8. júni 2002 FRETTABLAÐIÐ 15 Finnsk listakona: Hugleiðsluverk frá Tíbet myndlist í dag opnar finnska listakonan Tea Jaáskelainen sýninguna Mandala í Gallerí Ttikt í Hinu húsinu við Pósthús- stræti. Verkin sem hún sýnir eru andleg og litrík mandölu- málverk. Tea hefur búið á íslandi í þrjú og hálft ár. Hún menntaðist á textílsviði og hefur tvisvar áður haldið sýningu, á leirtrommum og útsaumi. Hún er heilluð af sterkum litum, náttúruöflum og SUNNUDACUR 9. JÚNI TÓNLEIKAR___________________________ 14.00 I tílefni af því að 10 ár eru liðin frá því að hljóðfæraleikararnir í Camerarctica hófu samstarf setur hópurinn á stofn norræna tón- leikaröð í samstarfi við Norræna húsið. Þar er sótt í ríkulegan tón- listararf Norðurlanda af klassískri og rómantískri tónlist ásamt yngri verkum. Camerarctica skipa Ar- mann Helgason klarinettuleikari, Hallfríður Olafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðlu- leikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Guðmundur Krist- mundsson, vióluleikari og Sigurð- ur Halldórsson sellóleikari. Á tón- leikunum í dag verða flutt kamm- erverk eftir Bernhard Crusell, Carl Nielsen og Þorkel Sigurbjörnsson. 20.00 Söngtónleikar í Salnum. Randi Gislason sópran, Magnús Gíslason tenór og Anna Guðný Guð- mundsdóttir flytja sönglög eftir Si- belius og Carl Nielsen, og íslensk sönglög og atriði úr óperum eftir Tchaikovsky, Verdi og Carl Nielsen. Þessir tónleikar marka lok tón- leikaársins I Salnum að þessu sinni. Það verður lokað frá og með 1. júlí og fram yfir Verslunar- mannahelgi. 22.00 Dúettinn Súkkat spilar og syngur á Grand Rokk. OPNANIR_____________________________ 14.00 Gunnhildur Una Jónsdóttir opnar sýninguna Spaceman í GUK+. Sýningarstaðurinn er I garði á Sel- fossi, gangi i Hannover, garðhýsi I Lejre og I Berlín. Verk Gunnhildar á þessum stöðum tengjast öll. Sýningin stendur til 25. ágúst. Allir velkomnir. FYRIRLESTUR_________________________ 13.30 Elín Soffia Ólafsdóttir lyfjafræðing- ur flytur fyrirlesturinn Lyfjafræðin og lífrikið i Árbæjarsafni. Ýmsir aðilar kynna framleiðslu sina og spjalla um íslenskar jurtir og nýt- ingu þeirra. Jurtalitun kynnt. ÝMISLEGT____________________________ 14.00 Dagskráin Spekúlerað á stórum skala í Lækjargötu 4 á Árbæjar- safni. Þar býður Þorlákur Ó. John- son upp á skemmtun í anda lið- ins tíma og gestir fá innsýn í Reykjavík á 19. öld. Hefðbundin sunnudagsdagskrá, þ.ám. hand- verksfólk að störfum og teymt undir börnum. Árbæjarsafn er opið frá klukkan 10 til 18. 12.00 Góðverksdagur hjá Ágústu John- sen í Hreyfingu við Faxafen. Safnað verður fyrir öndunarmæl- um fyrir vökudeild Landspítalans. Yfir daginn verða nýstárlegir timar í boði, salsa-latintími, nýstárleg stöðvaþjálfun, lifandi tónlist í hjólatíma og tækjasal, fimm og fimm, fönktimi, boxhringur, 70ís stuð, jóga/pilates og útihlauprat- leikur. Aðgangseyrir 1.000 krónur. 15.00 Bókauppboð á Grand Rokk. Nokkrir bókfróðir fastagestir velja bækur úr Bókavörðunni og gera grein fyrir þeim. Bækurnar verða siðan boðnar upp. 21.00 Arnaldur Indriðason, nýkrýndur glæpasagnakonungur Norður- landa, les úr verkum sínum á Grand Rokk. Bl'Ó ______________________ 14.00 Myndirnar úr stuttmyndasam- keppni Vorblóts 2002 á Grand Rokk endursýndar. 18.00 Filmundur er í sumarskapi og heldur áfram að sýna hina stór- góðu heimildarmynd Varði goes Europe eftir Grím Hákonarson. Þar er fylgst með Hallvarði gítar- snillingi ferðast um borgir Evrópu og reyna fyrir sér sem götuspilari. því hvernig litir virka á fólk. Að- ferðin við að búa til mandala- verkin tengist jóga en Tea hefur stundað jóga um árabil. í Tíbet hafa búddamunkar búið til sandmandölur í fleiri aldir í tengslum við hugleiðslu. Þeir halda síðan litríka athöfn og hella mandölunum út í næstu á. Eyðilegging mandalanna er táknræn fyrir dauðleika. Sýn- ingin opnar í dag klukkan 16 og stendur til 23. júní. ■ INGVELDUR ÝR Drottningin Dido, sem vill ekki giftast. Kammerópera í Borgarleikhúsi: Ingveldur Yr leikur Dido tónust Ingveldur Ýr Jónsdóttir hef- ur verið ráðih í aðalhlutverkið í kammeróþerunni Dido og Aeneas eftir PuTfchell. Óperan verður frum- sýnd í Borgarleikhúsinu 10. ágúst og Magnús Geir Þórðarson er leik- stjóri. Uppsetning óperunnar eru mikil tíðindi í óperuheimum íslands. Upp- setningin er frábrugðin því sem tíðkast hér að því leyti að nýútskrif- aðir söngnemar syngja jafnt og at- vinnufólk í hæsta gæðaflokki. Þetta tíðkast jafnan erlendis. í vikunni voru haldnar leikaraprufur og var þá einnig ráðin Valgerður Guðna- dóttir í hlutverk Belindu, hirðdömu Dido, sem er aðal sópran óperunnar. Valgerður gerði garðinn frægan í söngleikjum fyrir nokkrum árum. Dido og Aeneas hefur verið köll- uð perla barokkóperanna. Sögu- þráður óperunnar er svipaður grískum harmleik. Aðalpersónan Dido er drottning, sem vill ekki gift- ast neinum. Aeneas, konungur Tróju, kemur aðvífandi og biður um hönd hennar og allir styðja ráðahag- inn, nema Dido. ■ Bláa lónskeppnin: Hjólað frá Hafnarílrði í Lónið hjólreiðar í fyrramálið verður ár- leg fjallahjólakeppni Hjólreiðafé- lags Reykjavíkur. Hjólað verður frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði, um Krísuvíkurveg, Djúpavatns- leið, Grindavíkurveg, gegnum Grindavík og endað í Bláa lóninu. Lagt verður af stað kl. 10 og hefst skráning við kirkjugarðinn kl. 8.30. Keppnin er opin öllum eldri en 16 ára. Keppt verður í þremur karla- flokkum og tveimur kvennaflokk- um og verða veitt verðlaun fyrir þá efstu í hverjum flokki. Að auki eru útdráttarverðlaun, sem allir keppendur eiga jafna möguleika á að hreppa, glæsilegt fjallahjól. Þátttökugjaldið er 1.000 krónur og innifalinn er aðgangur að Bláa lóninu. Einnig er boðið upp á flutning á hjólum til baka. ■ * teo jööskelöinen ÁNDÁU exhibition TEA OG MANDÖLUR Mandala er orð úr sanskrit og þýðir heill eða græðandi hringur. Esjudagur fjölskyldunnar: Kapphlaup upp á Esjuna ferðir Á morgun verður haldinn árlegur Esjudagur fjölskyld- unnar. Af mörgu er að taka í dagskrá dagsins og má þar með- al annars nefna kapphlaup upp Esjuna. Einnig er boðið upp á göngu yfir Esjuna og hefð- bundna göngu á Þverfellshorn undir leiðsögn félaga í Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur og Ferðafélagi íslands. Fyrir yngstu þátttakendurna verður boðið upp á skógarferð þar sent blómin verða sérstaklega athug- uð. Allir þátttakendur Esjudags- ins taka þátt í happdrætti þar sem dregið verður úr glæsileg- um vinningum. Dagskrá dags- ins hefst klukkan níu um morg- uninn en þá verður gengið yfir Esjuna frá Mógilsá. Boðið er upp á rútu til baka. Esjukapp- hlaupið hefst klukkan 11 og verðlaun fyrir það verða veitt klukkan 13. ■ leggur traustan grunn að velgengni í háskóia MENNTASKÓUNN (REYKJAVÍK Innritun í Menntaskólann í Reykjavík stendur yfir dagana 9. júní kl. 13-16 og 10.-11. júní kl. 9-18. Nemendur velja um tvær meginnámsbrautir með fjölbreyttum kjörsviðum: Máiabraut Náttúrufræðibraut 2 nýmáladeildir 2 eðlisfræðideildir 2 fornmáladeildir 2 náttúrufræðideildir Sótt er um skólavist á sérstökum eyðublöðum, sem nemendur 10. bekkjar hafa fengið með prófskírteinum sínum. Fylgiseðiil og staðfest Ijósrit af prófskírteini fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð fást einnig í skólanum. Senda má umsóknir í pósti. Innritun í Menntaskólann í Reykjavík er ekki lengur háð búsetu nemenda, því að skipting Reykjavíkur í skólasvæði hefur verið afnumin. Opið hús fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra verður sunnudaginn 9. júní kl. 13-16. Þar kynna kennarar og nemendur skólann. Allir eru hjartanlega velkomnir. Menntaskólinn i Reykjavík Við Lækjargötu 101 Reykjavík simi 545 1900 Rektor ----------------;-------------s Hættum rekstri tímabundið - ÚTSALA - ÚTSALA : . á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík. Mikill afsláttur Allt á að seljast 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu. S_____________________________ laugardag 8. júní kl. 13 -19 sunnudag 9. júní kl. 13 -19 jfe C&iKr rt</. HÓTEþ REYKjAVIK T öfrateppið Sími 861 4883

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.