Fréttablaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ
SACA DACSINS
8. JUNI
Tom Jones söng á
Hótel íslandi á
þessum degi árið
1990. Hann var þá
tæplega fimmtugur og
vitanlega í fullu fjöri.
Arið 2000 samþykkti Alþingi
lagabreytingu sem fól í sér að
samkynhneigðir í staðfestri sam-
vist hafa nú rétt til stjúpættleið-
inga. Frumvarpið var samþykkt
með 46 atkvæðum gegn einu og
þrír sátu hjá.
Imiðju sex daga stríðinu árið
1967 réðst ísraelski herinn á
bandaríska njósnaskipið USS
Liberty, sem var þá statt skammt
út af Gazaströnd fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Meðal annars var
napalm-sprengjum varpað á skip-
ið. Níu manns létust á skipinu og
sextíu særðust.
MENNINGARSKOKK
con að byrja daginn í Bernhöfts-
bakaríi með grísku bóndabrauði.
Viðskiptavinir skrafhreifir í morg-
unsárið og brauðið gott.
MÆLT með gönguferð eftir Miklu-
brautinni í safnaðarheimili Grensás-
kirkju þar sem áhugahópur ungs
fólks um gigtarvandann safnast
saman og ber saman bækur sínar
klukkan 13.
AÐ því loknu mætti halda í HM-
heiminn í Smáralind þar sem sjón-
varpsstjarnan Gísli Marteinn Bald-
ursson stendur fyrir uppboði á treyj-
um frægra íþróttamanna. Allt til
styrktar ungum krabbameinssjúkl-
ingum. Uppboðið hefst klukkan 15
en góður kostur er að nota ferðina
og skoða sig um í Smáralind. Þar eru
viðskiptavinirnir ekki síður áhuga-
verðir en vörurnar í verslununum.
KLUKKAN 16 er hægt að fara á
djasstónleika á Jómfrúnni í Lækjar-
götu. Þar spilar djasstríóið B - 3 úti í
bakgarðinum ef veður leyfir. Annars
inni.
ÞAÐAN má ganga upp Hverfisgöt-
una og njóta þess sem boðið er upp á
við opnun myndlistarsýningar
bandaríska listamannsins Mark
Norman Brosseau, en sýningin opn-
ar klukkan 17. Veitingar þar svo og á
næstu krám þar í kring.
SEM kvöldskemmtun er mælt með
dansleik með færeysku hljómsveit-
inni Taxi á Fjörukránni í Hafnar-
firði. Þar hita menn upp fyrir Sól-
stöðuhátíð víkinga sem fer að
bresta á.
svo heim að sofa.
22
8. júni 2002 LAUGARPAGUR
Heimsmaður í sveitina
„Mér líst vel á að fara í Hvera-
gerði. Þarna eru nýir menn með
nýjar hugmyndir,“ segir Orri
Hlöðversson, nýráðinn bæjar-
stjóri í Hveragerði þar sem Fram-
sóknarmenn og Samfylkingin
hafa myndað meirihluta. Orri
kemur úr Skagafirði þar sem
hann hefur starfað síðastliðin
fjögur ár, fyrst hjá Atvinnuþróun-
arfélagi Skagfirðinga og síðar
sem framkvæmdastjóri Fjárvaka
sem er dótturfélag Kaupfélagsins
á Sauðárkróki.
„Fjárvaki er fjármála- og
tölvufyrirtæki sem meðal annars
sér um alla innheimtu fyrir íbúða-
lánasjóð," segi Orri og leggur
áherslu á að fyrirtækið hafi feng-
ið verkefnið í útboði en sé ekki
hluti af byggðastefnu yfirvalda.
Þegar íbúðaeigendur greiða af
húsbréfum sínum fara peningarn-
ir því í gegnum Sparisjóð Hóla-
hrepps en á bankaleyfi hans bygg-
ir Fjárvaki fjármálastarfsemi
sína.
Orri er menntaður í hagfræði
og stjórnmálafræði í Sacramento
í Kaliforníu en fór að námi loknu
til Brussel þar sem hann starfaði í
fjögur ár: „Fyrst var ég hjá Evr-
ópusambandinu en fékk síðan fyr-
ir tilviljun starf hjá bandaríska
sendiráðinu í Brussel þar sem ég
var viðskiptafulltrúi og aðstoðaði
bandarísk fyrirtæki með að fóta
sig á evrópskum makaði," segir
Persónan
Orri Hlöðversson er nýr bæjarstjóri
i Hveragerði. Áður i Sacramento,
Brussel og Skagafirði.
Orri sem er 38 ára og kvæntur
Helgu Dagnýju Árnadóttur sem
starfar í höfuðstöðvum Byggða-
stofnunar á Sauðárkróki. Saman
eiga þau dótturina Valdísi sem er
hálfs annars árs. Saman bíður
þeirra nýtt líf í blómabænum
Hveragerði. ■
ORRI FER SUÐUR
List vel á Hveragerði þar sem eru
nýir menn með nýjar hugmyndi.
FÓLK í FRÉTTUM
Menn finna víða fyrir samúð.
Jafnvel á þeim stöðum þar
sem þeir hafa síst talið sig eiga
von á að finna
fyrir slíku.
Þannig finna
Heimdellingarn-
ir á Frelsi.is nú
mikið til með
Össuri Skarp-
héðinssyni, for-
manni Samfylk-
ingar. Þeir rifja
upp að hann hafi ekki fyrr verið
búinn að fagna stórsigri í sveitar-
stjórnarkosningunum en DV birti
skoðanakönnun sem sýndi Sam-
fylkinguna með aðeins 17% fylgi.
Tíu prósentustiga og fimm þing-
sæta tap frá síðustu kosningum.
„Æ, æ, greyið Össur! Hefur Sam-
fylkingin þá eftir allt saman ekki
öðlast neinn þroska eða trúverð-
ugleika?" spyrja Heimdellingar.
Spurningin er þó hvort samúðin
sé heilshugar meint eða í henni
finnist háð.
Menn eru gjarnir á að segja að
fólk sé fljótt að gleyma. Sér-
staklega þegar kemur að pólitík.
Það er þó ekki að sjá af könnun
DV á vinsældum stjórnmála-
manna. Nokkrir
hafa enn mestar
mætur á Jóni
Baldvini Hanni-
balssyni og
Hjörleifi Gutt-
ormssyni, þó
langt sé síðan
báðir hættu á
þingi. Það er
líka athyglisvert
að fylgjast með hverjir komast á
lista yfir óvinsældir. Þar má
finna Jón Baldvin, Methúsalem
Þórisson, Hannes Hólmstein
Gissurarson og Jón Sigurðsson.
| AFMÆLI |
Afmælisdagurinn er
skírnardagurinn
Salvatore Torrini, veitingamaður á Italíu, er 56 ára á morgun.
„Ég kom hingað til lands út af
konu eins og svo margir útlend-
ingar,“ segir Salvatore Torrini
sem á afmæli á morgun; verður
56 ára. Hann hefur verið hér á
landi í 30 ár og þar af rekið veit-
ingastaðinn Ítalíu við Laugaveg í
11 ár. Á íslandi hefur Salvatore
eignast þrjú börn og meðal þeirra
er söngdrottningin Emiliana
Torrini sem er 25 ára. „Nú bý ég
einn og í synd og kann því vel,“
segir Salvatore sem er ekki van-
ur að halda sérstaklega upp á af-
mælið sitt; hvorki hér á landi né
heima á Ítalíu í æsku:
„Heima í Napólí er siðurinn sá
að halda upp á skírnarafmæli sitt
en ég var skírður 9. ágúst. Það er
því í raun afmælisdagurinn
minn,“ segir Salvatore sem býst
ekki við að gera sér neinn daga-
mun á morgun þrátt fyrir afmæl-
ið. „Ég tek hverjum degi sem nýj-
um,“ segir hann.
Ékki er þó ólíklegt að Sal-
vatore skelli einhverju góðu á
pönnuna á veitingastaðnum Ítalíu
þegar líður á morgundaginn.
Helst vill hann pasta í nýrri út-
færslu á hverjum degi og hér
áður fyrr þótti honum best að
drekka Falcone-rauðvín með:
„Falcone var allt of gott með
pastanu þannig að ég hætti að
drekka. En pastað stendur samt
TORRINI VILL PASTA
Nýtt á hverjum degi og Falcone-rauðvínið var gott með hér áður fyrr.
fyrir sínu,“ segir þessi ítalski ís- Suður-Ítalíu þar sem hann fædd-
lendingur sem fest hefur rætur í ist á heitum júnímorgni fyrir 56
norðrinu sem um flest er ólíkt árum. ■
www.hollver.is
z
Z>
Q
_i
o
cc
fe
CQ
Taktu eftir
merkjunum
- þau tala sínu máli
Vörur sem innihalda hættuleg efni eiga að vera
merktar á íslensku með varnaðarmerkjum ásamt
hættu- og varnaðarsetningum.
Mikilvægt er að neytendur kynni sér merkingar vörutegunda
og fari eftir þeim viðvörunum sem þar koma fram.
Framleiðendur, innflytjendur og seljendur
bera ábyrgð á því að merkingar séu í samræmi við reglur.
Spjald með varnaðarmerkjum fæst endurgjaldslaust hjá Hollustuvernd
Hollustuvernd ríkisins
Ármúla 1a, 108 Reykjavík. Sími 585-1000. Heimasíða: www.hollver.is
Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að forstjórar
Byggðastofnunar hafa hingað til ekki fengið
áhættuþóknun fyrir að gegna starfinu.
Hvorki í Reykjavík né á Sauðárkróki.
...Mn ..
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR__________________________
11.00 Magnús Freyr Sveinbjörnsson,
Sundstræti 34, ísafirði, verður
jarðsunginn frá Isafjarðarkirkju.
14.00 Svala Albertsdóttir, Holtabraut 8,
Blönduósi, verður jarðsungin frá
Blönduóskirkju.
15.00 Guðmundur Ingi Arnarsson,
Hlíðarvegi 6, Grundarfirði, verður
jarðsunginn frá Grundarfjarðar-
kirkju.
AFMÆLI_______________________________
Örnólfur Thorsson er 48 ára í dag.
Sigríður Lillý Baldursdóttir er 48 ára I
dag.
ANDLÁT
Gunnhildur Anna Valdimarsdóttir er
látin. Jaðarförin hefur farið fram.
Aðalheiður Þorleifsdóttir, Karlsbraut 6,
Dalvík, lést 5. júní.
Ingveldur Einarsdóttir, Hringbraut 80,
Reykjavík, lést 5. júní.