Fréttablaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 1
PERSÓNAN BLIÐVIÐRI Fiskur, fótbolti og Falun Gong HEIMAGÆSLA ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS BORGARTÚNI 31 • SlMI 530 2400 WWW.OI.IS ERLENT Þakklátur fyrir stuðninginn bls 4 Dauðlangar í heitu pottana bls 7 FRÉTTAB 112. tölublað - 2. árgangur MIÐVIKUDAGUR Ræða hindranir innan Norðurlanda ráðherrafundur Norrænu sam- starfsráðherrarnir funda í Tromsö í Noregi í dag. Þar munu þeir meðal annars ræða skýrsiu um réttindi Norðurlandabúa og þær hindranir sem verða á vegi þeirra sem flytja milli Norðurianda. Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500_IVIiðvikudagurinn 12. júní 2002 Stjórnarmanni dæmdur aðgangur að gögnum 15 styrkir aíhentir styrkir Tómas Ingi Olrich, mennta- málaráðherra, afhendir í dag 15 styrki úr sjóðnum Þekking stúd- enta í þágu þjóðar. Styrkirnir renna til stúdenta við Háskóla íslands sem vinna að verkefnum í tíu sveit- arfélögum. | VEÐRIÐ í DAGÍ REYKJAVÍK Hægviðri, skýjað með köflum. Hiti 13-18 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður Q 8-13 Léttskýjað Ol3 Akureyrí 0 3-8 Súld QlO Egilsstaðir o 5-10 Skýjað Qll Vestmannaeyjar ©3-8 Skýjað Q17 Brúðubíllinn á ferð börn Brúðubíllinn mætir kl. 10 á Fróðengi og sýnir ieikritið Óþekkt- arormar. Kiukkan 14 verður hann kominn vestur í bæ og sýnir í Frostaskjóli. Líf og fjör verður því við þennan skemmtilegasta bíl í bænum í dag. Fallliðin mætast fótbolti Liðin sem féllu úr efstu deild í fyrra, Valur og Breiðablik, mætast á Hlíðarenda klukkan 20 í kvöld. Gengi liðanna hefur verið misjafnt og verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar í dag. KVÖLDIÐ f KVÖLD Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 IVlyndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ '61,3% Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð-, borgarsvæð- inu á miðviku- dögum? Meðallestur 25 til 39 ára á miðvikudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 70.000 eintök 70% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIBLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002, Héraðsdómur Vesturlands hefur fyrirskipað Verkalýðsfélagi Akraness að veita stjórnarmanni í félaginu aðgang að bókhaldsgögnum félagsins. Harðar deilur hafa verið innan félagsins. Lög- maður félagsins segir óvild ráða gjörðum stjórnarmannsins. dómsiviál Verkalýðsfélagi Akra- ness er samkvæmt dómi Héraðs- dóms Vesturlands, skylt að veita Vilhjálmi Birgissyni, meðstjórn- anda í félaginu, aðgang að öllum bókhaldsgögnum félagsins fyrir árin 1997, 1998 og 1999, að við- lögðum 10 þúsund kóna dagsekt- um. Aðgangur Vilhjálms að gögn- unum er bundinn við skrifstofu félagsins. Vilhjálmur, sem kjörinn var í stjórn félagsins fyrir tveimur árum, hefur gagnrýnt slælega ávöxtun fjármuna félagsins og sakað stjórnina um óráðsíu. Þær ásakanir hafa einkum beinst gegn Hervari Gunnarssyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, sem jafnframt er launaður starfsmað- ur félagsins. Hatrammar deilur hafa verið innan félagsins vegna þessa. Við framlagningu reikn- inga fyrir árið 2000 treysti Vil- hjálmur sér ekki til að skrifa at- hugasemdalaust upp á reikning- ana. Vilhjálmur óskaði ítrekað eft- ir aðgangi að bókhaldsgögnum fyrri ára en bæði Hervar Gunn- arsson og síðar félagsstjórn synj- uðu því. Dómari fellst á það með Vil- hjálmi, að honum beri sem aðal- stjórnarmanni að hafa eftirlit með rekstri skrifstofu félagsins, ráð- stöfun fjármuna og ávöxtun sjóða félagsins. Dómarinn telur enn- fremur að ekki sé hægt að tak- marka aðgang Vilhjálms að bók- haldsgögnum við þann tíma sem hann sitji í stjórn. Fjárhagur Verkalýðsfélags Akraness eigi sér rætur í meðferð fjármuna þess næstliðin ár. Dómarinn fellst ekki á að aðgangur stjórnarmanna að bókhaldsgögnum sé háður vilja eða samþykki félagsfundar. Lögmaður félagsins sagði málatilbúnað Vilhjálms stafa af óvild í garð Hervars og reyndar annarra forystumanna félagsins líka. Vilhjálmur hafi haldið uppi umfangsmiklu andófi innan stjórnar félagsins og lagt alla þá steina í götu félagsins sem honum hafi verið tækir. Krafa hans um óheftan aðgang að bókhaldi fé- lagsins hafi þann tilgang einan að lúsleita þar að einhverjum tilefn- um til að ala á úlfúð og sundrungu innan félagsins. Dómari sagði þessar ásakanir hafi ekki verið réttlættar. Vil- hjálmur hafi sýnilega staðið höll- um fæti í félagsstjórn og félaginu sé því skylt að veita honum að- gang að umbeðnum gögnum. the@frettabladid.is IÐKENDUR FALUN GONC FÆRÐIR í NJARÐVÍKURSKÓLA Þeir iðkendur Falun Gong sem komu til landsins í gær voru færðir í Njarðvíkurskóla tíl að koma í veg fyrir að þeir gætu verið með mótmæli I tengslum við heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, hingað til lands. Fjallað er um kyrrsetningu Falun Gong-liða og fyrirhugaða heimsókn Zemin á blaðsíðum 2, 6 og 8. Hart deilt að lokinni vísitasíu herra Karls Sigurbjörnssonar um Borgarbyggð: Kyrrðarstund biskups í loft upp kirkjan Til harðra orðaskipta kom á milli herra Karls Sigur- björnssonar, biskups yfir ís- landi, og séra Flóka Kristins- sonar, sóknarprests á Hvann- eyri, á kyrrðarstund sem bisk- upinn hélt á Akranesi með prestum á Vesturlandi að lok- inni vísitasíu í Borgarbyggð. Séra Geir Waage í Reykholti hunsaði fund biskups en séra Flóki mætti og þagði ekki undir ræðu biskups. Að henni lokinni hellti séra Flóki sér yfir biskup með orðaflaumi og vísaði ótt og títt til smæðar biskups í verald- legum og andlegum skilningi. „Ég greini ekki frá því sem gerist á fundum biskups með prestum en þarna hélt bisk- upinn kyrrðar- og uppbygging- arstund með prestum þar sem mat var lagt á vísitasíuna," seg- ir séra Þorvaldur Karl Helga- son biskupsritari. Sjálfur vill séra Flóki hafa sín mál og bisk- ups í friði fyrir fjölmiðlum. Herra Ólafur Skúlason, fyrrum biskup yfir íslandi, segir þó þetta: „Sjálfur var ég ekki á fundinum en ég hef haft spurn- ir af honum. Mér þykir leiðin- legt að biskup þurfi að búa við þetta og harma að svona uppá- komur eigi sér stað þar sem biskup er annars vegar.“ Gagnrýni séra Flóka á biskup byggir helst á stjórnunarstíl hins síðarnefnda. Telja séra Flóki og skoðanabræður hans í prestastétt að biskup setji sig á háan hest gagnvart prestum og stjórni í raun eins og forstjóri í stórfyrirtæki. Prestar líti hins vegar svo á að hver prestur sé herra í eigin sókn. Af þessum ástæðum sé biskup ekki allra og því deilurnar. ■ | PETTA HELST | Hrafn Gunnlaugsson krefst þess að fá 37 milljónir króna í bætur frá borginni vegna þess að honum var meinað að reisa vinnustofu við hús sitt. bls. 2 —+.... Þrír f jórðu hlutar þess f jár sem hefur safnast til kaupa á nætursjónaukum fyrir þyrlur gæslunnar koma frá einkaaðilum. bls. 2 -- Eigendur Heiðaf jalls hafa kært aðmírál Varnarliðsins og bandaríska sendiherrann vegna mengunar á landi sínu. bls. 4 —4— Greiningardeildir bankanna spá því að ný mæling neyslu- verðsvísitölu sem verður birt í dag sýni að verðbólga hafi aukist. bls. 4 Krem sem er nýkomið á markað á að hjálpa þeim konum sem vilja fá stærri brjóst. bls. 9 | ÍÞRÓTTIR Gest- gjafarnir alla leið? SÍÐA 12 IrÓNLISlj Rokkað í Hafnarfirði SÍÐA 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.