Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2002, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 12.06.2002, Qupperneq 16
VRÉTTABLAPfÐ ’2.'júni'?.0Q2 MÐyiKUPAGUKf Hollywood vill frelsi: Kosið um hvort bíó- borgin verður sjálfstæð Upphaf og endir „Að drepast" Sigtryggur Krístinsson, skynlaust vinnudýr. stjórnmál íbúar Hollywood ganga til kosninga 5. nóvember næstkomandi. Þar kjósa þeir um það hvort kvikmyndaborgin verður sjálfstæð borg eða áfram hluti af Los Angeles. Margir kvikmyndakónganna kvarta sár- an yfir því að þeir borga meiri skatt en borgin fær til umráða. Ef íbúar Hollywood og aðrir í Los Angeles samþykkja aðskiln- aðinn verður Hollywood 184 þúsund manna borg með tæp- lega sautján milljarða króna í tekjur og rúmlega fimmtán milljarða í árleg útgjöld. Hins- vegar verður að borga Los Ang- eles árlegt „meðlag“ upp á tvo milljarða í 20 ár til að bæta upp tapaðar tekjur. Ekki er víst hver niðurstaðan verður. Margir eru fylgjandi að- skilnaði og aðrir á móti honum. Hollywood varð hluti af Los Angeles árið 1910 vegna vatns- skorts. ■ Þekking stúdenta í þágu þjóðar: Tíu sveitar- félög fá af- henta styrki stvrkir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra afhendir í dag 15 styrki úr sjóðnum Þekk- ing stúdenta í þágu þjóðar til nemenda í Háskóla íslands. Af- hendingin fer fram í Tækni- garði, Dunhaga 5. Auk ráðherra munu formaður stjórnar sjóðs- ins, Ingunn H. Bjarnadóttir, og formaður Stúdentaráðs, Brynjólfur Stefánsson flytja stutt ávörp. Sjóðurinn er tilraunaverkefni til eins árs, samstarfsverkefni Stúdentaráðs, Byggðastofnunar, Rannsóknaþjónustu Háskólans, Sambands íslenskra sveitarfé- laga og nokkurra sveitarfélaga. Markmið sjóðsins er að auka rannsóknarstarf á landsbyggð- inni og vekja athygli stúdenta á rannsóknartækifærum og að- stöðu til rannsókna á lands- byggðinni. Styrkirnir renna til verkefna í 10 sveitarfélögum. Þau eru Akraneskaupstaður, Akureyrar- kaupstaður, Fjarðabyggð, Grindavíkurkaupstaður, Sveit- arfélagið Hornafjörður, ísa- fjarðarbær, Sandgerðisbær, Stykkishólmsbær, Tálknafjarð- arhreppur og Vestmannaeyja- bær. ■ MIÐVIKUPACURINN 12. JÚNI FUNDIR______________________________ 16.00 Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra afhendir 15 styrki úr sjóðnum Þekking stúdenta í þágu þjóðar til nemenda í Há- skóla Islands I Tæknigarði við Dunhaga. Formaður stjórnar sjóðsins, Ingunn H. Bjarnadóttir, og formaður Stúdentaráðs, Brynjólfur Stefánsson, flytja stutt ávörp. TÓNLEIKAR___________________________ 20.00 Mozartveisla í Eskifjarðarkirkju. Þar verða leiknir forleikir, dúettar og aríur úr Mozart-óperum ásamt fagottkonsert, hornkonsert og fiðlukonsert. Hluti af tónlistarhá- tiðinni Bjartar nætur í júní. 21.00 Hljómsveitirnar Fídel, Dust og Kimono leika á Stefnumótum Undirtóna á Gauki á Stöng. 500 króna aðgangseyrir. LEIKHÚS_____________________________ 10.00 Brúðubíllinn mætir á Fróðengi og sýnir leikritið Óþekktarormar. Klukkan 14 er Brúðubíllinn kom- inn vestur í bæ og sýnir I Frosta- skjóli. 20.00 Uppselt á Veisluna í leikstjórn Stefáns Baldurssonar I Þjóðleik- húsinu. 21.00 Uppselt á einleikinn Sellófón í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Björk Jakobsdóttir samdi og leikur. MYNPLIST____________________________ Um síðustu helgi opnaði sumarsýning Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaða. Hún heitir Maður og borg. Þar eru vek eftir tæplega fimmtíu myndlistarmenn, frá árinu 1930 til 2000, og tengjast þau borginni á einn eða annan hátt Stökktu til Rimini 4. júlí frá 49.663.- Síðustu sætin Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Rimini þann 4. júlí í tvær vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsæla áfangastað íslendinga. Þú bókar núna, og tryggir þér síð- ustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögöu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. kr 49.663 Verð kr. 59730 Verð M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar, 4. júlí, 2 vikur. Staðgrrítt.Alm.vofl kr. 52.251 M.v. 2 í íbúð, 4. jíilí í tvær vikur Flug og gisting, skattar Staðgreitt. Alm. Verð kr. 62.738 Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Hvítur maður með rautt nef í haust heldur Hlynur Páll Pálsson til Indlands. Þar ætlar hann að bregða sér í hlutverk trúðsins Nóa og gleðja munaðarlaus, indversk börn með leik og skemmtun. hjAlparstarf „Við förum til tólf SOS- barnaþorpa víðsvegar um Indland og verðum þná til fimm daga á hverjum stað. I hverju þorpi er ætl- unin að taka upp stuttmynd, sem börnin semja og leika í,“ segir Hlynur Páll Pálsson. Hann heldur af stað í byrjun september ásamt Hafsteini Gunnari Sigurðssyni kvikmyndagerðarmanni. Ferð þeir- ra um Indland tekur rúma þrjá mánuði. „Síðan verður gerð heim- ildarmynd um ferðina til að sýna ís- lenskum skólabörnum líf barna í framandi löndum," segir Hlynur. Persónan sem indversku börnin fá að kynnast er trúðurinn Nói. Hlynur bregður sér í hlutverk hans til að skemmta þeim. „Nói er leik- hústrúður, ekki sirkustrúður. Hann þarf bara rautt nef til að vera til. Ég ætla að verða mér úti um föt í stíl innfæddra til að vera ekki fram- andi. Bara hvítur maður með rautt nef. Það gerir börnunum gott að sjá vestrænt fólk, sem kemur aðeins til að leika við þau og gera lífið skemmtilegra." Hugmyndin að verkefninu varð til þegar Hlynur eyddi degi í SOS- barnaþorpi í Marokkó. „Ég var þar staddur ásamt íslendingum í al- þjóðlegu listaverkefni. Það eina sem við gerðum var að leika við börnin og það var mjög gefandi fyr- ir alla viðstadda. Ulla Magnusson hjá SOS-barnaþorpunum hjálpaði okkur og kom okkur í samband SOS á Indlandi. Við gistum hjá þeim en borgum annan ferðakostnað sjálfir. Hvorugur okkar hefur komið til Indlands áður. Ástæðan fyrir því að landið varð fyrir valinu er fólks- fjöldinn og gífurleg fátækt. Það er nær vonlaust fyrir þessi munaðar- lausu börn að vinna sig upp í rót- grónu stéttasamfélagi." Hlynur hefur undirbúið ferðina í rúmt ár. Nauðsynlegt var að fá ótal sprautur og fara í bólusetningai'. Hann sótti víða um styrki en fékk aðeins jákvæð viðbrögð hjá Menn- ingarsjóði Islandsbanka og Hag- Gerð verður heimildarmynd um ferðina, sem verður vonandi sýnd íslenskum skóla- börnum. Liza Minelli: Skrifar ævisögu sína sviðsljós Leik- og söngkonan Liza Minelli er byrjuð að rita endur- minningar sínar. Leikkonan er orðin 56 ára gömul og ætlar að láta allt flakka í bókinni. Búist er við því að hún muni þéna allt að 63 milljónir króna fyrir vikið. Liza Minelli hefur meðal ann- ars þurft að glíma við áfengis- og eiturlyfjavandamál. Hún mun einnig segja frá ævi og dauða móður sinnar, Judy Gar- land, og erfitt samband sitt við hálfsysturina Lornu Luft. Það á að hafa verið nýi eigin- maður hennar, leikritaframleið- andinn David Gest, sem hvatti hana til þess að kveða niður drauga sína með þessum hætti. Lorna Luft skrifaði eitt sinn metsölubókina „Me and My Shadows" um ævi sína og móður þeirra Lizu, Judy Garland. Síðar var sú þók kvikmynduð. ■ LIZA MINELLI Ævi hennar hefur víst ekki verið neinn kabarett.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.