Fréttablaðið - 12.06.2002, Side 17

Fréttablaðið - 12.06.2002, Side 17
 f Í2HI21ÍJ HUOMADJIT H3 R3VH I Bókaforlagið Bjartur: Endurmenntun Maó formanns bækur í vikunni kemur út skáldsag- an Balzac og kínverska saumastúlk- an eftir kínverska rithöfundinn Dai Sijie. Sagan kemur út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Hún fjallar um ástina, heimsbókmennt- irnar og hlutskipti ungs fólks í kín- verska alþýðulýðveldinu á dögum Maó formanns. Tveir piltar eru sendir í „endur- menntun" í afskekkt fjallaþorp snemma á áttunda áratugnum. Glæpur þeirra felst í að vera synir nienntafólks, læknis og tannlæknis. f þorpinu er ekkert sem svalað get- ur lífsþorsta þeirra, ef frá er talin fallega saumastúlkan í næsta þorpi og forboðin ferðataska úr slitnu en Baizac oq kinverska saumasfulRan BALZAC ... Siglir í kjölfar þekktra verka á borð við Villt- ir svanir og Minningar geishu. fínlegu leðri sem er full af bókum eftir franska, rússneska og enska rithöfunda. Þetta er fyrsta skáldsaga Dai Si- jie en hann hafði áður getið sér gott orð sem kvikmyndaleikstjóri. Verk- ið kom út í Frakklandi árið 2000 og fékk afbragðsdóma, hlaut margvís- leg frönsk bókmenntaverðlaun, komst á metsölulista og hefur nú verið þýdd á um 25 tungumál. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dög- unum frumsýndi Dai Sijie kvik- mynd byggða á skáldsögu sinni. Þó hann hafi fengið leyfi til að taka myndina á vettvangi í Kína hefur hann ekki fengið sýningarleyfi fyr- ir hana þar í landi. Balzac og kínverska sauma- stúlkan er sextánda bókin sem kem- ur út í neon-flokki Bjarts, sem legg- ur áherslu á nýleg og framúrskar- andi verk. ■ Stangveiði: Ný alhliða handbók stancveíbí Fyrsta bindi nýrrar handbókar um stangveiði er kom- in út. Bókin er eftir Eirík St. Ei- ríksson, sem m.a. hefur verið rit- stjóri tímaritsins Veiðimannsins. Fyrsta bindið ber undirtitilinn Frá Brynjudal að Brunasandi. í bindinu er því fjallað um 170 ár og vötn sem standa stangveiðimönn- um til boða frá Hvalfirði að Fljóts- hverfi í Vestur-Skaftafellssýslu. Eríkur lýsir veiðistöðum og bendir á agn og veiðiaðferðir. Greint er frá því hvernig hægt er að nálgast veiðileyfi. . .VBBfcw STANGVEIÐIHANDBÓKIN Veiðisögur eru meðal efnis I nýrri handbók um stangveiði. 120 ljósmyndir og 42 skýring- arkort eru í bókinni. ■ HLYNUR PALL PALSSON Hann fer til Indlands í haust til að heimsækja SOS-barnaþorp og skemmta íbúum þeirra með söng, dansi, töfrabrögðum og fjöri. þenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna. „Það var að- eins dropi í hafið. Það hryggir mig að sjá að í þessu kapitalíska þjóðfélagi styrkir enginn gott málefni án þess að sjá fram-á gróða. Það vilja fáir stuðla þan- nig að betri heimi.“ „Það er vissulega stórt verk- efni að hjálpa bágstöddum börn- um heimsins. En það þýðir ekki að hætta við vegna þess að verk- efnið er of stórt. Það verður að byrja einhvers staðar. Þó við förum aðeins til tólf þorpa er þetta, eins og ég segi stundum, eldspýta vonarglætu. Margar eldspýtur gera stórt bál,“ segir Hlynur að lokum. Ef einhver vill aðstoða eða fá frekari upplýsingar um ferðina er netfang Hlyns dadarad- ara@hotmail.com. halldor@frettabladid.is Sírnir H. Einarsson og Ýr Róbertsdóttir standa að sýningunni SírnÝr í sal Dom- us Vox við Skúlagötu (fyrrum Casa- blanca). Ýr sýnir abstrakt málverk með leturhugleiðingum en Sírnir vinnur aðal- lega fígúratíft í grafík. Sýningin stendur til 14. júní. Textíllistamaðurinn Yoichi Onagi frá Jap- an sýnir verk sín í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. í Listasafni Kópavogs stendur yfír fyrsta sýningin úr Listaverkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Meðal annars eru til sýnis fjögur verk eftir tvo færeyska lista- menn, S. Joensen Mikines og Ingálvur av Reyni. Sýningin stendur til 28. júlí. Nemendasýning svart/hvíta hópsins úr Ljósmyndaskóla Sissu stendur nú yfir á Tapasbarnum við Vesturgötu. Sýningin stendur til 30. júní. Björg Sveinsdóttir sýnir myndir teknar á tónleikum hljómsveitarinnar Sigur Rós- ar í Laugardalshöll, Listasafni Reykjavík- ur, Montreux og London á Kaffitári við Laugaveg. Sýningin er opin á verslunar- tíma og lýkur 1. ágúst. Maria Krístin Steinsson sýnir olíumál- verk í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin stendur til 29. júní. Listin meðal fólksins er yfirskrift sýningar í Ásmundarsafni. Á sýningunni verða verk Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að veraÝ hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð Orange-bókmenntaverðlaunin: Sex keppa um verðlaunin bókwenntir Birtur hefur verið listi þeirra sex rithöfunda sem til- nefndar hafa verið til Orange- bókmenntaverðlaunanna í ár. Verðlaunin voru sett á laggirnar árið 1996 og eiga að vekja athygli á rit- verkum breskra kvenrithöfunda. Verðlaunin eru ávísun upp á 30 þús- und pund (um 3,9 milljónir íslenskra kr.) sem ónafn- greindur styrktar- aðili greiðir ár hvert. Konurnar sex sem eiga bækur á HELEN DUNMORE Fær hér aðra tilnefningu sípa- Hún vann tilnefningarlistan- um þetta árið eru rithöfundarnir Anna Burns, Helen Dunmore, Maggie Gee, Chloe Hooper, Ann Patchett og Sarah Waters. Ein hefur unnið sömu verðlaun árið 1996. TILNEFNINGAR TIL ORANGE BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA 2002: Anna Burns - No Bones Helen Dunmore - The Siege Maggie Gee - The White Family Chloe Hooper - A Child's Book of True Crime Ann Patchett - Bel Canto Sarah Waters - Fingersmith verðlaunin áður, Helen Dunmore árið 1996 fyrir bók sína A Spell of Winter Viking, en tvær hinna til- nefndu voru að gefa út sínar fyrstu bækur. í fyrra vann bókin The Idea of Perfection eftir Kate Grenville. Athygli hefur vakið í bókmennta- heimum Breta að skáldsaga Joanne Harris, Five Quarters of the Orange, sem hefur selst afar vel, er ekki á meðal tilnefndra. Orange-bókmenntaverðlaunin verða afhent á morgun. ■ ERUNOUK MHSiOH SKUGGINN AF SVARTRI FLUGU SKUGGINN AF SVARTRI FLUGU Ný sakamálasaga: Rót á til- veruna bækur Skugginn af svartri flugu, nefnist sakamálasaga með þjóð- sögulegu ívafi eftir Erlend Jóns- son sem komin er út. Sagan gerist í Reykjavík og víðar um og fyrir nýliðin aldamót. Söguhetja, sem jafnframt er sögumaður, er opin- ber stai-fsmaður á miðjum aldri. Hann er einhleypur og lifir frem- ur tilbreytingarsnauðu lífi. Jafn- væginu í lífi hans er svo raskað af utanaðkomandi atburðum. Bókin er 190 blaðsíður að lengd og er gefin út af bókaútgáfunni Smáragili. ■ Fjallamjólk Kjarvals: Málverkið lánað til Kjarvcilssafns FJALLAMJÓLK Jóhannes S. Kjarval (1885-1972): Fjallamjólk (1941). Olía á striga, 110x146. Fjallamjólk hefur verið sýnd á fjölda sýninga sem kynna Kjarval, Þingvelli eða íslenska myndlist bæði heima og erlendis. Myndir af málverkinu hafa oftar en einu sinni prýtt kápusíður á bókum og sýningarskrám. myndlist Við opnun sumarsýningar Listasafns Reykjavíkur, Maður og borg, á Kjarvalsstöðum 7. júní var tilkynnt, að Listasafn ASÍ hefur lánað hið fræga málverk Fjalla- mjólk (1941) eftir Jóhannes S. Kjarval til Kjarvalssafns Lista: safns Reykjavíkur. Listasafn ASÍ átti frumkvæði að því að lána þetta lykilverk til Listasafns Reykjavíkur til lengri tíma, með það í huga að það verði hluti af yf- irlitssýningu á verkum Jóhannes- ar S. Kjarvals í Listasafni Reykja- víkur. Málverkið Fjallamjólk telst til meginverka íslenskrar listasögu og er afar dýrmætur hluti af menningararfi þjóðarinnai’. Það er því eðlilegt að slíkur dýrgripur sé varðveittur og sýndur þar sem flestir geta séð og notið hans. Með því að lána Fjallamjólk til sýning- ar í Kjarvalssafni Listasafns Reykjavíkur vill Listasafn ASÍ stuðla að því að verkið sé alltaf aðgengilegt almenningi og hægt sé að skoða það í samhengi við önnur öndvegisvei’k listamanns- ins. Listasafn ASÍ eignaðist þetta einstæða listaverk Kjarvals 1961, en verkið var mikilvægur hluti af frumgjöf Ragnars Jónssonar til safnsins. Kjarval málaði Fjalla- mjólk 1941 og er það talið eitt af öndvegisverkum listamannsins. í Kjarvalskveri Matthíasar Johann- essen kemur fram að Kjarval hafi gert lauslegt svartkrítai’uppkast af verkinu á léreft við Flosagjá, en síðan fullmálað það í vinnu- stofu sinni í Austurstræti. ■ Tímaritið Islenskt mál: Greinar um málfræðileg efni inni á söfnum. í anddyri Borgarleikhússins sýna nem- endur Myndlistaskólans í Reykjavík í samvinnu við Borgarbókasafn. Sýningin nefnist ...með endalausum himni... Myndverkin eru unnin undir hughrifum frá textum Halldórs Laxness. SÝNINGAR___________________________ Allir leikir HM 2002 í fótbolta eru sýndir beint á stóru tjaldi í HM-heiminum í Vetrargarðinum í Smáralind. ( HM- heiminum er einnig að finna sandlagð- an strandboltavöll, knattþrautavöll með marki. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is bækur Út er kominn 23. árgangur tímaritsins íslenskt mál og al- menn málfræði. Efni heftisins er fjölbreytt að venju. Þar er að finna ítarlegar fræðilegar greinar, umræðugreinar, smágreinar, at- hugasemdir, orðfræði, ritdómar og ritfregnir. Heftið er liðlega 300 blaðsíður á lengd. íslenska málfræðifélagið gefur tímaritið út og er Höskuldur Þráinsson ritstjóri þess. ■ 17juni.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.