Fréttablaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 23
MIÐVIKUPAGUR 12. júní 2002
23
[ FÓLK í FRÉTTUM j
Ungir jafnaðarmenn sendu frá
sér ályktun í gær þar sem
harmað er að borgaryfirvöld vilji
banna einkadans á svokölluðum
nektardansstöðum á þeim for-
sendum að þar sé stundað vændi.
Fjölmiðlar sinntu þessari ályktun
vel. Meðal annars vildi Rás 2 fá
Bryndísi ísfold, formann ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík, í við-
tal. Þegar hún komst ekki og Sig-
urður Hólm Gunnarsson, stjórn-
armaður í UJ, bauð fram krafta
sína og rödd var það afþakkað og
málið fellt niður. Ætli það sé ekki
kallað jákvæð mismunun á ríkis-
miðlinum.
Ungliðahreyfingarnar eru dug-
legar að álykta þessa dagana.
Heimdallur, Ungir jafnaðarmenn
í Reykjavík og Samband ungra
framsóknarmanna sendu frá sér
yfirlýsingu í tengslum við heim-
sókn forseta Kína, Jiang Zemin.
Síðar sama dag kom yfirlýsing
frá framkvæmdastjórn Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna.
Þar eru ungir sjálfstæðismenn af
öllu landinu hvattir til að taka
þátt í mótmælum gegn ógnar-
stjórninni í Kína og mannrétt-
indabrotum.
Nú er vertíð hjá popphljóm-
sveitum landsins. Hver ein-
asta rúta uppgerð með kojum,
borðum og bekkjum og vfir-
spenntum glömrurum. Á fjöl-
miðla streyma tilkynningar um
hvar fjörið verður næst. Á móti
sól, Land og synir og Buttercup
munu trylla ljúflinga á lands-
byggðinni. Viðburðir þessir eru
orðnir jafn sjálfsagðir og sauð-
burðurinn á vorin.
Fjölmiðlar geta oft verið að-
gangsharðir við öflun frétta.
Stundum verður að halda f jöl-
miðlamönnum í vissri fjarlægð í
lögregluaðgei’ðum og gengur
samstai'f þessara hópa oftast vel.
í tengslum við Falun Gong er
starf lögi’eglumanna erfitt. Flest-
ir sjá að þarna fer friðsamt fólk
sem ekki vill neinum illt. Setja
margir þeiri’a upp mæðusvip í
starfi sínu á Keflavíkurflugvelli
þessa dagana enda aðgerðii’nar
mörgum ekki að skapi. En fylgja
skal yfii’boðurum.
Mjög mai’gir íslenskir emb-
ættismenn hafa farið í heim-
ókn til Kína í boði þarlendra
stjórnvalda. Eru þessar boðsferð-
ir vinsælar meðal embættis-
manna ríkisins og oft fylgja
skemmtilegir stjói’nmálamenn
með. „Menn eru ekki búnir að
vera ráðherrar í mánuð þegar
þeir eru farnir til Kína,“ sagði
einn í stjórnkerfinu við Frétta-
blaðið. Þá eru hugsjónir um
mannréttindi f jarlægar í hugum
þessa fólks enda í góðu yfirlæti.
Kannski það hafi áhrif á af-
greiðslu mála í stjórnkerfinu
gagnvart kínverskum stjórnvöld-
um.
Vefurinn er áhrifaríkur vett-
vangur til að skipuleggja
mótmæli. Á kjosa.is er þegar
byrjað á skipulagningu mótmæla
vegna komu Jiang Zemin. „Okkur
ber skylda til að mótmæla fyrir
hönd þeirra sem kjörnir fullti’úar
okkar vilja þagga niður í,“ segir á
vefsíðunni. Þar er bii’t dagski'á
yfir mótmælastöður og nýjustu
upplýsingum miðlað til almenn-
ings. Fólk getur skráð sig á póst-
lista og fengið nýjustu upplýsing-
ar í tölvupósti. „Ekki beita of-
beldi eða dónaskap, slík hegðun
skemmir fyrir,“ eru skilaboð sem
eru til fyrirmyndar á svona síðu.
Löng bílaleSt lagði leið sína til
Njarðvíkur til að mótmæla
fyrir utan Njai’ðvíkurskóla. Þar
er Falun Gong-liðum haldið.
, Keyrði lestin á 60 km hraða og
mátti sjá bíl við bil svo langt sern
augað eygði. Allt í einu stoppaði
lestin. Enginn vissi hvað var á
seyði en eftir stutta stund komst
hreyfing á lestina aftur. Fai’þegi í
fremsta bílnum þurfti nefnilega
aö pissa og bað bílstjói-ann að
stoppa á rneðan hann kastaði af
sér vatni. Auðvitað þurftu allir
friðelskandi menn að bíða einnig.
Paul McCartney giftir sig:
Allt sem þú þarft er ást, aftur
SVIÐSLJÓS Mikil leynd ríkti yfir
brúðkaupi Bítilsins Paul
McCartneys og fyi’rum fyrirsæt-
unnar Heather Mills í gærdag.
Brúðkaupið fór fram í 17. aldar
kastala í Monaghan-sýslu, rétt hjá
bænum Glaslough í írlandi, og var
mikið fjölmiðlafár þegar gestirnir
byi’juðu að mæta á staðinn. Fyrstu
gestirnir flugu inn á svæðið með
þyrlu til að forðast forvitin augu
blaðaljósmyndara.
Talið er að um 300 fjölskyldu-
meðlimir og vinir hafi verið í
veislunni. Þar á meðal má nefna
ti’ommai’ann Ringo Starr, Chrissie
Hynde, Jools Holland, George
RINGO STARR
Flaug á einkaþotu sinni til írlands og beint
upp í limósíuna. Hann flutti vist ræðu í
veislunni.
Martin, fyrirsætuna Twiggy og
Dave Gilmour gítarleikara Pink
Floyd. Paul hafði þó gantast með
það þegar hann hitti blaðamenn að
það yrðu í mesta lagi um 10 fræg-
ir einstaklingar á meðal gesta.
Börn Pauls úr fyrra hjónabandi
hans við Lindu Eastman, sem lést
árið 1998 úr bi’jóstakrabbameini,
voru öll á staðnum. Það var fjöl-
skylda einnig.
Paul McCartney kynntist He-
ather Mills ári eftir að Linda lést
og bað hennar í fyrra. Hún
klæddist brúðarkjól sem hún
gerði sjálf með aðstoð tveggja
fatahönnuða. ■
PAUL OG HEATHER
Hér sést parið Ijóma af hamingju þegar
þau hittu blaðamenn, daginn fyrir brúð-
kaupið.
Risa-rýmingarsala á fartölvum og
fleiri tækjum, ótrúlegt verð. Við
bjóðum þér fartölvur með allt að
80.000 kr. afslætti - og Trecento
skrifborðsstól í kaupbæti. Takmarkað
magn! Fyrstir koma, fyrstir fá!
Skrifborðsstóll
llU Webnote P4, 1,6 GHz
Intel Pentium 4, 1,6 GHz örgjörvi. Win XP.
80.000 kr. verðlækkun.
Presario fartölva
ly
AMD DURON 850 MHz örgjörvi.
IPC Helios Pentium IV
Intel Pentium IV 1,6 GHz örgjörvi. 17" TATUNG
margmiðlunarskjár. 40 GB Ultra-DMA harður
diskur. 256 vinnsluminni. 16 DVD drif og
geislaskrifari.
ÝMISLEGT ÓDÝRT VERÐ ÁDUR
TATUNG 15” LCDskiár. 49.900 59.900
Lexmark Z43, einn sá albesti. 14.900 19.900
Lexmark Z33, frábær heimilsprentari. 12.900 15 900
Lexmark Z23, sá ódýrasti. 7.900 9.900
HP 920 X, traustur og góður. 14.900 15.900
Toshiba
Satelite 3000 fartölva, Plll 900
r im iiii iiii ini i
Skrifstofumarkaður Opið virka daga 10-18
Skeifunni 11d • Sími 533 1010
GRIFFILL