Fréttablaðið - 21.06.2002, Qupperneq 6
6
FRETTABLAÐIÐ
21. júní 2002 FÖSTUDAGUR
VISA
á mann
í sólina í 1-2 vikur
í eftirtaldar
PAKKAferdir:
Benidorm
26. júni og 21. ágúst
Krit
27. júni
Mallorca
24. júní
Portúgal
2. júlí
Biilund
19. ágúst
5*000kr.
afsláttur á mann
í 1-2 vikur
Gildir bara fyrir korthafa Visa.
plús
___
FERÐIR
www.plusferdir. is
Hlíðasmára 15 • Sími 535 2100
Deila unglækna:
Félagsdómur kveður upp úr um
lögmæti verkfallsaðgerða
peila Óvíst er hvort af verkfalli
unglækna verður um helgina en
þeir hafa boðað til verkfalls sem
hefst á miðnætti aðfaranótt mánu-
dags að sögn Jóhanns Elí Guðjóns-
sonar.
„Okkur var stefnt fyrir félags-
dóm og málflutningur fer fram
eftir hádegi í dag. Dómur mun
liggja fyrir á laugardagsmorgni
og ef úrskurður er okkur í vil
höldum við okkar áætlun og leggj-
um niður vinnu á miðnætti á
sunnudagskvöld, Ef við hins veg-
ar töpum þessu máli fyrir félags-
dómi blásum við verkfallið af og
endurmetum stöðuna að nýju.“
Jóhann Elí segist ekki vita til
þess að reynt hafi verið á lögmæti
úrsagnar úr stéttarfélagi fyrir
dómstólum fyrr og því ómögulegt
að segja hver úrskurðurinn verði.
„Við teljum okkur fara að lögum í
þessum aðgerðum og höfum unnið
samkvæmt því.“ Hann segir
unglækna mjög óánægða með þá
samninga sem Læknafélagið
gerði fyrir þeirra hönd í síðustu
samningum. „Við teljum okkur
bera minna úr býtum en fyrir
samningana og skýrasta dæmið
eru ákvæði um lágmarkshvíldar-
tíma sem voru felld út án þess að
neitt kæmi í þeirra stað.
Læknanemar hafa lýst yfir
fullum stuðningi við aðgerðir
unglækna og munu einnig ganga
út á miðnætti aðfaranótt mánu-
dags ef aðgerðir unglækna verða
löglegar. Jóhann segir óhjá-
kvæmilegt að einhver röskun
verði á starfsemi spítalana ef til
verfalls kemur en sérfræðingar
muni að öllum líkindum ganga í
þeirra störf. ■
UNGLÆKNAR í VERKFALL Á MIÐ-
NÆTTI AÐFARNÓTT MÁNUDAGS
Telja að þeim hafi verið fórnað í síðustu
samningum og hagsmunir þeirra fyrir borð
bornir.
Hefur áhyggjur af
þróun Evrópumála
Island og Noregur munu krefjast þess að aðgangur þeirra að mörkuð-
um í nýjum aðildarríkjum verði tryggður. Tollfrjálsir kvótar í líkingu
við þá sem fengust þegar Noregur og Svíþjóð gerðust aðilar. Ræðir þró-
unina við fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar.
viðræður „Það sem brennur mest
á okkur núna eru ýmis mál sem
hafa komið upp í sambandi við
samninginn um evrópska efna-
hagssvæðið. Það eru alltaf að
koma upp atvik sem eru okkur
áhyggjuefni og við viljum bregð-
ast sameiginlega við,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, í gær eftir að hafa fundað
með ýmsum forystumönnum
norskra stjórnvalda í Noregi.
„Evrópusambandið gleymir
mjög oft að þessi samningur sé í
gildi þegar það tekur ákvarðanir.
Við erum í stöðugri vinnu við að
viðhalda okkar rétti á grundvelli
samningsins." Tvö
nýleg dæmi um að
horft sé framhjá
EES-ríkjunum
segir hann ákvörð-
un ESB um að
leggja tolla á stál
og samstarf á sviði
fatlaðra. „ESB
gleymdi tilvist
okkar.“
„Stærsta málið
er stækkun er
samningurinn sem
er framundan
vegna stækkunar
Evrópusambandsins til austurs.
Síðast þegar ESB stækkaði feng-
um við ákveðna tollfrjálsa kvóta.
Það er sameiginleg niðurstaða
okkar að það sé ekki ásættanleg
niðurstaða nú. Við munum sækj-
ast eftir niðurstöðum á öðrum
grundvelli." Halldór segir þó ljóst
að það verði erfitt að sækja slíkt.
Gunther Verheugen, sem fer
með stækkunarmál í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins, er væntanlegur hingað til
lands í næstu viku. Hann mun þá
sitja ráðherrafund EFTA. „Við
Við munum
að sjálfsögðu
ræða þróun
Evrópusam-
bandsins og
þróun samn-
ingsins um
evrópska
efnahags-
svæðið sem
ég hef miklar
áhyggjur af.
—♦—
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Evrópumálin og sjávarútvegsmál voru efst á dagskrá i viðræðum Halldórs við forsætisráð-
herra, utanríkisráðherra, sjávarútvegsráðherra Noregs og utanríkismálanefnd norska þings-
ins. Hann ræddi einnig við Harald V Noregskonung.
munum að sjálfsögðu ræða þróun
Evrópusambandsins og þróun
samningsins um evrópska efna-
hagssvæðið sem ég hef miklar
áhyggjur af. Það er fyrst og
fremst ástæðan fyrir því að ég hef
viljað ræða hugsanlega aðild.“
Halldór segir mikilvægt að
Verheugen komi hingað til lands
til að kynna sér aðstæður. „Ég er
þakklátur honum fyrir að koma til
þessa fundar." Síðasti fulltrúi
framkvæmdastjórnarinnar til að
sitja fund EFTA var Hans van der
Broek fyrir fimm árum síðan.
btynjolfur@frettabladid.is
Reykjavíkurborg markar nýja stefnu:
Aukin samþætting leikskóla
og grunnskóla
RRSKólamál Borgarstjórn Reykja-
víkur samþykkti í gær tillögu um
aukna samþættingu leikskóla og
grunnskóla. Starfshópur skipaður
fulltrúum frá leikskólaráði og
fræðsluráði mun vinna að tillög-
um þar sem megináherslan verð-
ur lögð á aukið samstarf leikskóla
og grunnskóla. Einnig er stefnt að
því að bjóða fimm ára börnum
gjaldfrjálsa þjónustu á leikskól-
um hluta úr degi.
Árið 1996 tók borgin yfir rekst-
ur grunnskólanna og eru nú bæði
grunnskóli og leikskóli á ábyrgð
Reykjavíkurborgar. í greinargerð
með tillögunni, sem var lögð fram
af fulltrúum R-listans, segir að
mikilvægi samstarfs og samþætt-
ingar starfs leikskóla og grunn-
skóla sé augljóst, sérstaklega á
því ári sem skólaganga hefst.
í greinagerðinni segir að allir
grunnskólar borgarinnar séu nú
einsetnir og um 74% allra barna 1
til 5 ára hafi verið í leikskólum í
lok síðasta árs. Ef litið sé til 5 ára
barna hafi aðeins um 140 þeirra
ekki nýtt sér þjónustu leikskól-
anna. ■
LEIKSKÓLI
I greinagerð með tillögunni sem var sam-
þykkt í borgarstjórn í gær kemur fram að
um 74% allra barna I til 5 ára hafi verið I
leikskólum f lok siðasta árs.
HESTAMENN FJÖLMENNA Á VIND-
HEIMAMELA
Fjöldi manns mun leggja leið sína á Vind-
heimiamela fyrstu vikuna í júlí þar sem
landsmót hestamanna verður haldið. Ein-
valalið tónlistarmanna mun halda uppi
skemmtun á svæðinu.
Landsmót hestamanna á
Vindheimamelum:
Búast við
marg»
menni
lanpsmótið Búist er við því að
þúsundir manna verði á Vind-
heimamelum í Skagafirði þegar
landsmót hestamanna fer þar
fram 2.-7. júlí. Það er haft eftir að-
standendum mótsins að undirbún-
ingur sé á lokastigi. Þá hefur það
verið staðfest að hljómsveitirnar
Papar og Stuðmenn muni halda
uppi skemmtun á svæðinu en fyr-
ir höfðu KK og Magnús Eiríksson
boðað mætingu. Þeir ættu því að
auka á flóruna því þjóðþekktir,
skagfirskir skemmtikraftar munu
einnig troða upp, Karlakórinn
Heimir og Álfagerðisbræður. Þá
hefur verið gerður samningur við
veitingahúsið Bautann á Akureyri
og mun þeir sjá um alla matseld
fyrir mótsgesti. Mikil áhersla hef-
ur verið lögð á það að gera mótið
fjölskylduvænt og að góður andi
ríki meðal allra þeirra sem Vind-
heimamela heimsækja. Þá er ætl-
unin að setja upp tívolí fyrir börn-
in og fleiri nýjungar munu koma
mótsgestum á óvart. ■
ERLENT
Sex manns brenndust þegar
sænsk orrustuþota flaug of
lágt yfir herflugvelli nálægt Upp-
sölum í Svíþjóð í gær.
Johannes Rau, forseti Þýska-
lands undirritaði í gær um-
deild innflytjendalög, sem þingið
hafði samþykkt. Málefni innflytj-
enda eru talin verða meðal helstu
kosningamálanna í kosningabar-
áttunni þar í landi í haust.
Ðick Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, kvartaði í
gær undan því að bandarískir
embættismenn séu að leka leynd-
armálum til fjölmiðla.